Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFÍMIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 ÆSKUMYNDIN... ERAF ÚLFARIJÓNSSYNI, ÍSLANDSMEISTARA í GOLFI UR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON HOGVÆROG HUÓÐLÁTUR „Hann var sem krakki alveg eins og hann er í dag, afskaplega yfirvegaður strákur, hógvær og hljóðlátur. Hann lætur lítið yfir sér, en er bæði skynsamur og greindur piltur og var mjög bráð- þroska í íþróttinni. Það er ekki til neitt sem heitir mont í honum þrátt fyrir velgengni og yfirlýsingagleðin er engin, hvorki fyrir né eftir mót. Hann lætur verkin tala,“ segir Hörður Árna- son um félaga sinn Úlfar Jónsson, sem haldið hefur Islandsmeistaratitlinum í golfi fjögur und- anfarin ár, en þeir Hörður og Úlfar voru ekki háir i loftinu þegar þeir kynntust á golfvellinum hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Ulfar eða TJlli, eins og félagam- ir gjaman kalla hann, fædd- ist í Hafnarfirði þann 25. ágúst árið 1968 og ólst upp á Holtinu, nánar tiltekið á Birkihvammi 5. Hann á þijár eldri systur og for- eldramir em Jón Halldórsson, starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og Ragnhildur Jónsdóttir. Eftir Víðistaðaskólann lá leiðin í Flens- borg og undanfarin fimm ár hefur Úlfar stundað háskólanám í mark- aðsfræðum í Layette í Louisiana- fylki í Bandaríkjunum og jafn- framt æft golf af kappi og keppt ytra með skólaliðinu. Úlfar lýkur náminu að ári liðnu og segir fram- tíðina alls óráðna. Annaðhvort fari hann í meira nám eða í atvinnu- mennsku í golfí. I sumar starfar hann hjá Golfklúbbnum Keili. Áhugamálin hafa alltaf snúist um íþróttir og aftur íþróttir, körfu- bolta, badminton og síðast en ekki síst golfið. „Það má segja að pabbi hafi kveikt hjá mér golfáhugann. Maður byijaði á því að fara á völl- inn með honum til þess að draga. Fljótlega fór ég að spila og tíu ára gamall var maður kominn á bóla- kaf í golfið sjálfur. Síðan hefur maður verið á vellinum," segir Úlfar. íslandsmeistarinn í golfi, Úlfar Jónsson, tók ekki í mál að draga fyrir aðra en meistaraflokks- mennina þegar hann fyrst fór að mæta á völlinn. „Hann var rólegur og ægilega feiminn í æsku, meira að segja dálítið inni í sér. Það fór því ekki mikið fyrir prakkarastrikunum. Systur hans sögðu reyndar að hann hefði verið með einhver strákapör í skólanum sem mér skilst að hafi falist í því að stríða stelpunum. Svo fór hann náttúru- lega alveg í kerfi yfir því að ég skyldi frétta af þessu,“ segir Ragnhildur móðir Úlfars og bætir við að ákveðni hefði alltaf fylgt syni sínum. „Ef hann tók eitthvað í sig linnti hann ekki látunum fyrr en yfir lauk. Og ég man þegar hann var að byija að mæta á völl- inn, voru hinir og þessir að biðja pilt að draga fyrir sig. Hann tók ekki í mál að draga fyrir aðra en meistaraflokksmennina. Síðan hefur golfvöllurinn verið hans ann- að heimili." R4ÐHÚS VIÐ TJÖRNINA Hugmyndir um að reisa ráðhús við Tjörnina í Reykjavík eru ekki nýjar af nálinni þótt þeim hafi ekki verið hrint í framkvæmt fyrr en með byggingu þess ráðhúss, sem nú er þar risið. Á fundi borgarráðs Reykjavíkur hinn 10. janúar 1964 var einróma samþykkt til- laga ráðhúsnefndar um að ráðhús Reykjavíkur skyldi byggt samkvæmt fram- lögðum teikningum í norðurenda Tjarnarinnar. Gert var ráð fyrír tveggja hæða byggingu að grunni til, en með sex hæða há- hýsi eða alls átta hæðir og átti rúm- mál hússins að vera 28 þúsund rúm- metrar að viðbættum kjallara. Út- veggir áttu að vera úr steinsteypu, málmi og gleri, en útveggir turnsins léttbyggðir og efsta hæðin að mestu úr gleri. Fyrir norðan húsið var gert ráð fyrir steinlögðu torgi og einnig var gert ráð fyrir að Iðnó og • Búnaðarfélagshúsið myndu hverfa þegar byggingin yrði tekin í notkun. Ráðhúsið var teiknað af nefnd arkitekta sem í sátu Einar Sveinsson, Gísli Halldórsson, Gunn- ar Ólafsson, Halldór H. Jónsson, Sigurður Guðmundsson og Sigvaldi Thordarson, en tveir þeirra, Gunnar og Sigurður, voru látnir þegar hug- myndir nefndarinnar voru kynntar. Miklar umræður og deilur urðu um staðarval hússins, eins og síðar varð, og náðu þær umræður inn í sali Alþing- is. Andmælendur staðar- valsins töldu ráðhúsið ann- ars vegar skerða Tjörnina stórlega og hins vegar að svo mikil bygging myndi bera hinar eldri byggingar miðbæjarins, svo sem Alþingishúsið og Dómkirkjuna, algerlega ofurliði. Ekki er unnt að rekja þessar um- ræður nánar hér, en ekkert varð af byggingu hússins í þetta sinn svo sem menn vita. Ráðhús Reyk- víkinga er engu að síður risið á svipuðum stað og skal hér ekki lagt mat á það hvort húsið er fallegra, líkanið frá árinu 1964 eða Ráðhús- ið sem nú er risið. í þeim efnum er best að hver dæmi fyrir sig. Á þessu líkani, þar sem Lækjargata er næst á myndinni, er búið að fjarlægja gömul hús, svo sem Iðnó og Búnaðarfélagshúsið. SVEITIN MÍN____ ERU DALIRNIR HVENÆR... KOM GÚMMÍ TIL SÖGUNNAR ? Hvammur í Dölum, landnámsjörð Auðar djúpúðgu. Ásgeir Bjarnason fyrrverandi þingmaður hefur alltaf átt heima á Ásgarði, ættaróðali sínu í Dala- héraði, og segir aðeins frá sinni sveit. Dalahérað er sögufræg sveit. Hér lifðu frægustu konur í fomöld. Frumbygginn okkar, Auður djúp- úðga, og Guðrún Ósvífursdóttir. Báðar vitrar konur. Og Guðrún þetta glæsimenni, sem hefur gengið í aug- un á oss piltum. í firðinum beint niður undan bæn- um er Ásgarðsstapi, einskonar Helgafell okkar Dalamanna eða óskastapi. En merkasta kennileiti hér er trú- lega Krosshólaborg Auðar djúpúðgu. Kross var reistur þar til minningar um hana sumarið 1965. Staðir sem tengjast Guðrúnu eru t.d. Svínadalur þar sem Kjartan var veginn. Margt er fagurt að sjá, einkum ef ekið er út fyrir Strandir og um Saurbæ. Þar er útsýni vítt um Breiðafjarðareyjar og alla Ieið út í Skor. Óg byggð víða fögur bæði til fjalls og fjöru. Hér gæti verið blómleg byggð, ef fólk fengi að halda sínum hlut í framleiðslu. Alltaf er einhver hreyf- ing, fólk eldist og ekki þægilegt að taka við, þó það vilji. Og nú horfír fram á dekkri fram- tíð, fækkandi bústofn og minnkandi tekjur. Sjórinn í Hvammsfírði gefur ekkert í aðra hönd. Frekar í Gils- fírði að hægt sé að ná í þang og þara, á meðan Þörungaverksmiðjan er starfrækt að Reykhólum. Ég vonast til að Dalahérað og Iandsbyggðin megi eiga bjartari tíð en maður eygir í augnablikinu." Gúmmí- flöskur Azteka GÚMMÍ var í fyrstu aðeins þekkt meðal indíána í Mið- og Suður-Ameríku. Þeir nýttu saf- ann úr stofni paragúmmítrjána til að vinna hráefni til að sníða skósóla og búa til drykkjarílát, t.d. flöskur. Fyrstu kynni Evr- ópumanna af gúmmíi áttu sér liklega stað i byrjun sextándu aldar, því minnst er á litla gúmmíbolta sem Aztekabörn léku sér með, í ritum Spánverja á ferð um Nýja heiminn. Skopp- geta þessara bolta þótti aðdáun- arverð. að leið hins vegar langur tími þar til Evrópumenn fundu eitthvað notagildi í þessu efni. Árið 1770 kom gúmmíið fyrir augu Jos- ephs Priestleys, ensks vísinda- manns, sem skrifaði hjá sér að efn- ið væri „einstaklega vel hæft til að þurrka blýantsstrik af blaði“. Arið 1823 bjó Skotinn Charles Macintosh til regnkápu sem hafði gúmmí á milli tveggja baðmullar- efna og átti hún að vera vatnsheld. Paragúmmítré er ræktað vegna mjólkursafans, sem gúmmí er unnið úr. Ýmis vandkvæði fylgdu þó þessari regnkápu, því hún lak þar sem saumarnir voru og í heitu veðri rann gúmmíið til. Árið 1827 fann Bretinn Thomas Hancock upp gúmmíteygjuna og kviknaði hug- mynd hans út frá áðurnefndum drykkjarílátum indíánanna. Það var hins vegar ekki fyrr en 1839 að Charles Goodyear fann upp vúlkaníseringuna svokölluðu en hún byggir á því að herða gúmmí og gera það fjaðurmagnaðra, með blöndun við brennisteinssambönd. Hann kynnti uppgötvun sína árið 1844. Þar með var lagður grunnur að almennri gúmmínotkun en í dag skiptist gúmmí í þijá meginflokka; náttúrulegt gúmmí sem unnið er úr gúmmítijám, endurunnið gúmmí og gervi-gúmmí sem er framleitt eftir efnauppskriftum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.