Morgunblaðið - 25.07.1992, Page 1

Morgunblaðið - 25.07.1992, Page 1
48 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 167. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sumarólympíuleikarnir í Barcelona á Spáni verða settir í kvöld: Tuttugu og níu Islendingar eru meðal keppenda Barcelona. Frá Skapta Hallgrímssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. TUTTUGUSTU og fimmtu Ólympíuleikar nútímans verða settir í kvöld í Barcelona á Spáni. Tuttugu og níu íslendingar eru meðal keppenda á leikunum, sextán handknattleiksmenn bættust við þá þrettán sem vitað var um áður, er Júgóslövum var meinuð þátttaka í liðakeppni leikanna. Handknattleiksmennirnir héldu utan í gær og verður fyrsti leikur þeirra gegn Brasilíumönnum á mánudag. íslenski hópurinn var formlega boðinn velkominn í ólympíuþorpið um hádegisbil í gær við hátíðlega athöfn þar sem fáni lýðveldisins var dreginn að húni og voru bandarísku íþróttamennirnir, með hlauparann Tennur Hitlers í Moskvu Moskvu. The Daily Telegraph. RÚSSNESKUR sagnfræðing- ur, Lev Bezínemskíj, segir það rangt, sem nýlega kom fram í þýska tímaritinu Der Spieg- el, að jarðneskar leifar Adolfs Hitlers sé að finna í Lefortovo- fangelsinu í Moskvu. Hann segir að líkinu hafi verið eytt árið 1970 en tennur Hitlers séu þó enn geymdar í Moskvu. Hann sagði að árið 1990, þeg- ar sameining Þýskalands var yfirvofandi, hefðu yfirmenn KGB ákveðið að eyða jarðnesk- um leifum Hitlers til að þær yrðu ekki gerðar að helgigrip af ný- nasistum. Þeir hefðu hins vegar komist að því að þegar var búið að framkvæma það verk í Aust- ur-Þýskalandi 1970. „Tennurnar eru samt sem áður í Moskvu og einhver hlýtur að hafa dregið þá ályktun að líkið væri þar líka. Það er þó ekki á rökum reist.“ Marlboro- maðurinn er látinn Los Angeles. Reuter. LEIKARINN Wayne McLaren, sem milljónir blaðalesenda þekktu sem veðurbitna kúrekann, Marlboro- manninn, í sígarettuauglýsingum, er látinn 51 árs gamall. Banamein hans var lungnakrabbamein, en McLaren reykti í 25 ár áður en hann hóf baráttu gegn tóbaksnautn fyrir tveimur árum er hann fékk krabbamein. McLaren gerði samn- ing við Philip Morris tóbaks-fram- leiðandann árið 1975. og langstökkvarann Carl Lewis fremstan í flokki, boðnir velkomnir við sömu athöfn. Helga Sigurðardóttir sundkona keppir fyrst íslendinganna. Hún stingur sér til 100 m skriðsunds í fyrramálið, Ragnheiður Runólfs- dóttir keppir síðan í 200 m bringu- sundi á mánudag og sama dag keppir Sigurður Bergmann júdó- maður. Dregið hefur verið um hveij- ir mætast í júdókeppni leikanna og voru íslendingarnir afar óheppnir með mótheija. Mæta þeir erfiðum andstæðingum strax í byijun. Morgunblaðinu í dag fylgir auka- blað um Ólympíuleikanna og verður svo áfram alla virka daga meðan leikarnir standa. Allar upplýsingar um sjónvarpsútsendingar frá leik- unum var að finna í dagskrárblaði Morgunblaðsins í gær. Morgunblaðið/RAX Fáninn hylltur Hér má sjá íslenska hópinn við fánahyllinguna í ólympíuþorpinu í Barcelona í gærmorgun. Irökum settir úrslita- kostir Nikósía, Washington. Reuter. BANDAMENN í Persaflóastríð- inu vilja gefa írökum örfárra daga frest til að fara að vopna- hlésskilmálum en grípa til hern- aðaraðgerða ella. Bandarílqafor- seti ætlar að ræða hugsanlegar hernaðaraðgerðir í írak við helstu ráðgjafa sína í öryggismálum í dag og verður ákvörðun um frest- inn líklega tekin um helgina. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna sem æskt höfðu inngöngu í landbúnaðarráðuneytið í Bagdad fóru frá írak í gær. írakar segjast geta fellt sig við þá málamiðlun að sendimenn hlutlausra þjóða eins og Svíþjóðar eða Austurríkis fari yfir gögn í ráðuneytinu en talið er að þar séu upplýsingar um tortímingar- vopn Iraka. Embættismenn í Hvíta húsinu segja að ef gripið verði til hernaðar- aðgerða verði um að ræða loft- og eldflaugaárásir á hernaðarlega mik- ilvæga staði. Arabaríki sem börðust gegn írökum í stríðinu við Persaflóa eru mótfallin slíkum hugmyndum. Spasskí um fyrirhugað einvígí í Svartfjallalandi í september; Ánægður með að mæta Fischer loksins aftur „VIÐ FISCHER ætlum að setjast að tafli í september. Eg er afskap- lega ánægður með að mæta hon- um loksins aftur opinberlega. Hann lítur á einvígið í haust sem framhald baráttunnar í Reykjavík fyrir tveimur áratugum og mér þykir verst að hafa aðeins mánuð til að búa mig undir átökin. Það ætla ég að gera heima hjá mér með aðstoð góðra manna sem ég fæ í heimsókn.“ Þetta sagði Borís Spasskí fyrrum heimsmeistari í skák í samtali við Morgunblaðið í gær. Þeir Bobby Fischer hittast við skákborðið í Svartfjallalandi í haust en Fischer hefur ekki teflt opinberlega síðan hann náði heimsmeistaratitlinum af Spasskí í Reykjavík árið 1972. Oft hafa komist á kreik sögusagn- ir um að Fischer og Spasskí myndu tefla opinberlega á ný en aldrei reynst fótur fyrir þeim. En nú, ná- kvæmlega tveimur áratugum eftir heimsmeistareinvígið í Reykjavík, hefur verið ákveðið að þessir ólíku garpar reyni með sér að nýju. Einka- banki í Belgrad, Jugoscandic, styrkir einvígið sem hefjast mun fyrsta sept- ember í bænum Sveti Stefan á suður- Einvígi aldarinnar í Reykjavík Einvígi Spasskís og Fischers í Reykjavík í júlí 1972 hefur verið nefnt skákeinvígi aldarinnar. Hér sjást þeir að tafli í Laugardalshöll. strönd Svartfjallalands. Skákmeist- urunum hefur verið heitið launum sem nema um 275 milljónum ÍSK fyrir vikið. Þar af fær sigurvegarinn um 184 milljónir í sinn hlut. Spasskí sagði blaðinu í gær að jafntefli myndi ekki gilda í einvíginu. „Ég get ekkert giskað á hve lengi þetta mun standa en við höfum ákveðið að Fischer dugi að vinna átta skákir til að sigra,“ sagði Spasskí. „Ég þarf hins vegar níu vinninga til að sigra hann og sætti mig alveg við það. Fischer vill hafa þetta svona, hann telur sig hafa þennan rétt síðan 1972.“ Að kröfu Fischers verður notast við skákklukku sem hann á hug- myndina að í einvíginu í haust. Hún er nú í smíðum og hefur það sér- kenni að við hvern leik vinnst ákveð- inn tími, tii dæmis mínúta, og von- ast Fischer eftir að sleppa þannig við tímahrak og biðskákir. Hann er af mörgum talinn mesti skákmaður sögunnar og hefur reynt að tefla daglega síðan einvíginu á íslandi lauk. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa þeir Spasskí oft tekið skák fyr- ir luktum dyrum þessi ár. Gert er ráð fyrir að keppnin í Sveti Stefan verði opin áhorfendum. Ónafngreind kona hitti Janos Kubat, umsjónarmann skákólympíuleikanna 1990, og sagði honum að nú vildu Fischer og Spasskí tefla á ný. Tengsl Kubats við bankann í Belgrad komu sér vel. Myndarleg fjárhæð og tuttugu ára afmæli einvígisins í Reykjavík er það sem einkum megnar að fá Fischer aftur að taflborðinu, að sögn heimildarmanna Morgun- blaðsins. Fischer mun hafa búið við fremur kröpp kjör um langt skeið og Spasskí er ekki efnamaður held- ur. A myndbandi sem sýnt verður í dag greinir Fischer frá því af hveiju hann hyggst tefla á ný og hvers vegna hann gerir það í fyrrum Júgóslavíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.