Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992 fclk í fréttum TENNIS Heimir fjölmiðlameistari Verðlaunahafar í fjölmiðlamótinu í tennis. Frá vinstri: Þorfinnur Ómarsson, RÚV, Heimir Karlsson, Stöð 2, og Valur B. Jónatansson, Morgnnblaðinu. íslands gekkst fyrir fjölmiðlakeppni í tennis á tennisvöllum Þróttar fyrir skömmu. Þetta mót er orðið árlegur viðburður og hefur mælst vel fyrir hjá fjölmiðla- mönnum. Keppendum var skipt í tvo riðla og kepptu efstu menn í hvorum nðli til úrslita. Heim- ir Karlsson, íþrótta- fréttamaður á Stöð 2, sigraði að þessu sinni eftir spennandi úrslita- leik við Þorfinn Ómarsson, fréttamann á RúV. Valtýr Björn Valtýrsson, íþrótt- ' afréttamaður á Stöð 2, og Valur Jónatansson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, léku um þriðja sætið og hafði Valur betur í jöfnum leik. Fjöldi ættingja var í aldarafmæli frú Snorru. Talið frá vinstri: Björn T. Valgeirsson, Björn Þorláksson, Einar Þorláksson, Ingileif B. Hall- grímsdóttir, Þórir Skarphéðinsson, Guðrún Þórðardóttir og Geir Þorsteinsson. F.v.: Björn Hallgrímsson, Þorvaldur G. Kristjánsson, Helgi Árnason og Gunnar M. Sch. Thorsteinsson. SAMSÆTI Minntust aldarafmælis Snorru Benediktsdóttur Þann 12. júlí sl. minntust ætt- ingjar Snorru Benediktsdóttur aldarafmælis hennar í Reykjavík. Snorra, sem lést 1983, var dóttir Benedikts Jónssonar frá Reykjahlíð í Mývatnssveit og Guðrúnar Bjöms- dóttur frá Stuðlum í Reyðarfirði. Snorra bjó lengst af í Reykjavík. Hún vann sem ung stúlka hjá Land- símanum í Reykjavík en síðan til dauðadags við fyrirtæki bróður síns Hallgríms Benediktssonar, H. Benediktsson hf., sem stofnað var 1911. BRUÐKAUP Fatafellur skemmtu brúðguma Popparamir Bobby Brown og Whitney Houston létu loks verða af því á dögunum, að ganga í hnapphelduna. Nú segir sagan að Whitney hafí stórlega mislíkað með hvaða hætti eiginmaðurinn kaus að skemmta sér hinnsta sinni sem piparsveinn. Venjan er líklega sú að vinir brúðguman8 skipuleggja svo- kallaða steggjaveislu þar sem alls konar uppákomur eru tíðar. Bobby snéri þessu við. Hann blés sjálfur til stórveislu kvöldið fyrir giftinguna og bauð öllum helstu vinum sínum. Ekki skorti veigar og aðrar veitingar og þegar kom að meginskemmti- atriði kvöldsins spruttu fram svitadropar á ennum við- staddra, því eigi færri en átta glæsilegar fatafellur gengu í salin og dönsuðu fýrst hver um sig og síðan allar saman. í hita leiksins hafði Bobby nærfata- skipti við eina dömuna og segir gula pressan að hann hafí enn verið í blúndunum er hann gekk inn kirkjugólfið, svefnlaus, gugginn og grár. Gula pressan segir enn fremur að Bobby hafí sjálfur klætt fatafeliuna úr nærfötunum og gert það með tönnunum! Bobby og Whitney þegar bet- ur stóð á... F.v.: Steinunn Jónsdóttir og Aðalbjörg Jakobsdóttir. Snorra Benediktsdóttir Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir „Tónsmíðar mínar virðast byggjast á einskonar dulheyrn og innblæstri," segir Ingibjörg Hjörleifsdóttir, sem fyrst vestfírskra kvenna hefur gefið út tónsmíðar sínar. TÓNLIST Vestfirskur lagasmiður Ingibjörg S. Hjörleifsdóttir hef- ur nýlega sent frá sér laga- kverið Ljósbrot, og er þar með fyrst vestfirskra kvenna til að gefa út tónsmíðar sínar, svo vitað sé. í kverinu eru nótur að 22 tónverkum sem flest eru ein- söngslög. Auk þess eru í bókinni kórverk og píanólög. Ingibjörg hefur einnig haldið eina 4mál- verkasýningu á ísafírði þar sem hún býr. Blaðamaður Morgun- blaðsins heimsótti þessa sköpun- arglöðu konu fyrir skömmu þar sem hún býr í fallegu og snyrti- legu timburhúsi í Efri bænum á ísafirði. Ingibjörg kveðst fædd á Sól- bakka við Onundarfjörð, næstelst af sjö bömum þeirra hjóna Sigr- únar Jónsdóttur og Hjörleifs Guðmundssonar. „Ég lærði ekki á hljóðfæri fyrr en á fullorðinsá- rum og fór ung að heiman til þess að vinna fyrir mér. Ég gifti mig snemma og eignaðist þijá syni. Það var ekki fyrr en þeir voru komnir til manns sem ég fór að leggja mig eftir söng og tónlist. Þá gekk ég í Sunnukórinn á ísafirði og söng í kirkjukór. Tíu ár eru liðin síðan ég hóf nám í gíanóleik við Tónlistarskólann á ísafirði. Fyrst kenndi Ragnar H. Ragnars mér og síðar Sigríður dóttir hans. Ragnari sýndi ég mín fyrstu tónverk og hann hvatti mig til þess að halda áfram á þeirri braut. Sama gerði Sigríð- ur. Fyrstu lögin sem ég samdi voru án texta. Þau komu til mín eins og af sjálfu sér. Ég var ekki með í huganum að semja lag, ég hef ekki lært tónsmíðar eða neitt í þá áttina. Ég hafði þó iært það mikið að geta skrifað niður lagl- ínuna. Seinna komu til mín lög við ýmsa texta. Sem dæmi má nefna lagið við Vögguvísu Jóns frá Ljárskógum. Þá gekk ég að bóka- skápnum og greip eins og ósjálf- rátt Ijóðabók Jóns, fletti af hend- ingu upp í henni, gekk síðan að píanóinu og lék af fingrum fram lag við þann texta sem upp hafði komið. Það var fyrsta sönglagið sem kom hjá mér. Þá er eins og ég heyri lagið í gegnum textann. Ég get líka nefnt tilvik þegar ég sat frammi á eldhússtól og heyrði skyndilega lag sem ég vissi að væri við texta eftir Jón frá Ljár- skógum. Ég fór inn, greip bókina og kom upp á textanum sem lag- ið passaði við. Það heitir Síðasta full. Þriðja dæmið get ég nefnt, þá var ég nýlega komin frá beij- um og var að safta frammi í eld- húsi þegar ég heyrði lag. Þá fór ég inn og spilaði það og skrifaði það svo niður í snarheitum. í til- vikum sem þessum verð ég að vera fljót að skrifa, annars missi ég lagið niður aftur. Þessu má líkja við golu sem strýkst um vanga þinn. Hún er fljót að hverfa en þú finnur fyrir henni þegar hún hverfur. Það er erfítt að skýra þetta og kannski enn erfíðara að skilja það. Mér hefur alla tíð þótt lögin mín vera gjafir sem ég vil með þessari útgáfu leyfa öðrum að njóta með mér. Tónsmíðar mínar virðast byggjast á einskonar dulheyrn og innblæstri. Eitt af verkunum í bók minni er tilbrigði við Nátt- úruna eftir Chopin. Hún er tölu- vert erfið að læra. Ég var með höfuðverk en átti að fara í tíma næsta dag. Ég var ekkert-nema samviskusemin og reyndi að æfa mig þrátt fyrir höfuðverkinn. Allt í einu var eins og tekin væru af mér ráðin og í staðinn fyrir Náttúruna hans Chopins fór ég að spila vals sem kom bara þama með hljómum til mín. Það er eina lagið mitt sem hefur komið með hljómum. Annað lag í bókinni átti sér sérkennilegan aðdrag- anda. Það heitir Indíánastúlkan. Aður en ég samdi það var þessi stúlka búin að koma til mín á pappír. Þegar ég vissi að hún var komin eins og hún hafði verið í lifanda lífí varð ég svo glöð að ég fór beint að hljóðfærinu og spilaði lagið um hana af fingrum fram. Ég þarf mikið næði til þess að svona atvik gerist, það kemur ekkert lag til mín nema í algerri þögn og kyrrð.“ Það fer ekki framhjá þeim sem er gestkomandi hjá Ingibjörgu á Bjargi að þar er óvenju friðsælt. í stofunni þar sem flygillinn hennar _er ríkir nánast heilög kyrrð. „Ég biðst oft fyrir,“ segir Ingibjörg nánast feimnislega þegar ég hef orð á þessu. „Það er erfítt að leita inn á braut sem þessa,“ heldur hún áfram. „Sköp- unarstarf hefur tilhneigingu til þess að skilja fólk frá öðrum. Það er gjaldið sem greiða þarf. En mér finnst gjafir sem þessar svo stórar að þær verði aldrei full- borgaðar. Ég er full af þakklæti fyrir það sem mér hefur verið gefið. Ég læt það ekki skyggja á þakklæti mitt þótt líf mitt breyttist mikið þegar ég fór að semja tónlist og mála. Það kostar sitt að vera sannur, það er auð- veldara að vera eins og öðrum fínnst að maður eigi að vera. Ef maður ætlar hins vegar að halda fast við að vera maður sjálfur verður það alltaf erfíð ganga.“ Guðrún Guðlaugsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.