Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 16
T 16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JULI 1992 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992 17 Útgefandi Framkvæmdastjéri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Á háskabraut í 14 ár Það er engin nýlunda hér á landi að sjávarútvegsráð- herrar ákveði að leyfilegur há- marksafli skuli vera mun meiri en sérfræðingar Hafrannsóknastofn- unar leggja til. Undanfarin fjórtán ár, eða frá árinu 1978 til 1991, hafa ríkjandi sjávarútvegsráðherr- ar hér á landi iðulega ákveðið að heimila þorskveiði verulega um- fram það sem Hafrannsóknastofn- un lagði til, að árunum 1982 og 1983 undanskildum, en þau ár náðist ekki að veiða leyfílegan þorskafla. Jafnframt hefur raun- verulegt aflamagn ítrekað orðið meira en ráðherrar tóku ákvörðun um. Árið 1979 var raunverulegur þorskafli 47,2% meiri en stofnunin lagði til og 1980 var hann 44,7% umfram tiUögur Hafrannsókna- stofnunar. Árið 1984 var raun- verulegur þorskafli landsmanna 42% umfram tillögur fiskifræð- inga, 1985 62%, 1986 23%, 1987 30,7%, 1988 26%, 1989 19%, 1990 33,2% og í fyrra ákvað sjávarút- vegsráðherra að heimila 3,3% þorskveiðar umfram tillögur stofn- unarinnar. Af þessari upptalningu má sjá að fyrstu fjögur árin sem kvótalögin voru í gildi, þ.e. 1984- 1987 var umframveiði upp á 380 þúsund tonn, miðað við tillögur Hafrannsóknastofnunar. Þessar upplýsingar komu fram í grein hér í blaðinu í gær og eru byggðar á athugunum og útreikningum ungs hagfræðilektors við Háskóla Is- lands, Birgis Þórs Runólfssonar. Samkvæmt þessum útreikningum voru umframveiðamar hvorki meira né minna en 865 þúsund tonn á þessum fjórtán árum. Það jafngildir aftur því, að veitt hafi verið að meðaltali 24,5% meira magn af þorski á ári en Hafrann- sóknastofnun Iagði til, sem sam- svarar því, að ár hvert voru veidd 62 þúsund tonn af þorski, umfram það sem stofnunin gerði tillögur um. Af þessum upplýsingum að dæma er augljöst, að við höfum lengi verið á hættubraut við sókn lífsbjargarinnar úr sjó og má til sanns vegar færa að þjóðin eigi þar öll einhvern hlut að máli. Við höfum í grandaleysi ráfað eftir þessari háskabraut, án þess að skynja þá hættu sem fólst í þessum ákvörðunum. Eftir á er auðvelt að kenna um misvitrum stjóm- málamönnum en staðreyndin er sú að litlum mótmælum var hreyft þegar þessar ákvarðanir vora teknar. Það á bæði við um stjóm- málamenn, fjölmiðla og talsmenn hagsmunasamtaka. Umframveið- in er að vísu ekki öll samkvæmt ákvörðunum ráðherra, því flest árin hefur ráðherra ákveðið afla- mark á þorski, talsvert umfram tillögur Hafrannsóknastofnunar, en heildarafli síðan farið vel fram úr ákvörðun ráðherra. Þessar tölulegu upplýsingar sýna, að fiskifræðin og vísindin hafa ekki ráðið ferðinni við ákvarðanatöku. Annars vegar koma þar til efnahagsleg skamm- tímasjónarmið en hins vegar, og því má ekki gleyma, að þegar fyrstu svörtu skýrslumar voru birtar, voru menn almennt fullir efasemda um, að fiskifræðingar hefðu á réttu að standa. Reyndin hefur því miður orðið sú, að of- veiði áram saman hefur leitt til þess, að mjólkurkýr allra íslend- inga er að niðurlotum komin, þótt reynt sé að hreyta hana til hins ýtrasta. Málsbætur geta helst talist þær, að umræðan um ástand þorskstofnsins er fyrst nú komin í þann farveg að snúast einkum um þá hættu á hruni hrygninga- stofnsins sem blasir við, verði ekki ráðist í að byggja hann upp. Það verður að gera. Við megum ekki fresta því að ákveða að standa vörð um fjöregg þjóðarinnar, þeg- ar við höfum fengið nokkuð ákveðna vísbendingu um hættuna. Birgir Þór Runólfsson telur, að jafnvel sé nauðsynlegt að hafa fiskveiðiflotann jafnstóran og hann er nú vegna þess, að lítil stofnstærð og dreifður fiskur valdi því, að erfítt sé að ná leyfílegu aflamagni. í þessu sjónarmiði felst jafnframt, að það væri þjóðhags- lega hagkvæmara að veiða minna magn af fiski með færri skipum. Háskólakennarinn telur jafn- framt, að verði pólitísk ákvörðun tekin um að stækkaþorskstofninn, með því að fara að skerðingartil- lögum, þá þurfí innan fárra ára mun færri skip til þess að sækja meiri físk. Eftir að stofninn hafi stækkað til muna, verði hann mun veiðanlegri en nú. í kjölfar efling- ar og stækkunar þorskstofnsins geti sjávarútvegur á íslandi skilað góðum arði, en greinin er nú með meðaltalstap í rekstri. Það er athyglisvert, að Birgir Þór Runólfsson telur réttlætan- legt, að ríkissjóður taki lán, vegna skerðingar á þorskveiðiheimildum. Hann lítur þannig á, að ekki sé til arðbærari íjárfesting fyrir ís- lendinga en að fjárfesta í stækkun þorskstofnsins. Hann bendir á, að slík fjárfesting myndi leiða til svo mikillar aukningar á stofnstærð- inni, að Islendingar ættu auðvelt með að greiða niður lánin, þegar veiðar úr stérkari þorskstofni hæf- ust. Hann líkir þessu einfaldlega við það að taka lán til þess að virkja fallvötnin. Arðurinn af virkj- ununum fari síðan m.a. til þess að greiða niður fjárfestingarnar sem ráðist var í við upphaf fram- kvæmdanna. Þetta eru nýstárleg sjónarmið sem gefa til kynna að það séu ekki bara vondir kostir, sem við stöndum frammi fyrir, heldur fel- ist í þessum erfiðleikum tækifæri til nýrrar uppbyggingar. Það tæki- færi eigum við að grípa. Styrkir til Akureyrar og Hafnarfjarðar: Verkefni þeirra utan ranunans sem við settum - segir Pétur Sigurðsson stjórnarfor- maður Atvinnuleysistryggingasjóðs PÉTUR Sigurðsson, stjórnar- formaður Atvinnuleysistrygg- PáU Líndal Páll Líndal lætur af störfum PÁLL Lindal, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins, hefur óskað eftir Iausn frá störfum fyr- ir aldurs sakir frá og með 1. ágúst. Hann vann að undirbúningi stofn- unar umhverfísráðuneytis og hefur verið þar ráðuneytisstjóri frá upp- hafí en ráðuneytið var formlega stofnað 23. febrúar 1990. Páll starf- aði áður í iðnaðarráðuneytinu og hjá Reykjavíkurborg. Hann átti lengi sæti í Náttúru- verndarráði og hefur starfað mikið að skipulagsmálum en náttúruvemd og skipulagsmál heyra undir um- hverfisráðuneytið. ihgarsjóðs, segir að stjórnin hafi ekki veitt Hafnarfirði og Akureyri styrk vegna atvinnu- skapandi verkefna, þar sem umsóknir bæjanna hafi ekki verið í samræmi við þær for- sendur, sem sjóðsstjómin hefði gefíð sér varðandi úthlutun slíkra styrkja. Pétur segir að sjóðurinn hafi veitt Húsavík- urbæ styrk til að borga 20 manns laun í 2 til 3 mánuði og virðist sú tilraun ætla að ganga vel. Stjóm Atvinnuleysistrygginga- sjóðs bárast í vor umsóknir frá þremur bæjarfélögum um styrki til atvinnuskapandi verkefna í sumar. í júní var ákveðið að veita Húsavíkurbæ slíkan styrk og segir Pétur Sigurðsson, formaður stjóm- ar sjóðsins, að sú tilraun, sem þar var gerð, virðist ætla að skila góð- um árangri. Veitt hafi verið fé til að greiða 20 stöðugildi í 2 til 3 mánuði og hafí Húsvíkingar náð að tæma atvinnuleysisskrána í bænum. Fólkið, sem ráðið hafí verið, starfí þar við hreinsun og ræktun. Pétur segir að óskað hafí verið eftir nánari upplýsingum frá hinum bæjunum tveimur, Hafnarfírði og Akureyri, þar sem gerð væri grein fyrir hvaða áform bæimir hefðu í þessum efnum, en svo virtist sem þau væra ekki í samræmi við þær forsendur, sem stjóm Atvinnueys- istryggingasjóðs, hefði gefíð sér. Til dæmis hefði Akureyrarbær haft hugmyndir um að nýta féð til að greiða ýmsan launakostnað í sambandi við uppbyggingu „Listagils", en stjómin hefði gert ráð fyrir að það yrði alfarið notað til að fækka á atvinnuleysisskrám í bæjunum. Morgunblaðið/Vilmundur Hansen Hafnargarðurinn í Norðurfirði lengdur Trékyllisvík. VIÐ höfnina í Norðurfírði hafa staðið yfir miklar fram- kvæmdir að undanförnu. Að sögn Gunnsteins Gísla- sonar sveitarstjóra Ámeshrepps á að lengja garðinn við smábátahöfnina í um eitthundrað metra. Rúmir fjörtíu metrar eru nýbygging en hitt er endurbygging á gamla garðinum sem fór mjög illa í vetur. Fram- kvæmdir þær sem nú standa yfir bæta mjög aðstöðu smábáta í Norðurfírði. Garðurinn á að veija bátana fyrir vestanátt og innfjarðaröldunni. Eftir að fram- kvæmdinni lýkur verður aðstaða fyrir um fimmtán trillur en undanfarin ár hefur útgerð frá Norðurfirði aukist og í sumar gera þar út tíu bátar. Framkvæmd- ir hófust 6. júlí og á þeim að vera lokið um 1. ágúst. - V.Hansen. Breytingar á hlutabréfaverði í Granda og ÚA: Vísitala hlutabréfa í gávarútvegi lækkar Reiknað með frekari lækkun síðar LANDSVÍSITALA hlutabréfa í sjávarútvegi, er Landsbréf hf. hófu útreikning á 1. júlí, hefur nú lækkað tvisvar í röð. Upphafs- gildi vísitölunnar var 100, en er nú komið niður I 76,39, sem er um 23,6% lækkun. Að sögn Davíðs Björnssonar hjá Landsbréfum má rekja lækkunina til verðlækkunar á hlutabréfum í Granda og Útgerðarfélagi Akureyrar, og kveðst hann telja líklegt að vísital- an kunni að lækka enn frekar ef viðskipti verða með fleiri félög. Davíð kvað vísitöluna reiknaða út frá verði hlutabréfa sex útgerð- arfyrirtaskja, Ámess, Granda, Har- aldar Böðvarssonar, Síldarvinnsl- unnar, Skagstrendings og Útgerð- arfélags Akureyrar, og vega sam- kvæmt markaðsvirði útistandandi bréfa. „Síðan vísitalan var sett á stofn 1. júlí hafa einungis átt sér stað viðskipti með tvö félaganna, Granda og ÚA, sem bæði hafa ver- ið seld undir fyrra markaðsverði," sagði Davíð. Fyrst hafí bréf í Granda verið seld á genginu 1,8 í stað 2,8 áður, og svo hafí ÚA lækk- að úr 3,82 niður í 3,10, þegar seld vora bréf í fyrirtækinu fyrir um 1,5 milljónir króna í fyrradag. Davíð sagði að reikna mætti með frekari lækkun vísitölunnar þegar viðskipti með fleiri félög ættu sér stað og möguleg verðlækkun komi í ljós. „Mér þykir ekki trúlegt að það séu bara sterkustu félögin sem lækka í verði,“ sagði hann. Barnaverndarmál: Við höfum alltof fá úrræði þegar eitthvað fer úrskeiðis segir Guðjón Bjarnason, framkvæmdastjóri Barnaverndarráðs GUÐJÓN Bjarnason, framkvæmdastjóri Bamaverndarráðs íslands, segir að ný lög um vernd barna og ungmenna, sem taka eiga gildi um næstu áramót, feli í sér viðamiklar breytingar, sem verði til bóta fyrir starf barnaverndaryfirvalda. í lögunum sé viðfangsefnið skil- greint mun betur en í núgildandi lögum og auk þess séu þau almennt mun skýrari og aðgengilegri. Þar séu hagsmunir barna lagðir til grund- vallar og áhersla lögð á réttarstöðu þeirra. Hins vegar megi ekki gleyma því að til að ná markmiðum laganna þurfi mikilvægar breyting- ar að eiga sér stað. I þeim efnum beri hæst að auka fjölbreytni þeirra úrræða, sem skjólstæðingar bamaverndaryfirvalda þurfa, og taka mið af aðstæðum og hefðum, sem ríkja hér á landi. 4. til 6. ágúst næstkomandi verður haldið í Reykjavík norrænt þing um málefni barna. Þar verður fjallað almennt um vanrækslu bama, kyn- ferðislegt ofbeldi og illa meðferð svo nokkuð sé nefnt. Guðjón Bjarnason, framkvæmdastjóri Barnaverndar- ráðs, á sæti í undirbúningsnefnd þingsins, og segir hann að þokast hafi í rétta átt í löggjöf um málefni barna. Auk laga um vernd bama og ungmenna, sem taki gildi um næstu áramót, hafí ný barnalög tekið gildi 1. júlí og horfi margt til framfara f þessari löggjöf. Meðal annars megi nefna að verulegar breytingar verði á hlutverki Barnaverndarráðs og það hafi framvegis eingöngu með hönd- um lokaúrskurðarvald í bamavernd- armálum en félagsmálaráðuneytið taki við eftirliti með starfi barna- verndarnefnda, leiðbeiningarhlut- verki varðandi starf þeirra og fleiri verkefnum, enda hafí ekki þótt fara Morgunblaðið/Bjarni Guðjón Bjarnason, framkvæmda- stjóri Barnaverndarráðs. vel á því að eitt og sama stjórnvald færi með þessu ólíku hlutverk. Guðjón nefnir einnig, að nýju lög- in feli í sér að barnaverndarmálin flytjist til félagsmálaráðuneytisins og það sé til bóta, enda fari það með verkefni tengd félagslegri þjón- ustu og málefnum sveitarfélaga. Þá séu lagaákvæði sett fram á skýrari og skipulagðari hátt í nýju lögunum, sem sé mikilvægt, því fjölmargir aðrir en sérfræðingar þurfí þekkja lögin og fara eftir þeim. Enn fremur sé framsetning laganna miðuð við hagsmuni barna og taki í hvívetna mið af réttindum þeirra. Guðjón telur að löggjöf hér á landi sem snerti réttindi barna á einn eða annan hátt, hafi verið ómarkviss og ekki tekið nægilegt tillit til þarfa þeirra. Þróun löggjafar sé á réttri leið, en hefði mátt ganga mun hrað- ar fyrir sig. Hins vegar megi ekki gleyma því, að til þess að hægt sé að fylgja markmiðum laga um vernd barna og ungmenna þurfi allar að- stæður að vera hliðhollar. Þar sé við margháttaðan vanda að glíma, til dæmis séu fá sveitarfélag þess um- komin að veita nútímalega félags- þjónustu, bæði af fjárhagslegum ástæðum og faglegum. Þá vanti til- finnanlega stofnanir af ýmsu tagi, bæði til að vista ung börn meðan verið sé að rannsaka aðstæður þeirra eða vinna að frekari úrlausn mála þeirra. Hann segir að brýnt sé að allir þættir barnavemdarstarfs haldist í hendur; lagasmíð og uppbygging úrræða, rannsóknir og þróunarvinna. Ekki sé síður mikilvægt að almenn- ingur hafi skilnig á þeirri staðreynd, að tiltekinn fjöldi barna hér á landi eigi afar erfitt og sé í þörf fyrir bráða aðstoð. Guðjón segir að lokum að vanda- málin á sviði barnaverndarmála hafi breyst á undanförnum árum og ára- tugum og séu að sínu mati erfiðari úrlausnar nú en áður. Áður fyrr hafí orsök vandans oftar en ekki verið fátækt og mikil barnamergð í fjölskyldum en nú séu orsakir fjöl- þættari, svo sem lélegt geðrænt ástand foreldra, áfengisneysla, rót- leysi ýmiss konar og almenn van- ræksla og þekkingarskortur við upp- eldið. Fólk verði að horfast í augu við þá erfíðu staðreynd, að mörg börn hér á landi búi við ömurlegar aðstæður. Mikilvægt sé að koma þeim til hjálpar og leita stöðugt betri leiða til að bæta úr þeim. Fullviss um að ákvarð- anir um leyfilegan þorskafla voru réttar Matthías Bjarnason - segir Matthías Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra á árunum 1974 til 1978 MATTHÍAS Bjarnason, sem gegndi stöðu sjávarútvegsráð- herra á árunum 1974 til 1978, segist þess fullviss að ákvarðan- ir hans um leyfilegan þorskafla á sínum tíma hafi ekki verið rangar. I blaðinu í gær var greint frá því að á undanförnum 14 árum hefðu verið veidd 865 þúsund tonn af þorski umfram það sem tillögur Hafrannsóknarstofnunar hefðu hljóðað upp á. Morgunblaðið spurði þá Matthías Bjarnason, Kjartan Jó- hannsson og Halldór Ásgrímsson, sem allir hafa gegnt emb- ætti sjávarútvegsráðherra á þessu tímabili, auk Steingríms Hermannssonar, hvort þeir teldu sig hafa tekið rangar ákvarð- anir á sínum tíma, sem ef til vill mætti rekja ástand þorsk- stofnins í dag tU. Ekki náðist í Steingrím Hermannsson þar sem hann er staddur í Múrmansk. Matthías Bjarnason: „200 mílur úrslitaatriði þess að sjávarútvegur hélt velli“ „Það er afskaplega lítið talað um það að þegar útfærslan var gerð fyrir 16 áram í 200 mílur vora gerðar einhveijar mestu friðunar- ráðstafanir sem gerðar hafa verið, bæði var möskvi í öllum togveiðar- færum stækkaður verulega og sett vora á bönn við veiði á smá- físki á ákveðnum svæðum í fyrsta skipti. Þá hafði hlutur útlendinga í botnfískafla um það bil tveimur áram áður verið allt að 50%,“ seg- ir Matthías Bjarnason. Hann segir að ef ákvörðun Haf- rannsóknarstofnunar um að heim- ila veiði á 230 þúsund tonna kvóta hefði átt að gilda bæði fyrir íslend- inga og útlendinga hefðu íslend- ingar ekkert fengið. „Ég spyr á hveiju þessi þjóð hefði þá átt að lifa,“ segir Matthías. Hann segist telja að baráttan fyrir 200 mílna fískveiðilögsögu og samningarnir við Þjóðveija og Breta hafi valdið úrslitum um það að sjávarútvegur hélt velli á þess- um árum. „Það sýndist sitt hveijum þá eins og nú um það hvað gera ætti og margir börðust gegn því að samið yrði við Breta. Fólk ætti hins vegar í dag gjaman að hafa það í huga hvernig útlitið væri og hefði verið á undanförnum árum ef ekki hefði verið sótt af fullu kappi að færa fiskveiðilögsöguna út í 200 mílur og koma útlending- um út úr henni,“ segir Matthías. Kjartan Jóhannsson: „Yar gagnrýndur fyrir aðhaldssemi“ Kjartan Jóhannsson, sjávarút- vegsráðherra frá 1978 til 1980, segist hafa þótt mjög aðhaldssam- ur í veiðunum í sínum tíma og hafí hann jafnan verið gagnrýndur fyrir að takmarka veiðarnar meira en greinin vildi. „Ég var til dæmis fyrstur manna til að stoppa loðnu- veiðar sem þótti nokkuð mikill atburður á sínum tíma þegar menn höfðu ekki vanist því að þær væru Halldór Ásgrímsson Kjartan Jóhannsson skammtaðar," segir Kjartan. Varðandi aðrar veiðiheimildir segist hann einnig hafa verið að- haldssamari en menn höfðu áður vanist. „Þegar ég var sjávarút- vegsráðherra var ekki komið kvótakerfí svo aðferðirnar sem ég varð að nota voru fólgnar í því að takmarka fjölda veiðidaga hjá toguram, skera aftan af vetrar- vertíðinni hjá bátunum og lengja jóla- og páskaleyfi. Allt gekk þetta út á að takmarka sóknina en þá var náttúralega ekki hægt að hitta nákvæmlega á einhveija tiltekna tölu. Almennt séð held ég hins vegar að þeir sem muni þennan tíma geti staðfest að ég hafí þótt full aðhaldssamur," segir Kjartan. Hann segist hafa barist við að fá menn til að hafa hemil á stærð skipastólsins. „Ég lenti til dæmis í rimmu þegar ég bannaði inn- flutning á skipum um tíma en þá ætlaðist ég til að menn áttuðu sig á því hvemig þeir vildu haga end- umýjun skipastólsins án þess að hann yrði allt of stór, því auðvitað var það skömmtunarkerfí sem þá þegar var komið vísbending um að hann væri of stór.“ „Ég fór eins langt og ég taldi mig geta í því að hafa hemil á veiðunum, með þeim stjómtækjum sem mér voru tiltæk og sat yfír- leitt undir gagnrýni fyrir að vera of aðhaldssamur. Hvort ég hafí verið nógu aðhaldssamur er spum- ing sem erfítt er að svara,“ segir Kjartan að lokum. Halldór Asgrímsson: „Gef ekki mikið fyrir fortíðar- athuganir“ HALLDÓR Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra frá 1983 til 1991, segir að meginástæður þess að veitt hafí verið meira á undanföm- um árum en Hafrannsóknarstofn- un hafí mælt með, séu að íslend- ingar hafí ekki haft stjórnunar- kerfí sem gert hafí þeim kleift að vera innan þeirra marka sem mælt hafi verið með. „Mest allan tímann höfum við búið við sóknar- mark með einum eða öðrum hætti. Ég byijaði á því sem sjávarútvegs- ráðherra 1983 að beijast fyrir því að ná betri böndum á þessar afla- tölur. Það tók mjög langan tíma og alltaf var kvartað undan því að aflatölur væra allt of lágar,“ segir Halldór. Hann segist ekki minnast þess að það hafí verið gagnrýnt að of mikil veiði væri leyfð. „Ég er þeirr- ar skoðunar að oft hafí verið veitt of mikið og hefði sem sjávarút- vegsráðherra viljað geta haft veið- ina innan annarra marka, ef til vill ekki nákvæmlega eins og físki- fræðingar lögðu til, því það verður líka að hafa í huga að það var svigrúm í tillögum fiskifræðinga," segir hann. Hann segist hins vegar ekki gefa mikið fyrir fortíðarathuganir. Aðalatriði sé hvernig staðan sé í dag. Ég er tvímælalaust þeirrar skoðunar að halda eigi utan um þetta með þeim hætti að þorsk- stofninn verði byggður upp en þá er líka mikilvægt að menn gæti þess stjórnunarkerfis sem er í dag og leggi sig fram um að fylla upp í þau göt sem þar era þó ennþá,“ segir hann. . s-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.