Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐJÐ, ^ 9, ÁGÚST 1992 c 11 MKínversk stjðrnvöld eru ekki hrifin af myndum leik- stjórans Zhang Yimou en þau munu þó leýfa sýningar á nýjustu mynd hans, Rauða ljóskerinu, næstkomandi september. Myndin keppti á móti Börnum náttúrunnar m.a. um Óskarinn fyrir bestu erlendu mynd ársins nú í vor. „Ég hef saknað hlýlegra viðbragða kínverskra áhorf- enda við myndum mínum, þótt þau séu stundum gagn- rýnin,“ segir Zhang. Myndin verður frumsýnd í Háskóla- bíói innan skamms. WkLeikstjórinn og handrits- höfundurinn Paul Schrader hefur gert bíómynd sem heit- ir „Light Sleeper". Schrad- er, sem skrifaði m.a. handrit- ið að „Taxi Driver“, hefur fengið vaiinkunna leikara eins og Susan Sarandon og Willem Dafoe í aðalhlutverk- in en myndin segir frá fíkni- efnasölum á Manhattan. ■ Höfundur myndarinnar Heriry: Nærmynd af fjöldamorðingja, John McNaughton, hefur gert myndina „Mad Dog and Glory“ með Robert De Niro, BiII Murray og Uma Thurman í aðalhlutverkum en myndin verður frumsýnd vestra í þessum mánuði. De Niro leikur lögguljósmynd- ara sem bjargar lífí glæpa- mannsins Murray og fær Uma í verðlaun. BlSKIIPt VI6AHDB Islenska stuttmyndin Biskup i vígahug eftir Steingrím Dúa Másson verður frumsýnd í kvik- myndahúsinu Regnbog- anum í kringum næstu mánaða- mót. Hún er 35 mínútna löng og er útskriftar- verkefni Steingríms Dúa og kvikmynda- tökumann- sins Úlfs Hróbjarts- sonar úr The London Internation- al Film School. Myndin er vísinda- skáldskapur sem gerist í íslenskum raunveruleika og segir frá undarlegum atburðum er taka að gerast í kringum listamanninn og spjátr- unginn Fritz Van Blitz þegar hann er staddur á Islandi en erkióvinur hans, heilagur Frikki Fabíus 13, hefur undir höndum nýtt vopn sem mun gera hann að ríkustu og valdamestu lífveru alheims. Með aðalhlutverkin Kjartan Bergmundsson sem Frikki’ Fabíus 13 í Biskup í vígahug. fara Gísli Rúnar Jónsson, Kjartan Bergmundsson og Ámi Pétur Guðjónsson en önnur hlutverk eru í höndum Baltasar Korm- áks, Magnúsar Jónssonar, Þóris Bergs- sonar, Skúla Gautasonar og Stein- unnar Ólínu Þorsteins- dóttur. Skartgripir áðalpersón- anna voru smíðaðir af skartgripa- hönnuðin- um Torfa Hjálmars- syni, um leikmynd sáu Stígur Steinþórs- son og Böðvar Jónsson, búninga sá Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir um, Steingrímur E. Guð- mundsson sá um tónlist, Elísabet Ronaldsdóttir klippti, Kristin B. Thors sá um förðun og hljóðið sá Júlíus Agnarsson um. Myndin var tekin í Reykjavík og m.a. uppi á Snæfellsjökli síðasta sum- ar. MARTIN GUERRE ENDURGERÐ Endurgerðir og fram- haldsmyndir eru mjög í tísku vestur í Hollywood eins og alkunna er og þyk- ir mörgum það bera vott um ófrjótt ímyndunarafl þeirra sem reka kvik- myndaborgina. Þeir leita oftar en ekki til Evrópu eftir myndum til að endur- gera, kannski sérstaklega Frakklands. Nú stendur einmitt yfir gerð bandarískrar útgáfu á frönsku Gérard Depardieu- myndinni „Le retour de Martin Guerre“, eða Martin Guerre snýr aftur, frá árinu 1982, sem sýnd var í Stjörnubíói á sínum tíma. Leikstjóri hennar var Dani- el Vigne en bandarísku út- gáfunni stjórnar Jon Amiel. Franska myndin var byggð á sönnum atburðum og sagði frá bóndanum Guerre sem hvarf að heim- Meira spennandi: Foster. an í sjö ár og þegar hann sneri aftur var hann svo breyttur maður að fólk hélt hann væri að villa á sér heimildir og yfirvöld drógu hann fyrir dóm. I banda- rísku útgáfunni þar sem Jodie Foster og Richard, Gere fara með aðalhlut- verkin, er sögusviðið borgarastríðið í Bandaríkj- unum um miðja síðustu öld. Foster leikur prestsdóttur er giftist syni vellauðugs plantekrueiganda sem hverfur í stríðið. Mörgum árum seinna snýr hann aft- ur — eða einhver sem seg- ist vera hann. Nýja nafnið á myndinni er „Sommersby“ og eru í henni ástríðufullar ástarsen- ur á milli Foster og Gere, en sú fýrmefnda ku stefna að því að gera ímynd sína á hvíta tjaldinu meira spenn- andi með kynlífssenum. 23.200 HAFA SEÐ VERÖLD WAYNES Alls hafa nú um 23.200 manns séð gam- anmyndina Veröld Waynes í Háskóla- bíói að sögn Friðberts Pálssonar bíóstjóra. Þá hafa 17.300 séð Steikta græna tóm- ata, 12.400 spennumyndina Refskák, 5.800 myndina um Lukku-Láka og 2.500 gaman- myndina Bara þú. Næstu myndir Háskólabíós eru spennu- myndin „Love Crimes“ eftir Lizzie Borden með Sean Young og Patrick Bergin í aðal- hlutverkum, „Jersey Girl“, Kurosawamynd- in „Rhapsody in August" með Richard Gere í aðalhlutverkinu, kínverska myndin „Jo Dou“ eftir Zhang Yimou, þann sama og gerði Rauða ljóskerið, Bóhemalíf, eða „La vie de boheme", eftir Aki Karismauki. Sýnd í október; Halle Berry og Eddie Murphy í „Boomerang". Seinast í september kemur spennumyndin „Patriot Games“ með Harrison Ford en næst á eftir henni kemur nýjasta mynd Eddie Murphys, „Boomerang". KVIKMYNDI /Eru Frakkar komnir meb Víetnambakteríunaf Nafnlausa stríðið Frakkar eru sérstaklega uppteknir af fortíð sinni sem nýlenduveldi í ár því hvorki fleiri né færri en fjórar myndir frumsýndar á árinu, þar af ein fjögnrra tíma heim- ildarmynd, fjalla um nýlendur þeirra, hlutverk þeirra sem nýlenduþjóðar og ástir og örlög Frakka í nýlendunum. etta minnir lítillega á eftir Arnold Indriðoson Þ, Víetnamtímabilið í bandarísku bíómyndunum á síðasta áratug en ein af frönsku myndunum fjallar ________ um stríðið í Indókína og heimild- armyndin er um bar- áttu Frakka í Alsír. Sú mynd, sem mest umtal hefur fengið, aðallega vegna kynlífsatriðanna, er Elsk- huginn („L’Amant") eftir Jean-Jacques Annaud (Leit- in að eldinum). Hin sögulega stórmynd Indókína með Cat- herine Deneuve er eftir Reg- is Wargnier, heimildar- myndin er eftir Bertrand Tavernier („’Round Midn- ight“) og sagnfræðinginn Patrick Rotman og heitir Nafnlausa stríðið („La gu- erre sans nom“) og loks er það stríðsmynd Pierre Scho- endoerffer, Dien Bien Phu, er segir frá orustunni um samnefndan stað árið 1954, sem markaði endalok franska nýlendutímans í Indókína og upphaf afskipta Bandaríkjanna af málefnum Víetnams. Frakkar börðust í 16 ár við að halda í drauminn um nýlenduveldið en ólíkt bandaríska Víetnamstríðiriu fór sú barátta að mestu fram í kyrrþey. Stjórnvöld skömmtuðu fréttir af víg- völlunum og það er aðeins í gegnum heimildarmyndir eins og þá eftir Tavernier að franskur almenningur hefur komist nær sannleik- anum. Leikstjóri Dien Bien Phu, Schoendoerffer, tók sjálfur þátt í hinu fræga umsátri um franska vígið er stóð í 57 daga og kostaði 4.000 franska hermenn lífið en aðrir 8.000 létust af sá- rum eða í fangabúðum. Um 10.000 vietminh-hermenn, undanfarar vietcong-her- manna, létust. Schoendoerf- fer var ljósmyndari sendur til Dien Bien Phu árið 1954, lifði af umsátrið og vist í fangabúðum og hefur myndin ekki síst gildi vegna persónulegu reynslunnar sem hann getur miðlað á fílmu. Indókína með Deneuve er ástarsaga frá fjórða ára- tugnum þar sem leikkonan dáða þykir stórkostleg í að- alhlutverkinu en myndin er Fjórar nýlendumyndir; Deneuve fer með aðalhluverkið í Indókína. mjög vinsæl í Frakklandi. Vinsælust allra nýlendu- myndanna er þó Elskhuginn („L’Amant“)eftir Jean- Jacques Annaud og það er kynlífinu að þakka. Það þarf að leita aftur til Emmanu- elle frá 1974 til að finna hliðstæðar vinsældir en báð- ar eru þær um ungar stúlk- ur sem uppgötva kynlíf í framandi umhverfi asíu- landanna. Blöð hafa slegið því upp að kynlífsatriðin í myndinni séu ekta en stúlkan sem fer með annað aðalhlutverkið, breska leikkonan Jean March, 18 ára gömul, neitar því staðfastlega. Myndin er gerð eftir skáldsögu Marguerite Duras frá 1984, sem er æfisöguleg að nokkru og gerist í Indókína á þriðja áratugnum. Hún hefur reyndar ekkert viljað við verk Annauds kannast en allt hefur þetta haft mjög góð áhrif á aðsókn myndar- innar. Nýlendumyndirnar hafa aukið umræðuna í landinu um nýlendutímann franska á öldinni ekkert ósvipað og Víetnammyndirnar hafa orðið til að vekja athygli á stríði sem menn hafa helst vi(jað gleyma. Hvort þessar myndir séu fyrirboði ann- arra og fleiri skal ósagt lát- ið en það væri sannarlega gaman að fá einhverjar þeirra hingað í kvikmynda- húsin. I BIO Böm náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriks- son hefur nú verið sýnd í Stjömubíói í meira en ár samfleytt og hafa að- standendur hennar af því tilefni lækkað miðaverðið á hana og sett upp sýn- ingu í bíóinu á verðlauna- gripunum sem hún hefur unnið. Á því ári sem myndin hefur verið sýnd hefur henni hlotnast margskon- ar heiður, hún hefur farið óvenju víða á sýningar og hlotið fjölda viðurkenn- inga og verðlauna en há- punkturinn á því öllu var útnefningin til Óskars- verðlaunanna sem besta erlenda myndin 1991. Myndin hefur þegar vakið mikla athygli er- lendis og í haust fer hún víða í almenna bíódreif- ingu, seinna verður hún sýnd í sjónvarpi úti í lönd- um og kemur svo væntan lega út á myndbandi. Þeir sem réttlæta íslenska kvikmyndagerð með þeim rökum að hún sé góð og tiltölulega ódýr landkynn- ing eiga varla betri rökst- uðning en Börn náttúr- unnar því eins og dæmin sanna er bíómyndin að- gengilegasti miðillinn þegar kemur að útflutn- ingi á list og nær til lang- flestra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.