Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 C 15 Hann tók til máls og beitti öllum máltöfrum sínum. Þetta hefur varla verið í fyrsta skipti, sem hann þurfti að fást við kvenmann í vígahug, enda tókst honum furðu fljótt að róa Karen með orðum sínum, að sögn leikaranna. Hann tók svipuna af henni, lagði hana varlega á skrifborð- ið og hafði ekki augun af Karen á meðan. Augnaráð hans var blítt og angurvært, næstum því eins og hann væri að fyrirgefa henni eitthvað, en ekki öfugt. Karen bráðnaði, þegar hann tók blíðlega utan um hana og þrýsti löngum og heitum kossi beint á varir hennar. Hún stóð tárvot og niðurlút og kinkaði kolli, þegar hann spurði, hvort ekki væri réttast, að leikararnir tveir yfirgæfu herbergið. Tókust raunverulegar sættir með þeim? Enginn veit, hvað þeim fór á milli, þegár þau voru tvö ein orðin, en ein- hvers konar sáttum hefur hann náð með blíðmælgi sinni og persónutö- frum. Hvort sem það var af hræðslu við skaphita Karenar eða af öðrum ástæðum, hefur hann lofað að greiða henni eitthvert fé til baka, og margt bendir til þess, að hann hafi lofað henni einhveiju meiru, þ.e. hjóna- bandi, og að það hafi orðið honum dýrkeypt að lokum að draga það sí- fellt á langinn. Svo mikið er víst, að næstu mánuði sáust hinir tveir „elsk- endur" oft saman opinberlega. Þau leiddust eins og trúlofað par og virt- ust una sér vel saman. Allra augu voru á þeim, því að saga þeirra var þekkt. Vinir og kunningjar beggja héldu niðri í sér andanum og óttuð- ust, að þetta „vopnahlé" gæti ekki enzt lengi. Þeir vissu, hve hann var léttúðugur og kvensamur, og að und- anfömu höfðu þeir kynnzt skapofsa hennar og bijálæðislegri afbrýði- semi. Næstu vikumar lauk Esmann við textana, sem hann ætlaði sjálfur að flytja í „Sommerlyst", og sfðan tóku við endalausar æfingar hans fyrir framan stóran spegil. Karen varð nú full af námsáhuga og varð cand.phil. við Hafnarháskóla um vorið. Ótryggt samband Parið fór út saman á kvöldin, en á daginn voru þau að vinna og læra, hvort í sinni íbúðarkytru. Esmann gat ekki lengur dulið það, hve þving- andi honum þótti þetta samband. Vinir hans segja, að hann hafi ekki vitað sitt ijúkandi ráð. Hann hafi verið hrifínn af henni á vissan hátt, en hann hafi líka verið orðinn hrædd- ur við hana. Honum duldist ekki, að farg vonbrigða og afbrýðisemi hélt glaðværð hennar niðri, og gáfur hennar og menntun nutu sín ekki lengur í samtölum. Hún var ekki lengur alveg með fullum sönsum. Honum fannst óþolandi að vera svona bundinn henni og þora ekki að líta á annað kvenfólk. Ryfi hann sambandið, væri hún vís til að grípa til örþrifaráða. Mest óttaðist hann, að hún höfðaði mál á hendur honum fyrir fjársvik og heitorðarof. Hann myndi tapa málinu með skömm og verða gerður gjaldþrota. Vinir hans sáu ekki betur en að þessi harðgerði maður væri að verða taugaveiklaður. Vinir hennar segja, að þótt hún virt- ist stillt á yfirborðinu, hafi verið komið annarlegt blik í augu henni, eins og hún væri sífellt á verði. Þeim þótti óþægilegt að umgangast hana sumarið 1904; þekktu hanaekki fyr- ir sömu manneskju. Frumflutningur á hinum nýju verkum Gustavs Esmanns fór fram í „Sommerlyst“ 24. maí 1904. Þótt höfundur og flytjandi væri greinilega taugaveiklaður, ber Kaupmanna- hafnarblöðunum saman um það, að þarna hafí hann unnið einn stærsta sigur sinn. „Lille Kylle med Smilehullerne“ kemur til sögunnar Fleiri komu fram en Gustav Es- mann í „Sommerlyst" þessi sumar- kvöld. Frægastur þeirra var skáldjöf- urinn Holger Drachmann, sem las upp, en einnig má nefna leikarann Christian Schroder, sem gerði „Flojtevisen" fræga þetta sumar, og ekki má gleyma hinni yndisfögru froken Kylle Carlsen með spékopp- ana sína. Esmann stóðst ekki fegurð hennar og æskufjör. Brátt voru þau farin að daðra á bak við tjöldin milli atriða, en þangað náði skarpt augna- ráð Karenar ekki. En konur eru næmar á slíka hluti, og brátt urðu vinir Karenar þess varir, að hún lagði fæð á litlu fröken Carlsen. Vinkonur Karenar voru nærstaddar, þegar ein- hver ónærgætinn leikhúsmaður kall- aði Esmann og Carlsen „de nyfor- elskede", svo að Karen heyrði. Hún lét sem ekkert væri, en það fór ekki framhjá vinkonunum, að hún skipti snöggt litum; náfölnaði fyrst, en setti síðan dreyrrauða. Þessi litbrigði þótti þeim ills viti. Aðfaranótt 4. september 1904 urðu þau Gustav og Karen að venju samferða heim í „ástarhreiðrið" við Vesturbrúargötu. Seint um morgun- inn barði hreingemingakona að dyr- um, en ekki var anzað. Skúringakon- ur komu til að þrífa tvívegis eftir það, en aldrei var svarað. Dymar voru læstar að innan. Ræstingastýr- an skrifaði athugasemd um það í kladdann, að þennan dag hefði ekki verið hægt að hreinsa og taka til í íbúðinni, af því að starfsfólki hefði ekki verið hleypt inn. Dyravörðurinn, sem verið hafði trúnaðarmaður Es- manns, sá athugasemdina á fímmta tímanum. Honum þótti þetta kynlegt og reyndi nokkrum sinnum árangurs- laust að ná símasambandi við íbúð- ina. Um kl. hálfsex fékk hann leyfí gistihússtjórans til þess að láta smiði hótelsins koma með sér og opna. Það gerðu þeir, og inn litu þeir, og ljótt var að sjá! Ljótt var um að litast í ástarhreiðrinu Esmann lá í hnipri á gólfínu fyrir framan stól, íklæddur nærbol og nærbuxum. Hann virtist hafa setið og verið að fara í fyrri sokkinn, þeg- ar byssukúla hefur farið inn um hægra eyra. Engin merki vom um áflog eða önnur átök. Hann hlýtur að hafa dáið samstundis. í hinu herberginu lá frk. Ham- merich endilöng á gólfínu. Stór skammbyssa lá við hægri lend. Blóð seytlaði úr skotsári á höfði hennar. Annar smiðurinn lyfti höfðinu og tók eftir því, að hún andaði enn, en af veikum mætti. Dyravörðurinn hringdi eftir hjálp, og síðan var hún flutt í borgarsjúkrahúsið (Kommune- hospitalet). Hvað hafði gerzt? Fékk Karen afbrýðisemiskast? Sá hún fram á, að Gustav gæti aldrei, jafnvel þótt hann vildi, endurgreitt henni eyðsluf- éð frá Lundúnadvölinni? Þoldi hún ekki fátæktina, sem var honum (og trúgirni hennar) að kenna? Myndi fátækt og skömm fylgja henni ævi- langt? Skildist henni nú, að hann myndi aldrei efna hjúskaparheit við hana, nema þá þvingaður? Sá hún, að hann myndi aldrei reynast henni tryggur lífsförunautur? Var hann ekki þegar farinn að stíga í vænginn við eina? Skotraði hann ekki alltaf augunum ósjálfrátt á eftir hveiju pilsi, eftir öllum stúlkum, yngri henni sjálfri? Var hún þegar orðin of göm- ul fyrir hans smekk? Var mannorð hennar og nafn fíölskyldu hennar eyðilagt með framkomu hennar? Var hún „fallin kona“? Ætti hún sér ekki framar endurreisnar von, jafnvel þótt þau giftust, í hugum „fína fólks- ins“, sem hún taldisttil upphaflega og vildi áfram teljast til? Var hún óafturkallanlega orðin að druslu og dræsu, „halvdame“, „demimonde"? Þetta veit enginn, en vinir hennar álíta sennilegt, að allt þetta hafi blandazt saman í sinni hennar og orsakað ofsalega geðsveiflu. Karan Hammerich lifði í sólar- hring. Hún lézt án þess að komast til meðvitundar. Þetta stóð í einu blaðinu: „Örlögin voru henni hliðholl að lokum. Líf hennar var eyðilagt, og nú er því lokið. Hefði framhald á því ekki orðið hræðilegt"? Mest selda fartölvan í Evrópu, Macintosh PowerBook, hefur löngu sannað yfirburði sína varðandi afköst, notendaviðmót og vinnslugetu við hefðbundna tölvuvinnslu. Hún vegur aðeins 2,3 kg, tekur svipað pláss og A4-blað og er með einstakan gæðaskjá. vróoumeistarinn : Aðeins kn'stóf. Vegna hagstæðra samninga getum við nú boðið þessa vinsælu fartölvu á aðeins 127.553,- kr. eða 119.900, - stgr. (með VSK). Grunnverð var áður: 196.900, - PowerBook 100 er meðfærileg og er einstaklega þægileg fyrir þá sem vilja vera á ferð og flugi og geta unnið á fullkomna Macintosh-tölvu hvar sem þeir eru staddir. Við tölvuna má tengja mótald sem gerir mögulegt að tengjast við tölvur á íslandi þótt notandinn sé í öðrum heimshluta auk þess að senda fax beint úr tölvunni. Hún er með alíslenskan kerfishugbúnað og hægt er að nota öll helstu Macintosh-forritin í henni. Sé hún tengd við aðra Maeintosh-tölvu ræsist hún sem harðdiskur á þeirri tölvu, tilbúin til gagnaflutnings eða frekari vinnslu. Macintosh PowerBook 100: 4 Mb vinnsluminni, 40 Mb innbyggður harðdiskur, 1,4 Mb diskadrif, 9" baklýstur Supertwist-fljótandi krystalsskjár, íslenskur kerfíshugbúnaður, innbyggt net-tengi, innbyggður hátalari og tengiil fyrir magnara, möguleiki á minnisstækkun og innbyggðu faxmótaldi. Þyngd: 2,3 kg. Apple-umboðið Skipholti 21, Rvk. Sími: 91-624800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.