Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992 23 viðgerða á símalínum farast honum m.a. orð á þessa leið: „Við vorum ekki að keppa við klukkuna, til- gangur þessara ferða var ekki sá að setja met eða sanna karl- mennsku sína. Tilgangurinn var einfaldlega sá að vinna ákveðið verk sem þurfti að vinna og maður gerði það á eins hentugan hátt og öruggan máta og kostur var á.“ Þetta gátu á vissan hátt verið einkunnarorð um störf Héðins. hann sósaði ekki kröftum sínum að þarflausu. Hann beitti hyggjuviti og lagni og vann á eins öruggan hátt og hann gat. Verkin gátu aldr- ei verið metin í „medalíum“. Héðinn Ólafsson var ekki glingrasjúkur maður. Margt leitaði á huga Héðins og varð honum umhugsunarefni þegar hann var ungur. 18 ára gamall réðst hann í að virkja Fjallalækinn til raforkuframleiðslu. Hannaði verkið sjálfur og tókst með aðstoð góðra manna að fá þarna orku til ljósa- nota á Fjöllum og við það rafmagn var notast þar til rafmagn fékkst frá Laxárveitu löngu síðar. Þetta framtak Héðins varð til þess að vekja áhuga hans betur á þessu sviði og vann hann vetrarpart hjá raftækjafyrirtæki í Reykjavík og einnig á Akureyri. Hann setti síðar upp nokkrar vindrafstöðvar svo og dísilstöðvar þegar þær komu til sögunnar og liðsinnti sveitungum sínum í þessu efni þegar til hans var leitað. Löngu seinna fékk hann staðbundin réttindi sem rafvirki í Norður-Þingeyjarsýslu. Átti þetta starf vel við Héðin því að bóndaeðl- ið var aldrei mjög ríkt í honum. Árið 1954 axlaði Héðinn eitt sinn óvenju þunga byrði og kenndi þá til í fæti en fékkst ekki um. Árið 1962 má segja að 30 ára stríð hæfist í lífi Héðins og stæði með litlum hléum þar til fyrir fáum dögum. Haustið 1962 var Héðinn í göngum á íjöllum uppi og var að verða kominn niður eftir allmikið stapp við féð. Var hann sveittur orðinn og allþreyttur þegar hann skyndilega hné niður og vissi ekki af sér um stund, raknaði þó við sér og komst heim. En eitthvað var öðru vísi en átti að vera. Augun unnu ekki saman. Við rannsókn kom í ljós að um útvíkkun var að ræða í æð í höfði. Var Héðinn flutt- ur til Kaupmannahafnar þar sem höfuðkúpan var opnuð. Hann kom heim eftir aðgerðina og nokkra dvöl ytra og náði sér allsæmilega. Á næstu árum jókst verkum í fætin- um sem hann fann til í 1954. Við rannsókn og myndatöku sást að sprunga hafði eitt sinn komið í hryggjarlið og var rekið til slyssins 1939 og síðar kom í ljós að annar mjaðmaliður var ónýtur, æðar kringum liðinn höfðu skemmst og útlit fgyrir að Héðinn mundi missa fótinn væri ekkert að gert. Árið 1975 gekkst hann undir mikla að- gerð og fékk mjaðmarlið úr stáli. Hélst þetta illa við, var Héðinn sár- þjáður tímunum saman. Loks fékkst þetta skoðað eftir tvö ár. Varð þá bert að ígerð var í liðnum og hafði verið allan tímann. Beinin reyndust ónýt, gerviliðurinn var fjarlægður og annar ekki settur í staðinn. Gekk Héðinn mjaðmarliðarlaus öðru meg- in upp frá því. „Gamla löppin hékk á kjötinu“ eins og hann komst að orði. Það gefur auga leið að frá byrjun 7. áratugar var Héðni þyngra um gang og hann studdist við staf eft- ir það. Jafnframt átti hann erfiðara með að gegna rafvirkjastarfi sínu, sinnti því þó þegar til hans var leit- að en þarfnaðist aðstoðar í ríkara mæli þar sem hann átti örðugra með að beygja sig. Hlupu þá synir hans oft undir bagga. Árið 1983 í apríl var Héðinn flutt- ur á sjúkrahús í London og gekkst þar undir hjartaaðgerð. Tókst sú aðgerð vel og hann náði sér bæri- lega og var hress í anda að vanda. Síðastliðinn vetur hefir orðið Héðni þungur í skauti og þjáninga- fullur. Blóðrennsli var orðið tregt niður í fætur og Héðinn kvalinn tímunum saman. Enn mátti þessi sterki, þreklegi maður bíta á jaxl- inn, hertur eftir marga eldrayun en kvartaði ekki fremur en fyrri dag- inn. Að lokum var svo komið að ekki var um annað að ræða en taka af báða fætur og það gerðist með fárra daga millibili. Líðan virtist betri í svip og hugur Héðins leitaði norður í Fjöll og viljinn var fýrir hendi að komast þangað sem fyrst. En mannlegum mætti og þreki eru takmörk sett. Héðinn lést á Land- spítalanum 16. júlí sl. Þijátíu ára stríði slotaði, harðvítugri vörn var lokið. Þrátt fyrir margvísleg áföll og erfiðar stundir frá byijun 7. áratug- ar lét Héðinn aldrei hugfallast. Var jafnan léttur og kátur í viðræðum. Hann var mikið á ferð í bíl sinum. Naut þess að fá gesti í heimsókn og þeir voru ófáir sem lögðu leið sína í Fjöll því margir þekktu Héð- in á Fjöllum. Hann var hafsjór af fróðleik, lét vel að segja sögur, ekki síst af sérstæðum mönnum sem ekki fóru troðnar slóðir. „Ég er kannski fyrst og fremst sérvitr- ingur, og skammast mín ekkert fyrir það. Það er nefnilega skortur á almennilegum sérvitringum í þessu landi,“ sagði hann í viðtali. Þá hafði hann gaman af kveðskap og kunni sjálfur urmul af vísum. Var sjálfur vel liðtækur í þeim efn- um þótt hann flíakði lítt. Héðjnn var ætíð mikið náttúru- barn. í félagi við bróður sinn, Jón, lét hann girða spildu í Fjallalandi þar sem var kjarrgróður lágvaxinn. Hann fylgdist síðan vel með því sem þar gerðist og eitt sinn þegar ég fór með honum að skoða sagði hann við mig: „Sérðu muninn á vextinum innan og utan girðingar hvernig nýgræðingurinn þýtur upp innan girðingarinnar þegar hann hefír frið til að vaxa og dafna og er ekki stöðugt bitinn af skepnum eins og utan girðingarinnar“. Fýrir tveim árum réðst Héðinn með bróður sínum Jóni í að koma upp æðarvarpi við Lónin og gróður- settu þeir þar allmargar víðiplöntur jafnframt. Ekki sést enn hvernig til muni takast þar sem svo skammt er liðið frá því hafist var handa. Eftir að Héðinn gekkst undir höfuðaðgerðina 1962 og honum varð ljóst að hann yrði ekki til stór- ræðanna á næstunni gaf hann sig að hugðarefnum sínum ýmsum sem hann hafði haft lítinn tíma til að sinna. Hann var forvitinn um lífríki sjávar eins og fyrr getur og hafði í þeim efnum alllengi haft augastað á Lónunum. Reyndi hann fyrir sér á nokkrum stöðum til að vekja áhuga mann á þessum stað. Það leiddi til þess að Áðalsteinn Sigurðs- son, fiskifræðingur, gaf þessu gaum og hóf rannsóknir. Tókust góð kynni milli hans og Héðins. Fleiri komu þama við sögu og eftir fáein ár voru tiltækar skýrslur um þenn- an stað hjá Fiskifélagi íslands. Þeg- ar Norðmenn fengu áhuga á að heíja laxeldi á íslandi í samvinnu við íslendinga þurftu þeir að velja til þess stað. Skoðuðu þeir þá m.a. skýrslur Fiskifélagsins um Lónin í Kelduhverfi og völdu þann stað eft- ir nánari könnun. Árið 1978 hófst laxeldi í Lónum í Kelduhverfí á vegum fyrirtækisins ísnó. Þurfti að semja við landeig- endur um aðstöðu og leigugjald. Var Héðinn einn þeirra. Skiptar skoðanir voru meðal landeigenda hversu dýrt þeir skyldu selja sig. Meðan á þessu stóð sagði Héðinn við mig oftar en einu sinni: „Mitt sjónarmið er að það sé skynsam- legra að koma þessu á fót til hags- bóta fyrir íbúa sveitarinnar og tryggja þeim atvinnu en tefla þessu máli í tvísýnu með því að kreija eigendur um það háar fjárhæðir að fyrirtækið riði til falls eftir skamm- an tíma.“ Fiskeldið komst á laggirnar og hefír gengið vel á þessum stað og mörgum veitt atvinnu í Keldu- hverfi. Fyrirtækið sem að því stóð varð því miður gjaldþrota fyrir fáum mánuðum. Þegar mikil óvissa ríkti um fram- hald þeirrar starfsemi sem þarna hafði farið fram lá Héðinn sjúkur og þjáður á sjúkrahúsi á Akureyri. Um helgi, er stund var milli stríða, brá hann sér í flugvél suður til Reykjavíkur og gekk á fund þess ráðherra sem fór með þessi mál til að tala máli sveitunga sinna. Sneri síðan norður aftur um sömu helgi. Hvort sú för hefir valdið straum- hvörfum í þessu máli skal ósagt látið en hún sýnir enn eitt dæmið um hug og dug Héðins Ólafssonar. Skömmu síðar var nýtt hlutafélag stofnað um starfsemina og fískeldi í Lónunum. Þar að standa m.a. af- komendur Héðins og venslafólk. Hann fylgdist á sjúkrabeði með því sem var að gerast og sendi skeyti með hvatningu og brýningu á stofn- fundinn. Það gefur auga leið að Héðinn hefði aldrei getað látið framkvæma það sem hann réðst í eftir að fótur tók að baga hann og þróttur að dvína ef hann hefði ekki átt þann bakhjarl sem aldrei brást, sjóð sem hann ávallt gat sótt til í sér til halds og trausts. 20. september 1947 gekk Héðinn að eiga Sjöfn Jóhannesdóttur frá Húsavík. Varð báðum mikið gæfu- spor. .Hún hefir staðið við hlið manns síns í blíðu og stríðu og veitt honum þann stuðning sem hann þarfnaðist svo mjög, ekki síst eftir áföllin sem dundu yfír. Með æðruleysi og stillingu hefír hún staðið langa vakt, oft á tíðum milli vonar og ótta, þegar skammt var stundum milli skers og báru og vandséð hvað verða kynni. Börn þeirra eru: Ólafur Jón, raf- virki á Akureyri, kvæntur Dalrós Huldu Kjartansdóttur, sjúkraliða, Sigríður Guðrún, hjúkrunarfræð- ingur og ljósmóðir, gift Evert Evertssyni, bakarameistara, Kópa- vogi, Sigurbjörg Friðný, starfar á Vinnumiðlunarskrifstofu Akur- eyrar, gift Magnúsi Sigurðssyni, rafvirkja, Jóhannes Páll, húsa- smíðameistari á Akureyri, kvæntur Svandísi Ebbu Stefánsdóttur, Guð- mundur Sigurgeir, búfræðingur, starfar við laxeldi í Lónum, Keldu- hverfí, kvæntur Ragnhildi Jónsdótt- ur, fóstru, Kolbrún, iðjuþjálfi á end- urhæfíngar- og taugadeild Grensás- deildar, Reykjavík. Bamabömin eru orðin 13 og komið 1 langafabam. Fjölskyldan hefír verið samhent í besta lagi. Sú ást, umhyggja, tryggð og ræktarsemi sem börnin ásamt mökum hafa sýnt foreldrum sínum á umliðnum árum hefír ekki dulist þeim sem næstir standa og gerst þekkja til. Því er svo bjart yfír þeim skilnaði sem nú er orðinn þrátt fyrir söknuð og trega. Héðinn Ólafsson naut stuttrar skólagöngu um dagana. En hann var vel sjáandi, lærður í lífsins skóla, auðugur orðinn af þekkingu, sem margvíslega reynsla hafði fært honum. Hann var læs í besta lagi á bók náttúrunnar, glöggskyggn á hvað þar var að gerast og dró sínar ályktanir af. Margur les kynstrin öll og eignast sinn lærdómstitil, „en fossahljóð er aldrei í landafræði þinni". Samúðarkveðjur flyt ég og þakk- ir frá mér og bræðmm mínum, Ásgeiri, Gunnari Páli og fyölskyld- um okkar. Sigurjón Jóhannesson. Með fáeinum orðum langar okkur að minnast afa okkar, Héðins, sem lést þann 16. júlí síðastliðinn. Það var hreint ótrúlegt hvað hann afi hafði gengið í gegnum áður en yfír lauk. En þrátt fyrir að þurfa að ganga í gegnum marg- ar aðgerðir var eins og ekkert biti á hann. Alltaf var hann hress og kátur enda naut hann alltaf dyggs stuðnings frá ömmu. Afi átti vini og kunningja alls staðar og var hann mikið á ferðinni þrátt fyrir líkamlegar hömlur. Afí var með afbrigðum góður sögumaður og voru þær margar stundimar sem við sátum hjá afa og hlustuðum agndofa á hveija sög- una á fætur annarri og var þó ekki notast við neinar bækur. Sögur þessar áttu að hafa gerst nákvæm- lega eins og sagt var frá. En stund- um grunaði okur þó að hann hefði sniðið frásögum sínum rúman stakk. Þó að söknuðurinn sé mikill trú- um við því að við eigum eftir að hitta afa aftur í öðru lífi. Þangað til mun hann ávallt fylgja okkur í hug og hjarta. Að lokum viljum við þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við átt- um með afa á Fjöllum. Barnabörn. + SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Sólbakka, Höfnum, lést fimmtudaginn 23. júlí á dvalarheimilinu Garðvangi, Garði. Aðstandendur. + Hjartkœr eiginmaður minn og faðir okkar, KNÚTUR JÓNSSON, Hávegi 62, Siglufirði, lést í Landspítalanum 24. júlí. Anna Snorradóttir og börn. + Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir, DR. GÍSLI FRIÐRIK PETERSEN læknir, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 27. júlí kl. 13.30. Sigrfður Guðlaug Brynjólfsdóttir, Þórir Gisiason, Helga Sigurjónsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐGEIR ÞÓRARINSSON húsasmíðameistari, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. júlí kl. 13.30. Rósbjörg Jónatansdóttir, Olgeir Friðgeirsson, íris S. Sigurberg, Nanna K. Friðgeirsdóttir, Guðrún Friðgeirsdóttir, Birna Friðgeirsdóttir, Einar Friðgeirsson, Hjörtur Gunnarsson, Bjarki Magnússon, Margrét Eiríksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mfns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KARLS EIRfKSSONAR frá Öxl. Guð blessi ykkur öll. Anna Ólafsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakklr sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVANBJÖRNS FRfMANNSSONAR fyrrverandi Seðlabankastjóra. Sérstakar þakkkir færum við starfsfólki 4. hæðar á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli. Hólmfrfður Andrésdóttir, Andrés Svanbjörnsson, Björk Sigrún Timmermann, Sigríður Halldóra Svanbjörnsdóttir, Ásgeir Thoroddsen, Agnar Fn'mann Svanbjörnsson, Ásta Sigrfður Hrólfsdóttir og barnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.