Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐjŒ) MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú verður að leggja þig fram við að ná samningum. Ekki gefast upp. Frestaðu að taka ákvörðun í peningamálum. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ert gagntekinn af ein- hverri hugmynd í dag, og hætt við að þér yfirsjáist einhver smáatriði. Samlyndi ríkir í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Hafðu ekki afskipti af pen- ingamálum annarra í dag. Freistandi tilboð þarfnast nánari íhugunar. Eitthvað dregur athygli þína frá vinn- unni. Krabbi (21. júní - 22. júlí) ►$£ Tilfinningamálin geta náð yfirhöndinni í dag og þú átt erfítt með að gera þér grein fyrir stöðunni. Reyndu að líta hlutlaust á málin. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Tilgangur þinn er góður, en ef til vill kemur þú samt ekki miklu í verk. Snurða gæti hlaupið á þráðinn milli vina. Ræðið málin í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Skemmtu þér, en reyndu að fóta þig í ástarmálunum. Þú gætir auðveldlega ruglast í riminu. Vog (23. sept. - 22. október) Nú er ekki tími ákvarðana varðandi fjárfestingar. Ráð- færðu þig við aðra. Töf gæti orðið á lausn lögfræði- legs vandamáls. Sporðdreki (23. okt, - 21. nóvember) Hjj0 Þú færð margar góðar hug- myndir í dag, en bíddu betri tíma til að fá viðbrögð frá öðrum. Einhver vandamál eða tafír hugsanleg í pen- ingamálum. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) & Vertu ekki of opinskár varð- andi peningamálin. Þú gætir hitt einhvem í dag sem er ekki allur þar sem hann er séður. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu ekki vinina trufla þig um of i dag. Þú hefur til- hneigingu til að sneiða hjá viðkvæmum málum i kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Það er ekki hagstætt að blanda saman gamni og al- vöm um þessar mundir. Heppilegast er að fara sér hægt. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Margt getur farið öðruvisi en ætlað er. Nú er ekki rétti tíminn til að bjóða heim vin- um og kunningjum. Vinur getur valdið þér vonbrigð- um. Stjömuspána á aó tesa sem dcegradvól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. TOMMI OG JENNI s SMÁFÓLK I THINK THI5 15 THE BE5T STORV YOU'VE EVER WRITTEN.. Ég held að þetta sé besta saga sem þú hefur nokkru sinni skrifað. UJMICM REALLY D0E5N T MEAN ANYTHIN6 BECMSE Y0UR OTHER 5T0RIE5 OUERE 50 DUMB.. Sem í rauninni þýðir ekki neitt, vegna þess að hinar sögurnar voru svo heimskulégar ... f BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vestur spilar út litlu laufí gegn 4 hjörtum suðurs. Fáðu þér sæti í austur og íhugaðu bestu vörnina: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ K42 ¥75432 ♦ 754 ♦ 83 Austur ♦ D83 ¥9 ♦ D986 ♦ ÁKG94 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Austur tekur tvo slagi á ÁK í laufí og drottningin fellur í suður. Hvað nú? Þekkt er þumalfingursreglan að „spila upp í veikleika blinds" og því er freistandi að spila tígli. En í rauninni liggur ekkert á. Eigi vömin tvo slagi á tígul þá fást þeir í fyllingu tímans. Og með því að spila tígli fær sagnhafí ókeypis „innkomu“ sem hann kannski þarf á að halda til að vinna úr litnum: Vestur ♦ 10965 ¥D8 ♦ Á32 ♦ 10752 Norður ♦ K42 ¥75432 ♦ 754 ♦ 83 III Austur ♦ D83 ¥9 ♦ D986 ♦ ÁKG94 Suður ♦ ÁG7 ¥ ÁKG106 ♦ KG10 ♦ D6 Suður svínar einfaldlega fyrir tíguldrottningu og á síðan tvær innkomur í blindan (hjartasjöu og spaðakóng) til að svína aftur í tfgli og spaða. En ef austur spilar trompi hlutlaust til baka í þriðja slag vantar sagnhafa eina innkomu. Hann byijar sjálf- sagt áþví að spila tígli á gosann, sem vestur dúkkar! Þá fær vömin alltaf tvo slagi í viðbót. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp f úrslitum norsku deildakeppninnar í vor í viðureign alþjóðlegu meistaranna Ivars Bern (2.395), Bergen, og Einars Gausel (2.445), Oslo Sjakkselskap, sem hafði svart og átti leik. Hvftur hafði fóraað manni fyrir peð og sóknarfæri og hótar nú bæði 28. Dxc6+ og 28. Dg8+. Svartur varð þó fyrri til: 27. - Hh2+!, 28. Kxh2 - Df2+, og hvftur gafst upp, þvf bæði 29. Khl og 29. Kh3 er svarað með 29. — Ke7, og hvftur á ekkert svar við hótuninni 30. — Hh8. Skákfélagið í Ósló sigraði með yfirburðum í keppninni, hlaut 9 stig af 10 mögulegum, en félagið frá Björgvin kom næst með 7 stig. Asker kom næst með 6 stig, Gjö- vik hlaut 4 og Arbedemes sjakk- klubb og Harstad ráku lestina með 2 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.