Morgunblaðið - 25.07.1992, Side 11

Morgunblaðið - 25.07.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JUU 1992 11 Fiskveiðistefna og fáránleiki eftir Önund * Asgeirsson Á undanfömum sex mánuðum hefir það helzt gerst, að fluttir hafa verið inn 4 stórir frystitogarar, sem á niðurgreiddu verði erlendra skipa- smíðastöðva kosta um milljarð hver, eða alls um 4 milljarða. Á sama tíma hafa verið keyptir 4 nýlegir frystitogarar, sem fóm á uppboð í Færeyjum vegna rekstrarerfiðleika. Þetta voru reyfarakaup, kostuðu aðeins um 750 milljónir hver, eða alls um 3 milljarða. Álls munu þessi 8 skip hafa kostað þjóðfélagið um 7 milljarða króna, en sameiginlegt með þeim öllum er það, að ekkert þeirra mun væntanlega geta staðið undir greiðslu vaxta og afborgana af kaupverði þeirra. Líklegast er því, að þessi skip muni á næstunni verða á opinberu framfæri hér með einum eða öðrum hætti. Árlegir vextir og afskriftir hvers þessara skipa mun verða um 250—300 millj- ónir króna, en heildartekjur bezta veiðiskips flotans, Akureyrinni, nam á sl. ári 605 milljónum króna til samanburðar. Akureyrin bjó ekki við neinar takmarkanir á kvótum. Fiskveiðiráðgjafar bjóða nú ís- lenzkum útgerðum að kaupa meiri- hluta í útgerðarfélagi í Rostock, sem gerir út 8 verksmiðjutogara af stærðargráðunni 1300—2000 tonn og hefir 28.000 tonna veiði- kvóta frá EB og öðrum, eða um 3.500 tonn á skip. Akureyrin veiðir árlega um eða yfir 6000 tonn. Ráð- gjafamir segja, að möguleiki ætti að vera á að ná 700 tonna kvóta til baka frá EB af þeim 3.000 tonna karfaígildum, sem gefin voru EB, með góðu samþykki LÍÚ. LÍÚ á næsta leik. Fjármögnunin Úreldingarsjóður mun hafa lagt fram um 500 milljónir, Fiskveiða- sjóður um 1.500 milljónir og við- skiptaráðuneytið ótakmarkaðar lánsheimildir vegna erlendrar fjár- mögnunar þessara 8 skipa, sem engin þörf var þó fyrir í veiðiflota landsmanna. Útgerðirnar og stjórn- völd hafa greinilega ekkert lært af ríkjandi offjárfestingu í veiðiflotan- um. Samt gefur sjávarútvegsráðu- neytið upp, að veiðiflotinn hafí minnkað um 2% sl. ár, en engir útreikningar fylgdu þeim útreikn- ingum. Veiðigetan heldur þó áfram að aukast með aflameiri og betur útbúnum skipum. Umhverfi fisksins eyðilagt Grófur hraunbotn var áður fyrr, meðan menn enn notuðu ensk veiði- kort, nefnt „foul ground“ nú merkt „hraun“. Þessi botn þótti áður fyrr óveiðanlegur vegna festinga og rifr- ildis á trollum. Með nýjum tækni- búnaði skipanna og sérstaklega með núverandi staðsetningartækni, geta skipstjórnarmenn búið sér til veiðislóðir í gegnum hraunbotninn, með því að draga bobbinga og stein- hoppara yfir hraunbotninn. Þannig getur hver skipstjóri fyrir sig búið sér til sína eigin fiskislóð í miðjum hraunbotninum. Ekkert er hirt um það, að með þessu er verið að eyði- leggja umhverfí fisksins til fram- búðar, enda er nú svo komið, að á þessu ári lítur helzt út fyrir að fisk- urinn hafi lagt á flótta af helztu veiðislóðunum, svo sem fram kom af mælingum Hafró, og upp á grunnmið. Þar aflast nú betur en gerst hefír áratugum saman. Eng- inn nefnir þessa eyðileggingu á umhverfi fisksins á hrygningar- stöðvum og annars staðar, en skað- inn er varanlegur, og þetta verður ekki aftur tekið. Tvær tillögur um breytta fiskveiðistefnu Fyrst tillaga Guðmundar J., sem banna vill skuttogurum allar veiðar í. 4 mánuði ársins. Þetta minnkar sóknarmöguleikann um þriðjung, en mun ekki vinsælt af útgerðum skipanna, áhöfnum þeirra né fisk- vinnslufólki í landi. Þetta væri eflaust vísasti vegurinn til að gera útgerðirnar gjaldþrota. I annan stað gerir sjávarútvegs- ráðherra tillögu um að setja eftir- litsmenn um borð í alla skuttogara. Til þess að slíkt eftirlit væri virkt, þyrfti tvo menn um borð í hvert skip og aukamenn til afleysinga, auk stjórnunar í landi. Sennilegt er að þetta apparat noti á fimmta hundrað starfsmanna og kostnaður yfir 1200 milljónir á ári. Væri ekki betra að nýta eitthvað af þessum mannskap við löggæzlu í landi? Þriðja leiðin Grunnlínan fyrir skuttogarar- veiðar miðast nú í aðalatriðum við 12 mílna línuna. Ef þessi grunnlína væri flutt út, t.d. í 50 mílna línuna hans Lúðvíks, þarf ekkert eftirlit, því að skipin, sem heimilað verður Önundur Ásgeirsson. „Grunnlínan fyrir skuttogaraveiðar mið- ast nú í aðalatriðum við 12 mílna línuna. Ef þessi grunnlína væri flutt út, t.d. í 50 mílna línuna hans Lúðvíks, þarf ekkert eftirlit, því að skipin, sem heimilað verður að veiða á grunnslóð, sjá um það.“ að veiða á grunnslóð, sjá um það. Fiskurinn myndi fá frið til að hrygna, óþarft yrði að loka svæðum vegna ásóknar skuttogara í smá- físk, og fískvinnsla í landi myndi áfram njóta veiðanna á grunnslóð- inni. Trillubátar og smærri veiðiskip fengju aftur sinn forna og hefð- bundna veiðirétt, sem skuttogar- arnir hafa í raun svipt þá. Þetta myndi augsýnilega styrkja mjög aðstöðu fiskvinnslunnar í landi, og yrði þannig hagkvæmasta ráðið til styrktar byggðaþróunar í landinu. Auk þess, sem þetta væri kostnað- arlítið af hálfu hins opinbera. Hin linnulausa offjárfesting í stórum veiðiskipum nýtur ekki trausts almennings í landinu, og hún verður ekki stöðvuð, svo sem fram kemur í upphafi þessarar greinar. Þessi þróun er og hefír verið á ábyrgð útgerðanna og kem- ur fáum að gagni. Með þessu fyrir- komulagi veiðanna er stórum skut- togurum beint meira út úr fískveiði- lögsögunni, og efalaust mætti hér koma til athugunar að hafa allar veiðar upp að 50 mílna grunnlín- unni utan kvóta. Kvótarnir hafa einnig reynzt mesta vandræða- lausn, sem hafa mismunað útgerð- um og byggðum endalaust. Sala á kvótum hefir frá upphafí verið ólög- leg og því ógild í raun, en það sem haldið hefir lífinu í kvótakerfinu er þráhyggja Alþýðuflokksins um skattlagningu veiðileyfa, sem eng- inn hefir þó getað gert raunhæfa tillögu um, hvernig ætti að fram- kvæma. Það er kominn tími til að menn líti raunhæfari augum á fisk- veiðistefnuna. Það hefír þegar verið gengið allt of langt í skjóli núver- andi kerfis. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Olís. Ljósmyndir og spjaldvefnaður LIST OG HÖMNUN Bragi Ásgeirsson í anddyri Norræna hússins get- ur að líta allmargar ljósmyndir eftir Franz-Karl Freiherr von Linden, sem er fæddur í Austur- ríki en er þýskur ríkisborgari. Listamaðurinn nam ljósmyndun í Ulm og vann um skeið á ljós- myndastofu í Munchen, en semma vaknaði áhugi hans á íslandi og sumarið 1959 gerðist hann kaup- maður á bóndabæ norður í landi. Starfaði við ljósmyndadeild land- mælinga íslands í Reykjavík á árunum 1962-65 og safnaði þá landfræðilegum sem jarðfræðileg- um upplýsingum um ísland. Var uppfullur áhuga við tilurð Surts- eyjar og fylgdist grannt með sköp- un hennar. Árin 1969-71 var hann ljoft- ljósmyndari hjá Deutsche Luftbild KG í Hamborg og ljósmyndari hjá Bibliograpisches Institut í Mann- heim frá 1971. Gerði sér ferðir til íslands öll sumurin frá 1972 til 1977 og mun hafa tekið mikinn sæg ljósmynda, sem voru svo uppistaðan í lit- myndasýningum og fyrirlestrum um ísland í mörgum þýskum borg- um. Hann var meðhöfundur að myndabók um ísland, sem kom út hjá Kummerly og Frey í Bern í Sviss. Auk þess hafa birst mynd- ir eftir von Linden í alfræðibókum, Qölda myndabóka, bókum um landafræði svo og í tímaritum. Eins og nafnið ber með sér þá er maðurinn ættstór og má m.a. geta þess að Carl Linden greifi, sem stofnaði þjóðfræðisafnið Linden-Museum í Stuttgart, var afabróðir hans. Það var árið 1990 að von Lind- en ánafnaði íslensku þjóðinni safn ljósmynda, sem hann í áranna rás hafi tekið af landi og þjóð, ljós- myndir sem hann hafði áður sýnt víða í Þýskalandi og Sviss. Er það hluti þessarar gjafar sem nú er til sýnis í anddyri Norræna húss- ins. Af myndunum að dæma er auð- séð, að hér er um leikinn ljósmynd- ara að ræða sem.gæddur er ríkri tilfinningu fyrir fjölbreytni og and- stæðum íslenzkrar náttúru. Fljót- lega verður maður líka var við, að gerandinn hefur notið reynslu sinnar af ljósmyndun úr lofti, því að sá sjónhringur virðist honum einkar kær. Það hefur og einnig komið enn skýrar í ljós, hve landið er undur- samlega fallegt úr lofti og víðáttur þess heillandi séðar ofan frá. Það svið hefur svo verið mikið ræktað á síðustu áratugum, enda gera framfarir í flugi og ljósmynda- tækni það mögulegt að mynda svo margt í smáatriðum, sem erfitt var áður, jafnvel með hinum full- komnustu ljósmyndavélum. Það verður því miður að viður- kenna, að útlendingar hafa séð ýmislegt við landið, sem okkur var sjálfum hulið, og á það jafnt við ljósmyndara og myndlistarmenn. Þannig ættu margar af ljósmynd- un von Lindens að ýta við frumleg- um kenndum í myndlistarmönn- um, og að auki hefur a.m.k. einn núlistarmaður þýskur verið verð- launaður á alþjóðlegri sýningu fyrir hugmyndir sóttar til lands- ins, þ.e. árfarvegi þess. Landið sjálft er þannig gulllnáma fyrir skapandi listamenn, ekki síður en hafið umhverfís það, en í báðum tilvikum vinnum við sjálfír hvergi nógu vel úr því sem við höfum hér í beinu sjónmáli og handa á mill- um. Ég hafði mikla ánægju af skoð- un ljósmyndanna, sem margar hveijar eru mjög vel teknar og gullfallegar, en heldur spilltu áhrifafrekir skýringartextarnir, sem eru inn í myndunum neðst til hægri fyrir heildarhrifunum. Slík- an verknað er mér fyririmunað að skilja, því hann er eins og hol- undsár í myndheildinni. En eitt slær sýningin föstu og það er, að Franz-Karl Freiherr von Linden er afbragðs ljósmynd- ari og ást hans á landinu og vænt- umþykja eins og skín úr hverri ljósmynd. Svo langar mig til að fara einn- ig nokkrum orðum um sýningu á spjaldvefnaði, em nýlokið er í bókasafni hússins, sem gert hefur þýsk kona Marianne Krauss að nafni. Á námsárum sínum 1947- 1950 kynntist hún m.a. þessari tegund vefnaðar, en án þess að hún tæki til höndunum á þeim sérstaka vettvangi. Hún segist hafa verið svo heppin er hún heim- sótti ísland, að henni hafí auðnast að eyða heilu ári 1951-52 hjá Jóni Þorleifssyni listmálara og Rakel konu hans. Á þeim tíma kynntist hún ekki einvörðungu íslandi, heldur fékk einnig innblástu, og þá einkum í gegnum Rakel, því að hún vakti athygli hennar á íslenzkum mynd- vefnaði, meðal annars spjaldvefn- aðinum. Hún segist hafa hrifist mjög af íslenzkri náttúru og þá einkum hinni miklu litadýrð, sem hana langaði til að greypa í verk sín á einn og annan hátt. Þegar hún svo kom aftur til Þýskalands komst hún að raun um að tækni spjaldvefnaðarins hafði fallið í gleymsku. Hún fékk því löngun til að endurvekja þessa fornu tækni, en óskaði jafnframt að víkja frá munsti alþýðusagn- anna og skapa eitthvað sem byggði fremur á fegurð myndflat- arins. Eftir margar tilraunir komst hún að því, að ef hún notaði í stað- inn silki og beitti hinni sérstæðu spjaldvefnaðartækni, þá gæti hún túlkað þá litasýn, sem hún taldi sig hafa öðlast á íslandi. í þessari yfirlýsingu Marianne Krauss er mikill sannleikur falinn, og jafnframt ómæld speki, sem ómaksins vert væri að við íslend- ingar tækjum til gaumgæfilegrar athugunar. Það er nefnilega hægt að hag- nýta sér svo margt úr fortíðinni og yfírfæra á nútíðina og ef af viðlíka viti hefið verið farið við vinnslu ullar og framleiðslu ullar- vamings væri staðan önnur í dag að mínu áliti. Við höfðum haft öll verðmætin og auðæfín á milli handanna, en leituðum langt yfir skammt, eins og raunar er þjóð- arlöstur okkar á svo mörgum svið- um. Sýning Marianne Krauss rúm- aðist fyrir í einum glerkassa, en var svo merkileg að hann hefði átt að vera á staðnum í nokkra mánuði og fyrirlestra hefði mátt halda um þessa uppgötvun lista- konunnar. Ég var í þann mund að setjast niður til að skrifa sér- staklega um sýninguna, og ís- lenzkan spjaldvefnað, er ég frétti að henni væri lokið. Ég vildi einungis með þessum fáum línum koma á framfæri að- dáun minni og þakklæti og bæta því við að lokum, að núlistamenn hafi ótvírætt mikið að sækja í smiðju fortíðar og þá einnig þjóð- legrar fortíðar og islenzkrar al- þýðumenningar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.