Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 23
ití VatíirHAt&ivÍAcS' MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 9. AGUST 1992 C 28 Líkan af fyrirhuguðu ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem gert var ráð fyrir átta hæða húsi sem hér sést úr suð-vestri yfir Tjarnargötuna. Geir Hallgrímsson, þáverandi borgarstjóri og Gunnar Thor- oddsen, þáverandi fjármálaráð- herra og formaður ráðhúsnefnd- ar, við líkanið að ráhúsinu i jan- Þannig átti umhverfi ráðhússins að vera eftir að búið væri að rýma frá því, m.a. komið torg og garður upp að Alþingis- húsinu, sem er fremst á myndinni. SÍMTALIÐ... ER VIÐ SIGURÐ STEFÁNSSON GJALDKERA BINDINDISMÓTSINS LANDAKAUP BINDINDISMANNA 43807 - Er Sigurður B. Stefánsson við? Já, þetta er hann. - Komdu sæll, þetta er á Morg- unblaðinu. Ert þú ekki gjaldkeri bindindismótsins í Galtalækjar- skógi? Jú, jú, það er rétt. - Við vorum að frétta að þið væruð orðnir landeigendur. Það er alveg rétt. Við keyptum rúmlega 60 hektara af Galtalækj- arskógi og gengum frá kaupunum í byijun júlí. - Er þetta ekki eftirsótt land? Jú, mjög svo. Það voru nokkir sem sýndu áhuga en það var vilji fyrir því í hreppnum að við fengjum að vera þarna áfram. Hreppurinn hafði forkaupsrétt að jörðinni og afsalaði honum til okkar. - Er landið ekki alveg við rætur Heklu? Jú, einmitt, en við fengum samt ekki hlut í henni. Ég held að það sé óvíst hver á hana. - Hafið þið hug á að eignast Heklu? Nei, ég býst ekki við því. Rangá- in skilur þarna á milli og það er erfíðara að eiga við landið hinum megin við ána. Ég held að land- námi okkar sé lokið. - Er ekki rangnefni að kalla þetta Galtalækjarskóg? Jú, sumir vilja meina það. Þetta heitir reyndar Dráttur, eða Dráttarskógur. - Ætiið þið að skipta um nafn? Við höfum nú ekki hugsað al- varlega um það. Nafnið Galta- lækjarskógur hefur fest við svæðið og er orðið þekkt. Reyndar var þarna býli sem hét Merkihvoll og Merkihvols- land teygir sig inn á svæðið. Þrátt i fyrir það held ég að við höldum sama nafni. En það eru samt margir sem tala alltaf um Dráttar- skóg. - Er allt landið skógi vaxið? Það er töluvert mikill skógur þarna og svo erum við líka að rækta landið. Inn á milli eru góð ijóður þar sem hægt er að tjalda * og gott opið hátíðarsvæði. - Er þetta ekkert notað á milli verslunarmannahelga? Jú, við rekum þarna sumartjald- stæði og það hefur aukist mikið að fólk komi og tjaldi. Síðan má segja að félagsmenn okkar noti þetta allan ársins hring. Ég hef verið að viðra þá hugmynd að gera þetta að sumarbúðasvæði fyrir börn og unglinga, því aðstaðan er fyrir hendi. - Þarf þá ekki að byggja? Við erum búin að byggja tölu- vert mikið. Meðal annars stórt samkomuhús og smærri sumarhús. Við þyrftum ekki að bæta aðstöð- una mikið til að hefja sumarbúða- starf. Upphafið að starfseminni í Galtalækjarskógi má rekja til Sumarheimilis templara að Jaðri sem Góðtemplarareglan stofnaði 1942. Við urðum að flytja þaðan 1960 vegna vatnsbóla Reykjavíkur og fórum í Húsafell. Árið 1967 flutti bindindismótið í Galtalækjar- skóg og hefur ver- ið þar síðan. - Svo þið eruð að halda upp á afmæli á þessu ári. * Já, það má segja það. Það eru 50 ár síðan IOGT stofnaði Sumar- heimili templara og 25 ár síðan við fluttum í Galta- læk! - Ég þakka fyr- ir samtalið. Já, blessaður. Sigurður B. Stefánsson. FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍÐ Þrír ntenn fórust viðland- helgisgæslu Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Landhelgisbáturinn, sem Hannes Hafstein fór á við sjötta mann í hina afdrifaríku för, er til sýnis við Reykjavíkurhöfn. Reykjavíkurhöfn heldur upp á 75 ára afmæli um þessar mundir. í Hafnar- húsinu og á bryggjunni þar fyrir framan er forvitnileg sýning á ýmsu sem tengist sjónum og höfninni. Meðal annars er þar gamall fer- æringur sem kom við sögu þegar alvarlegt landhelgis- brot var framið og þrír menn fórust. I Hannes Hafstein sýslumaður. Fyrri hluta október 1899 urðu Dýrfirðingar varir við bresk- an togara að veiðum í firðinum, oft rétt uppi í landsteinum. Var gerður út sendimaður til ísafjarðar til að kæra athæfi togaramanna fyrir sýslumanni. Hannes Hafstein brá skjótt við og fór þegar á vett- vang. Að morgni hins 10. október lagði sýslumaður frá landi og reri út að botnvörpungnum við sjötta mann. Það var kalsaveður og talsverð yigja. Þegar nær dró togaranum þekkti íslendingur, sem þar var um borð, sýslumann og gerði við- vart. Sýslumaður kallaði til skip- stjórans sem svaraði með ókvæðis- orðum en togaramenn bjuggust til varnar með bareflum. Skipið var á hægri ferð og seig báturinn aft- ur með. Bátsveijar náðu taki á togvírunum og dróst nú báturinn með togaranum. Þegar togara- menn sáu þetta hlupu þeir aftur á og héldu uppi hótunum. Sýslumað- ur sýndi nú einkennisbúninginn og krafðist þess að fá að fara um borð í togarann. Æstist leikurinn og segir blaðið Dýrfirðingur þann- ig frá: „í þessum svifum hlupu ein- hveijir af áhöfn botnvörpungsins að spilinu og slökuðu snögglega á vírtrossunni sem við það féll af miklum þunga ofan í bátinn. Stafn bátsins stakkst á augabragði í kaf og báturinn sökk. Ekki hirtu skip- veijar hið minnsta um að koma bátsveijum til bjargar, en fóru þess í stað að innbyrða botnvörp- una. Innan skamms skaut bátnum upp og með honum tveim mann- anna... Tókst þeim að halda sér í bátinn, sem maraði fullut' af sjó, en hins vegar færðust hinir þrír félagar þeirra í kaf. Enginn mann- anna var syndur nema sýslumað- ur. Hann er sundmaður góður og hið mesta karlmenni. Reyndi hann af alefli að bjarga þeim þremur, sem ekki náðu í bátinn. Við og við færðu þeir hann í kaf og þar eð kalt var í veðri tók hann brátt að þreytast." Dýrfirðingar sáu atburðinn úr landi og settu fram tvo báta til að bjarga. Þegar bátamir voru hálfnaðir til skipsins gerðu togara- menn sig fyrst líklega til að bjarga hinum nauðstöddu og renndu til þeirra kaðli og björgunarhring. Voru þá mennirnir þrír, sem lo- snuðu við bátinn, allir sokknir en hinir tveir náðu í bjarghringinn og voru dregnir upp í togarann. Sýslu- manni tókst að binda kaðalinn um sig en var svo þrotinn að kröftum að hann missti meðvitund í sama bili. Vissi hann ekkert af sér fyrr en hann vaknaði á þilfari togarans við hlið bátsveijanna tveggja sem björguðust. Einn togaramanna var þá búinn að ræna hnífi sem hékk við belti sýslumanns og hugðist vinna á honum með hnífnum. Skökkuðu skipsfélagar hans leik- inn „enda voru þá aðkomubátamir tveir lagstir að togaranum", segir í Dýrfírðingi. Þeir sem af komust vom fluttir til lands þar sem hlynnt var að þeim, en togarinn hélt til hafs. Fregnin af þessu ódæðisverki vakti mikla eftirtekt og reiði. Var ein- róma krafa íslensku blaðanna að allt yrði gert til að refsa illvirkj- unum jafnframt því sem landhelg- isgæsla yrði bætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.