Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992 7 Bréf um rottugang við Borgarbakarí: A alls ekki við rök að styðjast - segir Þorvaldur Hannesson fulltrúi Meindýravarna Reykjavíkurborgar í BRÉFI sem birtist í Velvak- anda í gær var því haldið fram að rottur væru orðnar áberandi nálægt Borgarbakaríi við Grensásveg og í næsta ná- grenni þess. Þessi staðhæfing bréfritara er hins vegar að mati eigenda bakarísins og full- trúa Meindýravarna Reykjavík- urborgar alveg út í hött. Það kom ennfremur í ljós í athugun Morgunblaðsins að greinarhöf- undur hafði sent ábendingu sína inn undir fölsku nafni og heimilisfangi. „Þetta er, með fullri virðingu fyrir öðrum bakaríum, eitt þrifa- legasta bakarí borgarinnar," segir Þorvaldur Hannesson en hann starfar hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar. Hans verk- efni er meðal annars að fara reglulegar eftirlitsferðir í bakarí borgarinnar. Hann kvaðst vera sleginn yfir þessari rangfærslu, því að hans mati stenst þessi ásök- un hvergi. Hann sagði það aldrei hafa gerst að kvörtun hafi borist frá Heiðargerði en einmitt í þeirri götu segist greinarhöfundur búa. Haukur Hauksson rekur bak- /X+Jt+x a, jLócJ. ' /C+V aJ'Jj*+**4. .J*** ^J**^*/*^4 Acyyyux /jptvUrt. ° MM6—*i 7 Afrit af skýrslu Heilbrigðiseft- irlitsins. aríið ásamt föður sínum Hauki Friðrikssyni. Hann er mjög ósátt- ur enda geti staðhæfulausar ábendingar á borð við þessar kost- að fyrirtæki þeirra viðskipti. Þeir feðgar hafi ávallt lagt ríka áherslu á hreinlæti og góða umgengni. Þeir benda á að fyrirtæki þeirra hafi ætíð komið mjög vel út úr Morgunblaðið/KGA Þorvaldur Hannesson, Meindýravörnum Reykjavíkurborgar, ásamt Hauki Haukssyni eiganda Borg- arbakarís. könnunum heilbrigðiseftirlitsins. Meðal annars hafi þeir hlotið við- urkenningar hjá eftirlitinu fyrir hreinlæti og góðan aðbúnað. Enn- fremur benda þeir á mjög góðar umsagnir hjá Meindýravörnum Rey kj avíkurborgar. I skýrslu sem unnin af heil- brigðiseftirlitinu segir meðal ann- ars: „...umgengni, þrif og allur frágangur húsnæðis er til hinnar mestu fyrirmyndar". Ennfremur segir í skýrslunni: „Hvergi var stað að finna innanhúss sem utan sem ekki fullnægði kröfum heil- brigðiseftirlits." Niðurstaða skýrslunnar er skýr, samkvæmt henni er ekkert við starfsemi bak- arísins að athuga. Allir sem Morgunblaðið ræddi við voru sammála um að þessi ábending væri hreint skemmdar- verk. Hið eina sem vakað hafi fyrir greinarhöfundi væri að koma óorði á Borgarbakarí. Eigendur bakarísins gátu ekki á nokkurn hátt ímyndað sér hver hér væri að verki. Það er einungis vitað að ábendingin var send inn undir fölsku nafni og einnig að heimilis- fang sem fylgdi með hafi verið falsað. Þetta fékk Morgunblaðið staðfest. íbúar í Heiðargerði, sem blaðið ræddi við, könnuðust á engan hátt við umræddan rottu- gang. Aths. ritstj.: Morgunblaðið biður forsvarsmenn og starfsfólk Borgarbakarís af- sökunar á þessum slæmu mistök- um af hálfu blaðsins. Knútur Jónsson, Siglufirði látinn Knútur Jónsson, fyrrverandi bæj- arfulltrúi í Siglufirði, lézt í Land- spítalanum í Reykjavík aðfaranótt 22. júlí, á 63. aldursári. Knútur heitinn fæddist í Reykja- vík 5. ágúst 1929, sonur hjónanna Gíslínu Magnúsdóttur og Jóns Hall- dórssonar. Hann varð stúdent frá Verzlunarskóla íslands 1949. Hann stundaði nám í rómönskum málum við háskólana í Osló, Kaupmanna- höfn, Madrid og Róm 1949-1954. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um um ævina: skrifstofustjóri hjá Almenna bókafélaginu í Reykjavík, fulltrúi hjá Síldarútvegsnefnd í Knútur Jónsson Gódcmdaginn! Siglufirði, framkvæmdastjóri hjá Tunnuverksmiðjum ríkisins Siglu- firði, skrifstofustjóri Húseininga hf. í Siglufirði og bæjarritari í Siglu- firði. Knútur Jónsson var bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í Siglufirði 1966-1978 og gengdi um langt árabil ýmsum öðrum stjórnarstöðum í flokksstarfí Sjálfstæðisflokksins í Siglufirði og Norðurlandskjördæmi vestra. Eftirlifandi kona hans er Anna Snorradóttir Stefánssonar, fram- kvæmdastjóra Síldarverksmiðjunn- ar Rauðku í Siglufirði. Þau ólu upp tvö fósturböm. Með t morgunveröi, semejtirréttur; eðabara...bara Við rýmum fyrir nýjum haustvörum og seljum ÖLL GARÐHÚSGÖGN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.