Morgunblaðið - 25.07.1992, Síða 31

Morgunblaðið - 25.07.1992, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992 31 HEILRÆÐI o- Lítil börn geta drukknað í grunnu vatni. Vertu vak- andi fyrir stöðum þar sem vatn getur safnast fyrir í. + Enn um fornleifarann- sóknir á Grænlandi Frá Skúla Magnússyni: í fréttum ríkisútvarpsins, 17. og 19. júlí sl., var rætt við Guðmund Ólafsson fomleifafræðing um upp- gröft fomleifa á Grænlandi sem hann tók þátt í. Hann sagði frá norrænum bæjarrústum, ákaflega vel varðveittum, sem væri verið að grafa upp skammt frá Nuuk. Taldi Guðmundur að þetta væri einn merkasti fomleifafundur í löndum þar sem norraénir menn hafa búið. Jafnframt gat hann þess að rústir bæjarins væm í hættu, vegna þess að þær væm á árbakka, sem hve- nær sem er gæti brostið í vatna- vöxtum. Pennavinir Frá Frakklandi skrifar 12 ára gamall drengur og óskar eftir pennavinum. Hann safnar frímerkj- um og hefur áhuga á tónlist. Auk móðurmálsins talar hann frönsku, spænsku, ensku og þýsku: David Enrique, 4 Rue du Héron, 67860 Rhinau, France Frá Japan skrifar 16 ára stúlka, Maki Hatai, og óskar eftir penna- vinum á íslandi: Maki Hatai, 4-21-14 Hiyoshi dai, Takatsuki-shi, Osaka-HU, Japan Átján ára Þjóðverji, sem hefur áhuga á að læra íslensku, óskar eftir pennavinum: Rainer Schatz, Holzwarthstr. 16, W-7242 Dornhan 1, Deutschland LEIÐRETTINGAR Ord féll úr grein í minningargrein um Ingibjörgu D. Ólafsdóttur Thorarensen hér í blaðinu 23. júlí féll niður orð í kafl- anum þar sem sagt var frá starfi sr. Jóns Thorarensens. Af þeim sök- um skilaði setningin sér ekki alveg. Það vantaði að geta þess að sr. Jón fann upp nýyrðið jarðsunginn í stað greftraður. Svalvogar, ekki Selvogar Ottó Þorvaldsson vitavörður, sem minningargrein birtist um í blaðinu í gær, var frá Svalvogum, ekki Selvogum. Beðist er velvirðingar á misrituninni. Snemma tóku menn eftir því að fornleifar, sem grafnar væru úr jörð á Grænlandi væru betur varð- veittar en svipaðar minjar annars staðar og gæfu jafnvel betri mynd af húsakosti og búskaparháttum en rústir á íslandi. Stafar það af sífrer- anum í grænlenskum jarðvegi. Einna athyglisverðast við þennan nýfundna grænlenska bæ virtist mér, samkvæmt frásögn Guðmund- ar, vera að hlutar þaks, rafrar, bit- ar og stoðir hafi varðveist furðu vel. Einmitt þeir hlutar fomra húsa sem sjaldnast finnast heilir á ís- landi vegna fúa. Menn hafa því orðið að ráða í uppbyggingu bæja hér, á landnáms- og söguöld af lík- um, fáorðum lýsingum og jafnvel samanburði við töluvert yngri húsa- kynni. Ef til vill varpar þessi ný- fundni bær einhverju ljósi á íslenska torfbæinn og þróun hans. Til þess þarf þó trúlega meiri rannsóknir og víðar. En fornleifarannsóknir eru Ijár- frekar vegna þess hve þær eru vandasamar og seinunnar og auk þess háðar veðri. Rannsóknimar í Viðey hafa nú staðið í sex sumur og mun tæplega iokið fyrr en eftir önnur fimm. Viðtalið við Guðmund Ólafsson var því kærkominn stuðningur við tillögu mína sem ég varpaði fram hér í bréfi 25. júní sl., um að vest- norræna þingmannanefndin styrkti heldur uppgröft fomleifa á Græn- landi en nýbyggingu á bæ Eiríks rauða. í viðtalinu við Guðmund kom einmitt fram að fjárskortur hamlar uppgreftri á Grænlandi. Ég vil því endurtaka áskomn mína til fulltrúa í þingmannanefndinni um að styrkja heldur nauðsynlega björgun menningarverðmæta, sem e.t.v. víða liggja undir skemmdum, heldur en smíði eftirlíkingar á bæ Eiríks bónda. Ég tel meiri þörf á því. SKÚLI MAGNÚSSON, Nýja Garði, Reykjavík. hringdu - við sendum bæhling Sentíum einnig í pósihröfu... C° KG ARSTIÐ VERÐ 1000 -20° 1.6 Heilsárs 14.900.- 1 kg gæöagæsadúnn EXPEDITION -45° 2.0 Heilsárs 23.000,- 1.5 kg gæöagæsadúnn þar sem ferðBlagifl bqrjar! SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLÓÐ 7 • REYKJAVÍK • SÍMI91-621780 • FAX 91-623853 Mest seldu steikur á íslandi Nauta-, lamba- og svínagrillsteikur m. bakaðri kartöflu, hrásalati og kryddsmjöri. 690 Tilboðsverð næstu daga: ™ krónur. c UiiV arl / E 1 T 1 N G A S iprengisandi - /< i i ‘ i- 1 l 1 \ ■ nm ii T O F A ■ íringlunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.