Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ $UNNUDAGUfi,9. ÁGÚST. 1992
C 9
gengið gróusögur um þetta heimili.
Mönnum blöskraði til dæmis hve
margt fólk þyrfti til að sjá um fá
böm. En það er ekki hægt að bregða
tommustokk á sálina. Akrahreppur
er einn lengsti hreppur á landinu.
Við buðum fólkinu úr hreppnum og
víðar að og kynntum það sem við
vorum að gera. Ekki von að fólk
skildi það fyrirfram. En það gerði
það þegar til kom. í afleysingum
hefur fólk úr sveitinni lagt fram sína
krafta á Egilsá. Sjálf vorum við mjög
ánægð þar.“
Nú er verið að leggja heimilið á
Egilsá niður. Þröngur hópur hefur
fram að þessu haldið því saman. Með
nýjum verkaskiptalögum færast mál-
efni þessara bama yfir til sveitarfé-
laga. Er verið að fínna lausn á að
byggja annars staðar. Á Egilsá fór
starfsfólkið með krökkunum í skól-
ann í Varmahlíð og Akraskóla. Nú
er verið að skipta verkefninu milli
menntamálaráðuneytis, sem sér um
menntunina, og félagsmálaráðuneyt-
is, sem sér um heimili fyrir þau. Slíkt
sambýli yrði á vegum Svæðisstjómar
um málefni fatlaðra og hefur félags-
málaráðuneytið gefið grænt ljós á
að það verði vistheimili, að því er
Allan segir, en hann er einmitt fram-
kvæmdastjóri Svæðisstjómar fatl-
aðra á Norðvesturlandi með skrif-
stofu á Sauðárkróki. En stofnanir
eru í Siglufirði, Gauksmýri í
Línakradal og á Sauðárkróki, og
þjónustustofnanir á Blönduósi, Siglu-
fírði og Sauðárkróki. En hvar verður
vistheimilið sem kemur í stað Egils-
ár? Það verður fyrir mikið fötluð
böm, sem þurfa að komast að heim-
an. Ekki er staðurinn endanlega
ákveðinn, en talað er um Húnavelli
eða Sauðárkrók.
NÁTTÚRUFRÆÐIFYRIR
YNGSTU BÖRNIN
Breyting varð hjá þeim Allan og
Þóm Björk þegar þau fóm frá Eg-
ilsá. Þá bjuggu þau í eitt ár á Sauðár-
króki, en fluttu síðan í Hjaltadalinn,
þar sem þau leigðu hús og jörð á
Kálfsstöðum í þijú ár. Þóra Björk
var skólastjóri gmnnskólans á Hól-
um, sem hún hættir núna þegar þau
flytja í eigið hús í Garðhúsum með
haustinu. Þaðan er stuttur akstur
fyrir Allan út á Sauðárkrók. En Þóra
Björk ætlar að stunda almenna
kennslu í Akraskóla í Akrahreppi og
sérkennslu í Steinsstaðaskóla í Lýt-
ingsstaðahreppi. Það er þó ekki allt.
Hún hefur verið í sérkennslunámi í
Kennaraháskólanum, sem er tveggja
ára nám, en hún tekur það á fjómm
ámm með fjarkennslu. Hún er komin
í síðari hlutann og hefur þar með
fengið starfsréttindi sem sérkennari.
Hún ætlar að ljúka sémáminu næsta
haust. „Þá hugsa ég að ég hafí lokið
námi,“ segir hún og hlær við.
Ekki viljum við alveg sleppa Þóm
Björk með þetta. Vitum að hún hefur
verið með merkilegt tilraunaverkefni
í náttúrufræðikennslu, nafn hennar
verið á lista yfír styrki þróunarsjóðs.
Hún Iætur lítið yfir því verkefni.
Segir að þetta hafí sprottið út frá
jurtalituninni. Hún hafi alltaf haft
mikinn áhuga á_ grösum og kennt
notkun þeirra. „Á Hólum kenndi ég
með Allyson MacDonald, sem kenndi
bæði við grunnskólann og bænda-
skólann. Hún er náttúmfræðingur
með áhuga á náttúrafræðikennslu.
Og hún hvatti mig til að kenna
yngstu bömunum náttúmfræði. Það
gafst vel og við ákváðum að sælqa
um styrk til þróunarsjóðs og unnum
tilraunaverkefni. Þótt Allyson sé
doktor í eðlisfræði og náttúmfræði
þá getur hún sett sig inn í kennslu
ungra bama. Hún er doktor í
kennslufræði raungreina og mjög
góður handleiðari í kennslu ungra
barna. Um tíma var ég á kafí í þessu
og er raunar enn, því ég hef irýög
gaman af náttúmfræðikennslu. Auk
þess var ég um tíma í hálfri stöðu
ráðgjafa um hannyrðakennslu á
fræðsluskrifstofunni hér. Ég er að
vísu hætt að vinna við náttúmfræði-
verkefnið, sem lauk með skýrslu sem
við skiluðum. En maður hættir aldrei
að nota þá þekkingu sem búið er að
afla,“ segir Þóra Björk.
MEÐ HESTA, BÍL OG
SNJÓSLEÐA
Við höfum setið í sólinni fyrir utan
húsið, þaðan sem heyrast hamars-
högg innan úr húsinu frá smiðnum.
Þama undir ásnum er skjólsælt. Þóra
Gengið um skógræktarsvæðið sem þau hafa girt af, og hugað að þessum 1.000 litlu plöntum sem þau
eru þegar búin að setja niður og eiga eftir að teygja sig upp úr grasinu.
Björk og Allan höfðu ætlað að nota
laugardaginn til að mála þegar gest-
ina bara að garði. Nú göngum við
um húsið og landareignina í Garðhús-
um. Þetta er 70 hektara land og
grasi vaxið. Þóra Björk og Allan em
þegar búin að girða af tvo hektara,
sem ætlaðir em undir tijárækt. í
fyrra byijuðu þau að setja niður
1.000 plöntur, aspir og lerki, vilja
nýta sem mest af jörðinni undir skóg-
rækt. Nú segjast þau vera spennt
að sjá hvemig öspin kemur út, ætla
þijú ár til að sjá hvemig trén spjara
sig, segja þau stolt á svip og benda
á allar litlu plöntumar sem felast í
grasinu. Á landinu er 40 hesta hest-
hús, sem leigt er út fyrir tamninga-
stöð. Þama em mikil tún, sem þau
leigja líka út. En gróðurhúsið ætla
þau að nýta sjálf. í Hjaltadalnum
vom þau með hænsni og hesta og
nú opnast möguleiki til að hafa
nokkrar kindur til eigin nota.
Já, auðvitað em þau með hesta í
Skagafirðinum. „Hesta, bíl og snjó-
sleða,“ segir Allan að bragði og lítur
kankvís á konu sína. „Eg er með
fjalladellu. Við höfum gengið mikið
á fjöll á sumrin, öll fjöll í nágrenni
við okkur. Ég var lengi að gráta út
leyfi fyrir snjósleðanum. En veturinn
1989-90 var óskaplega snjóþungt í
Hjaltadalnum og því þurfti fjölskyld-
an mikið að nota sleðann til að kom-
ast til vinnu og í skólann. Síðan hef-
ur Þóra Björk ekkert minnst á að
snjósleði sé óþarfur. Gallinn er bara
sá að mér þykir ekkert sport í að
aka honum þegar það er orðið
skyldustarf," segir Allan. Hann bæt-
ir því við að sama gildi um hesta-
mennskuna og það að vera Skagfírð-
ingur. Honum dytti aldrei í hug að
segja að hann sé hestamaður í
Skagafirði. En hann kvaðst auðvitað
ríða út. Þóra Björk bætir við sér
þyki bara vænt um að Allan og Sól-
ey Gréta dóttir þeirra hafa svona
gaman af hestum.
Þóra Björk kvaðst þó hafa tekið
þátt í þessum miklu útreiðartúram
hestamannafélagsins Stíganda þegar
þau vom á Egilsá. Þá reið 40-50
manna flokkur eitthvert langt fram
á Ijöll, með mikinn hrossarekstur og
við söng og gleði. Skagfírðingar em
svo skemmtilegir, segja þau. Alveg
óborganlegir. Og svo kasta þeir fram
stökum. í einni slíkri ferð var með
einhver mesti hagyrðingur Skagfírð-
inga, Jói á Stapa. Á Þorljótsstöðum
frammi í Vesturdal var sungið við
varðeld. Um leið og lagið var búið
kastaði Jói á Stapa fram stöku um
sönginn, sem hann hafði gert meðan
hann var að syngja annað lag og
texta. Hefurðu heyrt um mergjaðri
hagyrðing? segir Þóra Björk með
aðdáun. Það er auðheyrt að þau
kunna að meta Skagfirðinga og hafa
fallið vel inn í mannlífið þar.
„Það gerir svo skemmtilegt að búa
úti á landi, að maður fínnur að hver
einstaklingur hefur gildi fyrir sitt
samfélag. Fýrir vikið verða sam-
skipti fólksins nánari. Auðvitað
fylgja því líka gallar, en.í þessu er
mikil trygging," segir Allan. Og Þóra
Björk bætir við: „í Reykjavík um-
gengumst við fólk á líkum aldri með
svipuð áhugamál og samskonar lífs-
reynslu. Hér er maður í samfélagi
við fólk með aðrar skoðanir og á
öllum aldri. Á áttræða vini. Það verð-
ur miklu Qölbreyttara. í Reykjavík
myndar maður ekki vináttu við fólk
á þeim aldri utan fjölskyldu sinnar.
Síðan við fómm úr Reykjavík fínnst
okkur þessi hraði á öllu hafa aukist
þar eða við Ijarlægst hann. í fyrstu
var ýmislegt sem maður saknaði, en
það kom bara svo margt annað í
staðinn. Annars er ekkert mál að
gera menningarreisu til höfuðborg-
arinnar, maður getur ekið þangað á
fjórum tímum í stað 6-7 þegar við
komum hingað fyrst.“
„Það hlýtur að vera framtíðar-
verkefni sveitarfélaga að sameinast,"
segir Allan þegar við höldum áfram
að spjalla um lífið í sveitinni. „Það
er forsenda fyrir byggð á lands-
byggðinni. Á þessum breytingatím-
um mun allt splundrast ef við vinnum
ekki saman að verkefnunum."
ÓHEMJU UPPBYGGING í
MÁLEFNUM FATLAÐRA
„í mínu fagi hefur orðið óhemju-
mikil uppbygging", segir hann þegar
við víkjum talinu að málefnum fatl-
aðra. „Ég efast um að í nokkmm
málaflokki ríkisins hafi verið önnur
eins uppbygging. Við emm að ná
þessu núna, þó maður segist að vísu
aldrei vera 100% ánægður. Og þessi
þróun er um allt land. Ráðgjafar-
og sérfræðiþjónustuna þarf aðeins
að auka. En í sambýlisþjónustunni
höfum við náð langt. Ég held að um
margt stöndum við betur en á hinum
Norðurlöndum. Fyrir nokkmm ámm
fór ég til Norbotten í Svíþjóð, sem
er svipað að stærð, en þar er nálægð-
in við alla þjónustu langt á eftir okk-
ur. Um heilbrigðisþjónustu og þjón-
ustu við fatlaða stöndum við mjög
framarlega. Þurfum aðeins að bæta
hugsunarháttinn í sambandi við að-
gengi og samskipan, þannig að hinn
fatlaði hafí sama rétt til að taka þátt
í samfélaginu og sá heilbrigði. Að-
eins breyting á hugsunarhætti sem
um er að ræða, ekki svo mikið pen-
ingaspursmál. Öll þjónustan er að
vísu dýr, en það er margt sem ekki
kostar peninga sem hefur þýðingu.
Á þessum tímum niðurskurðar hefur
þessi málaflokkur fengið að dafna,
ekki orðið fyrir niðurskurði. Það er
mikilvægt," segir Allan að lokum.
Og við kveðjum þessi óvílsömu
ungu hjón, full af áhuga á sveitinni
og öllu sem lifír og hrærist. Og á
að láta gott af sér leiða. Er hægt
að eiga öllu farsælla líf?
Verðdæmi í ógúst
Utur Hvitur
Litir Grátt-Hvitt-Beige
larmams^
Skeifunni 8 - Reykjavík - Sími 682466