Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIVIÐI SÚNNUtFÁGUR 9. ÁGÚST 1992 C 21 BEÐIÐ EFTIR STRÆTO Athugasemdir um málfar Frá Auðuni Braga Sveinssyni: Fyrir nokkrum vikum ritaði ég stutt lesendabréf í Morgunblaðið, sem birtist nokkuð fljótt. - Fjallaði það um ástkæra, ylhýra málið okkar, sem því miður er oft illa með farið. Væntanlega ekki með vilja, en vegna vanþekkingar. í fyrrnefndu bréfi benti ég á að persónufornafn- ið „það“ væri ofnotað hjá allt of mörgum. Tilfærði ég nokkur dæmi því til sönnunar og gerðist svo djarf- ur að benda á betri notkun þessa fornafns. Oft væri það óþarft, eink- um í upphafi setninga. Nýlega leit ég yfir dagblað eitt um eina viku, og dvaldist einkum við minningargreinarnar. Því miður eru margar þeirra af vanefnum gerðar, hvað málnotkun snertir. Setningar of langar og endurtekn- ingar tíðar. Verst er þó ofnotkun þessa fyrrgreinda fornafns: það. Eg tilfæri hér nokkrar setningar, eins og þær komu fram í dagblað- inu. 1. „Það er nauðsynlegt fyrir fólk hvar sem er á landinu að gæta að eignum sínum og bílum.“ Betra: Nauðsynlegt er fyrir fólk ... o.s.frv. 2. „Það var fyrir réttum tíu árum, að hópur Siglfirðinga lagði land undir fót.“ Betra: Fyrir réttum tíu árum lagði hópur Siglfirð- inga land undir fót. 3. „Það liggur engum svo mikið á, að hann megi ekki vera að því að lifa.“ Betra: Engum ligg- ur svo mikið á, að mega ekki vera að því að lifa. 4. „Það var einmitt. á sama tíma og myndlistarmenn rífa sig lausa frá einstefnu og ofríki Parísarskólans, að hugtakið módernismi varð til.“ Betra: Einmitt á sama tíma og mynd- listarmenn rifu sig lausa frá einstefnu og ofríki Parísarskól- ans, varð hugtakið módernismi til. 5. „Það er mikils virði á lífsleið- inni að kynnast góðu fólki.“ Betra: Mikils virði á lífsleiðinni er að kynnast góðu fólki. 6. „Það var á sameiginlegum vinnustað, sem ég kynntist J.“ Betra: Ég kynntist J á sameig- inlegum vinnustað. 7. „Það er líka mikilvægt að drekka ekki frá sér skynsem- ina.“ Mikilvægt er líka að drekka ekki frá sér skynsem- ina. 8. „Það eru margar góðar minn- ingar, sem vakna.“ Margar góðar minningar vakna. Óþarft virðist að hafa setningar sem allra lengstar. 9. „Það var þá, sem ég ákvað að ég skyldi halda áfram að læra að leika betri tennis.“ ... Þá ákvað ég að halda áfram að læra að leika betri tennis . . . Sautján orð verða að tólf! 10. „Það er ástæða til að nefna greinina um Sigurð Nordal sér- staklega.“ ... Astæða er til að nefna greinina um, o.s.frv. 11. „Það liggja engar augljósar ástæður til þessara auknu vin- sælda.“ Engar augljósar ástæður liggja til þessara auknu vinsælda. 12. „Það eru þjóðir af norrænu kyni, sem eru virkastar í þeirri baráttu." .. .Þjóðir af norrænu kyni eru virkastar, o.s.frv. 13. „Það var franski greifinn Goheaneau sem fyrstur kom með kenninguna um gildi hins norræna kynstofns í bók sinni „Um misjafnt gildi mann- flokka“, sem út kom árið 1853.“ . . . Franski greifinn G kom fyrstur með kenninguna um gildi hins norræna kyn- stofns, o.s.frv. 14. „Það má spyija, hvers vegna alltaf þurfi að spilla allri gleði með fyrirfram áhyggjum.“ . .. Spyrja má, hvers vegna, o.s.frv. Frá Valdimar Elíassyni: Eitt vinsælasta umræðuefnið í þjóð- félaginu við hátíðleg tækifæri t.d. nálægt kosningum, er mjög kröpp kjör hinna lægt launuðu, svo skrautleg sem þau eru. Við um- ræðuvettvang sem þennan eru allir í slíkum ham, að halda mætti að nú loksins eigi að taka til hendinni og lagfæra misréttið og ósóman. En þegar frá líður, þá fellur bara allt í sama farið. Margir úr þessum láglaunahópi hafa samt með þrautseigju áorkað að koma sér upp íbúð og jafnvel einhverri mynd af bíl. Síðan er framundan hörð barátta við skuld- aklafann og ástandið spennist upp. Einn anginn af svartnætti þessa fólks er óregla, sem oftast setur allt á annan endann. Þegar hér er komið er bara hugsað um líðandi stund, en ekkert hugsað um afleið- ingamar. Sé íbúðin í hljóðbæru fjöl- býli, þá er allt í voða, því friðhelgi lögheimilisins tryggir að enginn má skipta sér af vígvellinum þó allt nötri og skjálfi. Slíkt ástand til lengdar, getur smám saman spillt heimilislífi ná- grannanna endanlega, því alltaf er reynt að afsaka og fyrirgefa, til að fá einhvetja friðarpásu. 15. „Það hefur alltaf verið erfitt að vera einstæð móðir.“ . . . Alltaf hefur verið erfitt að vera einstæð móðir. 16. „Það er gott að eiga samvisku- sama embættismenn." ... Gott er að eiga samviskusama emb- ættismenn. 17. „Það má að vísu segja.“ .. . Segja má að vísu. 18. „Það er margt forvitnilegt, sem getur að líta“ . .. Margt for- vitnilegt getur að líta. Þarna ■ má spara þijú orð! 19. „Það verður að horfast í augu við það, að vinnuafl er auð- lind.“... Horfast verður í augu við, að vinnuafl er auðlind. — Verum stuttorð og gagnorð! 20. „Það er enginn staður í Nýja Testamentinu, sem greinir frá því að Kristur hafí breytt um tilbeiðsludag frá laugardegi til sunnudags." Trúlega hefur höfundurinn ætlað að orða setninguna á þessa leið: Enginn staður í N.T. greinir frá því, að, o.s.frv. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Ekkert þýðir að tala við lögregl- una, því hún hefur mjög takmarkað athafnaleyfí vegna friðhelgarinnar. Jafnvel þótt svefnlausir og stjarfír einstaklingar leiti á náðir lögregl- unnar, þá er ætíð höfðað til að meta þurfi hvert einstakt tilfelli og útkoman úr því mati er þá gjarna: - Því miður, þetta er ekki okkar mál. Ef fólkið í þessu dæmigerða fjöl- býli ætla sér að reyna að leysa málið, þá getur það orðið vanda- samt ef húsnæðið er á vegum stjórnar verkamannabústaða. Þá þorir fólk ekki annað en halda að sér höndum vegna þess að réttur eigandi hefur flúið ástandið og leig- ir bara draslið út. í þessum hamingjusama velferð- arkerfi okkar er því til fólk sem verður að notast við bómul i eyrun og jafnvel svefnmeðul sem einu lausnina til að komast gegnum nótt- ina, því enginn hlustar af alvöru á kvartanir og enn færri vilja koma nálægt málinu til lausnar. Fólk verður því bæði langþreytt og von- laust. Þökk sé friðhelgi lögheimilis- ins. VALDIMAR ELÍASSON Nýbýlavegi 74, Kópavogi Um friðhelgi lögheimilisins KÖFUNARNÁMSKEIÐ! Lærið köfun á stórskemmtilegum og persónulegum nám- skeiðum í ágúst og september. Allur tækjabúnaður og ís- lenskar kennslubækur fylgja námskeiðunum. Farið verður í skoðunarferðir neðansjávar og skoðað merki- legt dýralíf. Þátttakendur útskrifast með NAUI alþjóðlegt köfunarskírteini. Hringið og fáið upplýsingar í síma 25755 kl. 8-18 og 672576 eftir kl. 18 og um helgar. Héraðsskólinn Núpi Nám í 10. bekk og 2ja ára framhaldsdeild á almennu bóknámssviði, íþróttabraut, uppeldisfræðibraut og viðskiptabraut. Fornám fyrir áramót. Mjöggóð aðstaðatil íþrótta og félagsstarfa í skemmtilegu umhverfi. Upplýsingar í símum 94-8236,94-8241 og 94-3855 (Pétur). Skólastjóri Bókhalds-og rekstramám 72 klst. Byrjar 14. september Námið er hnitmiðað og sérhannað með þarfir atvinnulífs- ins í huga. Markmið námsins er að útskrifa nemendur með víðtæka þekkingu á bókhaldi og færslu tölvubókhalds. Aðalnámsgreinar: • Hlutverk bókhalds, bókhaldslög • Bókhaldsæfingar og reikningsskil • Viðskiptamannabókhald • Launabókhald • Virðisaukaskattur • Raunhæft verkefni - afstemmingar og uppgjör • Tölvubókhald - Opus Allt Ef þú vilt auka þekkingu þína á bókhaldi, styrkja stöðu þína á vinnumarkaðinum, starfa sjálfstætt og/eða geta notað bók- hald sem stýritæki í eigin fyrirtæki, þá er þetta nám fyrir þig. Viðskiptaskólinn býður uppá litla hópa, einungis reynda leið- beinendur, bæði dag- og kvöidskóla, sveigjanleg greiðslukjör. Sérstakt grunnnámskeið haldið 7.-10. september. Takmarkaður fjöldi á hvert námskeið. Innritun þegar fiafin. Viðskiptaskólinn Skólavörðustfg 28, Reykjavík Sími 61 41 62

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.