Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992 15 Þúsundir Sikileyinga fylgdu í gær Paolo Borsellino dómara til grafar í Palermo en hann lét lífið í sprengjutilræði mafíunnar sl. sunnudag. ítalska lögreglan fær fijálsari hendur: Leyfa húsleit án dómsúrskurðar Arabar segja Rabin ekki hafa gengið nógu langt í sanuiingaátt Damaskus, Jerúsalem, Jedda í Saudi-Arabíu. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lauk í gær ferð sinni til sex ríkja í Miðausturlöndum til að kanna möguleika á friðarsamning- um. Hann sagði við brottförina frá Saudi-Arabíu að hann væri vongóð- ur um áframhaldið. Vonandi samþykktu arabar tilboð Yitzhaks Rab- ins, forsætisráðherra ísraels, um að teknar yrðu þegar upp beinar viðræður. Talsmenn araba segja að stjórn Rabins hafi ekki teygt sig nógu langt með því að takmarka nýbyggðir gyðinga á hernumdu svæð- unum; hún verði að banna þær með öllu. ísraelsstjóm hefur að mestu bann- að frekari nýbyggðir á hernumdu svæðunum að undanskildum þeim stöðum sem hún álítur skipta sköp- um fyrir hemaðarlegt öryggi lands- ins. Er þar einkum um að ræða svæði á Golanhæðum, sem Sýrlendingar réðu til 1967, en einnig neitar Rabin að hróflað verði við áförtmum um aukna gyðingabyggð í austurhluta Jerúsalem sem Israelar tóku einnig 1967. Embættismenn í ísrael sögðu í gær að íhugað væri að fella úr gildi byggingarleyfi nokkur þúsund húsa sem byijað er að reisa. Fulltrúar þeirra arabaríkja sem átt hafa í undirbúningsviðræðum við ísraela um frið komu saman í gær í Sýrlandi til að ræða stöðu mála. ísraelar hafa ávallt neitað að ræða við fulltrúa Frelsissamtaka Palestínu (PLO) á þeirri forsendu að um hryðjuverkasamtök sé að ræða. Full- trúar Palestínumanna á hernumdu svæðunum, sem em í sendinefnd með Jórdönum, ögruðu ísraelum með því að láta fulltrúa PLO sitja með sér á fundinum í Damaskus. --------------- Ráðherra vissi af blóðhneyksli París. Reuter. EDMOND Hervé, fyrrverandi heil- brigðismálaráðherra Frakklands, sagði í gær fyrir rétti í París að hann hefði vitað að blóð sem notað var til blóðgjafa var sýkt af eyðni- veirunni. Hann sagðist hafa farið að ráðum ónefndra sérfræðinga og leyft áfram notkun blóðsins þar til ný afsmitunaraðferð yrði tekin í notkun. Róm. Reuter. RÍKISSTJÓRN Ítalíu tókst í gær að knýja í gegn ný lög í öldunga- deild þingsins er heimila yfirvöldum að beita ýmsum nýjum aðferð- um í baráttunni gegn mafíunni. Verður m.a. leyft að nota símahleran- ir, lauma flugumönnum inn í raðir glæpasamtakanna og leggja gildr- ur fyrir liðsmenn hennar. Stjórnin hefur nauman meirihluta á bak við sig en lögin voru þó samþykkt með 163 atkvæðum gegn 106. Neðri deildin verður að staðfesta lögin eigi þau að taka gildi. Leyft verður að gera húsleit án úrskurðar dómara. Aður var sams konar aðferðum beitt gegn hermd- arverkamönnum sem ollu miklum usla í landinu á áttunda áratugnum. Er einræðisherrann Benito Mussol- ini réð á Ítalíu á fyrri hluta aldarinn- ar munaði minnstu að fasistastjórn hans tækist að ráða niðurlögum mafíunnar enda þurftu stjórnvöld ekki að taka tillit til laga um mann- réttindi eins og gert er í lýðræðis- ríkjum. Hörð gagnrýni hefur komið fram á yfirvöld að undanförnu vegna morða á tveim dómurum á Sikiley sem höfðu lagt sig fram um að beijast gegn mafíunni. Skýrt var frá því í gær að handtekinn hefði verið lífvörður í einkaþjónustu en maðurinn varð vitni að sprengjutil- ræðinu gegn Paolo Borsellino dóm- ara á sunnudag. Hann mun hafa neitað að skýra frá því sem hann sá gerast og er nú sakaður um að veita tilræðismönnum aðstoð með framferði sínu. Mafían hefur lengi hótað öllum þeim öllu illu sem bera vitni gegn henni og bijóta þar með þagnarheitið, omerta. Útför Borsellinos fór fram í Pal- ermo í gær og voru um 8.000 manns viðstaddir. Flestir fóru að tilmælum ekkju dómarans sem hafði beðið fólk um að halda stillingu sinni en nokkrir hrópuðu þó ókvæðisorð að ríkislögreglustjóranum, Vincenzo Parisi. Yfirvöld eru sökuð um að hafa ekki gætt öryggis dómarans nægilega vel en alvarlegra er þó að fullvíst þykir nú að uppljóstrarar mafíunnar hafí flugumenn innan raða lögreglunnar. Ella hefði tilræð- ið vart tekist. Fiskveiðar Færeyinga: Minnkandi afla og rányrkju síðustu árin er kennt um Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FRAMMAMENN í færeyskum sjávarútvegi eru nú að verða sam- mála um að gengið hafi verið of nærri fiskstofnum við eyjarnar, að sögn blaðsins Dansk Fiskeritid- ende. Þótt flotinn sé afar nýtísku- legur hefur aflinn minnkað stöð- ugt frá 1988 og er gert ráð fyrir að heildarafli verði 20- 25% minni á þessu ári en i fyrra. Minna veiðist af öllum tegundum en 1988 að blálöngu einni undanskil- inni. Þorsk- og ýsuafli er um 40% minni en heildarafli verður að líkind- um um 80.000 tonn. „Svo virðist sem heildaraflinn megi ekki fara yfir 100.000 tonn á miðunum við landið en hann var miklu meiri á níunda áratugnum," segir Eydfinnur Finns- son hjá færeyska sjávarútvegsráðu- neytinu. í færeyska fískiskipaflotanum eru alls 205 skip yfir 20 brúttótonn, um það bil 190 bátar á bilinu 5-20 tonn og fjöldi enn minni báta. „A því leik- ur enginn vafi að við eigum of mörg skip. Veiðigetan er a.m.k. þriðjungi meiri en þörf krefur," segir Eydfinn- ur. Eigendur tuttugu báta hafa þeg- ar fengið greiðslu fyrir að fara í land en hætt hefur verið við að veita úr- eldingarstyrki vegna þess að árang- urinn þótti ekki eins mikill og vænst var. Óháðir töpuðu í Víetnam Hanoi. Reuter. ÞEIR tveir frambjóðendur sem fengu að bjóða sig fram sem óháða í kosningunum í Víetnam síðustu helgi náðu hvorugur kjöri. Þrátt fyrir að kosningarnar hafi ekki breytt miklu um tök kommún- ista á stjórn Víetnam komu ein- staka úrslit þó á óvart. Meðal sigur- vegaranna var Búdda-munkur og kaþólskur prestur, en þrír forstjórar ríkisfyrirtækja og einn hershöfðingi náðu ekki kjöri. Eyðniráðstefnunni í Amsterdam lokið: Of snemmt að slá föstu að ný veira sé komin fram - segir Sigurður Guðmundsson sérfræðingur í smitsjúkdómum ÁTTUNDU alþjóðlegu ráðstefnunni um eyðni lauk í gær í Hol- landi. Eitt helsta umræðuefnið á ráðstefnunni var um tilgátur bandarískra eyðnisérfræðinga þess efnis, að komin sé fram ný tegund veiru sem valdi eyðni en finnist ekki við hefðbundnar mótefnamælingar. Á ráðstefnunni tilkynntu fulltrúar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) að innan skamms yrði hald- in sérstök ráðstefna um þetta mál og yrðu helstu eyðnisérfræðing- ar í heimi boðaðir á hana. Af þessu tilefni sneri Morgunblaðið sér til Sigurðar Guðmundssonar, sérfræðings í smitsjúkdómum við Borgarspítalann, og spurði hann álits á tilgátum bandarísku sérfræðinganna. Sigurður sagði að of snemmt væri að slá nokkru föstu um það hvort ný veira væri komin fram fyrr en vísindamenn hefðu kannað málið betur, en óvíst væri hve langan tíma það tæki. Sérfróðir menn ræddu þó einkum um þijá eftirtalda möguleika í þessu sam- bandi. í fyrsta lagi gæti verið um að ræða nýja veiru, sem er skyld þeim tveimur tegundum HIV- veira sem nú eru þekktar, HIV 1 og HIV 2. Hin nýja tegund væri þó nægilega fjarskyld hinum veirutegundunum til þess að hún greindist ekki í hefðbundnum eyðniprófum. Sé þetta rétt er þriðja HlV-veiran komin fram og mætti ef til vill kalla hana HIV-3. í öðru lagi væri mögulegt að þetta sé í raun eyðni, eða lokastig sýkingar af völdum HIV-1 eða HIV-2 veiru, þrátt fyrir að hefð- þundin HlV-próf gefi það ekki til kynna. Slík próf byggjast ekki á því að finna sjálfa HlV-veiruna í blóði þess, sem gengst undir próf- ið, heldur að fínna mótefni líkam- ans gegn henni. Hugsanlegt væri að einhveijir sjúklingar, sem eru sýktir af HlV-veirunni og jafnvel með eyðni, komi ne.ikvæðir út úr slíku prófi vegna þess að líkamar þeirra hafi af einhveijum orsökum misst hæfíleikann til að mynda mótefnin, sem prófin byggjast á. Ætti þessi kenning við rök að styðjast væri þó ljóst að um af- arfáa einstaklinga væri að ræða. í þriðja lagi gæti verið um að ræða alveg nýjan sjúkdóm, sem hefði mögulega önnur einkenni en eyðni. Stæðist þessi tilgáta væri lítið meira hægt að ijölyrða um hann að svo stöddu vegna skorts á ábyggilegum upplýsing- um. Sigurður segir að læknar hafi ekki orðið varir við slík tilfelli hérlendis og að allir íslenskir sjúklingar með eyðnilík einkenni hafi hingað til haft staðfesta HIV- sýkingu. Aðeins sé vitað um örfáa sjúklinga, sem hafi eyðnilík ein- kenni án þess að HlV-veira finn- ist í blóði þeirra og því séu litlar líkur á að slíkt tilvik sé að finna hér á landi. Sigurður segir að um sjötíu til- felli af HlV-sýkingu hafí greinst á íslandi og þar af hafi á milli fimmtán og tuttugu manns fengið eyðni, lokastig sýkingarinnar. Tala látinna sé þó enn innan við tíu. „Athygli vekur að færri tilvik HlV-sýkingar hafa fundist hér á landi en hefði mátt búast við mið- að við þróun sjúkdómsins í öðrum löndum Evrópu. Ástæðan fyrir þessu er sennilega þjóðfélagsíeg. Landið er lítið, íbúar þess sæmi- lega upplýstir og tiltölulega lítið er um eiturlyfjaneytendur, sem hugsa um fátt annað en að Sigurður Guðmundsson sprauta sig í æð með fíkniefnum. Það er þó ógnvekjandi hvernig „andlit" sjúkdómsins er að breyt- ast og þá á ég við að fleiri konur en áður eru að fá eyðni. Þessi þróun er þegar orðin áberandi í Bandaríkjunum og mun líklega berast til Evrópu. Þetta þýðir að við þurfum að horfast í augu við að fleiri börn munu sýkjast á næstunni og að mynstur eyðni yrði svipað á Vesturlöndum og það er nú í Afríku, þar sem sjúk- dómurinn er jafn útbreiddur á meðal karla og kvenna. Umfangs- miklar rannsóknir og ýmsar merkilegar uppgötvanir á sviði eyðnirannsókna hafa enn ekki breytt því að eina raunhæfa leiðin sem við höfum til að halda al- næmi [eyðni] í skefjum er fræðsla, fræðsla og meiri fræðsla á meðal almennings um sjúkdóminn og smitleiðir hans“, sagði Sigurður Guðmundsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.