Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 20
©1968 Univer»al Press Syndicaie
„ þezsar töflwr kosba, é>0 kr /j ver,
eécL, þógeiurtekíS tuxr-fyrir työkr."
Ég vil fyrst tala við sérfræð-
ing. Dokaðu við. Ég tala við
þá á dýraspítalanum ...
Aster...
7-10
... að gefa þeim góðan
morgunverð.
TM Reg. U.S Pat 0»f — all rlghts reserved
® 1992 Los Angeles Times Syndicate
En. En mamraa?
BREF TEL BLAÐSINS
Aðaistræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Þjóðemishyggj a
ekki af hinu illa
Frá Einari Birni Bjarnasyni:
Þann 12. júlí síðastliðinn birtist í
Morgunblaðinu grein þar sem Jó-
hann M. Hauksson svaraði grein
minni sem birtist í sama blaði 19.
júní síðastliðinn. Nýverið héldu ínú-
ítar heimsþing sitt, en þir búa eins
og er kunnugt á landsvæðum fleiri
en eins ríkis. Til dæmis Síberíu,
Kanada, Alaska og Grænlandi. Þeir
tala ekki allir sama tungumálið t.d.
skilja ínúítar sem búa á austur-
strönd Grænlands ekki þá á vestur-
ströndinni o.s.frv. Ínúítar hafa
áhuga á að vinna saman að við-
haldi sérkenna sinna. Þó svo þeir
vilji þannig efla sína eigin menningu
á kostnað utanaðkomandi menning-
aráhrifa þá þýðir það ekki að þeir
álít aðrar menningar en sína eigin
vera áf hinu illa. Þeir eru ekki að
segja að utanaðkomandi menning-
aráhrif þurfí að vera af hinu illa,
heldur aðeins það að það væri slæmt
ef þeirra eigin menning myndi glat-
ast. Þá myndi heimurinn verða fá-
tækari en ella. Þetta sama á við
okkur íslendinga. Það að við viljum
hafa vissan hemil á erlendum menn-
ingaráhrifum þýðir ekki að við álít-
umi erlend menningaráhrif endilega
vera af hinu illa. Heldur aðeins að
við teljum það slæmt ef við töpum
okkar sérkennum. Við viljum t.d.
viðhalda okkar íslensku tungu og
okkar íslenska nafnakerfí. Það þýð-
ir ekki að við álítum aðrar tungur
slæmar eða það nafnakerfí sem
tíðkast í nágrannalöndum okkar.
Þetta eru ekki dæmi um það sem
kallast þjóðremba, heldur um það
sem mætti kalla þjóðrækni. Eiga
ekki einmitt hin mörgu ólíku menn-
ingarsamfélög sinn þátt í því að
heimsmenningin er eins auðug og
hún er. Það er jákvætt en ekki
neikvætt að þjóðir viðhaldi sérkenn-
um sínum. Þó svo þjóðir vilji við-
halda sérkennum sínum þá þýðir
það ekki að utanaðkomandi menn-
ingaráhrif hafi ekki áhrif á þróun
viðkomandi menninga. Menningar
þjóða þróast og breytast í gegnum
tímann þ.e. þær eru dinamískar,
lifandi og aðlagast ástandi hvers
tíma. Ekki er hægt að frysta menn-
ingar í því ástandi sem ríkir í dag.
Þá myndu þær hætta að aðlagast
breyttum tímum og þá fyrst myndi
vera veruleg hætta á því að þær
hyrfu. íslendingar hafa í gegnum
söguna yfirleitt ekki verið neitt sér-
staklega andvígir erlendum menn-
ingaráhrifum eða verið neitt sérsta-
lega andvígir því ða útlendigar sett-
ust að hérlendis. í gegnum söguna
höfum við orðið fyrir alls konar
menningaráhrifum og mörg dæmi
eru um það í gegnum söguna að
útlendingar hafí sest hér að án þess
að hafa orðið fyrir fjandskap eða
ofsóknum af einu eða neinu tagi
eins og þekkist sums staðar annars
staðar. Hingað hafa flutt t.d. smáir
hópar Víetnama sem hafa staðið
sig mjög vel og aðlagast íslensku
samfélagi fjótt og vel. Það er alveg
sjálfsagt mál að taka við hópum
að öðru fólki t.d. Rússum, Pólveij-
um o.fl. Þess hefur verið gætt að
slíkir hópar væru smáir til þess að
hér mynduðust ekki menningarkim-
ar fólks með alls ólíka menningu
með þeim árekstrum og vandamál-
um sem slíku hefur fylgt t.d. í
Prakklandi. Þessari stefnu hefur
verið fylgt vegna ótta við slíka
árekstra og vegna þess að við höf-
um viljað varðveita sérkenni okkar
en ekki af fyrirlitningu gagnvart
útlendingum og menningu þeirra,
enda hefur þetta fólk yfírleitt ekki
mætt fjandskap.
Jóhann, hvað eru fullnægjandi
rök? Á hveiju þurfa þau að grund-
vallast? Ég er ekki svo hrokafullur
að ég treysti mér til að setja mig
á háan helst og fullyrða að skoðan-
ir manna séu lélegir þó svo að þær
séu ekki settar fram á vísindalegan
hátt. Ég get verið ósammála en
skoðanir viðkomandi eru samt rétt-
mætar hversu óraunsæjar sem þær
kunna hugsanlega að vera. Það má
vel hugsa sér að það sé skynsam-
legt fyrir- mann að aðhyllast rök
byggð á þjóðernishyggju ef viðkom-
andi telji það sína hagsmuni að
aðyllast þjóðemishyggju. Þegar
menn dæma hvað sé skynsamleg
hugsun og hvað ekki hljóta menn
að hafa einhveija kenningu á bak
við eyrað um skynsamlega hugsun.
En kenningar eru aðeins eitt af
þeim tækjum sem mennirnir not-
færa sér í viðleitni sinni við að elfa
skilning sinn á því hvemig heimur-
inn sé í raun og vem. Þær em ekki
raunveruleikinn. Það þýðir að þó
eitthvert ákveðið atriði sé óskyn-
samlegt samkvæmt einhverri
ákveðinni kenningu um skynsam-
lega hugsun þá er þar með ekki
víst að hún sé í reynd óskynsamleg.
Viðkomandi fyrirbæri gæti verið
skynsamlegt samkvæmt einhveij-
um öðmm viðmiðunum og það virð-
ist þú ekki skilja Jóhann og situr
þar með fastur í gerviheimi kenn-
ingarinnar. Þó þjóðernishyggja sé
óskynsamleg samkvæmt einhverri
ákveðinni kenningu um skynsam-
lega hugsun er þar með ekki víst
að svo sé í reynd eða að hún geit
ekki verið skynsamlega samkvæmt
einhveijum öðmm viðmiðunum eða
að það geti ekki verið skynsamlegt
fyrir einhveija að aðhyllast hana.
Annars þykir mér athyglisvert að
þú virðist aðhyllast ákveðna
óraunsæja útópíu sem felur í sér
ákveðna ósk um hvernig heimurinn
ætti að vera. í slíkum heimi hlytu
að mínu mati allir fyrr eða síðar
að verða eins. Sérkenni myndu
hverfa og ég er hræddur um að þá
yrði frekar leiðinlegt að lifa eins
og þú virðist vera sammála um. Þar
sem þú segist ekki vera hlynntur
því að allir verði eins ættir þú sem
fyrst að gleyma þessari fáránlegu
útópíu. Hvað varðar þær hugmynd-
ir sem ég setti fram um Evrópusam-
félagið (European Community) þá
sé ég ekkert fáránlegt vjð þær og
bið um nánari útskýringar á meint-
um fáránleika þeirra.
EINAR BJÖRN BJARNASON
nemi í stjórnmálafræði
Brekkugerði 30, Reykjavík
Víkveiji skrifar
Víkveiji fór að velta því fyrir
sér, við lestur fréttar um bíl-
slys, hve mörgum bílbeltin hafi
forðað frá meiriháttar áverkum,
örkumli eða jafnvel dauða. Þeir eru
örugglega ekki fáir. Þegar á þetta
er litið má furðulegt teljast hve
beltin mættu mikilli andstöðu, þeg-
ar þeir sem unnu að öryggismálum
í umferðinni hófu baráttu sína fyrir
því að notkun þeirra yrði gerð að
skyldu.
Víkveiji er viss um að andstaðan
við bflbeltin var í raun ekki almenn,
en þeir sem ákafastir voru á móti
þeim létu vel í sér heyra. Voru þá
mörg stór orð látin falla bæði í
töluðu og rituðu máli. Nú eru þær
raddir þagnaðar — og ekki lengur
hægt að beija höfðinu við steininn.
Bílbeltin hafa sannað gildi sitt.
Segja má að umræðan um bíl-
beltin hafí í mörgu líkst öðrum
umræðum, sem oft verða er breyta
á einhveiju. Sjálfskipaðir „sérfræð-
ingar“ rísa þá upp og mála skratt-
ann á vegginn — benda á hugsan-
legar hættur sem gætu orðið ef til-
greindar aðstæður sköpuðust. Síðan
blandast þama inní tilfínningahiti,
kjami málsins týnist eða verður að
aukaatriði og umræðan mótast af
upphrópunum og slagorðum. Síðar
þegar málið hefur sannað ágæti
sitt kannast fæstir við að hafa ver-
ið því andsnúnir.
xxx
Núna fyrir helgina rak kunningi
Vfkveija framan í hann frétt
þar sem frá því er skýrt að íslend-
ingur hafí verið dæmdur í tveggja
ára fangelsi í Frakklandi fyrir að
smygla hassi til landsins. Verður
hann að afplána dóminn í þarlendu
fangelsi og síðan gerður brottrækur
ævilangt af frönsku yfirráðasvæði.
Þá dró hann upp úr pússi sínu
aðra úrklippu þar sem skýrt er frá
því að manni, sem viðurkenndi að
hafa flutt hingað til lands hálft kíló
af amfetamíni, til sölu hér, hafi
verið sleppt úr tveggja vikna gæslu-
varðhaldi, en úrskurðaður i farbann
í þijá mánuði — eða þann tíma sem
reiknað er með að rannsókn málsins
taki áður en það verður sent til rík-
issaksóknara, „sem væntanlega
mun gefa út ákæmskjal“.
Fréttinni lýkur svo með því að
sagt er að þetta sé eitt af stærri
amfetamínmálum síðari ára og að
umræddur maður hafí einnig setið
í gæsluvarðhaldi síðstliðið vor
vegna fíkniefnaafbrots.
Kunningi Víkveija sagði að þess-
ar fréttir sýndu vel mismunandi
viðhorf okkar og Frakka til fíkni-
efnasmygls. Hjá Frökkum er það
litið svo alvarlegum augum að enga
miskunn er að finna, en hjá okkur
verður ekki annað sagt en farið sé
mildum höndum um innflytjendur
og dreifíaðila. Þeir ganga lausir í
lengri eða skemmri tíma eftir að
afbrot þeirra eru upplýst og geta
haldið áfram fyrri iðju — eins og
dæmið hér að framan sannar.
xxx
Lokaorð viðmælanda Víkveija
voru eitthvað á þessa leið:
Er til heil brú í þessu? Erum við
íslendingar ekki enn búnir að átta
okkur á hvílíkur glæpur innflutn-
ingur og sala fíkniefna er? Eigum
við að láta þá sem eitra fyrir öðrum
aðallega æskufólki, sleppa með
klapp á kollinn? Ég veit ekkert lítil-
mótlegra en að gera sér fíkniefna-
sölu að féþúfu vitandi um þann
harmleik, sem það getur haft í för
með sér. — Það er glæpur að láta
slíka menn ganga lausa.