Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 .rf----------------------------------------------T-TT-■ • " -,! —-rr?——wj~ AF SPJÖLDUM GLÆPASÖGUNNAR/Enginn skyldi vanmeta hefndir forsmáðrar ástkonu. Rithöfundurinn og kvennaflagarinn frægi, Gustav Esmann, fékk að kenna á því. HEFND HINNAR FOR- SMÁÐU ÁSTKONU HEFNDER forsmáðrar konu hafa aldrei þótt nein gamanmái, og eru til málshættir og orðtök í mörgum tungumálum, sem lúta að því. Sé ást hennar ekki aðeins forsmáð, heldur konan einnig smánuð opinberlega, getur hefndin orðið grimmileg. „Svikin kona í hefndarhug er hættulegasta dýr ájörðinni" er aðeins eitt alþjóð- legra máltækja. Gáfaðar konur geta orðið fórnarlömb flagara, ekki síður en hinar, þvi að „þegar ástin læðist inn um kjallara- dyrnar, stekkur skynsemin fram af svölunum," segja Portúgalar. Þótt flagarinn sé alræmdur, hafi illt orð á sér í þessum efnum og sé Iöngu alþekktur að sviksemi í ástamálum, halda konur samt áfram að laðast að honum og ganga fúsar í tálnet hans. Þær virðast hugsa: „Það hlýtur að véra eitthvað sérstakt við hann. Eg þarf ekki að brenna mig, eins og hinar hafa gert.“ Hér segir frá ungri aldamótakonu í Kaupmannahöfn, sem ástin blindaði gersamlega, þegar kvenhollur frægðarmaður á miðjum aldri beitti töfrum sínum og karlmannshörku. Karen Elisabeth Hammerich, stud.med., 29 ára, vorið 1904. Myndin er tekin, þegar hún varð cand. phil. við Hafnarháskóla. Þá hafði hún að nýju tek- ið upp samband við rithöfundinn og leikarann Gustav Frederik Esmann, — en hversu traust var það? Elskaði hann hana, eða þorði hann ekki ann- að en að þóknast henni? Rithöfundurinn Gustav Frederik Esmann. Hér er kvennagullið mikla 44 ára og á hátindi frægðar sinnar sumarið 1904. Haustið flutti með sér morð og sjálfsmorð. Rithöfundurinn Gustav Es- mann var um síðustu aldamót meðal þekkt- ustu manna í Kaup- mannahafnariífínu. Hann fæddist 1860 og ólst upp í Vébjörgum og Óðinsvéum, þar sem faðir hans var herbúðaforingi. Faðir hans var annálað glæsimenni og kenndi syninum að bera sig vel á velli, hafa á sér hermennskusnið og láta ekki hlut sinn fyrir neinum. Frá föðumum erfði hann ögrandi og nokkuð frekjulega og þóttafulla framkomu. Hann gat verið ótrúlega árásargjam og ónotalegur, viðskota- illur, og galt þess bæði þjónalið í veitingahúsum og konungborið fólk í hirðveizlum. Móðirin, sem var hneigð til bóklestrar og skáldskapar, sá um það að eftiriætisdrengurinn hennar hefði jafnan nóg að lesa í gömlum og nýjum bókmenntum, og hún lagði ríka áherzlu á það í uppeld- inu, að Gustav lærði fágaða fram- komu, kurteisi („yfírborðs-kurteisi", sögðu nú sumir) og ströngustu mannasiði þeirra tíma. Pilturinn kunni sig þvi, ef hann vildi það við hafa, en það var ekki alltaf. Þótt menn hrykkju stundum undan sting- andi orðum í fljúgandi mælsku hans, fyrirgafst honum það oft, því að hann gat líka verið nærgætinn og elskulegur. Misnotaði hann rithöfund- arhæfileika sína og kvenhylli? Gustav varð stúdent 1877, en eitt- hvert eirðarleysi olli því, að hann lauk engu háskólanámj, þótt hann hæfí það nokkrum sinnum í ýmsum greinum. Þegar um tvítugsaldur voru blaðagreinar hans um margvísleg efni famar að vekja athygli, og á níunda áratugnum skóp hann sér varanlegan orðstír sem einhver lip- rasti, hvassasti og skemmtilegasti penni í danska'blaðaheiminum. Stíll hans var beinskeyttur og fágaður. Hann var ekki orðinn 25 ára gam- all, þegar hann gat lifað af blaða- skrifum, og þessu fylgdi viss tegund af frægð, hin svipula blaðamanns- frægð umtalaðs og umdeilds penna. Allir, sem eitthvað kvað að í dönsku menningar- og stjómmálalífi, óttuð- ust að verða fyrir eitruðum skeytum hans, og margir vildu koma sér í mjúkinn við hann fyrirfram með því að bjóða honum óspart í veizlur og jafnvel reyna að gera hann að heim- ilisvini. Hánn var fyndinn, andríkur, flugmælskur og jafnan vel búinn eft- ir nýjustu tízku og snyrtilegur í hví- vetna. Framkoma hans var skömleg og yfirbjóðandi. Hann gekk mjög í augun á kvenfólki og nýtti sér það ósparlega. Snemma fóru að ganga miklar sögur af kvennafari hans, og höfðu margir hom í síðu hans af þeim sökum. „Gustav er skrautlegur og illgjam geitungur, sem mun að lokum tor- tímast af eigin eitri,“ skrifaði rithöf- undur einn í dagbók sína um þessar mundir. Hann langaði til þess að verða alvöru rithöfundur, en ekki aðeins blaðamaður, og einnig þar tókst honum vel upp. Frá 1880 og ■ til dauðadags sendi hann frá sér sand af smásögum og stuttum leik- þáttum, sem öfluðu honum mikilla tekna og vinsælda. Efnið var oft tek- ið beint úr daglega lífínu í Kaup: mannahöfn. Leikþættimir þóttu bráðsmellnir og vom sýndir enda- laust. Enn er verið að sýna sjónleik- inn „Den kære Familie" (kvikmynd- aður 1962). Hann var leikhússtjóri um tíma. Esmann barst mikið á og hélt sig alltaf ríkmannlega, enda taldi hann sig í hópi mestu andans manna í Danmörku og ætti að njóta þess. Kvennafar hans þótti smám sam- an með endemum og furðulegt, hve hann komst upp með margt í þeim efnum. Sagt var, að í Frakklandi hefði hann verið fyrir löngu fallinn í einvígi, eða honum hefði verið skol- að út í Signu, svo að lítið bæri á. Hann naut þess, að kvenfólk hélt ávallt tryggð við hann og vildi ekki tala illa um hann, þótt hann flögraði ótt og títt miili nýútsprunginna rósa- knúppa og hunangsvara í kvennabló- manum í Kaupmannahöfn og skildi margar stúlkur eftir þurrausnar í sárum. Ein hroðalegasta sagan var sú, að hann hefði misnotað sér vin- áttu við þekktan borgara til þess að forfæra fyrst eiginkonu hans og draga síðan tvær dætur hans á tál- ar, hvora á eftir annarri. Að vísu voru dætumar frá fyrra hjónabandi mannsins, — en samt... Rithöfundurinn frægi lifði um efni fram Hann var orðinn 42 ára 1902. Alltaf þótti hann jafn töfrandi, „eleg- ant“ og fyndinn bæði í framkomu og skrifum. Enn daðraði hann við allar konur, sem komu í námunda við hann. Tekjur hans af sjónleikjum, bókum og blaðaskrifum voru miklar, en þó var flárhagur hans um þessar mundir næsta bágborinn, væri grannt skoðað. Hann var skuldunum vafinn, því að eyðsla hans í „hið ljúfa líf ‘ var yfirgengileg. Hann var varað- ur við því, að síðustu þijú ár hefði árleg eyðsla hans að jafnaði verið um það bil tvöföld á við tekjumar. Bilið brúaði hann enn með hvers kyns skyndilánum, sem öll voru kom- in í óreiðu, enda virtist honum það langt fyrir neðan virðingu rithöfund- ar að eyða tíma í bókhald og fjár- hagsáætlanir. Rík læknisdóttir í ástarsorgum heldur til Lundúna Esmann fór til Lundúnaborgar vorið 1902. Hann var þar oft í hópi Dana, fékk lán hjá karlmönnunum og daðraði við konumar. í augum þeirra var hann sannur heimsborgari með höfðingjasniði, og lögðu þær stundum gott orð inn hjá eiginmönn- um sínum, þegar hann fór fram á „bráðabirgðalán" hjá þeim. Meðal Dananna var 27 ára gömul, ógift stúlka, Karen Hammerich, dóttir þekkts læknis í Kaupmannahöfn, sem nú var látinn. Hún var afar vin- sæl, enda glaðlynd, gáfuð og aðlað- andi, auk þess að vera ljómandi fal- leg og skemmtileg. Öllum líkaði vel við hana. Hún hafði verið við læknis- nám í Kaupmannahöfn, þegar faðir hennar dó, og erfði hún töluvert eft- ir hann. Ekki skorti hana biðlana, en hún hafði engum gefízt enn, enda vildi hún Ijúka námi fyrst og sýna, að hún gæti verið sjálfstæð og óháð í lífinu. Hún var mjög elsk að föður sínum, og það varð henni áfall, þeg- ar hann lézt. Einnig gerðist það um sömu mundir, að samstúdent hennar kvæntist vinkonu hennar, en talið vár, að Karen hefði ætlað sér hann sjálf að lokum, en dregið jáyrði sitt við hann um of á langinn með þess- um afleiðingum. Um þetta leyti eins og stundum fyrr og síðar voru hvers konar nuddlækningar í tizku. Karen smitaðist af áhuganum, og þar sem hún vildi koma sér burtu frá Höfn um tíma, ákvað hún að gera hlé á læknisfræðinámi sínu og halda til nuddlækninganáms í útlöndum. Gamall kunningi föður hennar, Guð- mundur Guðmundsson frá Torfastöð- um í Grafningi, nuddlæknir í Kaup- mannahöfn, ráðlagði henni að fara í slíkt nám í Lundúnum, þar sem nýjustu aðferðir væru kenndar, og hlýtti hún því ráði. Hún var því sam- tímis Esmann í Lundúnum, þar sem hún var þegar komin á kaf í Iista- mannalífíð. Þau hittust því oft, bæði í hópi Dana og með enskum lista- mönnum. Ný ást blossar! Ekki leið á löngu, unz Karen var orðin ástfangin af Gustav. Lengi innibyrgð ástarþrá hennar virðist hafa blossað upp af frumstæðum krafti. Hún tók dýra íbúð á leigu. og þangað fluttust þau saman. Ást- arbrími hennar hefur alveg blindað hana, því að hún greiddi allar skuld- ir hans í Englandi, borgaði gjöld hans í fínustu og dýrustu klúbbum borgarinnar, tók hann með sér í ferðalög og sótti með honum skemmtanir, hljómleika, leikhús og veitingahús. Hún tók hann gjörsam- lega upp á sinn eyk, því að fé átti hann ekkert. Reyndar ber mönnum saman um það, að hann hafí einnig orðið ástfanginn, að svo miklu leyti sem honum var fært að elska aðra en sjálfan sig. Svo mikið er víst, að þetta samband þeirra var lengsta samband sem hann stóð í um dag- ana, a.m.k. opinberlega, en talið er, að hann hafí haft aðgang að sumum hálfleynilegum ástkonum sínum allt frá unga aldri. Þær fyrirgáfu honum allt, líka það, að hann lét aldrei sjá sig með þeim á almannafæri. Þeirrar náðar nutu aðeins þekktar leikkonur; frægar andans gyðjur og fegurðar- dísir. Svo fór, að Karen varð uppi- skroppa með fé, og hlýtur hann að hafa komizt í föðurarf hennar í Höfn með einhveijum hætti. Þegar honum varð ljóst, að hún annað hvort gat ekki eða vildi ekki borga meira, lét hann þjónaþeirra flytja fata- og bókakistur sínar til kunningja síns. Hann sagði henni, að í spamaðar- skyni ætlaði hann að búa þar um tíma, ráðlagði henni að segja upp húsnæðinu og flytjast til vinkonu sinnar, kvaddi hana „í bili“ og hélt á eftir kistum sínum. Karen Hammerich varð mikið um þetta, en hélt síðan til Hafnar, von- svikin og í uppnámi vegna óvæntra fjárhagsvandræða, sem hún hafði ekki kynnzt áður. „Hann fyllti sál mína fölskum töfrum" Smám saman lukust augu Karenar upp fyrirþví, að hún hafði saklaus lent í klóm tilfinningalauss flagara. Hún var æst og málgefin í hópi vina, svo að þeirtóku jafnvel að óttast um geðheilsu hennar. Hún tjáði þeim, að Gustav hefði heitið henni eigin- orði, fyllt sál hennar fölskum töfrum, misnotað líkama hennar, eytt öllu fé hennar og svikið hana í tryggðum. Vinir hennar reyndu að segja henni, að svona hefði hann alltaf verið, þeir hefðu varað hana við honum. Gustav Esmann væri í raun lítill drengur, sem aldrei hefði orðið full- orðinn alvörukarlmaður, þrátt fyrir allt kvennafarið. Karen hlustaði á þetta allt, en ástarhatur forsmáðrar konu lætur ekki að sér hæða. Hún virtist ekki geta hugsað um annað en hann. Vin- konur hennar fóru að reyna að koma henni saman við frambærilega ung- herra, en þær og hún fundu, að hún „hafði fallið í verði“ á giftingarmark- aðinum. Hún, sem var af svona fínum ættum og hafði sjálf svo mikið til brunns að bera, var nú févana og próflaus kona að nálgast þrítugt, sem hafði fallerast með alræmdum flag- ara. Öll Kaupmannahöfn vissi þetta. í janúar 1904 kom upp kvitturum það í dönskum menntamannaklíkum, að Esmann væri snúinn heim, hefði tekið íbúð áleigu á óþekktum stað í Kaupmannahöfn og færi huldu höfði. Karen komst um síðir að felu- stað hans, í Centralhotellet (oft kall- að Paraplyen) á horni Ráðhústorgs og Vesturbrúargötu, og hélt hún nú þangað í æstu skapi í fylgd tveggja vina, en það voru leikaramir Albrecht Schmidt og Margrethe Nyrup. Hún hafði svipukeyri í hendi. Svipuhögg! Hún sparkaði sjálf upp hurðinni og gekk ógnandi inn með reidda svip- una. Gustav Esmann hafði setið við skrifborð, en nú stóð hann orðlaus upp, gekk að hægindastóli við götu- gluggann og skýldi sér bak við stól- bakið. Leikaramir staðnæmdust rétt fyrir innan dymar, en Karen Ham- merich gekk inn á mitt gólf og hóf ræðu sína. Með beizkum orðum ásak- aði hún elskhuga sinn um samvizku- leysi, sviksemi og fantaskap. Es- mann hlýddi þegjandi á, náfölur, en hnarreistur og hermannlegur að vanda. Skyndilega gerði hún hlé á tölu sinni, stökk fram og sló hann bylmingshögg í andlitið með svip- unni. Esmann var vanur því að vera „situationens herre“, og svo fór nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.