Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 r» ftir að við höfðum borð- að lax í veiði- 1 húsinu var ' lagt af stað til Keflavíkur . þar sem J einkaþota Æ hans beið til- búin að fljúga með hann og konu hans ásamt þremur vinum heim á leið, til Flórída þar sem þau búa. Þegar við komum á staðinn var Nicklaus enn að veiða, eða reyna að veiða því hann fékk engan lax þann daginn, en Barbara, kona hans, fékk einn og lét mann sinn óspart heyra það. Það voru viss von- brigði að hitta Nicklaus í fyrsta sinn. Maðurinn sem var svo stór í augum blaða- manns, kylfíng- ur sem ég hafði fylgst lengi með í gegnum fjöl- miðla, var ekki mikið fyrir augað þegar hann kom frá ánni í vöðlunum og með veiði- hattinn. Einhvem veginn hafði ég búist við honum allt öðruvísi. En handabandið var þétt og hlýtt og viðmótið einstaklega þægilegt. Engin yfírborðsmennska, heldur kom hann til dyranna eins og hann var klæddur, og þau hjón bæði. „Nicklaus er eins og hver annar bóndi í Borgarfirðinum," sagði einn gestanna í veiðihúsinu. Og það var mikið til í því. „Þetta er í sjötta sinn sem við kom- um hingað, en ég man ekki hvernig þetta byrjaði. Okkur líkaði vel að koma hingað og renna fyrir lax og krakkarnir höfðu mjög gaman af því að koma. Þau veiddu reyndar ekki mikið en það kom ekki að sök því þeim fannst svo gaman að leika sér héma, gátu farið í fjallgöngur og annað því um líkt. Þau voru mjög ánægð. Síðan hef ég komið fimm sinnum enda hef ég mjög gaman af að veiða, þó svo að mér finnist lax ekki góður, nema grafínn og reyktur," segir Nicklaus þegar hann riflar upp hvemig það kom til að hann kom hingað fyrst. Á meðan við ókum frá Norðurá í Borgarfírði til Keflavíkurflugvall- ar var að sjálfsögðu ekið framhjá mörgum bóndabæjum og á túnum flestra þeirra vom heyrúllur pakk- aðar í hvítt plast. „Þetta er hræði- legt að sjá. Bændur ættu að gera eitthvað í þessu. Eins og landið ykkar er nú fallegt þá stingur þetta í augu. Það ætti í það minnsta ein- hver að taka sig til og framleiða grænar pakningar þannig að rúll- umar séu ekki eins áberandi," sagði Nickalus og Barbara bætti við; „það ætti líka að gera umbúðimar endur- vinnanlegar.“ Mikill áhugi á íþróttum Gullbjörninn Jack Nicklaus er fæddur í Ohio í Bandaríkjunum 21. janúar 1940 og er því orðinn 52 ára. Faðir hans, sem var atvinnu- maður í ruðningi, hafði mikinn áhuga á íþróttum og kynnti synin- um margar greinar. „Pabbi kenndi mér margar greinar. Eg var í tenn- is, körfuknattleik, hafnabolta, ruðn- ingi, veiði og í raun í öllum greinum sem hægt er að stunda undir bemm himni, og nokkmm innandyra líka. Ég var tíu ára þegar ég fór fyrst í golf með pabba og ég kunni fljót- lega vel við íþróttina, en það var ekki við fyrsta höggið sem ég fékk ást á íþróttinni, eins og einhverjir segjast hafa haft eftir mér. Eg Gullbjöminn náði fljótlega góðum tökum á golf- inu og ástæðan fyrir því að ég valdi golf frekar en einhverja aðra íþrótt er líklega sú að þar get ég verið einn með sjálfum mér og ráðið hve- nær ég spila og hvenær ég æfi. Auðvitað elska ég golfíþróttina, annars hefði ég varla enst svona lengi í þessu. En ég verð að segja eins og er að golfið er mér ekki eins mikilvægt nú og það var áður. Ég er ekki tilbúinn að færa eins miklar fórnir og ég gerði þegar ég var yngri. Þá tók ég þátt í um 25 mótum á ári en núna læt ég mér nægja að vera með í 15 mótum á Björn úr gulli blasir við þegar gengið er inn í einka- þotu Nicklaus. Nicklaus og Barbara við Norðurá í Borgarfirði. Morgunbiaðið/Þorkeii Sterkur á flötunum JACK Nicklaus hefur oft verið hrósað fyrir að vera góður púttari og ekki að ástæðulausu. I stóru mótunum fjómm hefur hann tíu sinnum lent í þvi að þurfa að leika síðustu holuna á pari til að ná jöfnu við aðra kylfínga og níu sinnum tókst honum ætlunarverk- ið. Það var á Lyntham-vellinum á Opna breska mótinu árið 1963 sem hann fékk skolla á síðustu holu og missti af umspili. „Taugamar hafa haldið vel hjá mér í gegnum tíðina. Þegar ég hef púttað illa er það ekki vegna tauganna, heldur hreinn og beinn klaufaskapur," segir Nicklaus um þetta einstaka afrek sitt. holurnar á sjö undir pari og fékk samt einn skolla. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég gekk upp síð- ustu brautina og vissi að ég gæti sigrað ef ég næði að pútta almenni- lega. Það var í rauninni pútterinn minn sem ákvað á 10. flöt að fara að gera eitthvað. Ég hafði leikið ágætlega en púttað illa, en svo fór pútterinn í gang,“ sagði Nicklaus og greinilegt var að síðasti sigur hans á stórmóti var honum enn í fersku minni, enda risu áhorfendur úr sætum og hylltu meistara meist- aranna. Áhorfendur á golfmótum erlendis eru fjölmargir og eiga „sína“ menn í hveiju móti. Jaek Nicklaus var lengi vel ekki vinsælasti kyflingur- inn meðal þeirra. „Það tók nokkur ár að fá áhorfendur á sitt band og það er bara eðlilegt. Þegar einhver ungur og óþekktur kyflingur kemur fram á sjónarsviðið og fer að vinna menn eins og Arnold Palmer, sem var mjög vinsæll meðal áhorfenda, þá eru áhorfendur ekkert allt of hrifnir af því. Síðan þegar fólk sér að þessi ungi kylfingur heldur áfram að vinna og láta að sér kveða breytist viðhorfið.“ Gullbjörn frá árinu 1961 Nicklaus hefur verið nefndur mörgum nöfnum i gegnum tíðina en Gullbjörninn festist við hann. „Það var einhver ástralskur íþrótta- fréttamaður sem kallaði mig Gull- björninn árið 1961. Ég veit ekki -trilfll Eirikur Það er nauðsynlegt að teygja vel áður en menn hefja golfleik. Nicklaus hitaði upp á Akureyri eins og hann gerir þegar hann tekur þátt í mótum. ári og eiga frekar eina og eina helgi með fjölskyldunni," svaraði Jack Nicklaus er hann var spurður hvort áhuginn á golfínu væri að minnka. Undirbúningurinn minni „Ég hef til dæmis breytt undir- búningi mínum fyrir stórmótin tals- vert frá því sem áður var,“ segir Nicklaus sem var þekktur fyrir hversu vel hann undirbjó sig fyrir mót. „Ég byijaði að hugsa um bandaríska meistaramótið (Mast- ers) í janúar og þá hófst undirbún- ingurinn fyrir mótið. Núna fer ég að hugsa um mótið í janúar, en undirbúningurinn hefst ekki fyrr en í mars. Eg er samt ennþá metn- aðarfullur og áhugasamur, en ég er einhvern veginn lengur að koma mér að verki.“ Golfvallahönnuðurinn En það er önnur hlið golfíþrótt- arinnar sem tekur sífellt meiri tíma hjá kylfingi aldarinnar. „Ég byijaði að hanna golfvelli fyrir fimmtán árum og fyrsti völlurinn var opnað- ur árið 1978. Nú eru 88 vellir sem ég hef hannað í notkun víðs vegar um heim. í næstu viku verður völl- ur númer 89 opnaður formlega og hann er í Brasilíu, en flestir eru þeir í Bandaríkjunum, nokkrir í Evrópu, Mexíkó, Ástralíu, Japan og víðar, þannig að ég verð að ferðast talsvert vegna vinnunar. Ég hef oft verið spurður að því hvernig ég hanni golfvelli, hvort ég taki mið af því hvemig ég leiki golf. Svarið við slíkri spurningu er auðvitað nei, til hvers á ég að hanna 88 golfvelli fyrir mig! Ég reyni að taka tillit til þess að sem flestir geti haft gaman af að leika völlinn. Eg get ekki gert upp á milli þeirra, þetta eru allt frábærir golfyellir," segir Nicklaus og glottir. Þegar Nicklaus var 13 ára lék hann Scioto-völlinn í Columbus, Ohio, sem var heimavöllur hans, á 69 höggum og tveimur árum síðar tók hann fyrst þátt í bandaríska áhugamannamótinu. Sautján ára gamall tók hann fyrst þátt í Opna bandaríska golfmótinu (U.S. Open) sem er eitt af fjórum stærstu og merkustu golfmótum í heimi og hann hefur verið meðal keppenda allar götur síðan, eða í 35 ár. Árið 1962, þegar Nicklaus var 22 ára, tók hann í fyrsta sinn þátt í öllum fjórum stóru mótunum, Opna breska og PGA auk þeirra sem áður eru nefnd, og sigraði í Opna bandaríska. Eftir það hefur ferill Nicklaus verið samfelld sigurganga. Sigurinn á Master 1986 sá eftirminnilegasti - Hvaða sigur er meistaranum eftirminnilegastur? „Það er alltaf erfitt að segja. Þegar ég var yngri og uppá mitt besta bjuggust allir við því að ég sigraði. Ég bjóst við því í hvert sinn sem ég fór í mót, mótshaldarar áttu von á sigri mínum og aðrir keppendur líka. Sigurinn á banda- ríska meistaramótinu (U.S. Mast- ers) 1986 verður mér alltaf minnis- stæður. Þá átti eiginlega enginn von á að ég færi með sigur af hólmi, og ef til vill síst ég sjálfur. Þetta var ellefu árum eftir síðasta sigur minn þar og 23 árum eftir að ég vann þar fyrst.“ Pútterinn fór í gang Á umræddu móti var Nicklaus ekki líklegur til sigurs eftir fyrstu átta holurnar síðasta daginn, enda hafði hann það fyrir sið að gera út um mót á fyrri níu holunum, en ekki að þessu sinni. „Þegar ég kom á níunda teig hugsaði ég með mér að ég yrði að fara að gera eitthvað af viti. Það tókst, ég lék síðustu tíu nákvæmlega hvers vegna. Hann skrifaði grein um mig og sagði að ég líktist stórum gullnum birni, hvort sem það spratt af útliti mínu, hvernig ég spilaði, eða hvoru tveggja. Eða einhveiju allt örðu, ég veit það ekki. Ég var að skrifa undir fyrsta samning minn og þetta var ágætt vörumerki. Mér fannst þetta ágætt nafn og hélt því á lofti og það festist við mig.“ - Haft var eftir þér árið 1961 að þú ætlaðir aldrei að gerast at- vinnumaður í golfi. Hvað breyttist? „Er þetta haft eftir mér? Það getur ekki verið. Ég hef aldrei sagt þetta. Blaðamaðurinn hefur búið þetta til. Heyrðu annars, það gæti verið að ég hafí sagt þetta því í þá daga voru reglur um atvinnu- mennsku svo strangar að við mátt- um ekki einu sinni segja að okkur langaði til að verða atvinnumenn, þá vorum við orðnir það á pappírn- um. Við urðum því alltaf að segja ósatt!“ Enginn getur slegið metin mín í náinni framtíð - Telur þú að einhver kylfingur eigi eftir að slá öll þau met sem þú hefur sett á ferlinum? „Úúúúffff," stundi hann, en svo I ( f I < ( (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.