Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 Eina sem var aðkeypt var stóreflis varta á Hnallþóru," segir Unnur. „Á stofnfundinum fórum við fram á að þeir menn söfnuðu skeggi sem ekki voru með skegg fyrir og vék- ust þeir vel við sem á annað borð óx skegg. Einn vinur okkar var kominn með vöxtulegt skegg um það leyti sem tökur áttu að hefj- ast. En konunni hans líkaði ekki við útlit bónda síns og séttist nótt eina klofvega yfir hann og rakaði af honum helminginn af skegginu meðan hann svaf. Hinn helminginn neyddist hann til að raka af sér morguninn eftir. Hann varð því að notast við gerviskegg sem hann bjó til úr gæru, en það tolldi því miður illa á honum í tökunum. Ósammála læknalið Einn leiklistarmenntaður maður leikur í Hnappdælu. Það er Þor- steinn Guðmundsson. „Hann sagði okkur svolítið til,“ segir Lýður. „Ekki uppskar hann þó vel fyrir það. Hann var sá eini sem meidd- ist í vopnáskakinu. Hann hlaut skurð á andliti. í myndinni leika 7 læknar, Þegar Þorsteinn hafði særst skaut læknaliðið á fund um hvað gera skyldi. Þar sýndist sitt hveijum svo það endaði með því að Unnur tók af skarið og dreif hann uppá Heilsugæslustöð þar sem gert var að sárum hans. Einn læknirinn kom akandi alla leið frá Höfn í Hornafirði til að leika í myndinni og hafði í farteskinu orðinn eins og Fílamaðurinn ógur- legi þegar tökunum við Kirkjubæ- jarklaustur lauk. Augun voru sokk- in og andlitið allt tvöfalt vegna mýbits þegar hann loks komst heim til sín eftir það ferðalag. Auk þess að vera frá náttúrunnar hendi mikið fluguagn sóttu flugurnar líka mikið í farðann sem hann var smurður með í hinum ýmsu hlut- verkum.“ Þau Unnur og Lýður eru Reyk- víkingar og hefur hvorugt þeirra komið nærri leiklist áður. „Ég komst þó í kynni við fyrstu vídeó- upptökuvélina sem ég veit til að hafi borist hingað til lands,“ segir Lýður. „Það var pabbi eins vinar míns sem átti þessa vél og við feng- um stundum að grípa til hennar. Þegar ég útskrifaðist úr lækna- deild vorið 1990 fórum við skóla- systkinin til Portúgal og þá gerði ég ásamt konu minni og Kristni Þorbergssyni tveggja tíma heimild- armynd um ferðalagið. En það er allt öðruvísi en að gera mynd eftir handriti. Það er líka vafalaust allt öðruvísi að gera mynd með at- vinnufólki. Þá getur leikstjórinn sett sig á háan hest, hann er með fólk í vinnu sem hann borgar. Það er erfiðara að skipa vinum og ætt- ingum fyrir með harðri hendi eins og við Unnur þurftum stundum að gera. En það tóku því þó allir furðu vel. Hins vegar var fólk ófeimið að segja skoðun sína og koma með hugmyndir. En mín frystar sví- nagarnir sem hann hafði feng- ið hjá bónda þar eystra. í bardagas- enu einni þurfti mágur Unnar að liggja í klukkutíma með jökulkaldar svínagarnirn- ar á maganum meðan á tök- um stóð. Annar leikari vílaði ekki fyrir sér að láta kasta sér út í jökulkalt vatn og vera þar nötr- andi drjúga stund. Þá eru ótaldir þeir sem duttu margoft af hest- baki meðan á tökunum stóð. „Þeg- ar við mynduðum í Hítardal vorum við með hesta sem við áttum sjálf og fengum lánaða fleiri til viðbót- ar, en þegar við fórum austur að Kirkjubæjarklaustri leigðum við hesta. Fyrir utan kostnað við stúdíóvinnu í sambandi við tónlist- ina var hestaleigan það dýrasta við gerð myndarinnar, hún kostaði nítján þúsund krónur,“ segir Unn- ur. Með tvöfalt andlit Hnappdæla er öll tekin upp með lítilli videóupptökuvél sem þau Unnur og Lýður eiga. „Tökurnar gengu nokkuð vel, fýrir utan svolít- il tæknileg vandamál, eins og t.d. mýbit, sem plagaði okkur talsvert. Flugurnar sóttu mjög í vélina og sinntu því lítið þótt við værum að reyna að fæla þær burtu með spreyi og blævængjum sem við bjuggum til úr handritinu," segir Unnur. „Þær sóttu nú ekki síður í leikarana," bætir Lýður við. „Einn þeirra, Kristinn Þorbergsson, var Húskarlinn Snæbjörn gamnar sér við Mildiríði húsfreyju. (Leikin af Lýð og Unni). skoðun er sú að millivegurinn sé afleit leið, það er betra að gera hlutinn almennilega og eftir sínu höfði heldur en að vera sífellt að fara samkomulagsleiðina. Þar sem ómögulegt er að gera svo öllum líki er betra að smekkur eins ráði. Konunum þótti til dæmis sum tils- vörin í myndinni full gróf enda ekki örgrannt um að við þau væri bætt í hita leiksins. Karlmennirnir létu sér hins vegar yfirleitt ekki blöskra neitt í þeim efnum.“ Ekki eru miklar líkur til að al- menningi gefist kostur á að berja myndina Hnappdælu augum og er það miður. Þótt þessi frumraun myndbandafélagsins Regngríms sé lítt við fagmenn kennd er hún um margt skemmtileg. Hún er full af þeirri leikgleði sem svo oft bætir upp vankantana í verkum áhuga- fólks. Frumbýlingsbragurinn sem á henni er gerir hana líka um flest ólíka þeim myndum sem fólki gefst kostur á að sjá alla jafna. En félag- ið er sem betur fer ekki hætt störf- um. „Við ætlum okkur að gera eitthvað meira seinna,“ segir Lýð- ur. „Metnaðurinn stefnir á að gera myndir á raunverulega kvik- myndafilmu en það verður varla fyrr en sérnámið í læknisfræðinni er að baki. Hvert það nám verður veit ég ekki enn, nema hvað ég ætla ekki að leggja fyrir mig skurð- lækningar. Þá þarf maður að rífa sig upp fyrir allar aldir og er dag- ana langa lokaður inni í skurðstofu og getur ekki einu sinni klórað sér fyrr en eftir dúk og disk, slíkar framtíðarhorfur eru ekki að mínu skapi." C 3 Styrkir til náms í verkfræði og raunvísindum FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGARÁÐHÚSTORGI Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, kaupmanns, aug- lýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í verk- fræði- og raunvísindagreinum og hafa þeir einkum verið veittir þeim, sem lagt hafa stund á framhaldsnám í þessum greinum. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sam- skiptasviðs Háskóla íslands og ber jafnframt að skila umsóknum þangað. Umsóknarfrestur er til 20. september nk. og er fyrirhugað að tilkynna úthlutun um miðjan október. ÚTSALAN BYRJAR Á MORGUN, MÁNUDAG Kve*1 sWör Barnaskór R©#*i iþré»*«*sk6,f 'Þ'-óftagollor 0.f, Skóverslun Kópavogs HAMRABORG 3, SfMI 41754 ÚTSALAN HEFST Á MORGUN Á SLAGINU 9 20-50% AFSLÁTTUR! ÍÞRÓTTAGALLAR, ERÓBIKFATNAÐUR, ÍÞRÓTTASKÓR, BOLIR, SUNDFATNAÐUR OG MARGT FLEIRA MÆTIÐ SNEMMA OG GERIÐ REIFARAKAUP! Póstsendum um land allt. r\,)0'r >r MAÐURINN H ö LAGARÐUR S í m i 7 5 0 2 0 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.