Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992 r Ljósmynd/Candice Pratt Vamarliðið aðstoðar eistneska sjómenn Þyrlusveit vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli sótti á fimmtudag tvo eistneska sjómenn um borð í togara sem var á veiðum. 233 sjómílur vestur af Keflavík. Farið var á tveimur þyrlum og einni eldsneytisvéi, enda var um að rasða langt flug. Ferðin gekk vel að sögn Josephs Quimby, upplýsingafulltrúa vamarliðsins, en tók alls um fimm klukkustundir. Eistlendingamir tveir vom fluttir á Borgarspítalann en annar síðan yfír á Landspítalann. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 25. JUU YFIRLIT: Um 300 km austur af Hornafirði er 998 mb lægð á leið norð- norðaustur en yfir Græniandi er 1.025 mb hæð. Um 800 km suð-suðvest- ur af Vestmannaeyjum er 990 mb lægð sem þokast norðaustur, SPÁ: Norðaustan- og austanátt víðast hvar, skúrir á Norðurlandi en rign- ing suðaustan- og austanlands, annars staðar skýjað en úrkomulaust. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUOAG: Breytileg átt, gola eða kaldi. Víðast skýjað og hætt við skúrum víða um land. Hiti 6 til 12 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Norðan- og norðvestanátt, víðast gola eða kaldi. Skúrir norðvestan og vestanlands en að mestu úrkomuklaust annarsstaðar. Hiti 5 til 15 stig. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt r r r f j f f f Rigning Léttskýjað * / * * / f * f Slydda Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma A Skýjað V Skúrir Slydduél Alskyjað Sunnan, 4 vindstig. Vintiörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig y súid = Þoka itig-. FÆRÐÁ VEGUM: oci. 17.30 ígær) Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Fært er nú fjallabílum um mestallt hálendið. Þó er Hlöðuvallavegur ennþá ófær. Uxahryggir og Kaldidalur eru opnir allri umferð. Að gefnu tilefni skal bent á að klæðn- inga- flokkar eru nú að störfum víða um landið og eru ökumenn beðnir um að virða sérstakar hraðatakmarkanir til þess að forðast tjón af völdum steinkasts. Uppiýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirlfti í síma 91- 631500 og í grænni iínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 f gær að ísl. tín hití veöur Akureyri 6 alskýjað Reykjavík 12 léttskýjað Bergen 15 rignlng Helsinkf 24 iéttskýjað Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq 12 léttskýjað Nuuk 10 ekkertveður Osló 18 skýjað Stokkhólmur 27 skýjað Þórshöfn vantar Algarve 25 heiðsklrt Amsterdam 26 skýjað Barcelona 27 mistur Berlín 26 heiðskírt Chicago 17 súkf Feneyjar 30 þokumóða Frankfurt 28 léttskýjað Glasgow 16 skýjað Hamborg 26 hálfskýjað London 22 hálfskýjað Los Angeles 21 alskýjað Lúxemborg 25 skýjað Madríd vantar Malaga 25 mistur Mallorca 30 léttskýjað Montreal 17 helðskfrt NewYork 17 alskýjað Oriando 25 léttskýjað Parfs 25 hálfskýjað Madeira 23 léttskýjað Róm 29 þokumóða Vín 27 léttskýjað Washington 23 þokumóða Winnipeg 14 skýjað 10? IDAGkl.12.00 m m Heímitó: Veðurstofa ístands f f (Byggt á veöurspá kl. 16.15 ígœr) Davíð Oddsson forsætisráðherra: Ætlum að klára málið á þriðjudag DAVÍÐ Oddsson forsætísráðherra segist ekki í nokkrum vafa um að ríkisstjórnin muni ná samkomulagi á fundi sínum á þriðjudaginn kemur um heildarafla kvótategunda á næsta fiskveiðiári. „Ríkis- sljórnin klárar málið, ég hef alltaf verið viss um það,“ sagði forsæt- isráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Forsætisráðherra var spurður herra þekkir sjálfur mjög vel og tók var hvort hann teldi að ríkisstjómin væri tilbúin að fallast á tillögu sjáv- arútvegsráðherra þess efnis að 12 þúsund þorskígildistonnum Hag- ræðingarsjóðs yrði útdeilt til þeirra byggðarlaga sem ella færu verst úr úr þorskskerðingunni, án þess að tii endurgjalds kæmi: „Ég vil ekki gera ráð fyrir því, í sjálfu sér. Þetta er mál sem sjávarútvegsráð- þátt í að semja um við kratana á sínum tíma,“ sagði forsætisráð- herra. Davíð sagðist ekki vera í nokkr- um vafa um að ríkisstjómin kláraði málið á fundi sínum þriðjudaginn 28. júlí. „Við höfum alltaf klárað öll mál á þeim dögum sem við höf- um ákveðið," sagði forsætisráð- herra. Endurskoðun laga um stjórnun fiskveiða: Bjartsýnn á að menn nái saman — segir sjávarútvegsráðherra ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segist líta á þá yfirlýs- ingu Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins, að aðeins komi til greina að ræða úthlutun 12 þúsund tonna þorsk- kvóta Hagræðingarsjóðs án þess að endurgjald komi fyrir, í tengsl- um við endurskoðun laga um stjórnun fiskveiða, sem jákvæða yfírlýs- ingu af hálfu Jóns Baldvins. Þorsteinn sagði aðspurður í gær í samtali við Morgunblaðið: „Ég lít á þessa yfírlýsingu Jóns Baldvins sem jákvæða af hans hálfu. Að mínu mati þá hefur starf endur- skoðunamefndarinnar gengið vel. Það hefur að vísu farið hægar en ýmsir hefðu kosið, en mér sýnist að það sé að verða til grundvöllur sem geti leitt til samkomulags. Nefndin á hins vegar eftir þó nokk- uð mikla vinnu, áður en menn sjá fyrir lok starfsins, en því er ekki að leyna að ég er orðinn bjartsýnn á að menn nái saman.“ Sjávarútvegsráðherra sagði að efnislega væri ekki hægt á þessari stundu að greina frá því hver sá grundvöllur væri, sem hann væri bjartsýnn á að leiddi til samkomu- lags í „tvíhöfða nefndinni" svo- nefndu. Ákvörðun heildarafla: Gefa skal út reglu- gerð fyrir 1. ágúst ÞAÐ er í síðasta lagi næstkomandi föstudag, þann 31. júlí, sem sjávarútvegsráðherra verður að ákveða með reglugerð þann heild- arafla sem leyfilegt verður að veiða á næsta fiskveiðiári, því í lögum um stjórn fiskveiða er kveðið á um að heildarafli skuli ákveðinn fyrir 1. ágúst ár hvert. í þriðju grein laga um stjóm fiskveiða segir m.a.: „Sjávarút- vegsráðherra skal, að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunar, ákveða með reglugerð þann heild- arafla sem veiða má á ákveðnu tímabili eða vertíð úr þeim ein- stöku nytjastofnum við Islánd sem nauðsynlegt er talið að takmarka veiðar á. Heimildir til veiða sam- kvæmt lögum þessum skulu mið- ast við það magn. Leyfður heildarafli botnfískteg- Helltu bensíni í götubrunn og kveiktu í: unda skal miðaður við veiðar á 12 mánaða tímabili, frá 1. septem- ber ár hvert til 31. ágúst á næsta ári, og nefnist það tímabil fiskveið- iár. Skal heildarafli fyrir komandi fískveiðiár ákveðinn fyrir 1. ágúst ár hvert. Ráðherra er heimilt innan fískveiðiársins að auka eða minnka leyfðan heildarafla einstakra botn- físktegunda, þó er óheimilt að breyta heildarafla þorsks eftir 15. apríl.“ Brunnlokíð þeyttist fjóra metra í loft upp HÓPUR pilta gerði það að leik sínum seint í gærkvöldi að hella bensíni niður í götubrunn á Brúnastekk og bera eld að. Sprenging varð í brunninum þannig að brunnlokið þeyttíst 4 metra í loft upp og hafnaði 5 metra í burtu. Lögreglan var kvödd á staðinn og tókst henni að hafa uppi á pilt- unum. Þeir gáfu þær skýringar á hátterni sínu að þeir hefðu séð eitthvað svipað gert í kvikmynd. Fengu þeir föðurlegt tiltal á lög- reglustöðinni og síðan voru for- eldrar þeirra beðnir um að sækja þá á stöðina. Að sögn lögreglunnar var hér um stórhættulegt athæfí að ræða þar sem brunnlokið er yfír 30 kg að þyngd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.