Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992 Minning: María Hjalta- dóttir frá Hvoli Fædd 1. júlí 1924. Dáin 18. júlí 1992. Með þessum fátæklegu línum langar mig að minnast Maríu Hjaltadóttur, mágkonu minnar, en hún andaðist 17. júlí sl. í sjúkra- húsinu á Hvammstanga eftir hetju- lega baráttu við hinn illvíga sjúk- dóm krabbameinið. María var fædd og uppalin í Reykjavík. Foreldar hennar voru hjónin Ásta Ásgeirsdóttir og Hjalti Gunnarsson. Hún hlaut góða bamaskóla- fræðslu í Landakoti og síðar stund- aði hún nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni í tvo vetur. Atvikin höguðu því svo til að 18 ára gömul réðst hún í kaupa- vinnu norður í Húnavatnssýslu. Það var árið 1942. María minntist stundum á tildrög þessarar ferðar, en þau voru á þá leið, að sú stúlka, sem ráðin var, forfallaðist og var hún fengin til að fara í hennar stað. Á þessu sumri kynntist hún ungum bóndasýni, Jósep Magnús- syni, og þeirra framtíð var ráðin. Þau gengu í hjónaband árið 1944, og hófu búskap í hans heimahér- aði. Lengst af bjuggu þau á Hvoli í Vesturhópi, þar til fyrir nokkrum árum, að heilsa þeirra beggja leyfði ekki frekari búskap. Hvoll er fallegt býli og landg- ott. Allar voru þar byggingar gamlar og úrsérgengnar og rækt- un lítil, þegar þau settust þar að. Ærin vom því verkefnin fram- undan og ekki var heldur legið á liði sínu. Þau María og Jósep eignuðust átta böm, sem náðu fullorðinsárum og lifa móður sína. Bamahópurinn var að vísu stór, samt átti heimilið á Hvoli nóg rúm fyrir marga unga sumargesti ár eftir ár. Var skemmtilegt að heyra Maju segja frá því, hvernig hún stjómaði bæði utan húss og innan þessum bamaskara. Fleiram þótti notalegt að koma að Hvoli og njóta gestrisni húsráð- enda þar,_en þessum ungu sumar- gestum. Á þeirra fyrstu búskapar- áram var þar í sveitum utangarðs- fólk, sem ekki var allstaðar aufúsu- gestir, en á Hvoli var öllum vel fagnað og veittur hinn besti beini. Kom þá glöggt í ljós hjartahlýja húsráðenda. Mikil hafa þau viðbrigði verið fyrir unga stúlku, að flytja úr for- eldrahúsum hér í Reykjavík í aló- kunnuga og framandi sveit. En CLASSICA Sýningarhús vió Húsasmiðjuna hf., Skútuvogi 16, og Smiðshús, Alftanesi Heildverslunin SMIÐSHÚS - E. Sigurjónsdóttir, Smiðshús, 225 Bessastaðahreppi, sími 650800. María hafði margt til brunns að bera. Hún var hneigð til bókar og las eins mikið og hún hafði tíma til frá önnum dagsins. Ættfræði stóð henni nærri og hin margþætta saga, sem sú fræðigrein líkur upp fýrir mörgum fannst henni ætíð forvitnileg. En fyrst og fremst átti myndlistin hug hennar og hönd. Hún gat að vísu lítið sinnt þessu hugðarefni sínu meðan lífsbaráttan var hörðust, en á seinni árum tók hún hraustlega til hendi og prýða myndir hennar nú mörg heimili. í byijun þessa mánaðar komu ættingjar Hjalta Gunnarssonar saman á Hvoli. Tilefnið var ald- arafmæli hans. Maríu var þessi samkoma mikið áhugamál, eins og fleiram af hans niðjum. María hafði lagt á ráðin, hvemig að þessu skyldi staðið. Veðrið var einstak- lega gott og landið skartaði sínu fegursta. Með hjálp barna sinna tókst henni að mæta á þessa hátíð og finna í síðsta sinn þá sönnu ánægju að taka á móti gestum á Hvoli. Nú þegar hennar ævi er öll verð- ur manni efst í huga sá þáttur í lífsstarfí hennar, að hlynna að öllu og öllum sem stóðu höllum fæti í baráttu lífsins. Við Hanna sendum manni henn- ar, börnum og öðram ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bjöm Helgason. Alltaf var gott að koma að Hvoli til ömmu og afa. Um leið og ég var farin þaðan, vildi ég fara til þeirra aftur. Ég var alltaf mikið hjá þeim þegar ég var yngri, bæði um sumar og vetur. Oft vora krakkar allt í kringum þau og ég minnist þess hve gaman var að Ieika sér uppi í Nátthaga og að tína blóm og gefa ömmu. Hún var alltaf svo góð við mig og kenndi mér svo margt sem aðrir hafa ekki gert og munu sjálfsagt ekki gera. Hún kenndi mér að mála og föndra, en sjálf var hún málari og að mínu mati mjög fær í að föndra. Hún hvatti mig áfram í að fara í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands (bréfaskóla) og læra á píanó. Upphaflega var það hún sem átti uppástunguna að því að læra eitt- hvað meira en það sem var kennt í skólanum. Ég minnist þess alltaf hvað hún var hörð af sér. Hún barðist við veikindi nokkur síðustu árin og lét aldrei deigan síga þótt á móti blési. Hún barðist áfram með seiglunni uns takmarkið náð- ist, en það var að ná bata. En allt kom fyrir ekki, þegar maður von- aði að þetta væri allt yfirstaðið blossaði þetta bara upp aftur og hún var tekin frá okkur. Ég skil ekki af hveiju Guð þurfti endilega að taka ömmu frá mér og okkur öllum sem þótti svo vænt um hana. Oft hugsa ég af hveiju Guð sé svona miskunnarlaus, ég sem hélt að ég gæti haft ömmu alltaf hjá mér. Eg hef alltaf verið mikil ömmu- og afastelpa og er það ennþá. En amma mun lifa í minn- ingunni um ókomna framtíð svo lengi sem ég lifi. Jóhanna María Jóhannesdóttir. Hún amma mín á Hvoli er dáin. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Hvammstanga að morgni 18. júlí sl. eftir 7 ára baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þegar ég lít til baka hrannast minningar upp í huga minn. Hún amma var látlaus og sterk, hún kvartaði aldrei í öllum sínum veik- indum. Það sýnir best hvað amma var ákveðin og dugleg að 4. júní sl. var ættarmót afkomenda for- eldra hennar á Hvoli, þar mætti amma þó var hún orðin rúmliggj- andi. Hún var flutt í sjúkrakörfu út í Hvol, þar lá hún og spjallaði við fólk allan daginn. Það var gott að koma til ömmu og afá á Hvoli meðan þau bjuggu þar. Þar vora alltaf allir velkomn- ir. Þegar brann hjá okkur íbúðar- húsið á Urðarbakka fluttum við öll út að Hvoli, þar sem við vorum innilega velkomin. Sama var eftir að þau fluttu á Strandgötu 12. Þau pössuðu alltaf að enginn færi svangur frá þeim og amma sagði alltaf þið drekkið nú allavega eða borðið áður en þið farið. Svo er það atvik sem mér er sérlega minnisstætt. Það var þegar amma var sem veikust haustið 1990 og það átti að fljúga með hana norður og amma vildi endi- lega að ég flygi með sér norður sem ég gerði. Ég var nú hálf smeyk því ég hafði aldrei flogið áður, en amma talaði í mig kjark. Elsku afi, ég vona að guð gefi þér og okkur öllum styrk til að bera söknuðinn. Minningin um hana ömmu okkar lifir áfram. María Inga Hjaltadóttir. Tengdamóðir mín, María Hjalta- dóttir, verður til moldar borin í dag, laugardag 25. júlí. María, eða Mæja eins og hún var oftast köll- uð, var fædd í Reykjavík. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum í myndar- legum systkinahópi. Foreldrar hennar vora Hjalti Gunnarsson og Ásta Ásgeirsdóttir. Systkini henn- ar eru: Jóhanna Björg Hjaltadóttir, kennari og húsmóðir, fædd 17. ágúst 1919, GunnarÁsgeir Hjalta- son, gullsmiður og listmálari, fæddur 21. nóvember 1920 og Friðrik Hjaltason, prentari, fæddur 9. júní 1929. Mæja fór noður í Húnavatns- sýslu átján ára gömul í kaupa- vinnu. Þar kynntist hún eftirlifandi pianni sínum, Jósefi Magnússyni, fæddum 1. nóvember 1920 í Vatns- dalshólum, Austur-Húnavatns- sýslu. Þau bjuggu nær allan sinn bú- skap á Hvoli í Vesturhópi, en brugðu búi og fluttu inn á Hvammstanga fyrir um tveimur árum vegna veikinda þeirra beggja. Vorið 1977 kynntist ég Mæju og Jósef, þegar ég kynntist Gunnari Syni þeirra og bjuggum við hjá þeim fram á haust. Mæja var víðlesin og fróð kona og mjög listfeng. Hún málaði, saumaði, pijónaði og heklaði. Það var sama hvað hún gerði, það lék allt í hönd- unum á henni. Það var alltaf gott að leita til hennar og fá góð ráð hjá henni, enda hefur hún alltaf reynst mér sem besta móðir. Hún var sterkur persónuleiki sem óhætt var að treysta, samfara hlýju við- móti sem einkenndi hana í daglegu lífí. Öll hin löngu veikindi bar hún æðralaust og lét aldrei bugast svo maður vissi. Jósef og Mæja eignuð- ust tíu börn og era átta á lífi. Þau eru: Magnús, bifvélavirki fæddur 6. febrúar 1945, Ásta, húsmóðir, fædd 21. apríl 1947, Kristín Guð- rún, sjúkraliði og húsmóðir, fædd 27. ágúst 1948, Hjalti, bóndi, fæddur 23. desember 1951, Oddný, húsmóðir, fædd 17. júní 1953, Gréta Björg, læknaritari, fædd 21. febrúar 1955, Gunnar Ásgeir, véla- maður, fæddur 29. janúar 1958, og Jóhanna Kristín, starfstúlka, fædd 19. febrúar 1961. Með virðingu og hlýjar minning- ar í huga kveð ég að leiðarlokum tengdamóður mína, sem var sann- kallaður höfðingi og sómakona. Eftirlifandi manni hennar, Jósefí Magnússyni, og fjölskyldunni allri votta ég samúð mína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Valgerður Stefánsdóttir. iíleááur r a morgun ÁSKIRKJA: Safnaðaríólki Ás- prestakalls er boðin þátttaka í safnaðarferð frá Laugarneskirkju í Skálholt á sunnudag. Lagt af stað frá Laugarneskirkju kl. 11.30 og frá Áskirkju kl. 11.45. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurjón Arni Eyjólfsson messar. DOMKIRKJAN: Messa kl. 11. Ferming, altarisganga. Fermd verður Jóhanna Sigrún Sigurjóns- son frá Svíþjóð, stödd að Ból- staðahlíð 68, Reykjavík. Dómkór- ínn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Magnús Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Prestar og starfsfólk kirkjunnar er í sumar- leyfi. Viðhald og viðgerð fer fram á kirkjunni. Prestar Háteigskirkju annast þjónustu á meðan. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastund kl. 11. Sr. Karl Sigur- björnsson. Þriðjudag: fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Hámessa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Vegna sum- arleyfa starfsfólks Langholts- kirkju er minnt á guðsþjónustu í Bústaðakirkju, sunnudag kl. 11. Sóknarnefndin. LAUGArNESKIRKJA: Safnaðar- ferð frá Laugarneskirkju í Skál- holt. Safnaðarfólki Ásprestakalls einnig boðin þátttaka. Fariðverð- ur frá Laugarneskirkju kl. 11.30 og frá Áskirkju kl. 11.45. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðvikudag: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgistund kl. 11 í umsjá sóknar- nefndar. Organisti Þóra Guð- mundsdóttir. Guðspjail dagsins: Matt.5.: Réttlæti faríseanna. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Þór Hauks- son. BREIÐHOLTSKIRKJA: Engin guðsþjónusta vegna sumarleyfa, en bent á guðsþjónustur í Árbæj- arkirkju og Seljakirkju. Sr. Gísli Jónasson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Guðmundur Karl Ág- ústsson. Ritningarlestur: Guð- laugur Heiðar Jakobsson og Ragnhildur Hjaltadóttir. Organ- isti Marteinn H. Friðriksson. Kaffi eftir guðsþjónustuna. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11. Org- anisti Stefán R. Gíslason. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Kvöldguðsþjón- usta kl. 20. Altarisganga. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. Mola- sopi eftir guðsþjónustuna. Síð- asta guðsþjónusta fyrir sumar- leyfi. Sóknarprestur. KRISTSKIRKJA Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámess kl. 10.30 og messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardag messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúm- helga daga messa kl. 18. MARÍUKIRKJAN Breiðholti: Messa kl. 11. Laugardaga kl. 14, fimmtudaga kl. 19.30. Aðrar rúmhelga daga kl. 18. KFUM/K, Kristniboðssalnum: Samkoma kl. 20.30. Ræðumaður sr. Ólafur Jóhannsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Útisam- koma Lækjartorgi kl. 16. Fagnað- arsamkoma kl. 20 fyrir nýju for- ingjana Eldbjörg og Thor Narve- kvist. Daníel Óskarsson stjórnar. VEGURINN: Almenn samkoma kl. 20.30. Helga Ziedermanis frá Bandaríkjunum prédikar. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mosfellskirkju kl. 11. Sr. Jón Þorsteinsson. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Bílferð frá Kirkjuhvoli kl. 10.30. Sr. Barði Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. INNRI - Njarðvíkurkirkja: Guðs- þjónusta kl. 20. Aðalsafnaðar- fundur eftir guðsþjónustuna. KEFLAVÍKURKIRKJA Guðsþjón- usta kl. 17. Sr. Baldur Rafn Sig- urðsson. KAÞÓLSKA kapellan Keflavík: Messa kl. 16. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa kl. 10.30. Organisti Hákon Leifsson. Sr. Svavar Stefánsson. STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Rúta fer frá grunnskólanum í Þorlákshöfn kl. 13.15. Organisti Haukur Leifsson. Sr. Svavar Stef- ánsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Grímur Grímsson messar. Fél. fyrrv. á 40 ára af- mæli dvalarheimilisins Ás/Ás- byrgi. Svava Gunnarsdóttir syng- ur einsöng. Fél. fyrrv. sóknar- presta. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta fellur niður sunnudag vegna Skálholtshátíðar. Sóknarprestur. í I p § > I i r i] í-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.