Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992
4
í SVIÐSLJÓSINU/ Gunnlaugur Helgason og Jón Axel Ólafsson sjá um þáttinn
Tveir með öllu sem mun vera vinsælasta útvarpsefni á fslandi í sumar
Hátíðleikinn
er dauður
eftir Sindro Freysson
Ijósmynd: Árni Sæberg
BLAÐAMAÐUR getur tæpast talist
helsti aðdáandi íslenskra útvarps-
stöðva í hinum svokallaða frjálsa
geira, en honum hefur samt borist til
eyrna ávæningur af vinsældum
tveggja þaulreyndra útvarpsmanna,
Gunnlaugs Helgasonar og Jóns Axels
Ólafssonar, og þáttar sem útvarps-
stöðin Bylgjan sendir út með þeim á
morgnana í sumar og heitir Tveir með
öllu. Mikið ber á kynningarstarfsemi
samfara þættinum, og hafa til að
mynda verið prentaðir bolir, húfur og
svuntur með táknmynd þeirra félaga,
en þess má geta að ágóði af sölunni
rennurtil blindra barna. Sviðsljósi
Morgunblaðsins er að þessu sinni
beint að „tveimur vinsælustu dag-
skrárgerðarmönnum landsins".
Þið félagar hafíð
áður starfað
saman að
þáttargerð en
ekki notið meiri
vinsælda en gengur og ger-
ist. Kunnið þið skýringa á
vinsældum þáttarins nú?
Jón Axel: „Við erum öðru-
vísi. Erum sannir í því að
vera við sjálfír og það veit
fólk sem þekkir okkur. Yfir-
borðsmennskan er bannorð.
Lykillinn að vinsældunum er
þó kannski fyrst og fremst
að við höfum verið algjörar
samlokur í óratíma. Þetta er
eins og hjónaband með til-
heyrandi rifrildum og fýlu,
en annars bæri vináttan ekki
jafn góðan árangur og raun
ber vitni.“
Gunnlaugur: „Við erum
búnir að þekkjast í tuttugu
ár og höfum samanlagt verið
starfandi við útvarp í 18 ár.
Það hjálpar okkur mikið.
Núna erum við hjá Bylgj-
unni, og hún stendur hvar-
vetna vel að vígi því fólkið
hlustar á hana. Það tekur
ákveðinn tíma fyrir hlustend-
ur að kynnast útvarpsmönn-
um og sætta sig við þá, al-
veg eins og þegar þú eignast
vini, en langur starfstími
okkar auðveldar þetta ferli.
Og af sömu ástæðum kom-
umst við upp með hluti sem
aðrir gera ekki né geta...“
J.A.: „Við gerum t.d.
óspart grín að sjálfum okk-
ur.“
stöðvar er fólkið sem vinnur
þar. Ef fólkið er ósamstætt
og andinn vondur_ ganga
hlutimir ekki upp. Útvarps-
stöð er ekki tækjabúnaður.
Við vorum vissulega mjög
stressaðir og hræddir áður
en þættinum var hleypt af
stokkunum, því árangurinn
var með öllu óviss. Það bætti
ekki úr skák að við höfum
báðir verið í níu mánaða fríi
frá útvarpi. En það var ljóst,
að annaðhvort yrðum við
skotnir í kaf í byijun eða
héldum dampi. í þessu tilviki
bar hugmyndin sig, þó að
hún væri að mörgu leyti stíl-
brot miðað við það sem verið
var að gera hérna fyrir.“
- Nú hefur þátturinn verið
kynntur með miklu offorsi á
Bylgjunni, Stöð 2, á vegg-
spjöldum og jafnvel í dag-
blöðum, og óumdeilanlega
vakið. athygli fyrir vikið. En
er um eitthvað annað að
ræða en „sumarsápukúlu"
sem blásin hefur verið til að
tryggja stöðinni athygli og
auglýsingatekjur?
J.A.: „Þátturinn var búinn
að ganga upphaflega á aðra
viku áður en fjölmiðlakönn-
unin var gerð sem sýndi
svart á hvítu vinsældir hans.
Þá hafði engin kynning átt
sér stað en hófst fljótlega
upp úr því. Þátturinn féll ein-
faldlega í kramið hjá þeim
sem kveiktu á útvarpstækj-
um sínum og slík ánægja
spyrst út.“
G.H.: „Því staðreyndin er
sú að gamla fyrirkomulagið
er liðið undir lok, fólk er
hætt að klæðast sparifötum
áður en það fer í viðtal eins
og áður var. Hátíðleikinn
sem var yfir útvarpinu er
dauður. Mín skoðun er sú
að útvarp sé ekkert annað
en fólk, og eigi ekki að vera
neitt annað.
J.A.: „Já, grunnurinn að
velgengni þáttar og útvarps-
G.H.: „Kynningin sem á
eftir kom hjálpaði vitaskuld
til við að festa þáttinn í sessi,
en ef hún væri óstöðvandi
og við stæðum ekki undir
þeim fyrirheitum sem aug-
lýsingarnar gefarmyndu vin-
sældirnar umsvifalaust verða
að engu. Við höfum séð fyrir-
brigði á öllum sviðum þjóð-
lífsins auglýst í hel, en hafa
samt sem áður brotlent með
hávaða. Máttur auglýsinga
verður aldrei meiri en gæði
vörunnar. Við höfum því
stöðugar áhyggjur af að vera
ekki nægilega góðir fýrir
fólkið og þáttinn."
J.A.: „Ef við værum léleg-
ir myndi fólk ekki nenna að
hlusta. Það er umdeilt hvem-
ig útvarp á að hljóma og allt-
af má fínna gagnrýnendur
sem hafa allt á hornum sér,
en þeir eru flestir á öðru
plani en þjóðin í landinu.
Auðvitað má segja að þættir
sem byggjast á mikilli heim-
ildavinnu og undirbúningi
séu góðir, og það getum við
tekið undir, en þó að yfírleitt
hangi saman vinsældir og
gæði þarf gott ekki að vera
vinsælt. Gagnrýni er góð ef
hún er rökstudd, sem sagt
reynt að rýna til gagns, sjá
málið frá öllum hliðum og
tíunda bæði kosti þess og
galla.“
G.H.:„Þátturinn hefur
verið flokkaður undir ómenn-
ingu af ónefndum aðilum, en
þetta snýst ekki um menn-
ingu, og ég læt þar að auki
engan segja mér hvað menn-
ing er og hvað ekki. Við
sjáum um skemmtiefni. Val
er réttur hvers hugsandi
manns, og því að bölsótast
yfír einhveiju efni, ef við-
komanda er fijálst að skipta
um stöð eða slökkva á tæk-
inu. Það er álíka fáranlegt
og að koma inn í búð og
hella sér yfír afgreiðslu-
manninn vegna þess hversu
bindin sem hann selur eru
ljót, eða að það vanti fleiri
díla á doppótta jakkann.
Menn leiða það hjá sér sem
þeim líkar ekki við.“
J.A.: „Við sáum áþreifan-
lega að fólki líkaði við efnið
áður en það var markaðs-
sett, og okkar vandi hefur
verið að halda gæðunum
jöfnum áfram. Það er
ábyrgðarhlutur gagnvart
okkur og hlustendum þáttar-
ins, en þess vegna bryddum
við upp á nýjungum öðru
hveiju og hvílum eldri hluti.
Við vissum ekkert fyrirfram
hvað virkaði, og þetta er því
stöðug spenna. Erlendar
hliðstæður þessa þáttar eru
til, en það sem sent er út er
aldrei eins, því við getum
ekki djöflast í því sama og
aðrir mega þar.“
G.H.: „Það er kannski
þreytandi að vitna til Ámer-
íku í þessu sambandi, en þar
eru gerðar viðamiklar kann-
anir áður en farið er í loftið
og því liggur fyrir í upphafí
hvað fólkið samþykkir og
hvað fellur um sjálft sig. Við
bjuggum ekki yfír slíkri vitn-
eskju. Vinsælir útvarpsmenn
í Bandaríkjunum ráða auk
þess yfir miklum mannafla,
sem gerir það að verkum að
þættir geta gengið árum
saman án þess að dala í vin-
sældum. Einn sem ég veit
um hefur tíu undirmenn, og
þeir sjá um að svara í sím-
ann, fínna áhugavert efni og
skrifa brandara fyrir þáttinn,
án þess að þeirra hlut sé
nokkurn tímann gerð skil.
Við stöndum tveir að þessu
og vitum líka að margir hlut-
ir sem slá í gegn erlendis
geta ekki leikið sama leikinn
á íslandi vegna fólksfæðar-
innar. Þannig var það t.d.
með símaatið sem við gerum,
fólk uppgötvaði hrekkinn of
fljótt og var orðið meðvitað
þegar við hringdum eða var
hreinlega að hlusta á þáttinn
á sama tíma, svo að við
þurftum að breyta aðferðinni
við framkvæmdina."
J.A.: „Við íslendingar er-
um mjög nýjungagjamir,
viljum eitthvað nýtt og ferskt
á hveijum degi og hverfum
frá hundfúlir ef slíkt er ekki
til staðar. Á sama tíma geng-
ur þjóðfélagið í gegnum örar
breytingar og þannig er
komin ný kynslóð hlustenda
sem gerir aðrar kröfur en
þeir gömlu. Þetta er þróun
sem sífelldar tækninýjungar
hafa fleytt á undan sér, allt
frá því að Rás 2 var stofnuð
fyrir um tíu árum. Nú getum
við leyft okkur að segja hluti
í útvarpi sem hefðu hneyksl-
að þá.
Raunar er ekk-
ert nýtt í út-
varpi og allir
stela enda-
laust frá öllum, en spurn-
ingin er hvemig þjófnaður-
inn fer fram og hvernig feng-
urinn er framreiddur fyrir
áheyrendur. Yfirbragð efnis-
ins ræður úrslitum og tíma-
setningin. Ég efast þannig
stórlega um að þátturinn
hefði orðið jafn vinsæll fyrir
örfáum ámm.“
G.H.: „Tímasetningin er
hárrétt miðað við ástandið í
þjóðfélaginu, og í henni er
hálfur galdurinn fólginn.
Fólk er móttækilegt fyrir
léttleikanum, því það er ekki
Terracinabréf
Frí í faðmi fjölskyldunnar
EITT af því sem ítalska hagstofan gerir
árlega úttekt á er hversu margir Italir
fari í sumarfrí og hvernig þeir eyði því.
Samkvæmt henni kemur í ljós að sumarfrí
er ekki sjálfsagður hlutur fyrir alla lands-
menn. Þó meðaltal fridaga sé tuttugu dag-
ar á hvem og einn, þá tekur tæplega helm-
ingur þeirra sér aldrei frí. Hinn helming-
urinn fer í frí í fjóra eða fleiri daga. Flest-
ir þeirra sem sitja heima og lesa póstkort-
in frá sumarleyfisförum eru gamalt fólk,
sem býr á ítölsku eyjunum eða á Suður-
Ítalíu, það er á fátækustu svæðunum. ít-
alski meðal-Jóninn, sem heitir signor
Rossi, fer næstum örugglega_ í frí í ágúst,
en að öðrum kosti í júlí. í ágúst loka
margar búðir, veitingastaðir og stofnanir.
Borgir og bæir tæmast af jnnfæddum og
bílum fækkar á götunum. í borg eins og
Róm eða Mílanó má reikna með að helm-
ingur borgarbúa sé á brott í ágúst.
Tæplega tuttugu prósent þeirra, sem fara
í frí, fara utan í sumarfríinu, hinir fara í frí
innan ríkismarkanna. Tæplega tuttugu pró-
sent fer upp í fjöllin, hinir fara á ströndina.
Rúmlega þriðjungur þeirra sem halda sig
innanlands gistir á hótelum, rétt rúmlega
fimmtán prósent leigir sér hús eða íbúð og
álíka margir eiga sjálfír hús eða íbúð. Rúm-
lega tuttugu prósent búa hjá fjölskyldu eða
vinum. Þessi síðasta tala sýnir það sem er
svo áberandi einkenni ítala: Þeir eru mikil
fjölskylduþjóð og iðka fjölskyldulífíð af kappi,
líka í sumarfríinu.
Vel á minnst þá er fjölskyldan á Ítalíu
ekki aðeins mamma, pabbi og bam eða börn,
heldur líka ömmur og afar og svo frændur
og frænkur, það er föður- og móðursystkin
og systkinaböm. Jafnvel Íslendingur, sem
er vanur sterkum Ijölskylduböndum kemst
fljótt að raun um að lífið í ítalskri stórfjöl-
skyldu býður upp á ýmislegt óvænt. Þetta
fólk kann að búa og vera saman.
Nú heggur kannski einhver eftir því að
hér segir að ítalskar fjölskyldur kunni að búa
saman, en ekki að þær búi saman „í sátt og
samlyndi". Það er nefnilega heila málið. Það
er ekki endilega sátt og samlyndi innan íjöl-
skyldnanna. Óðru nær. Það geysa bæði
stormar og stórviðri og fólki fellur misvel
hveiju við annað, en það breytir ekki því að
sérhver fjölskyldumeðlimur hefur sterka til-
fínningu fyrir því að hann tilheyri og tengist
hinum. Kærleikurinn til íjölskyldunnar er
sterkt og áberandi afl í flestum Itölum og
þegar kröftug ást og sterkar tilfinningar al-
mennt fara saman, þá er útkoman engin logn-
molla.
Hér í Terracina er mikið um fastagesti frá
Róm í júlí og fram í ágúst. Það er lítið um
hótel hér. Flestir gestanna tilheyra þessum
helmingi ítalskra sumarleyfísfara, sem eiga
eða leigja íbúðir eða búa hjá vinum og ætt-
ingjum. Þeir koma til Terracina af því þeir
eru ættaðir héðan, eru tengdir fjölskyldum
hér eða eiga vini í þessum hópi. Á strönd-
inni leigja þeir sólstól og sólhlífar. í kringum
mig sitja sömu fjölskyldurnar og árin áður.
Fasti kjaminn hér á ströndinni eru ömm-
uraar með barnabörnin. Afamir sjást fæstir
á ströndinni, heldur hitta vinina yfír kaffi-
bolla og sinna sínu. Sumir eiga bát og físka
í soðið og jafnvel landskika í nágrenninu,
þar sem þeir rækta vínvið, ólífutré og græn-
meti. Millikynslóðin, foreldrar barnabarn-
anna og böm ammanna og afanna vinnur
og býr í Róm, en heimsækir böm og foreldra
um helgar og ver hluta af fríinu hér í faðmi
fjölskyldunnar, auk þess sem hún skreppur
í frí innanlands eða utan, með eða án barn-
anna. Barnabömin eiga gott líf með ömmu
og afa og á ströndinni hitta þau krakka til
að leika sér við. Amma og afi dekra bama-
börnin og sussa sjaldan á þau, öfugt við
það, sem þau gerðu við sín eigin börn. „Það
er allt gott, sem frá honum litla mínum kem-
ur“, sagði einn afínn rólegur, þegar honum
var bent á að eins árs kúturinn hans gæti
pissað á hann, þegar afínn sat með hann
bleyjulausan.
I fríinu, eins og endranær heima fyrir, er
-t
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992
C 13
Við prófuðum teygjuhoppið alræmda, og þegar við
sveifluðumst til og frá á hvolfi eftir stökkið sagði Jón
Axel: „Oft höfum við verið á skallanum saman, en aldr-
ei eins og núna.“
margt skemmtilegt að gerast
annars staðar; veðrið hefur
verið ömurlegt og efnahag-
urinn í kalda kolum. Það er
svo mikil armæða alls stað-
ar, að fólk þráir eitthvað sem
lætur alvömna lönd og leið.
Margir litlir hlutar sem falla
saman skýra vinsældirnar,
þetta er pússluspil og ef
vantar bita er myndin ekki
heil. Kosturinn við útvarpið
sem miðil er að atburðirnir
eru nær sjálfsprottnir á
staðnum og þeim er dælt
beint í æð á þeim sem hlust-
ar. Sjálfur þorði ég aldrei að
trúa á að hlustunin væri jafn-
mikil og sagt var, en könnun-
in staðfesti að við töluðum
ekki fýrir daufum eyrum.“
- En er ekki lýjandi að
þurfa að halda sama hraða
og í upphafí til að þátturinn
detti ekki niður í lognmollu?
G.H: „Ég hef aldrei unnið
eins mikið og í sumar, maður
mætir 6-7 á morgnana og
er til 4 eða 5 á daginn, alla
daga og allar helgar. Jú,
þessi vinna er andlega þreyt-
andi og slítur manni út á
skömmum tíma. Útlínur
þáttarins eru ákveðnar áður
en við göngum inn í hljóð-
stofu, en við neglum ekki
niður hvert orð, því það
mundi gerilsneyða efnið. Við
byrjum kannski á föstum
punkti en það leiðir síðan út
í annað. Það má segja að við
leiðum hvor annan út í vit-
leysuna. En ef við hefðum
ekki varaforða hugmynda
veit ég ekki hvernig hefði
farið. Við höfum líka skipu-
lagt töluvert fram í tímann,
en sem betur fer er kominn
seinni hálfleikur hjá okkur.
Þó má fullyrða að hlustendur
eru okkar bestu vinir, því
þeir gefa okkur kraft. Þegar
við höfum farið á vettvang
með útsendingarbúnaðinn er
alveg frábært að fá viðbrögð
fólksins, finna bókstaflega
fyrir þátttöku hlustenda, því
það hefur jafnvel veifað til
okkar og hvatt áfram.“
J.A.: „Það er allt að ger-
ast samtímis, og allir krefj-
ast þess að maður starfi á
ofsahraða alla vikuna, sé á
þeytingi um helgar og komi
„Þátturinn hefur verið
flokkaður undir ómenn-
ingu, en við látum engan
segja okkur hvað menning
er og hvað ekki. Við sjáum
um skemmtiefni."
síðan hress og endurnærður
til að bjarga þjóðinni fyrir
horn á mánudegi. Vikumar
ná saman. En eins og Gulli
sagði gefa móttökumar
þessu brambolti tilgang. Við
höfum hitt fólk sem getur
vitnað í okkur og nánast
dagsett tilvitnunina, og talar
síðan um hversu hlægilegur
þessi eða hinn atburðurinn
hafí verið. Atburðir sem við
höfum gleymt eða' okkur
þótti aldrei nema miðlungs
skemmtilegir. En við gefum
mikið af sjálfum okkur, og
það má segja að þegar við
hættum að vera við sjálfír,
hættum við í útvarpi."
r
BOSCH
VERKSTÆÐI
Lágmúla 9 sími 3 88 20
••Vélastillingar
• Smurþjónusta
• Rafviðgerðir
• Ljósastillingar
• Díselverkstæði
✓
Rauði kross Islands heldur námskeið
til undirbúnings fyrir
HJÁLPARSTÖRF
ERLENDIS
í Munaðarnesi 25. - 30. október 1992.
Þátttökuskilyrði eru:
— 25 ára lágmarksaldur
— góð tungumálakunnátta, a.m.k. enska
— góð starfsmenntun
(ýmis störf koma til greina)
— góð almenn þekking og reynsla
Námskeiðið fer fram á ensku og verða leiðbeinendur
m.a. frá Alþjóða Rauða krossinum í Genf.
Fjöldi þátttakenda er áætlaður um 20 og er
þátttökugjald kr. 13.000 (innifalið er fæði, gisting,
kennslugögn og ferðir Rvk. - Munaðames - Rvk.).
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu RKÍ,
Rauðarárstíg 18, Rvk.
Umsóknum ber að skila á skrifstofu RKÍ fyrir 1.
september nk. Þar veitir Sigríður Guðmundsdóttir
nánari upplýsingar.
Rauði kross Islands
Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími 91-626722
verkaskiptingin einföld. Ömmurnar sjá um
öll húsverkin, jafnvel þó dætur og tengdadæt-
ur séu til staðar, því elsta kvenkynslóðin lít-
ur á það sem óskoraðan rétt sinn að sjá um
húsverkin. Þær láta eldhúsið öðrum eftir álíka
ófúsar og konungur krúnuna. Ömmurnar
hafa því óumdeilanlega mest að gera. Þær
sjá um barnabörnin í sumarfríinu, en kaupa
líka inn og elda, þvo af mannskapnum og
strauja. Af grónum myndarskap er allt
straujað, líka sængurföt, nærföt og hand-
kiæði.
Fyrst er að fara á markaðinn og kaupa í
matinn og það gera ömmurnar einhvern tím-
ann á milli kl. sjö og níu á morgnana. Þegar
börn og barnabörn vakna bíður morgunmat-
urinn: Te eða kaffí og svo glænýtt sæta-
brauð úr bakaríinu, ásamt ávöxtum. í júlí
er fíkjutíminn, svo koma apríkósur og ferskj-
ur, að ógleymdum plómum í ýmsum litum.
Áður fyrr var engin spurning um að fjölskyld-
an borðaði hátíðlega hádegismat, en nú kjósa
sumir að taka með sér snarl á ströndina og
það er þá amman sem útbýr það. Annars
undirbýr hún hádegismatinn um morguninn,
áður en hún fer á ströndina, eða snýr heim
á undan hinum.
Hádegismaturinn undir kl. 14 er veisla á
íslenskan mælikvarða, en á ítalskan mæli-
kvarða forsmekkurinn að því sem koma skal
um kvöldið. Munurinn á hádegis- og kvöld-
matnum er að í hádeginu er maturinn léttari
og einfaldari, um kvöldið fleiri réttir og
margbrotnari. ítalir hafa svipaðan hátt á og
ýmsar Austurlandaþjóðir, snæða nokkra
rétti, en kýla sig ekki út á aðeins einum,
borða mikið af grænmeti og ávöxtum og hér
við ströndina er fískur fastur kostur. Vín og
sódavatn eins og hver vill og hér er stunduð
hófdrykkja, ekki heldrykkja. Ömmumar láta
vínið eiga sig og yfírleitt drekkur kvenfólkið
fjarska lítið.
Eins og aðrir matmenn borða ítalir hægt
og eitt helsta umræðuefnið við matarborðið
er oft einmitt maturinn og matur almennt.
Þó fæstir karlmannanna eldi, þá eru þeir
ekki síður viðræðuhæfir um matinn en kven-
fólkið og allir tala um hann af jafnmikilli
innlifun.
Annað vinsælt umræðuefni eru stjórnmál-
in, sem á Ítalíu eru eins og spennusaga án
endis. Sem stendur eru mafíumorðin á Sikil-
ey og mútumálin á Norður-Ítalíu efst á baugi.
„Það sem hjartanu er næst, er tungunni tam-
ast“ og ítalir í faðmi fjölskyldunnar tala
gjarnan hver um annan, tala um hvernig
þessi eða hinn hegði sér og geri, en ekki á
bak, heldur að honum viðstöddum. Og þá
fjúka stundum beinskeyttar athugasemdir,
sem er mætt af viðeigandi tilfinningagosi.
Svo eru rifjaðir upp liðnir atburðir, æskubrek
og sögur af látnum ættingjum.
Ef fólk er sammála, talar það hvert annað '
upp, svo samræðurnar verða bæði ákafar og
háværar. Ef fólk er ósammála þá stígur geðs-
hræringin til muna og við taka köll og hróp.
Og ef verulega skerst í odda bætast við
hressileg fúkyrði á ítalska vísu, sem eiga sér
alls öngva hliðstæðu í íslensku og tengjast
flest líkamshlutum neðan nafla. Það eru eink-
um karlmennirnir sem nota orðbragð og þá
síga brýrnar á ömmunum, en krimtir í krökk-
unum, því ömmurnar hafa löngu bannað
þeim að nota þessi bannorð. Samræðumar
gánga því aldrei hljóðalaust fyrir sig, líka
af því að jafnvel fámenn fjölskylda teíur
vart færri en tíu eða tólf meðlimi og minnst
helmingur tekur til máls af ákafa. Og líka
vegna þess að ítalir taka samræður ótrúlega
alvarlega, tala alltaf af öllum kröftum, af
lífi og sál.
Svo þarf að gantast við börnin og þar
standa karlmennirnir sig yfirleitt best. Italsk-
ir karlmenn hafa fjarska gaman af því að
bregða á leik og þá eru bömin besta ástæð-
an fyrir gassaganginum. Kvenfólkið horfír
á. ítalskt kvenfólk er yfírleitt frekar dömu-
legt og stillilegt, líka þær ungu, þó það sé
til hressilegt kvenfólk inn á milli. Þær hressi-
legu hvetja þá karlpeninginn áfram, meðan
þær stillilegu sussa á ólátaliðið.
Eftir matinn hvílir fólk sig, ýmist í rúm-
inu, undir sólhlífínni á ströndinni eða dott-
andi við sjónvarpið. Götulífíð dettur niður,
kaffíhúsin, búðir og skrifstofur loka fram
undir kl. 17. Eftir hvíldartímann fara sumir
á ströndina aftur. Ömmurnar fara út að hitta
aðrar ömmur, ýmist heima hjá hver annarri
eða á kaffihúsi yfir kaffibolla eða ís. Afarnir
hitta hina afana á öðmm kaffíhúsum og
kannski slá þeir í slag. Börn og barnabörn
hitta sína vini og kunningja, eða halda hóp-
inn með systkinum og tengdafólki. Svo hitt-
ist fjölskyldan aftur við matarborðið kl. að
ganga 21 og þá hefst enn önnur veisla og
enn aðrar samræður, en alltaf með sama
ákafanum, handapatinu og hlátrasköllunum.
Þeir em ekki lágværir, ítalirnir, en hjartahlý-
ir em þeir. Það verður ekki af þeim skafið.
Sigrún
Davíðsdóttir.