Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 Texti og myndir: Elín Pálmadóttir GLÓÐAFEYKIR blasir við af Vatnsskarði þegar komið er í Skagafjörðinn. Glóir í rauðri birtu kvöldsólarinnar. Á móts við hann handan Héraðsvatna eru ung hjón að keppast við að koma sér fyrir til fram- búðar í Garðhúsum niður undir vötnun- um. Þau eru borgarbörn sem hafa tekið ástfóstri við Skagafjörðinn frá því þau komu þar til starfa fyrir áratug og hvarfl- ar ekki að þeim að fara þaðan. Má segja að þau hafi líka komið færandi hendi í héraðið með sína sérmenntun og áhuga á þjónustu við þá sem þurfa á þeim að halda. Og áhuginn hefur ekki dofnað. Síður en svo. Þetta eru þau Þóra Björk Jónsdóttir, sem hefur verið skólastjóri grunnskólans á Hólura í Hjaltadal undan- farna tvo vetur, og Allan Morthens, sem nú er framkvæmdastjóri Svæðisstjómar um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra. Þetta hlýtm* að vera lengsti starfs- titill á landinu, varð mér að orði þegar við morguninn eftir ókum út eftir vegin- um frá Varmahlíð og vomm sest utan við gamla húsið sem þau em að gera upp í Garðhúsum, með þessu dýrðlega útsýni um allan Skagafjörð, þar sem í norðri gnæfir Tindastóll og eyjarnar, í suðri Mælifellshnjúkur, í austri Glóðafeykir, og fyrir neðan breiða sig Héraðsvötnin og Vallhólmurinn. Allan hlær að þessari athugasemd og segir að þegar hann fór með bílinn til þess að láta merkja hann, gugnuðu þeir á að koma titlinum fyrir á honum, létu sér nægja „ríkisbifreið“. Allan og Þóra Björk fyrir neðan nýja bæinn sinn, Garðhús, sem þau eru að gera upp. ALLAN MORTHENS OG ÞÓRA BJÖRK JÓNSDÓTTIR SÓTTHEIM Skagafjörður hefur tekið mig í fóstur og Þóra Björk er komin heim,“ segir Allan þegar þau eru spurð hvort þau séu alveg sest að. Þóra Björk á ættir að rekja til Skagafjarðar, því amma hennar var Elínborg Lárusdóttir rit- höfundur, og hún segir að Skagfirð- ingar hafi strax látið sig njóta föður síns, Jóns Ingimarssonar, og ömmu. Allan skýtur því inn að Skagfirðing- ar muni nú aldrei sættast á að hann sé Skagfirðingur. Þegar hann kom og var spurður hvaðan hann væri og svaraði Reykjavík, sögðu menn bara: Nú jæja! Svo var það ekki meira. En þau eru bæði aíin upp í Reykjavík, Allan bróðir þeirra Begga, Bubba, ToIIa og Arthurs Morthens. Og þá er komið að því hvemig þau lentu í Skagafirðinum. Þegar þau höfðu bæði lokið námi, Þóra Björk úr handavinnudeild Kenn- araháskólans 1983 og Allan uppeld- isfræðinámi 1980, vildu þau fara út á land og voru að velta fyrir sér hvert og hvemig. Þá stóð svo á að Fræðsluskrifstofa Norðurlands vestra hugðist stofna sérdeild fyrir fatlaða á Norðurlandi vestra, en mik- il þörf var á slíku heimili fyrir böm sem ekki ráða við almennan skóla. Og þau tóku þetta að sér ásamt þremur öðrúm og mótuðu heimilið, sem fundinn var staður að Egilsá í Norðurárdal. Bæði heimilið og löngunin til að fara út á land áttu sér þó nokkum aðdraganda. Einkum skilaði sér reynsla þeirra frá Breiðuvík, þangað sem þau réðu sig 1975. En um það leyti varð breyting á starfsemi Breiðuvíkurheimilisins og starfsemi þess lögð undir Upptökuheimili ríkis- ins. Þóra Björk var þá búin að kenna einn vetur í Hrísey. „Má segja að landsbyggðin hafi alltaf togað í okk- ur,“ segir Allan. Og Þóra Björk bæt- ir við: „Það er ekkert erfitt að vera úti í sveit ef maður hefur hlýtt hús og vinnu sem maður hefur ánægju af.“ „Þótt erfiður væri, gerði þessi vetur í Breiðuvík útslagið hjá okkur. Það var svo afskekkt, rétt út undir Látrabjargi, enda miðað við að ekki væri hægt að stijúka þaðan. Þegar upptökuheimilið var byggt þama á árinu 1953 fór varðskip þangað með unglingana, byggingarefnið og allt sem til þurfti. Húsið var svo ekki til- búið um haustið og unglingunum var dreift um sveitina, m.a. til bænda á Látmm. Staðurinn var óskaplega ein- angraður. I október varð ófært yfir fjallið og opnaðist ekki fyrr en í apríl. Og við vorum bíllaus og sleðalaus." „Allan fór þá til Svíþjóðar til náms og ég til Frakklands, ætlaði i listaskóla," segir Þóra Björk. Handa- vinnan hafði fallið í hennar hlut vet- urinn sem hún kenndi í Hrísey. Hún segir að það hafí verið vegna þess hve léleg hún var í handavinnu að hún fór að gera tilraunir með gróf- ari vinnu, m.a. með það efni sem var í fjörunni 'og á staðnum. „Eftir til- raun í Frakklandi til að verða lista- maður fór ég svo til Allans í Sví- þjóð,“ segir hún. HEIMILIÁ EGILSÁ Víkjum aftur að Egilsá, þangað sem þau voru komin í júlí 1983 til að móta og stofna með þremur öðmm heimili fyrir börn sem þurfa sértæka hjálp, sem hinn almenni skóli ræður ekki við. Þau útskýra það: „Á Egilsá hafði Guðmundur L. Friðfinnsson, skáld og bóndi, rekið sumardvalar- heimili fyrir börn. En tíu ár vora frá því að það var lagt niður. Húsið var um haustið tilbúið til að taka við fötluðum bömum á aldrinum 10-15 ára, sem heimaskólarnir sáu sér ekki fært að veita þjónustu. Börnin sem bjuggu á Egilsá voru sex talsins. Þau fímm ár sem við bjuggum þarna höfðum við til afnota eitt herbergi með lítilli hliðarskonsu, þar sem Sól- ey Gréta dóttir okkar svaf. Það var einmitt eins og við vildum hafa það. Allir bjuggu saman, við, börnin okk- ar og skólabörnin. Þetta var eitt heimili. Við höfðum sett stefnuna um hvernig þetta ætti að vera áður en við fómm. Allt starfsfólkið var fagfólk með langvarandi reynslu, þ.e. tveir þroskaþjálfar, Þóra Björk kennari, Allan uppeldisfræðingur og svo einn félagsfræðingur. Þroska- þjálfarnir höfðu verið á Kópavogs- hælinu og Allan á Meðferðarheimil- inu við Kleifarveg í Reykjavík og í Breiðuvík. Af þessari reynslu okkar ákváðum við þessa tegund af heim- ili, vissum að við yrðum að vera hluti af samfélaginu þar sem við væram.“ „Sveitin tók okkur ákaflega vel. Okkur var tekið opnum örmum,“ segja þau í kór. „Við tókum sveitinni líka vel,“ bæta þau við. „Það höfðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.