Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 7
kom svarið stutt og laggott: „Nei!“
Þegar hann sá svipinn á blaða-
manni hélt hánn áfram. „Ég veit
það ekki. Ef til vill mun einhver slá
þau einhvern tíma en ég sé ekki
neinn sem gæti gert það í náinni
framtíð. Það er til mikið af hæfum
kylfingum en það er enginn sem
hefur það mikla yfírburði að hann
geti slegið þau met sem ég hef sett.“
- Hvað þarf til að verða góður
kylfingur?
„Það er með golfíð eins og aðrar
íþróttir vinur minn, æfa og æfa.
Það er æfíngin sem skapar meistar-
ann en það er ekki hægt að líta
framhjá þeirri staðreynd að ein-
hveija meðfædda eiginleika þarf
einnig til að ná langt.“
Vélvædd kennsla
Talað hefur verið um að enginn
þekki golfsveifluna eins vel og Nick-
laus. Hann viti nákvæmlega hvenær
hver vöðvi líkamans á að vinna í
hverri sveiflu, hvernig best sé að
sveifla við mismunandi skilyrði og
þetta sé ein aðalástæðan fyrir vel-
gengni hans.
— Vita þeir kylfíngar sem nú eru
á toppnum ekki eins mikið um
sveifluna og þú?
„Ég veit ekki hvað þeir vita en
kennslan í golfinu er mjög frá-
brugðin því sem var í gamla daga
þegar ég var að byija, eigum við
annars ekki að kalla það gamla
daga? Kennslan er miklu vélrænni,
ef við getum orðað það svo. í gamla
daga lærðum við hvernig ætti að
sveifla golfkylfunni og tilfinningin
réð miklu meira um leik okkar en
hún gerir í dag hjá góðum kylfing-
um. „Vélvæðingin“ í golfkennslunni
hefur þau áhrif að góðir kylfíngar
verða að læra meira um sveifluna,
sjálfa sig og hvemig þeir leika í
mótum. Við vorum ekki með þjálf-
arann á bakinu á okkur á meðan
við vorum að keppa eins og nú tíðk-
ast. Nú er kennarinn með og er
sífellt að leiðrétta og lagfæra. Þetta
gerði maður bara sjálfur í gamla
daga.“
Venjulegur dagur ekki
til hjá Nicklaus
- Hvernig er venjulegur dagur í
lífi besta kylfings aldarinnar?
„Venjulegur dagur?“ spyr Nick-
laus og hlær. „Ég held svei mér
þá að venjulegur dagur í lífí Jack
Nicklaus sé ekki til, ég man í það
minnsta ekki eftir neinum venjuleg-
um degi. Barbara, manst þú eftir
einhverum venjulegum degi hjá
mér?“ spyr Nicklaus konu sína.
„Nei, það held ég ekki,“ svarar hún
brosandi. „Það eru þó nokkrir dag-
ar sem geta talist nærri því að vera
venjulegir," bætir hún góðlátlega
við.
Hvíldi til að vara ferskur
„Ég reyndi að æfa á hveijum
degi þegar ég var yngri, en ekki
of mikið. Það var mjög misjafnt
hversu mikið ég æfði og hvað ég
æfði, allt eftir því hvað mig langaði
til og hvað ég þurfti að æfa hveiju
sinni. Sumir kylfíngar keppa á 35
til 40 mótum á ári en ég vildi aldr-
ei keppa svo mikið því ég taldi mikil-
vægara að vera „ferskur“ og vel
upplagður til að gera eitthvað, frek-
ar en að taka þátt í öllum mótum.
Þess vegna tókst mér oftast að
vera jafn „ferskur“ í lok ársins og
ég var í upphafi þess. Þetta er lík-
lega stór þáttur í hversu vel mér
hefur gengið og hversu lengi ég
hef verið að.
Golfíð hefur breyst talsvert mikið
síðan ég byijaði. Vellimir eru betri,
boltamir era betri og allur búnað-
ur, þannig að það er miklu erfíðara
að selja golfkylfur,“ segir Nicklaus
þegar hann var spurður um breyt-
ingar á golfinu síðustu þijá áratugi
og nú var sölumaðurinn kominn upp
í honum, enda var hann sölumaður
áður en hann byijaði sem atvinnu-
maður. Þá seldi hann tryggingar
en nú hannar hann golfvelli, leikur
golf sem atvinnumaður auk þess
sem hann á fyrirtæki.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992
T—‘ •: 'i /' r i'! VV''<!■.'IA —
7
100 hvítar hænur í afmælið
Þorkell
Allir tilbúið til að halda heima á leið. Frá vinstri eru Kristmann Magnússon, Pendel Savic, Nancy John
Montgomery, Barbara og Nicklaus.
Árið eftir gerðist ekkert.á afmæl-
isdag Nicklaus og ekkert daginn
eftir né daginn þar á eftir, enda
hafði hann fengið verði til að gæta
lóðarinnar. Afmæli Barböm er
nokkrum dögum á eftir Nicklaus
og þann morgun vöknuðu þau hjón
við gelt. Hundarnir vom að gelta á
100 hvítar hænur sem Montgomery
hafði sett á lóðina hjá þeim um
nóttina. Hann kom á báti með
hænsnafóður og hænur og setti á
lóðina hjá þeim hjónum.
Þegar þau hjón rifjuðu þetta upp
gátu þau ekki varist brosi. „Það era
fjögur ár síðan þetta var og hann
hefur ekki lagt í neitt síðan, enda
munaði ekki miklu að hann yrði
ekki lengur vinur okkar!“ sagði
Nicklaus brosandi.
Tek eitt ár fyrir í einu
Frábær árangur
ÁRANGUR Jacks Nicklaus á golfvellinum er einstakur og víst
er að um ókomna framtíð verður sífellt vitnað til þess hvað
hann gerði þegar verið er að ræða um þá bestu. Hér má sjá
árangur hans á fjórum stærstu golfmótum heimsins.
Bondaríska meistarakeppnin
(U.S. MASTERS)
Hann hefur sex sinnum sigrað
á Masters, fyrst 1963, síðan 1965,
1966, 1972, 1975 og 1986. Fjór-
um sinnum varð hann í öðra sæti.
Enginn hefur unnið eins oft og
hann og enginn hefur sigrað tvö
ár í röð. 23 ár liðu frá því að
hann vann fyrsta græna jakkann
og þar til hann fékk sinn sjötta
og enginn hefur leikið það eftir.
Hann er líka elsti sigurvegarinn,
en hann var 46 ára þegar hann
fékk græna jakkann árið 1986.
Opna bandariska
(U.S. OPEN)
Fjórum sinnum sigraði Nick-
laus á U.S. Open, fyrst 1962 og
síðan 1967, 1972 og 1980. Hann
hefur fjórum sinnum orðið annar.
Hann er einn af fjórum kylfíngum
sem hafa fjóram sinnum orðið
meistari.
Opna breska meistaramótíð
(THE OPEN)
Á Opna breska meistaramótinu
fór hann þrívegis með sigur af
hólmi og varð sjö sinnum í öðru
sæti. Enginn hefur eins oft orðið
í öðru sæti og Nicklaus er sá eini
sem hefur 15 sinnum orðið í einu
af fjórum efstu sætunum. Á árun-
um 1966 til 1980 var hann aldrei
neðar en í sjötta sæti.
PGA-meistaramótið
Nicklaus er annar tveggja sem
sigrað hefur fimm sinnum á PGA
meistaramótinu og fjórum sinnum
hefur hann orðið annar. Sautján
ár liðu frá því að hann vann fyrst
og þar til hann vann síðast og
enginn hefur leikið það eftir.
Til að sýna enn frekar hversu
frábær árangur þetta er má nefna
að ef árangur tveggja til þriggja
fremstu kylfingar heimsins er
lagður saman fæst svipuð útkoma
og hjá Nicklaus einum.
Á stóru mótunum fjórum hefur
hann 18 sinnum sigrað og það
leikur enginn eftir á næstu árum.
Hann hefur 19 sinnum orðið í
öðru sæti og það munu ekki marg-
ir leika eftir á komandi árum.
Kappinn hefur 71 sinni orðið í
einhveiju af tíu efstu sætunum.
að heiman nema sá yngsti og hann
var á golfmóti í Hollandi.
Barbara! Þetta er ekki hægt, ég
er dauðþreyttur eftir fríið hér á
íslandi. Þetta er furðulegt. Maður.
er að koma úr fríi og þarf að byija
á að hvíla sig! Það verður notalegt
að koma heim og hvíla sig dálítið
áður en PGA-mótið byijar,“ segir
hann við konu sína og geispar.
Allir í fjölskyldunni leika golf þó
enginn hafí náð eins langt og pabb-
inn. „Ég hef ekki haldið golfinu að
krökkunum. Ég notaði sömu aðferð
og pabbi notaði við mig, kynnti
þeim allar íþróttir og lét þau síðan
velja. Allir krakkarnir hafa fengið
styrk til hálskólanáms vegna íþrótt-
anna. Jackie er nú atvinnumaður í
golfi og hefur gengið svona þokka-
lega. Gary og Michael era einnig í
golfi og Steve leikur ruðning í há-
skólanum sem hann er í. Dóttirin,
því miður hef ég ekki hugmynd um
hvað ég er í mörgum klúbbum."
„Þú kannt ekki að pútta, Jack“
Einn af bestu vinum Nicklaus
er John Montgomery, fyrrum
starfsmaður FBI, og hafa þeir brall-
að ýmislegt í gegnum tíðina. Mont-
gomery virðist vera snillingur í að
koma Nicklaus á óvart, og oftast
lætur hann til skarar skríða í kring-
um 21. janúar ár hvert, en þá á
Nicklaus afmæli.
Þetta byijaði með því að hann
keypti páfagauk sem ætlunin var
að kenna að segja „Jack, þú kannt
ekki að pútta“, en það gekk ekki
fyrir afmælið. í annað sinn þegar
Nicklaus kom út til að ná í dagblað-
ið voru fjögur tonn af hrossaskít í
innkeyrslunni hjá honum. Ofan á
herlegheitunum var skilti þar sem
á stóð: Til hamingju með daginn!
Nicklaus bað
Barböru um að
láta fjarlægja,
en um kvöldið
ætluðu Montgo-
mery og frú að
koma til Nick-
laus og á meðan
allir fóru út að
borða var ætl-
unin að láta
skítinn á lóð
Montgomery.
Ekki tókst að fá
menn til að gera
það en í staðinn
fengust flutn-
ingamennirnir til að setja „nokkur
hundruð" kíló af hlassinu í splunk-
unýjan bíl Montgomery sem stóð
fyrir utan hjá Nicklaus.
Barbara vildi setja skammtinn í
plastpoka en Nicklaus var á ann-
arri skoðun. „Við látum John hafa
það eins og við fengum það. Engar
umbúðir."
Morgunblaðið/Þorkell
Bjarnarflug býður yður velkomin um borð.
Hættur með MacGregor og
Iætur framleiða kylfur undir
eigin nafni
Jack Nicklaus hefur lengst af
notað golfkylfur af MacGregor-gerð
og hann átti lengi vel stóran hlut
í fyrirtækinu, en nú hefur hann
sagt skilið við það. „Ég hef leikið
með MacGregor í þijátíu ár en þetta
er trúlega síðasta árið sem ég nota
kylfur frá fyrirtækinu. Ég fæ nýjar
kylfur þegar ég kem heim, er búinn
að stofna mitt eigið fyrirtæki sem
mun framleiða golfkylfur og þær
heita í höfuðið á mér, Nicklaus."
Þess má geta hér að Nicklaus
hefur haft gífurlegar tekjur af því
að leika golf, var meðal annars
fyrsti kylfíngurinn til að komast
yfír fímm milljóna dollara markið í
árslaun, sem er um 285 milljónir
ÍSK. Golden Bear International,
fyrirtækið sem sér um umsvif hans,
veltir rúmum 20 milljörðum ÍSK á
ári.
Þeir bestu þurfa að skera
sig betur úr
' „Það er mikið til af góðum kylf-
ingum í heiminum, en vegna þess
hve vellimir era orðnir góðir og
kylfurnar líka. ná þeir bestu ekki
almennilega að skipa sér í sérflokk,
skör hærra en þeir sem eru ekki
eins góðir. Ef við gætum farið aftur
um tuttugu ár og notuðum sömu
tæki og við notuðum þá, er ég eigin-
lega viss um að það væri einhver
að gera sömu hluti og ég gerði þá,
en eins og þróunin er þá held ég
að það líði nokkur tími þar til ein-
hver slær öll metin mín.
Það myndi líka hjálpa ef golfbolt-
anum yrði breytt þannig að ekki
væri hægt að slá hann alveg eins
langt. Þá myndu betri kylfingar
frekar geta skorið sig úr hópnum.“
Aldrei lengur en tvær vikur í
senn að heiman
- Er það satt að þegar þið kom-
ið heim til Flórída sé lokið lengsta
ferðalagi sem þið hafið farið í?
„Já, þegar ég gerðist atvinnu-
maður 1962 ákvað ég að vera aldr-
ei að heiman nema í hálfan mánuð
í einu og ég sagði Barböra það.
Ég hef staðið við þetta þar til núna,
og reyndar árið 1966. Þá fóram við
Barbara til Suður-Afríku og tókum
forelda mína og tengdaforeldra
með. Þá vorum við að heiman í
sautján daga. Ferðin hingað telur
várla því allir krakkarnir era farnir
Nan, leikur blak í sínum skóla.“
- Hvað með frúna, leikur hún
golf?
„Mjög lítið, en það kemur þó
fyrir,“ svarar Barbara. „Hún leikur
golf þrisvar til fjórum sinnum á
ári, jafnvel þó hún þurfi þess alls
ekki!“ segir Nicklaus og lítur stríðn-
islega á konu sína.
Er í mjög mörgum klúbbum
- Veit kylfingur aldarinnar á
hve mörgum golfvöllum hann hefur
leikið um æfina?
„Nei, ég hef ekki hugmynd um
það, en þeir eru færri en margan
grunar. Það halda allir að við spilum
á fjölmörgum völlum, en staðreynd-
in er að við keppum alltaf á sömu
mótunum og þau eru yfirleitt hald-
in á sömu völlunum. Við leikum því
ekki á mörgum völlum, að minnsta
kosti ekki ég.“
Þegar Nicklaus kom hingað til
lands sýndi hann áhugasömum
kylfingum hvernig slá á golfbolta.
Þetta gerði hann á golfvelli Golf-
klúbbs Akureyrar og var gerður að
heiðursfélaga GA við það tækifæri.
„Já það er rétt, ég er í GA og það
er alltaf gaman að vera gerður að
heiðursfélaga, en ég er í ansi mörg-
um klúbbum, skal ég segja þér, og
- Nú gekk þér ekki allt of vel
á Opna breska á dögunum sem var
þitt 31. mót. Er kylfingur aldarinn-
ar að hugsa um að draga sig í hlé?
„Ég sagði á St. Andrews árið
1990 að þetta gæti verið síðasta
árið mitt í keppnisgolfí meðal þeirra
bestu. Ég held ég hafí líka sagt það
í fyrra og ég sagði það um daginn.
Ég veit ekki hvenær ég hætti í
golfi, það veltur á svo mörgu. Þetta
gæti verið síðasta árið mitt, ég
bara veit það ekki ennþá. Ég tek
eitt ár fyrir í einu núna og það
verður bara að koma í ljós hvort
ég verð með næsta ár.
Ég verð alla vega með á PGA-
meistaramótinu sem hefst 13. ág-
úst, en ég get ekki undirbúið mig
eins og eg gerði í gamla daga. Þeg-
ar ég kem heim verð ég að flakka
dálítið á milli valla sem ég hannaði
og verið er að byggja en svo hef
ég nokkra daga til að undirbúa
mig,“ sagði besti kylfingur aldar-
innar um leið og hann hallaði sér
aftur í leðurklæddum stól í einka-
þotu sinni. Allir „stórlaxarnir" voru
komnir um borð og ekkert að van-
búnaði að leggja af stað til barna-
barnanna.