Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 43 HANDKNATTLEIKUR Bjarkl SlgurAsson hefur verið óheppinn varðandi meiðsl. Bjarki frá í tvo til þijá mánuði Eins marks tap, 19:18, gegn Spánverjum ífyrsta leik BJARKI Sigurðsson, landsliðs- maður í handknattleik úr Vík- ingi, meiddist á hné eftir 20 sekúndna leik gegn Spánverj- um rétt utan við Madríd í gær og verður f rá æfingum og keppni ítvotil þrjá mánuði. Spánverjar unnu 19:18 eftir að staðan hafði verið 10:10 íhálf- leik. Spánverjar byrjuðu með boltann og skoruðu eftir liðlega tvær mínútur. Þá kom Bjarki inná, en 20 sekúndum síðar gerðist óhappið. „Við vorum rétt að byija fyrstu sóknina," sagði Bjarki við Morgun- blaðið í gærkvöldi. „Ég fékk slæma sendingu fyrir aftan mig og teygði mig í boltann. Við það missti ég jafnvægið og hægri fótleggurinn flæktist á milli fóta eins Spánveij- ans, sem var að fara í hraðaupp- hlaup. Mér fannst eins og verið væri að snúa fótlegginn af mér og sársaukinn var töluvert meiri en þegar krossböndin fóru í hinu hnénu fyrir tæplega tveimur árum.“ Þegar var farið með Bjarka á sjúkrahús, hnéð myndað í bak og fyrir og kom í ljós að sin undir hnéskelinni hafði slitnað. Hann var settur í spelkur og á að reyna að koma honum heim í dag. „Það er mikilvægt að komast í uppskurð sem fyrst og er stefnt að aðgerð- inni á mánudag," sagði Bjarki og bætti við að verst hefði verið að strákamir hefðu tapað leiknum. Góður vamarleikur Að sögn Geirs Sveinssonar, fyrir- liða landsliðsins, léku bæði lið mjög góðan vamarleik og því hefði sókn- arleikurinn ekki náð að blómstra. íslenska liðið komst í 14:10 í byijun seinni hálfleiks, en Spánveijarnir jöfnuðu og náðu tveggja marka forystu, 19:17. íslendingar minnk- uðu muninn og fengu tækifæri til að jafna, vom með boltann síðustu 40 sekúndurnar, en dæmið gekk ekki upp. „Við getum verið sáttir við leik okkar,“ sagði Geir, „en það er orð- ið frekar þreytandi að tapa fyrir Spánveijum með einu marki. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem fer 19:18 og sá fjórði, sem þeir vinna með minnsta mun.“ Sigmar Þröstur Óskarsson og Gunnar Andrésson hvíldu að þessu sinni. Guðmundur Hrafnkelsson byijaði i markinu og varði alls sjö skot, en Bergsveinn Bergsveinsson varði Qögur skot. Mörk íslands: Júlíus Jónasson 6/1, Valdimar Grímsson 4/1, Geir Sveinsson 3, Héðinn Gilsson 2, Gunnar Gunnarsson 1, Konráð Olavson 1 og Sigurður Bjamason 1* ísland leikur gegn Noregi í dag og síðan gegn Portúgal á morgun. Liðið verður áfram í æfíngabúðum a'Spáni fram í miðja næstu viku en tekur síðan þátt í móti í Þýska- landi um aðra helgi. FRJALSIÞROTTIR / MEISTARAMOTIÐ Lofaþvíaðná ólympíulágmarkinu - segir Sigurður Einarsson spjótkastari ÚRSLIT KNATTSPYRNA NM STÚLKNA í DANMÖRKU Holland - fslands......................4:1 - Hjördís Slmonardóttir. Markvorður íslenska liðsins fékk að líta rauða spjaldið eftir þijátíu minútna leik. 4. DEILD Austri-KSH........................... 1:1 Viðar Siguijðnsson - ívar Ingimarsson. Leiknir F. - Neisti D..................fr. GOLF Meistaramót klúbbanna: Staðan í meistaraflokkum nokkurra klúbba þegar leiknar hafa verið 54 holur, en keppni lýkur f dag: Golfklúbbur Reykjavíkur Karlar: Sigurður Hafsteinsson..70 76 78 224 Tryggvi Pétursson.......74 77 78 229 Siguijón Arnarsson......74 79 76 229 Konur: RagnhildurSigurðardóttir.,74 79 81 284 Svala Óskarsdóttir.......85 82 90 257 Herborg Amarsdóttir......83 88 88 259 Golfklúbburinn Keilir Karlar: Guðm. Sveinbjömsson......66 64 68 198 Björgvin Sigurbergsson...72 61 69 202 Tryggvi Traustason.......67 71 67 205 Úlfar Jónsson............73 67 66 206 Konur: Þórdís Geirsdóttir.......75 76 79 230 Anna J. Sigurbergsd......86 88 81 255 Kristín Pálsdóttir.......87 85 87 259 Golfklúbbur Akureyrar Karlar: Sigurpáll G. Sveinsson...78 71 77 226 Þorleifur Karlsson.......75 76 79 230 Björgvin Þorsteinsson....80 79 72 231 Konur: Ámý L. Árnadóttir........95 86 86 267 Erla Adolfsdóttir........92 89 89 270 Jónína Pálsdóttir:.......93 86 93 273 Golfklúbbur Suðurnesja Karlar: Sigurður Sigurðsson......78 72 77 227 Páll Ketilsson...........77 82 78 237 Helgi Þórisson...........79 84 81 244 Konur: Karen Sævarsdóttir.......82 85 76 243 Gerða Þorsteinsdóttir ....*...92 90 85 267 Jóna Gunnlaugsdóttir.....98 92 88 278 RutÞorsteinsdóttir.......90 96 95 281 Golfklúbbur Ness Karlar: JónHaukurGuðlaugsson...69 74 68 211 Hjalti Nielsen..........72 76 74 222 Vilþjálmur Ingibergsson.73 74 76 223 Konur: Sigrún E. Jónsdóttir...94 96 101 291 Anna Einarsdóttir.....100 105 106 311 SteindóraSteingrímsd..l02 106 103 311 Golfklúbbur Vestmannaeyja Karlar: Þorsteinn Hallgrímsson..69 72 75 216 Júlíus Hallgrímsson.....70 73 77 220 HaraldurJúlíusson.......70 76 76 222 Konur: Sjöfn Guðjónsdóttir.....87 86 83 256 JakobínaGuðlaugsdóttir....83 88 96 267 SigurbjörgGuðnadóttir...87 97 91 273 Tennis Presta varð undanúrslitum karla á Wimble- donmótinu í gær vegna rigningar og verða leikimir í dag sem og úrslitaleikur kvenna. „ÉG lofa því að ná lágmarkinu, svo framarlega sem ég fæ gott veður. Ég hef margoft kastað yfir áttatíu metrana á æfingum en hef verið í vandræðum með atrennuna á mótum. En ég hef trú á að í þetta sinn gangi allt upp,“ segir Sigurður Einars- son, spjótkastari sem verður í eldlínunni i Mosfellsbæ þar sem 66. Meistaramót íslands verður haldið C dag og á morg- un. Augu flestra koma líklega til með að beinast að spjótkast- keppninni sem hefst kl. 15:30 í dag. Þar verða Einar Vilhjálmsson, Sigurður Einarsson og Sigurður Matthíasson á meðal keppenda. Einar hefur þegar tryggt sér réttinn til að keppa í Barcelona en nafnarn- ir eru báðir að falla á tíma, þeir þurfa að kasta yfir 80 metra fyrir þann 10. júlí til að vinna sér rétt til keppni á Ólympíuleikunum. Vésteinn Hafsteinsson fær verð- uga keppinauta í kringlukastinu á morgun því að Norðmennimir Sven Inge Valvik og Olav Jensen taka þátt í mótinu. Vésteinn er sá eini þeirra sem þegar hefur náð lág- markinu en Norðmennirnir hafa kastað skammt frá því að undan- förnu. Það hefur einkennt meistaramót síðustu ára að margir af bestu fijálsíþróttamönnum landsins hafa verið fjarverandi. Hið sama er ekki upp á teningnum núna. Flestir af sterkustu frjálsíþróttamönnum munu sýna hæftii sína á Varmár- veilinum. Aðeins Þórdís Gísladóttir hástökkvari og tugþrautarmennirn- ir Jón Amar Magnússon og Ólafur Guðmundsson verða ekki með. Yfirlýsing frá Þórdísi Gísladóttur ÞÓRDÍS Gísladóttir, hástök- kvari, sendi Morgunblaðinu eftirfarandi yfirlýsingu: Undirrituð hefur unnið að því hörðum höndum undanfama mánuði að ná lágmarki til keppni í hástökki kvenna á Ólympíuleik- unum í Barcelona, 1,90. Mitt besta stökk á þessu keppnistíma- biii, 1,86, er aðeins íjórum sentí- metmm (2%) frá lágmarki. Þrátt fyrir þessa stöðu hefur undirrituð enga hvatningu fengið frá stjóm Frjálsíþróttasambands íslands og því síður fjárhagslegan stuðning meðan aðrir afreksmenn í fijálsíþróttum sem eiga lengra í land með að ná lágmörkum til keppni á ÓL. hafa hlotið allskyns fyrirgreiðslu, hvatningu og fyár- hagslegan stuðning. Undirbúningur minn hefur kostað gífurlega vinnu, tíma og fjármuni sem ég sé ekki eftir. Ég held ótrauð áfram og læt ekkert gott tækifæri ónýtt til að reyna að bæta við mig þeim tveimur prósentum sem upp á vantar að ná lágmarkinu og til að leggja mitt af mörkum til þess að a.m.k. ein íslensk kona verði meðal þátt- takenda í frjálsíþróttakeppninni á ÓL. í Barcelona. Frestur til að ná lágmörkum fyrir ÓL. rennur út 10. júlí. Meist- aramót íslands í frjálsíþróttum 4.-6. júlí er að mínu mati ekki eins heppilegur vettvangur til að reyna við ÓL. lágmark í hástökki kvenna og þau alþjóðlegu mót { Svíþjóð sem undirrituð hefur fengið boð um að taka þátt í 3. júlí, 6. júlí og 9. júlí. Undirrituð hefur því ákveðið að taka ekki þátt í M.í. í fijáls- íþróttum að þessu sinni, en vill þess í stað leggja sitt af mörkum til fijálsíþrótta á íslandi með því að beijast til þrautar við ÓL. lág- markið. Virðingarfyllst Þórdís Gísladóttir. KNATTSPYRNA LIÐ 8. UMFERÐAR Úrvalsliðið sigraði ÚRVALSLIÐ KSÍ sigraði ÍA 4:1 í vináttuleik sem haldinn var á Akranesi í gærkvöldi ftilefni hálfrar aldar kaupstaðaraf- mælis bæjarins. I irvalsliðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og þeir Gunnar Skúlason og Hörður Theodórsson skoruðu sitt markið Sigþór hvor fyrir hlé. Held- Eiríksson Ur lifnaði yfir leik Skagamanna S síðari hálfleik þegar gömlu kempumar Kari Þórðarson skrífarfrá Akranesi og Ámi Sveinsson komu inná ásamt yngri piltum. Úrvalsliðið komst þó í 3:0 með marki Indriða Einarsson- ar um miðbik hálfleiksins en Sigur- steinn Gíslason minnkaði muninn fyrir ÍA skömmu síðar. Einar Þór Daníelsson átti síðasta orðið fyrir gestina með marki á lokamínútun- um og lokatölur því 4:1. Oft brá fyrir þokkalegum leik- köflum hjá báðum liðum en greini- legt var að leikmenn vom þreyttir eftir erfiða deildarleiki að undan- fömu. GOLF Einar fór holu í höggi Einar Guðlaugsson, flugstjóri, fór holu í höggi á Nesvellinum í fyrra- kvöld. Hann sló glæsilegt högg með 5-járni á 6. braut, sem er par 3 og 148 metrar, og niður. Einar hefur ekki áður farið holu í höggi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.