Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 2
5 J 2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 Hnap eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur „ÉG VAR á vakt á skurðdeildinni á Landsspítalanum þegar mér datt í hug að skrifa handrit að kvikmynd. Vakt- imar vom svo hræðilega dauflegar,“ segir Lýður Arnason læknir sem ásamt konu sinni Unni Carlsdóttur sjúkraþjálfara og hópi vina og ættingja hefur gert víkingamyndina Hnapp- dælu. „Ég skrifaði þetta handrit sem sagt á „dauðum“ vöktum á skurðdeild- inni og hafði vini og kunningja í huga þegar ég skóp persónumar, segir Lýð- ur. „Þegar handritið var tilbúið meld- aði ég hópfund og sagði öllum tilkvödd- um að þeir myndu sjá eftir því til ævi- Ioka ef þeir mættu ekki á staðinn. Það dugði til þess að allir mættu.“ Unnur Carlsdóttir og Lýður Árnason. Morgunblaðið/Sverrir A umræddum fundi, sem haldinn var í kjallaraíbúð Lýðs og Unn- ar, las Lýður handrit sitt fyrir fundar- gesti og bauð þeim eftir það að vera með í gerð myndarinnar gegn því að þeir legðu fram 5.000 krón- ur hver. „Allir viðstaddir, um 20 manns, lögðu fram hver sínar 5.000 krónurnar og það var stofnf- éð sem við hófum gerð myndarinn- ar með. Fullbúin kostaði myndin 150 þúsund krónur, en þess ber að geta að hún er tekin á mynd- band en ekki filmu, ella hefði kostnaðurinn orðið margfaldur,“ segir Lýður. I formála að myndinni kemur fram að hún sé gerð eftir hinni „löngu glötuðu" sögu Hnappdælu þar sem segir frá getnaði, ævi og örlögum tvíburabræðranna Eld- gríms og Úlfhéðins. Sögumaður er hinn framliðni munkur Ketill. Ég horfði á myndina heima hjá þeim Lýð og Unni og er skemmst frá að segja að mér þótti hún ör- lagaþrungin í meira lagi og ekki dró tónlistin úr áhrifamættinum. „Við sömdum og útsettum tónlist- ina sjálf, ásamt vinum okkar þeirn írisi Sveinsdóttur og Birni Hjálm- arssyni, sem einnig leika í mynd- inni,“ segir Unnur þegar sýningu myndarinnar er lokið. „Þau og aðrir vinir okkar og ættingjar sem voru með okkur í að gera þessa mynd unnu mjög óeigingjarnt starf.“ í myndinni Hnappdælu bregður fyrir mörgum persónum sem koma kunnuglega fyrir sjónir, þar er t.d. Hnallþóra, hnýsin og illgjöm kerl- ing sem með eitruðum athuga- semdum er mikill örlagavaldur í lífi fyrrgreindra tvíburabræðra. Þeim bræðrum leist báðum vel á hina fögru Snægunni en Eldgrím- ur, hinn bjarti og vinmargi, kvænt- ist henni. Reyndist hún „ör til allra verka, jafnt í búi sem í bóli,“ eins og sögumaðurinn orðaði það. Hún sendir húskarlinn Álf á móti óvin- um manns síns og „berast þeir á banaspjótum" eins og segir í mynd- inni. En skjótt skipast veður í lofti, konan Púta kemur „ein á báti“ og örlögin taka U-beygju. Hin örgeðja Snægunnur lætur sig hafa að kasta boga hins vígfíma bónda síns í ána, einmitt þegar ríður hvað mest á. „Ég hef lesið íslendinga- sögumar og nota minni úr hinum ýmsu sögum, en ýki þau kannski Þorsteinn Guðmundsson, roðinn blóði úr sári sem 7 læknar gátu ekki komið sér saman um meðferðina á. Magnús Erlendsson sem húskarlinn Álfur hangandi á „banaspjótum“. dálítið,“ segir Lýður. En hvemig skyldi nú kvik- myndatakan hafa gengið? „Bara vel,“ svara þau hjón. „Við gerðum vettvangskönnun áður og ákváðum að henni lokinni að kvikmynda í Hítardal á Snæfellsnesi, þar sem stendur hlaðinn sögualdarbær sem notaður var við tökur á kvikmynd- inni Útlaganum. í Fjarðárgili ná- lægt Kirkjubæjarklaustri og í Gaulverjabæjarhreppi, þar sem bændurnir í Meðalholti lánuðu okk- ur hlöðu og gömul ljárhús sem við máttum nota að vild. Þar tókum við innisenur og notuðum heima- saumuð og heimaskreytt leiktjöld. Ein sena var líka tekin upp í „heita pottinum“ í Hveragerði, sem kall- aður er. Hann reyndist nú svo kaldur að þeir ógæfusömu leikarar sem í honum þurftu að sitja voru komnir með krampa í brjóstvöð- vana áður en yfir lauk og áttu bagalega bágt með mál, því mest allt tal var tekið upp um leið og myndað var. Horn úr klósettrúllum Þegar að myndatökunum kom fórum við í útilegur, allir komu með tjöld og mat fyrir sig og svo var unnið svo gott sem daga og nætur. Okkur tókst þó ekki að kvikmynda allar senur í handritinu vegna tímaskorts af því svo marg- ir þátttakendur unnu vaktavinnu, en það kemur ekki að sök hvað snertir söguþráðinn." segir Lýður. „Hver og einn saumaði sinn bún- ing,“ segir Unnur. „Ég fór í bún- ingabækur og valdi þar úr hug- myndum og rissaði upp á blað sem ég fékk fólki og það sá svoj um að útvega efni og sauma. Sumir léku fleiri en eitt hlutverk og saum- uðu því fleiri en einn búning. Við pöntuðum svo ónýtar gærur að norðan og vopnin smíð- uðu strákarnir sjálfírj undir yfírumsjón Magnúsar Erlendsson-| ar húsamiðs, sem jafn- framt lék í myndinni. Það var þó ekki ör- grannt um að flísaðist úr sverðunum í hita leiks- ins, en við tókum tillit til slíkra slysa þegar við myndina saman.“ Víkingahjálmana bjó Lýður til út í Danmörku. „Faðir minn er söðlasmiður og býr í Danmörku. Mamma er dönsk og þegar þau giftu sig sömdu þau um að búa fyrstu 30 árin á íslandi en þau næstu í Danmörku og þau eru byijuð á seinni helmingnum. Hjá pabba fékk ég leðurlíki sem við hjálpuðumst að við að sauma hjál- mana úr. Hornin bjó ég til úr kló- settrúllum sem ég vafði með ein- angrunarbandi. Hins vegar reynd- ust hornin veigalítil þegar út í hina íslensku veðráttu var komið, þau vildu jafnvel lafa niður þegar rigndi, það var mjög bagalegt fyr- ir okkur sem vorum í viðgerðar- þjónustunni auk þess að mynda og leikstýra." „Við förðuðum okkur sjálf undir yfirumsjón írisar Sveinsdóttur, hjá sumum fólst förðunin nú mest í að mála svartar á sér tennurnar. SAGT FRA NYRRI VÍKINGAM YND SEM ÁHUGAFÓLK HEFUR GERT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.