Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 19
Grímsey: Skerðingin ógn- ar byggð í eynni Grímseyingar eru uggandi út af fyrirsjáanlegum samdrætti í fisk- veiðum og óttast að hann hafi alvarlegar afleiðingar fyrir byggð í eynni. Ef þorskveiðar dragast saman, eins og áætlað er, og verða einung- is 190 þúsund tonn reiknast mönn- um hér til að skerðingin geti num- ið sem svarar því að einum meðal- báti í Grímsey verði lagt, en meðal- þorskafli á bát er nú 58 tonn og fyrirsjáanleg skerðing, ef miðað er við fyrrnefndan samdrátt, gæti numið 53 tonnum. Þetta er mikið í ekki stærra samfélagi en Gríms- ey er. Bjami Magnússon hreppstjóri var spurður álits á aflasamdrætt- inum og ráðagerðum stjórnvalda. Hann sagði að þessi fiskveiði- stefna væri mesta hörmung og gerði ekkert nema allt til ills og bölvunar. Það ætti að setja stóran kross yfir núverandi stefnu og byija upp á nýtt. Það væri sama hvað þá yrði, það yrði aldrei verra en það væri í dag. Bjarni sagðist ekki harðneita fiskifræðingunum, en taldi þó að ekkert myndi gera til að bíða í eitt, tvö ár og sjá til hvort ástand- ið lagaðist ekki. Það hefðu áður komið fiskleysisár. Annars er það helst úr Grímsey að frétta að hér hefur verið kulda- tíð undanfarið og krakkar eru komnir í vetrarföt. Hitinn hékk í þremur stigum eða svo á miðviku- dag en síðan hefur hlýnað ögn. Sjómenn sem hafa verið hér norð- ur af Grímsey hafa jafnvel lent í éljum. Ekki hefur þeirra gætt hér, en þegar svona kuldakast gengur yfir er fátt um ferðafólk í eynni. HSH Jack Nicklaus við komuna til Akureyrar á fimmtudag. Jaðarsvöllur á Akureyri: Morgunblaðið/Eiríkur Jack Nicklaus sýnir listir sínar á morgun Golfsnillingurinn Jack Nicklaus heimsækir Jaðarsvöll, golfvöll Golfklúbbs Akureyrar, á morgun, sunnudag. Búist er við fjölda áhorfenda og meðal annars munu golfáhugamenn úr Reykjavík og af Reykjanesi leggja leið sína norður til þess eins að sjá þenn- an heimsþekkta kylfing á Jaðarsvelli. Heimsókn Nicklaus á Jaðars- völl er einstæður viðburður í íþróttalífinu, enda er hann talinn einn af konungum golflistarinnar. Jack Nicklaus kom með einka- þotu sinni til Akureyrar á fimmtu- dag og hélt þaðan til veiða í Laxá í Aðaldal. Þaðan kemur hann til Akureyrar á sunnudag og verður samkvæmt áætlun á Jaðarsvelli um klukkan þrjú síðdegis. Gísli Bragi Hjartarson, staðar- haldari á Jaðri, segir að Golf- klúbbi Akureyrar sé ómetanlegur heiður að fá Jack Niclaus í heim- sókn. Þarna sé um að ræða þann mann sem kylfingar telji einhvem mesta íþróttamann allra tíma, mann sem hefur verið í fremstu röð golfsnillinga um þijátíu ára skeið og komið fram með ýmsar nýjungar í golffræðum auk þess að hanna fjöldann allan af frábær- um golfvöllum víða um heim. Nú gefist fólki tækifæri til að sjá þennan snjalla íþróttamann með eigin augum hér á Jaðarsvelli, nyrsta fullbúnum golfvelli verald- ar. „Þetta er meiriháttar viðburður fyrir alla golfara,“ sagði staðar- haldari, „enda reiknum við með því að fjöldi manna komi hingað á völlinn. Meðal annars veit ég um fólk úr Reykjavík, Keflavík og af Keflavíkurflugvelli sem ætl- ar að koma til þess eins að sjá Nicklaus hér og Flugleiðir hafa verið með sérstakt tilboð fyrir þá sem ætla að fljúga hingað og notfæra sér þetta einstaka tæki'- færi. Og þetta er einstakt tæki- færi, ég veit til dæmis að fjöldinn allur af golfklúbbum i veröldinni býður Jack Nicklaus stórfé fyrir að koma í heimsókn. Það er svo mikil auglýsing fyrir golfvelli að hann hafi komið þangað." Að sögn Gísla Braga er áætlað að Jack Niclaus komi að Jaðri um klukkan þijú á morgun, sunnu- dag. Ekki sagði hann ljóst ná- kvæmlega hvað Nicklaus myndi sýna gestum við þetta tækifæri, enda réðist það trúlega af aðstæð- um og þeirri stemmningu sem þarna skapaðist. Öllum væri vel- komið að koma á Jaðarsvöll og njóta stundar sem trúlega yrði seint endurtekin. Víking Brugg hf.: Víkingbjór verð- launaður erlendis Víkingbjór, sem framleiddur er hjá Víking Bruggi á Akureyri, hlaut gullverðlaun á Monde Selection-drykkjarvörusýningu í Hollandi fyrir skemmstu. Verðlaunin eru mikill heiður fyrir Víking Brugg, en forráða- menn fyrirtækisins hyggja nú á bj órútflutning. Að sögn Magnúsar Þórðarson- ar, framkvæmdastjóra Víking Bruggs á Akureyri, voru sýnishorn . af bjór frá verksmiðjunni send á sýninguna Monde Selection í Hol- landi í vor. Þarna eru sýndar drykkjarvörur, áfengar og án áfengis. Vörur sem standast ákveðnar rannsóknir og prófanir eru settar í tilsvarandi gæðaflokka og svo fór að Víking bjór var einn þeirra drykkja sem hlaut gullverð- laun í flokknum sterkur bjór. Merki Monde Selection prýðir margar tegundir drykkjarvara sem hlotið hafa þessi verðlaun áður og verður fellt inn í merki á umbúðum Víkingbjórs. Sagði Magnús að þessi gæðastimpill væri fyrirtækinu mjög mikill heið- ur og afar mikilvægur vegna þeirra áætlana, sem undanfarið hefðu verið lögð drög að: að koma íslenskum bjór á markað erlendis. Forráðamenn fyrirtækisins hefðu Þetta heiðursmerki Monde Selection verður felit inn í um- búðamerki Víkingbjórs til marks um gullverðlaunin sem bjórinn hlaut nýverið. að undanfömu unnið að athugun-* um í þá vem, kannað markaði, verðlag og fleira og augu þeirra beindust nú að því að freista þess að koma bjór á markað í nokkmm Evrópulöndum. Einnig hefði verið þreifað ögn á möguleikum á Amer- íkumarkaði. Magnús sagði að færst hefði í vöxt á undanförnum ámm að ís- lenskar framleiðsluvörar fengju viðurkenningar fyrir gæði á sýn- ingum erlendis. Það hlyti að gefa vonir um að greiða mætti fyrir sölu þeirra á erlendri grund. Gistiskáiar fyrir ferða- fólk opnaðir í Yognm Björk, Mývatnssveit. SÍÐASTLIÐINN vetur stofnuðu bændur í Vogum hlutafélag um kaup og rekstur á gistiskálum fyrir ferðafólk. Ákveðið var að kaupa 10 skála frá Akureyri, sem þar voru falir. Skálar þessir voru form- lega opnaðir síðastliðinn fimmtudag. Af þessum 10 skálum em 8 svefnskálar með 30 rúmum, einn með snyrtibúnaði, salemum, hand- Iaugum og sturtum og einn er setu- stofa, þar sem dvalargestir geta setið í ró og næði. Skálarnir vom fluttir austur í Mývatnssveit í byijun maímánaðar og settir niður á skjólgóðum stað í svokölluðu Ystaijóðri, austan þjóð- vegar skammt frá tjaldstæðinu Vogum. Alllangan tíma tók að fá jákvæð- ar umsagnir ýmissa aðila og tilskil- in leyfi vegna starfrækslu skálanna. Öll þurftu þau mál að fara í gegnum mörg nálaraugu áður en yfír lauk. Síðastliðinn miðvikudag fékkst loks starfsleyfí fyrir þessum skálum. Á fimmtudag vom þeir síðan formlega opnaðir og aðfaranótt föstudags gistu þar 30 útlendingar. Veðrið var þá sérlega gott um kvöldið, logn og sólskin. Kveiktur var varðeldur þar í nálægð og virtust gestimir hinir ánægðustu í kyrrðinni og sér- stæðu umhverfí. Þess má að lokum geta að góð aðsókn hefur verið að tjaldstæðum í Vogum í sumar. Kristján -------------------- ■ í KVÖLD, laugardagskvöld, leikur Kristinn H. Arnason gítar- leikari á tónleikum í Dalvíkur- kirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og þar verða leikin verk eftir Milan, Bach, Henze, Giuliani, Martin og Rodrigo. Morgunblaðið/Eirfkur Bograð undir bát Þau eru ófá handtökin sem þarf til að halda bátum vel við og hér er verið að dytta að einum á Akureyri. ■ UPPSKRIFTASAM- KEPPNI á vegum Bylgjunnar og Argentínu steikhúss verður leidd til lykta í beinni útsendingu Bylgjunnar í göngugötunni á Ak- ureyri í dag klukkan 14.00 til 15.00. Tíu manna dómnefnd mun þá velja úr ellefu sósuuppskriftum, sem í úrslitakeppni em. Auk þess munu útvarpsmennirnir Gunn- laugur Helgason og-Jón Axel Ól- afsson láta gamminn geysa í þess- ari beinu útsendingu frá Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.