Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 31 Minning: Sigurbergur Jóns- son frá Kirkjubæ Fæddur 19. maí 1923 Dáinn 17. júní 1992 Við þökkum elsku Sigga frænda fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur systkinin. Marga skemmtilega hluti smíðaði hann og gaf okkur. Litla húsið í garðinum heima, með lítilli eldavél og ísskáp, rúmin okkar systkinanna, en minnisstæðast er mér þegar ég var fjögurra ára og frændi kom færándi hendi með lítið skrifborð og stól sem hann hafði smíðað. „Alvöru skrifborð," sagði ég. Þetta borð notaði ég mikið og síðan bróð- ir minn, Gunnar Bergur. Við kveðj- um Sigga frænda með þessu versi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir iiðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljðta skalt. (Valdimar Briem) Aðalheiður og Gunnar Bergur. í myndasafni eins okkar systkina frá liðnum árum, er gömul ljósmynd af Sigga frænda; hann röltir upp slóðann meðfram gömlu hlöðunni heima, ögn álútur með hendur aftan við bak. Jafn lítið og þessi ofurlítið gulnaða ljósmynd lætur yfír sér, vekur hún fímin öll af gömlum minningum. Það er auðvelt fyrir þá sem til þekkja að fylla í eyðumar framan og aftan við. Vafalaust er Siggi að koma frá dekkjaverkstæðinu sínu norðurfrá, þar sem hann gerir við gömul dekk og selur ný. Og leiðiri liggur heim í hús til ömmu og Öllu, þar sem ætíð er margt um mann- inn, og vísast rjúkandi kaffi á borð- um og nýtt bakkelsi, eins og þar væri vænsta bakarí. Þar sest Siggi í stólinn sinn við enda eldhússborðs- ins, brettir upp ermar, eilítið ijóður með hárið strítt, og ræskir sig. — Alltaf eins. Þannig er örlítið minningabrot úr hvunndagslífínu austur á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum fyrir þijátíu ámm eða svo. Þar sem all sérstætt mannlíf dafnaði í skjóli lít- illar byggðar, skammt utan við bæinn. Þessi byggð er horfín. Hún varð fýrst til að hverfa undir gló- andi hraun í gosinu á Heimaey 1973. Minning: Allan þann tíma sem Eyjamenn börðust við náttúmöflin, dvaldi Siggi í Eyjum við uppbyggingar- starf. Sú sýn gleymist aldrei, þegar önnur okkar systra, — sem blaða- maður á gosstað, kom að Sigga að næturlagi niður við höfn í Eyjum, að kveðja sitt lífsstarf. Hann, ásamt Inga vini sínum í Suðurbæ, var tiln- eyddur til að lóga skepnunum þeirra ömmu og Öllu, á fyrstu nóttum gossins. Hann gekk jafn æðmlaus að því verki og öðmm. Hann brá ekki skapi og sá ekki á honum svip- brigði, þó verkið væri honum þung- bært. Við krakkarnir, sem ólumst upp austur á Kirkjubæ á 6. og 7. ára- tugnum, vitjum aldrei aftur þeirra bemskuslóða, nema í minningunni og í samtölum við fólkið sem þar bjó, og vísaði okkur veginn. Þeirra á meðal var Siggi frændi, móður- bróðir okkar. Hann lék stórt hlut- verk í bernsku okkar allra. Hann var sannast sagna eins konar vor- boði í lífínu þá. Eftir langa og gráa daga, eins og okkur fannst þeir jafnan vetum- ir á mölinni, miðað við hlýja og bjarta sumardaga í Eyjum, kom það í hlut Sigga á Siggabíl að bíða okk- ar á flugvellinum í sumarbyrjun, þegar flugvélin lenti á rykugri flug- brautinni, — og okkur fannst við hólpin enn á ný. Með munnana fulla af stómm bijóstsykri, stukkum við til Sigga, sem kom okkur fyrir í framsætinu hjá sér, og svo var skrölt á Siggabíl, — fyrst rauðum vörubíl, — seinni árin bláum, — bak við Helgafell, og heim á íeið til ömmu Öllu og ævintýranna. Það kom líka í hans hlut að skila okkur aftur á flugvöllinn þegar hausta tók. Bíllinn hans Sigga var það síðasta sem við eygðum, — með trega í hjarta, þegar drynjandi vélin hóf sig á loft. Sennilega vomm við öll svo barnaleg að ætla, að Siggi yrði ævarandi, að hann færi aldrei. Síst af öllu svona skjótt. En hann skilur eftir sig minningar, sem aldrei hverfa, þessi hæfileikaríki maður; smiðurinn, hagyrðingurinn og mannvinurinn. Við stöndum öll í þakkarskuld við hann. Siggi var fyrstur til að rétta fram þjálparhönd þegar eitthvað bjátaði á. Bömin okkar systkina búa að því. Fram á síðustu stundu furðuðum við okkur á því hversu mikinn skiln- ing og umburðarlyndi hann sýndi bömum og ungu fólki. Nýlegt dæmi um það vom bílakaup stálpaðs son- ar eins okkar. Öll höfðum við fyrir- vara og efasemdir um þessi kaup, — nema Siggi sem þá var nærstadd- ur. Þar átti sautján ára strákur hauk í homi, sem sýndi löngunum hans jafn mikinn skilning og hann væri ungur sjálfur. Mömmu sama stráks kenndi Siggi að keyra traktor, mörgum árum áður, — þegar hún var enn stelpa. Á þeim tíma sem brýnna þótti að kenna strákum verkin. Það lét hann sig engu skipta. Vissi bara sem var, að stelpan óskaði sér einsk- is frekar. Okkur krökkunum þótti býsna gaman að atast í kringum Sigga frænda okkar, hvort sem var við búskapinn eða á dekkjaverkstæðinu, þar sem okkur opnaðist ofurlítill gluggi út í hinn stóra heim, með „Bridgestone“-öskubökkum og aug- lýsingamyndum og öðm tilheyrandi, sem fylgdi dekkjunum hans Sigga, sem honum vom send að sunnan. Stundum reyndum við að taka til hendinni, og stundum þvældumst við bara fyrir. Og oftast fylgdi okk- ur krakkaskari. En ansi langt mátt- um við ganga til að reyndi á þolrifín í Sigga frænda. Styggðaryrði féll aldrei af hans munni í okkar garð. En ef hann talaði til okkar í ákveðinni tónteg- und, og skeytti „greyin mín“ aftan við, skildum við að þar væri hyggi- legra að láta staðar numið. Við gætum svo lengi haldið áfram að rifja upp gamlar minningar um Sigga, sem nú er horfmn á aðrar slóðir til fundar við gamla vini. Við geram það á öðmm vettvangi, ef til vill í Reynisholti, húsi ömmusyst- ur okkar, sem Siggi vann við að endurbyggja svo snilldarlega fram undir það síðasta. Það er eitt af verkunum hans sem eftir standa. Okkur fínnst svo stutt síðan við sáum hann ganga hér hjá okkur á mölinni, svo léttan í spori og skapi, með hendur aftan við bak, rétt eins og á gömlu, gulnuðu Ijósmyndinni; ofurlítið ijarrænan eins og títt er um þá sem láta sig ómerkilegt hvunndagsþras engu varða. Þá viss- um við ekki að kveðjustundin væri svo skammt undan. En þó leiðir skilji, fær ekkert afm- áð úr hugum okkar djúp spor þeirra sem studdu okkur fyrstu sporin í tilvemnni, og urðu okkur áhrifa- valdar. Megi hann hvíla í friði, okkar góði frændi. Edda, Jóna og Gunnar. í dag fer fram útför elsku frænda míns, Sigurbergs Jónssonar, sem mig langar að minnast en hann andaðist í Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja 17. júní síðastliðinn, eftir stutt en erfíð veikindi. Siggi frændi, eins og hann var kallaður, fæddist á Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum 9. maí 1923. Foreldrar hans em Guðrún Hallvarðsdóttir frá Reynisholti í Mýrdal sem nú dvelur á Sjúkrahúsi og er á 104 aldursári og Jón Valtýsson frá Önundarhomi undir Eyjafjöllum en hann lést í maí 1958. Siggi var ókvæntur og bamlaus og bjó í foreldrahúsum þar til gos- nóttina 23. janúar 1973, en þá var þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu hennar og kveð ég með kæru þakklæti fyrir öll árin. Katrín Guðjónsdóttir. þessu einstæða samfélagi sundrað, samfélagi sem alltaf stóð saman sem ein fjölskylda jafnt í gleði og í sorg. Það varð mikil breyting á högum Kirkjubæinga þegar við sáum heimili okkar og ævistarf allt hverfa á einni nóttu en þá stóð Siggi eins og klettur og minnist ég þess er hann vakti móður sína og móður- systur en þær vom þá á níræðis- aldri og sagði þeim að það væri farið að gjósa, þær skyldu klæða sig vel og vera nógu rólegar og fór síðan með þær ásamt systur sinni í öruggt skjól. Þurfti hann síðan að fara einn aftur heim að Kirkjubæ til að leysa kýmar úr fjósi og reka þær niður í bæ, þar sem þeim var öllum lógað. Það sagði hann að hefði verið erfíð stund. Siggi var mikill Vestmannaeying- ur og kom aldrei annað til mála en að búa í Eyjum, en nú við allt aðrar aðstæður, enginn búskapur og eng- inn af gömlu nágrönnunum sneri aftur til síns heima. Eftir gos keyptu þau húsið að Strembugötu 15 og undu sér vel með fallegt útsýni til lands. Frændi var mikill ræktunar- maður enda það í blóð borið og sýndi garðurinn við Strembugötuna þess glöggt vitni. Siggi var mér mikið meira en frændi, því þegar ég var níu ára og bróðir minn Tryggvi (d. 1968) íjögurra ára misstum við föður okk- ar af slysfömm 1954 og má segja að hann hafí gengið okkur í föður- stað. Fljótlega eftir að faðir minn deyr og afí var orðinn veikur tók Siggi frændi við búinu og var hann ömmu og móður minni og okkur systkinunum mikil stoð. Meðfram búskapnum vann hann í mörg ár hjá Ársæli Sveinssyni við skipasmíð- ar og fleira. Siggi rak dekkjaverkstæði fram að gosi 1973. Frænda var margt til lista lagt, listasmiður var hann á stórt sem smátt, teiknari góður og margar era þær bækurnar sem hann skrautritaði. Hann átti auðvelt með að setja saman vísur á góðum stund- um og em t.d. margar tækifærisvís- ur til um félaga hans á Vörabifreiða- stöð Vestmannaeyja, en þar starfaði hann frá 1973 þar til í janúar síðast- liðinn að hann varð að hætta störf- um vegna veikinda. Það er margs að minnast þegar ég kveð kæran frænda minn, hann var traustur, hlýr og rólegur persón- uleiki og drengur góður og tók veik- indum sínum með æðmleysi. Hann bar mikla umhyggju fyrir fólki sínu og bera verk hans þess vel vitni. Þegar hann orðinri fársjúkur fór hann hveija ferðina af annarri til að byggja upp sumarhús okkar í Mýrdalnum það sýnir glöggt að hann bar fyrst og fremst hag ann- arra fyrir bijósti og óskaði einskis frekar en að öðmm famaðist vel í ltfinu. Börnum mínum var hann ætíð sem besti afí og frændi og er hans nú sárt saknað. Við höfum öll misst mikið en mestur er missir móður minnar því þau systkini bjuggu alla tíð saman með móður sinni, fyrst á Kirkjubæ og stðan eftir gos á Strembugötu 15. Nú þegar góður Guð hefur kallað Sigga minn til sín vil ég fyrir hönd eiginmanns og bama okkar sem öll elskuðu hann og virtu þakka honum samvemna. Guð styrki móður mína og ömmu í þeirra miklu sorg, fari elsku frændi minn í friði og hafi hann þökk fyrir allt og allt. Drottinn minn gef dánum ró, hinum líkn er lifa. Marý og fjölskylda. Það er sárt að hugsa til þess að hann Siggi frændi minn sé dainn. Það var svo sérstakt samband á milli mín og Sigga, hann var mér svo miklu meira en frændi. Hann var líka mömmu minni sem pabbi, en hún missti sinn rétta pabba að- eins níu ára. Siggi giftist aldrei, en bjó alla tíð með systur sinni og móður, en þær em amma mín og langamma. Þau þijú, amma, lang- amma og Siggi, hafa alltaf verið svo stór þáttur í lífi mínu að ég á erfitt með að sætta mig við þær breyting- ar sem nú verða þegar Siggi er far- inn frá okkur. Hann hefur verið með í ráðum í mörgum þeim mikil- vægustu ákvörðunum sem ég hef þurft að taka í lífinu. Og ég vissi alltaf að þær vom réttar ef hann var samþykkur. Það kom fyrir að ég hafði aðra skoðun en hann á málunum, en þá hugsaði ég mig alltaf betur um og komst á sömu skoðun og hann. Siggi var skynsam- ur og traustur maður, ég gat alltaf verið viss um að hann vildi vel. Siggi frændi var líka listamaður í höndunum. Það er gaman að koma á Strembugötuna, þar sem amma mín, Siggi og iangamma bjuggu saman, en amma mín býr núorðið ein, og sjá allt sem Siggi hefur smíðað, það er allt svo fallegt og vel gert. Fyrir rúmu ári hófst Siggi handa ásamt pabba mínum við að gera upp gamlan bæ sem gömul frænka okk- ar átti í sveitinni. Þeir drifu í að steypa hann upp og gera hann góð- an að innan. í endaðan maí sl. vomm við þar saman og þá var bærinn svo til til- búinn að innan. Og þó Siggi hafí verið orðin veikur var hann þar og gætti þess að allt væri eins og best væri á kosið. Ég er ánægð með að Siggi gat verið þar allt fram á síð- ustu daga og séð m.a. hve eldhús- innréttingin kom vel út, en hann hafði smíðað hana fyrr á þessu ári. Það er óskiljanlegt að Siggi sé far- inn og fái ekki að njóta þess að vera í þessu húsi, sem hann var fmm- kvöðullinn í að byggja upp. Það var ýmislegt fleira sem Siggi gerði svo vel. Garðurinn hjá ömmu og Sigga er listavel skipulagður. Hann var mikill blóma- og tijáunn- andi, og það era ófáar stundimar sem hann var í garðinum að hlúa að blómum og rækta hinar ýmsu tegundir plantna. Siggi var góður maður og það var stutt í brosið hjá honum. Þó að á milli okkar væm rúm 40 ár gátum við svo vel talað saman. Þó að hann væri ekki alltaf að skipta sér af lét hann vita ef eitthvað var sem honum leist ekki á. Ég gæti skrifað mikið meira um þennan einstaka frænda minn sem var tekinn frá okkur of fljótt. Ég á eftir að sakna elsku Sigga frænda míns. Ég mun varðveita og geyma í hjarta mínu allar þær minn- ingar sem ég á um hann. Sigfríð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Mig langar til að kveðja þennan vin minn sem ég fékk að þekkja svo stutt. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast honum, því nú veit ég hvað Sigfríð unnusta mín er að tala um þegar hún talar um Siggd frænda sinn. Ég minnist þess í hans miklu veikindum, er ég þurfti að fara í uppskurð á fæti, að hann j' var svo oft að spyija um líðan mína þó að hann væri enn veikari en ég. Þannig var Siggi, hugsaði fyrst og fremst um að öðmm liði vel. Elsku Alla og fjölskylda, megi góð öfl styðja ykkur í þessari miklu sorg. Þorvaldur. Ellý Þorláksson Elskuleg vinkona mín Ellý Þor- láksson lést 23. júní sl. á Landa- kotsspítalanum. Hún var fædd 18. nóvember 1920 og var kjördóttir Jóns og Ingibjargar Þorláksson. Ellý fór til Bandaríkjanna vegna sjötugsafmælis síns til eins af fjór- um sona sinna sem þar hefur bú- setu. í vetur veiktist hún þar og var send hingað heim á Landakotsspít- alann frá öðmm spítala. Sjálf sá ég að veikindin voru að smá draga úr henni þrótt. Hún hafði ekki gengið I heil til skógar og m.a. var hún hjart- asjúklingur í mörg ár. Sitt ballettnám byijaði Ellý hjá j Ástu Norðmann, og 1936-1937 var hún í Kaupmannahöfn hjá Jóhönnu Beitzel. Þegar heim kom hafði hún | sinn eigin skóla 1939-1941 og hafði hún ákaflega góða nemendasýn- ingu. Hún var ein af stofnendum Félags ísl. listdansara 1947 ásamt Ástu Norðman, Sif Þórz, Sigrúnu Ólafsdóttur, Sigríði Ármann og Helenu Jónsson og kenndi við FÍLD- skólann. Á listamannaþinginu 1950 dans- aði hún í Les Sylphides og þar dans- aði hún einnig indverkskan dans sem Sif Þórz samdi. Ellý var eins og sköpuð fyrir þennan fallega ind- verska dans. Hún var mjög góð manneskja, listræn og hlédræg. Sjálf var ég svo heppin að byija mitt ballettnám hjá henni og hafði hún þann eiginleika sem allir kenn- arar þurfa að hafa: sem sagt þolin- mæði. Ellý var í mörg ár í Bandaríkjun- um, þar sem hún bæði lærði meira og kenndi þar ennfremur. Við vomm svo heppnar að sjá Lilavati dansa indverska dansinn og nutum þess svo sannarlega. Sjálf naut ég þess að eiga tryggð hennar og vináttu til hinstu stundar. Sonum hennar og fjölskyldum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.