Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992 9 spffliqfs/WM-tömtR Bjóðum upp á ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar um Sprengisands- og Kjalvegsleiðir þar sem farið er á einum degi hvora leið. Farið er frá Reykjavík norður Sprengisand: Mánudaga og fimmtudaga kl. 08.00 og fró Akureyri suður Kjöl: Miðvikudaga og laugardaga kl. 08.30. Ferðir þessar seljast með leiðsögn og fæði þann daginn sem ferðast er. í ferðum þessum gefst fólki tækifæri að sjá og heyra um meginhluta miðhálendisins, jökla, sanda, gróðurvinjar, jökulvötn, hveri og margt fleira í hinni litríku náttúru (slands. Hægt er að fara aðra leiðina eða báðar um hálendið eða aðra leiðina um hálendið og hina með áætlunarbílum okkar um byggð og dvelja Norðanlands eða Sunnanlands að vild, því engin er bundinn nema þann daginn sem ferðast er. Nánari upplýsingar gefur BSÍ, Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík, sími 91 -22300, og Bifreiðastöð Norðurlands, Umferðarmiðstöðinni, Akureyri, sími 96-24442 og hjá okkur. Norðurleið - Landleiðir hf., sími 91-11145 Ferðamenn! Þið, sem ætlið að ferðast um landið eða til útlanda, ættuð að kynna ykkur Ferðaupplýsingar í ferðablaði Morgunblaðsins, sem kemur út á föstudögum. Þar er að finna mikið af upplýsingum um flest það sem viðkemur ferðalögum og þeirri þjónustu sem í boði er, s.s. um gistingu, viðlegubúnað, tjaldstæði, veiði, flug, óbyggðaferðir, ferjur, sérferðir, hesta, sérleyfi, bílaleigur, skóla o.fl. Stjóraarskrá- inog ríkis- útgjöldin 41. grein sfjórnarskrár landsins hljóðar svo: „Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í Qár- lögum eða Qáraukalög- um.“ Lagafyrirmæli þessi eru skýr og ótviræð. Ekki fer á milli mála, að ætlun stjómarskrárgjaf- ans með þeim hefur verið sú að heimildar til fjár- veitinga úr ríkissjóði skuli ævinlega aflað fyr- irfram hveiju sinni, ann- aðhvort i fjárlögum eða fjáraukalögum á hverju Qárlagaári. Framkvæmdin hefur þó í veigamiklum atrið- um orðið allt önnur en fyrir er mælt í sljómar- skránni. Svokallaðar aukafj árveitingar fjár- málaráðherra hafa tíðk- ast um langt árabil, ýmist með eða án samráðs við ríkisstjórn eða fjárlaga- nefnd (fjárveitinga- nefnd). Framkvæmd þessi styðst hvorki við fyrirmæli í almennum lögum né aðrar skráðar réttarheimildir. „Ollum ætti að vera (jóst“, segir i greinargerð fjárlaga- nefndarmanna með fmmvarpi því sem vitnað er til hér í aðfaraorðum, „að í þessum efnum hef- ur ein af grundvallar- reglum íslenzkrar sfjóm- skipunar verið brotin, það er reglan um að Al- þingi fari með fjárveit- ingavaldið". Þess vegna fluttu Qár- laganefndarmenn með Karl Steinar Guðnason (A-Rn) i broddi fylkingar áðumefnt fmmvarp til laga um greiðslur úr rík- issjóði, til að festa stjórn- arskrárákvæðið i fram- kvæmd í ríkisbúskapn- um. Alþingi hafði hins vegar öðrum hnöppum að hneppa sem kunnugt er. Frumvarpið dagaði uppi i þríðja sinnið, þvi miður. 5« Stefnir í aukinn lan hluta ars Halli ekki meiri en sex miUjarðai AKKOMA rikrajóðs vmr mun betri á fyrri hhita þesam árm «á i tími J fyrrm. Allt rtefnir þá I meiri halU á riðmri hluU ár«nm að hindra að (jiriagahallinn fan alK að itta mUljarða. Til þesa ________halda honum I 6-6,5 tniIDörA •**?* °* meonUkeriínu ekki akilað aár iartjómannnar fram. Mikdvæga ■* U •• l»«* ,r*”íul Afkoma rikiaqóða á fyrri hhita ársins mun betri en i fyrrar Krepþuáhrif 1 ríkisbúskapnum | SX, ta jért. ámm* _ h -tl U.lyU Winlértil UliMl-. I kpHuu.irtmiiirHUrt.io -- - ÚZT HkU- Þrístöðvað aðhalds- frumvarp „Greiðslu úr ríkissjóði má ekki inna af hendi nema heimildar til hennar sé aflað fyrirfram í fjárlögum eða fjáraukalögum." Frumvarp með framangreint meginefni var flutt í þriðja sinn á síðasta þingi en dagaði þar uppi, eitt skiptið enn, í öðrum og misveigamiklum þingönnum. Stak- steinar staldra við þetta efni í tilefni frétta af líklegum fjárlagahalla árið 1992. Afkoma ríkis- sjóðs versnar á seinni hluta ársins Núverandi ríkisstjóm hefur vissulega staðið á útgjaldabremsuin í ríkis- búskapnum og náð nokkrum árangri, þótt enn sé langt í Iand að hemja ríkissjóðseyðsluna innan tekjurammans, eins og heimilin og ein- staklingamir verða að gera. Þannig var afkoma ríkissjóðs mun betri á fyrri hluta liðandi árs en á sama tima í fyrra, sam- kvæmt greinargerð fjár- málaráðuneytisins um rikisbúskapinn frá jan- úar tíl og með júni. Hall- inn á ríkissjóði fyrrí helming ársins er 2,9 mil(jarðar króna sem er 700 m.kr. minna en áætí- að hafði veríð og 2.000 m.kr. minna en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir góðan ávinning fyrstu sex mán- uði ársins blasir við að kreppuáhrifin í þjóðar- búskapnum skekkja myndina verulega á seinni hluta ársins. Verði ekkert frekar að gert til að hemja útgjöldin stefnir í meir en 8.000 m.kr. ríkissjóðshalla á árinu, en (járlög gerðu ráð fyrir 4.000 m.kr. halla. Astæðan er einkum tvíþætt: 1) samdráttur í veltu fyrirtækja og tekj- um almennings sem rýrir skatttekjur ríkissjóðs, 2) aukin útgjöld, m.a. vegna nýrra kjarasamninga og vegna minnkandi at- vinnu, en gera má ráð fyrir að atvinnuleysis- tryggingar fari um fjórð- ung fram úr áætíun. Þá virðist sem spamaður á einum stað í ríkisbú- skapnum hafa á stundum sagt tíl sín í útgjaldauka á öðrum stað, þannig að útgjöld færast til en hverfa ekki. Verklag á Norður- löndum Segja má að tengslin milli Iíklegs ríkissjóðs- halla áríð 1992 og auka- fjárveitinga fram hjá fjárlögum séu óveruleg. Engu að síður var Ijóst, þegar frumvarp fjárlaga- nefndarmanna um greiðslur úr ríkissjóði var lagt fram, að þótt oft hafl verið þörf þá var nú brýn nauðsyn að stíga á allar útgjaldabremsur f ríkisbúskapnum. Þess- vegna hefði mátt ætla að frumvarpið fengi greiða leið gegn um þingið. Svo varð þó ekki sem fyrr segir. Meginreglur eru þær hjá bræðraþjóðum okkar í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð að þjóðþingin fara með fjár- veitíngavaldið og að það sé virt af framkvæmda- valdinu. Ríkisstjómir leita eftír samþykki þingsins fyrirfram um umframútgjöld innan fjárlagaársins, eða í gildi em reglur sem þingin hafa sett framkvæmda- valdinu um meðferð um- framútgjalda. í Finnlandi og Svíþjóð er leitað eftír samþykki þingsins fyrir fram um viðbótarútgjöld _ með fjáraukalögum. í Dan- mörku fer fjárveitínga- nefnd með ákvörðun um aukafjárveitingar í um- boði þingsins. í Noregi hefur þingið sett reglur um umframútgjöld sem m.a. segja til um hvenær leita skuli sérstaklega samþykkis þingsins og hvenær framkvæmda- valdið getur afgreitt þau. Vonandi hefur fjálaga- nefnd erindi sem erfiði með frumvarpsflutningi sínum á næsta þingi. Fjölmenn ráðstefna bú- fræðslumanna frá Evrópu Selfossi. RÁÐSTEFNA norður-evrópskra búfræðslumanna var sett á Hótel Örk á fimmtudag af Halldóri Blöndal landbúnaðarráðherra. Þátttakendur í ráðstefnunni eru samtals 125 frá 16 löndum. Ráðstefnan byggist á samstarfi búfræðslumanna frá 8 löndum; íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi, Bretlandi og Irlandi. Áheyrnarfulltrúum frá öðrum átta Evrópulöndum var boðið að senda fulltrúa á ráðstefn- una. Ráðstefnan er samvinnuverkefni Garðyrkjuskóla ríkisins og bændaskólanna á Hvanneyri og á Hólum með stuðningi landbúnaðar- ráðuneytisins. Grétar Unnsteinsson hefur undanfarin tvö ár gegnt formennsku í samstarfi landanna átta. í setningarávarpi sínu benti land- búnaðarráðherra á það meðal annars að landbúnaður í hinum vestræna heimi stæði á krossgötum og bænd- ur hvarvetna í álfunni horfðust í augu við ákveðnari samkeppni á matvælamarkaðnum. Hann benti á að mörg brýn verkefni væru fram- undan í landbúnaði og að þeir sem stæðu að menntun og fræðslu innan landbúnaðarins hefðu mikilvægu hlutverki að gegna. Grétar Unnsteinsson sagði ráð- stefnuna og það samstarf sem hún tengdist ákaflega mikilvægt fyrir búfræðsluna á Islandi. Hann sagði að meðal þess sem tekið yrði fyrir á ráðstefnunni væru menntunarmál í umhverfisfræðum, samræming landbúnaðar- og garðyrkjumenntun- ar til að auðvelda ungu fólki að sækja sér starfsnám í hinum ýmsu löndum. Ennfremur yrði rætt um ýmsa þætti innra skólastarfs stofn- ana. Hvað unnt væri að gera til að bæta menntunina og laga hana sem best að ríkjandi kröfum hverju sinni og ekki síður hvaða áherslur ætti að leggja á nýjum sviðum. Grétar sagði samstarf þjóðanna hafa leitt af sér marga góða hluti og auðveldað mjög samskipti milli menntastofnana landanna. Ráðstefnan stendur yfir í tíu daga. Fyrstu tveir dagarnir verða á Hótel Örk, síðan fara ráðstefnugestirnir í skoðunarferðir til hinna ýmsu staða sem tengjast landbúnaði. Fluttir verða fyrirlestrar á Hótel Örk, á Hótel Aningu á Sauðárkróki og á Bændaskólanum á Hvanneyri. í fyr- irlestrunum verður fjallað um mjög fjölbreytileg efni sem tengjast land- búnaði, landbúnaðarmenntun, fram- tíðarhorfum og umhverfismálum. Sig. Jóns. VERSLUNARMIÐSTOÐIN GRÍMSBÆR þakkar öllum sem komu eða heiðruðu okkur á arman hátt á 20 ára afmælinu. Lifið heil! Grimsbær við Bústaðaveg Steingrímur Bjamoson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.