Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992 Eldur kom upp í skrifstofu á Hótel Esju: Varnarliðið segir upp 18 starfs- mönnum ÁTJÁN starfsmönnum varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli, einkum ræstingafólki, var í gær sagt upp störfum og taka uppsagnirnar gildi í október. Upplýsingafulltrúi varnarliðs- ins segir að ekki sé þörf fyrir jafn marga starfsmenn við ræstingar á gistiheimili varn- arliðsins yfir vetrarmánuðina og þar hafi unnið en líklegt sé að mörgum þessara starfs- manna verði boðin aftur tíma- bundin störf næsta vor. Joseph Quimby, upplýsingafull- trúi vamarliðsins, segir að flestir starfsmennirnir hafí unnið við ræstingar á gistiheimili varnarliðs- ins. Reynslan sýni, að gestakomur til varnarliðsmanna séu fáar yfír vetrarmánuðina og því sé ekki þörf á jafn mörgum starfsmönnum þá og þar hafi unnið. Hins vegar sé ætlunin að ráða starsfólk aftur tímabundið næsta vor, væntanlega frá mars og fram í október, og sé líklegt að mörgum þeirra, sem nú var sagt upp, verði boðin vinna þá. Gistiheimilið sé rekið fyrir sjálfsaflafé og sé ekki inn í fjár- veitingum Bandaríkjaþings til reksturs vamarstöðvarinnar og því séu ekki aðstæður til að hafa fleiri í vinnu þar en nauðsynlega þurfí. Flestir starfsmennirnir sem misstu vinnuna em í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur. Guðmundur Finnsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir að greinilega sé mikill samdráttur í starfsmannahaldi hjá vamarliðinu. Hins vegar vonist félagið til að ekki komi til fleiri uppsagna á næstunni. Milljónatjón í eldsvoða á verkstæði á Neskaupstað: Lögregla telur að kveikt hafi verið í Hluti hússins ónýtur Neskaupstaður. Milljónatjón varð þegar eldur kom upp í hús- næði H.M. vélaverkstæðis aðfaranótt siðastliðins föstudags. Það var á fjórða tímanum um nóttina sem eldsins varð vart. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var mikill eldur og hiti í vesturhluta verkstæðisins sem er til húsa við botn fjarðar- ins. Talið er að kviknað hafi í út frá loftpressu. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins en sá hluti hússins sem eldurinn var í er ónýtur svo og allt sem þar var inni, þar á meðal bifreið. Við hlið vélaverkstæðisins er bifreiðaverkstæði en eldvarnarveggur skilur þau að svo að enginn eld- ur komst yfír í það. Einhverjar skemmdir urðu þar hins vegar af völdum vatns og reyks. Eigandi verk- stæðanna er Helgi Magnússon. Ágúst. ELDUR kom upp i skrifstofu hótelstjórans á 2. hæð á Hótel Esju í gærkvöldi. Talið er að brotist hafi verið inn í skrifstofuna og kveikt þar í. Gerðar voru ráðstafanir til að rýma hótelið en þess gerðist ekki þörf þegar til kom og gestum var aldrei hætta búin. Slökkvilið- ið var nokkrar minútur að ráða niðurlögum eldsins. Rannsóknarlög- reglan vinnur nú að rannsókn málsins. H.M. vélaverkstæði þar sem eldurinn kom upp. Brunavamarkerfí hótelsins á slökkvistöðinni í Reykjavík fór í gang um kl. 21. Að sögn Einars Olgeirssonar, hótelstjóra, lítur allt út fyrir að gerð hafi verið tilraun til að bijótast inn í skrifstofu Pizza Hut sem er við hliðina á hans skrif- stofu en án árangurs. Síðan hafí verið brotist inn á skrifstofu Ein- ars. „Þar fundu þjófamir hins vegar greinilega ekkert bitastætt og kveiktu í stól með skjölum áður en þeir fóm. Þetta verður tekið föstum tökum þar sem bruni á hóteli er mjög alvarlegt mál,“ segir Einar. Hótelið var fullskipað gestum í gærkvöldi. Aldrei var þó nein hætta á ferðum, að sögn Einars, þar sem skrifstofa hans er í annarri álmu Tveimur dómur- um veitt alvarleg áminning DÓMSTJÓRI héraðsdóms Reykjaness hefur veitt tveimur dómurum sem starfa í Hafnar- firði, þeim Guðmundi L. Jóhann- essyni og Finnboga Alexanders- syni, alvarlega áminningu fyrir embættisfærslu sína þar sem þeir hafi með töfum á meðferð og afgreiðslu mála gerst sekir um vanrækslu í dómarastarfi. Þessi áminning kemur í framhaldi af athugun á vegum dómsmála- ráðuneytisins á embættisfærslu þessara dómara og er gerð að ósk ráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu hefur dóms- málaráðherra skipað nefnd í fram- haldi af þessu til að gera tillögur að nýjum reglum um eftirlit með störfum dómara og um úrræði ef dómari gerist sekur um vanrækslu eða annað það sem telst valda því að hann geti ekki rækt starfann. í nefndinni eiga sæti Ingibjörg Bene- diktsdóttir héraðsdómari sem er formaður, Hákon Árnason hrl., Valtýr Sigurðsson héraðsdómari, Þorsteinn A. Jónsson skrifstofu- stjóri og Þórunn Guðmundsdóttir hrl. Er þess óskað að álit nefndar- innar liggi fyrir í lok nóvember á þessu ári. og hótelið búið eldvamarhurðum. Nokkrar skemmdir urðu í skrif- stofunni. —....♦ ♦ ♦------ Halldór Blöndal: Ekkí hótað að hætta HALLDÓR Blöndal, landbúnað- ar- og samgönguráðherra, segir að fregnir af því að hann hafi hótað að segja af sér vegna deilna í ríkisstjórn um útfærslu á búvörusamningnum séu úr lausu lofti gripnar. Á fímmtudaginn hittist samn- inganefnd landbúnaðarráðuneytis og bænda og fór yfír samningsdrög sem sjömannanefnd hefur lagt fram. Halldór Blöndal segir að það starf gangi vel og því verði haldið áfram. Hann hafí kynnt málið í rík- isstjórn og þegar samningamir liggi fyrir verði þeir lagðir fyrir ríkis- stjómina eins og venja sé. 3.300 loðmitonn á land á Raufarhöfn SAMTALS hafði verið landað um 3.300 tonnum af Ioðnu í Síldar- verksmiðju ríksins á Raufarhöfn um kaffileytið í gær. Greiddar voru 4.200 kr. fyrir loðnutonnið úr Svani RE siðdegis. Tuttugu loðnuskip eru nú á miðunum, 150 mílur norður af Sléttu. Af þeim eru 16 norsk, 2 færeysk og 2 ís- lensk. Árni Sörensson, verksmiðjustjóri í Síldarverksmiðju ríkisins á Rauf- arhöfn, sagði að samtals hefði þar verið landað 3.300 t af loðnu. Fimmtánda júlí landaði Svanur RE 643 t, sextánda landaði Þrándur í Götu 377 t, tuttugasta og annan landaði Kristján í Gijótinu 1.037 t, tuttugasta og þriðja landaði Þórs- hamar GK 546 t og i gær landaði Svanur RE 700 t. Aðspurður sagði Árni að loðnan væri frekar léleg. Hvorki væri mikið þurrmeti eða mikil fíta í henni. Aftur á móti gat hann þess að hún væri full af átu og að fítna. Loðnan hefur mælst 11-13% feit. Morgunblaðið náði tali af Gunn- ari Gunnarssyni, skipstjóra á Svani RE, þegar skipið var á leiðinni á miðin eftir að hafa landað á Raufar- höfn síðdegis í gær. Hann sagði að menn væm bjartsýnir, köstin væru stór og góð, og mikið um að vera á miðunum. Hann sagði að loðn- unni úr túrnum yrði sennilega land- að á íslandi en eftir hann yrði mönn- um gefið frí yfír verslunarmanna- helgina. Eftir þá helgi er reiknað með að fleiri skip fari á miðin. Annars tók Gunnar fram að menn væru almennt ekki nógu ánægðir með loðnuverðið en fram kom að fengist hefðu 4.200 kr. fyrir tonnið á Raufarhöfn. Hærra verð, eða 4.800 kr., fékkst fyrir tonnið af loðnu úr skipinu í Færeyjum á dög- unum. Gunnar kvaðst vonast til að verðið hækkaði þegar mjöl færi að seljast. Þjóðleikhúsið fram úr fjárlögnm og niðurskurður er nauðsynlegur: Eitt verk frumsýnt fyrir jól ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ er komið nokkuð fram úr fjárlögum sínum í þessum mánuði eða um 19-20 milljónir króna. Á móti kemur að tekjur hússins eru orðnar um 10 milljón- um króna meiri en gert var ráð fyrir þann- ig að hallareksturinn nemur á bilinu 9-10 miHjónum króna það sem af er árínu. Stef- án Baldursson þjóðleikhússtjóri segir að þeir hafi staðið fyrir grímmum niður- skurði á verkefnum Þjóðleikhússins síðan síðla í vetur en málið sé erfitt því fjárveit- ingar til hússins voru það mikið lægri en farið var fram á. Stefán Baldursson segir að rétt sé að benda á að á siðustu fjárlögum hafí verið gert ráð fyrir að vetja 254 milljónum króna til Þjóðleik- hússins sem var niðurskurður um 55 milljónir kr. frá árinu áður. Hinsvegar var búið að skipuleggja leikárið enda slíkt gert ár fram í tímann þegar niðurstaða fjárlaga lá fyrir. „Við lentum í miklum erfiðleikum og höfum reynt að bregðast við þeim eins og mögulegt er,“ segir Stefán. „Meðal þeirra úrræða sem gripið var til var að fella niður sýningu á stór- um söngleik, hætta við leikför um landið í vor og segja upp öllum yfirvinnusamningum. Og hvað slðari hluta ársins varðar er ljóst að við munum fækka verkefnum þannig að aðeins ein fullorðinssýning verður frumsýnd á stóra sviðinu fyrir jól.“ í máli Stefáns kemur einnig fram að hluti af erfiðleikum þeirra við að ná endum saman er sá að stóra sviðið sé dýrara I rekstri en þyrfti að vera. Meðan ekki er lokið fyrirhuguð- um endurbótum á sviðinu verður svo áfram en endurbæturnar ná nú einungis til áhorf- endasalar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.