Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ MAIMIMLÍFSSTRAUMAR búnnudagur 9. ÁGÚST 1992 Málmurínn í iðmrn jarÖar UMHVERFISMÁL///^r ber ábyrgóina? MÖNNUM ER tíðrætt um þá miklu meng-un sem verður af olíu og eldsneyti sem unnin eru úr jörð. Háværar raddir eru uppi um að draga verði úr notkuninni og sýna verði ýtrustu varkárni við meðhöndlun svo ekki verði af stórslys í ríki náttúrunnar. Hins vegar hefur lítill gaumur verið gefinn að þeirri mengun sem verður af vinnslu hvers kyns málmgrýt- is sem fæst við námugröft, bræðslu þess og vinnslu. Þar er við flókinn og viðamikinn málaflokk að fást sem getur haft áhrif á efnahag og afkomu víða um heim en veldur nú slík- um umhverfisspjöllum að aðrar iðngreinar komast þar varla í hálfkvisti. I allri umræðunni um umhverfisvernd er engu líkara en þessi þáttur hafi gleymst eða sé einhvers konar feimnismál. Þá sjaldan hann ber á góma á vettvangi þjóð- málaumræðu snúast umræðurnar í fyrsta lagi um að sem betur fer séu nægar birgðir enn að hafa úr iðrum jarðar — að vísu aðallega í löndum fátæku þjóðanna því iðnríkin eru langt komin með sínar birgðir — og í öðru lagi um hvernig auka megi framleiðsluna. Eiginleikar skóga lyrir mismunandi markmið ^Markmið Forsendur Verndarskógur/ landgræðslu- skógur Nytjaskógur viðarframleiðsla Útivistarskógur Skjólbelti Viðar- vöxtur Skiptir engu máli Krafa um lágmark 3 m3/ha/ári ílotu 70-120 ára. Skiptir litlu máli Krafa um hraðan æskuvöxt. Hæð trjánna Skiptir engu máli. Lágvaxið kjarr jafngagnlegt og hávaxinn skógur. Skiptir miklu máli. 15 m í lotu lágmark 4-5 m duga vel, því hærri, því betra 5 m nauðsynleg lágmarkshæð. Best sem hæst. Lögun trjánna Skiptir engu máli Krafa um þráðbeinan bol fyrir borðvið. Æskilegt að hafa bogin kræklóttog bein tré í blöndu. Beinvaxin tré verða hærri. Æskilegri. Fjöldi tegunda á Islandi 10auk víðitegunda Allt að 10, en 5 megintegundir. Blanda saman 2-3 tegundum. Bns margar og geta þrifist. Kannski 30-40. Allt að 10. Einkenni Næajusemi á -jarweg - lofthita - logn Fáar tegundir. Einhæfni, til- breytingarleysi. Margar ólíkar tegundir. Allt í graut. Spennandi, óvænt. Skipulögð óregla. Stðluð lögun. etta kemur fram í sérriti náttúruvemdarsamtak- anna Worldwateh Institute um þessi mál og fmnst höfundi mál til komið að staldrað sé við, því breyta þurfi grundvallarfor- sendum og vinnsluaðferð- um á öllum stig- um. Hingað til hafi umhverfis- sjónarmið alls ekki verið tekin með í reikning- inn. Höfundurinn, John E. Yo- ung, er einn af ritstjómm hinnar merku árbókar þessara samtaka. Hann er fyrstur til að skoða þessi mál á heimsvísu og tölur sem hann nefnir í tengslum við þau em vissulega hrollvekjandi. Tök- um nokkur dæmi: Arlega era grafin úr jörðu 28 milljarðar tonna af jarðefnum vegna námavinnslunnar, sem hlaðast upp við námuopin. Þar af em 2,7 milljarðar tonna af úrgangsefnum sem em hættuleg umhverfinu. Sorp og úrgangur frá stórborgum og þéttbýli um víða veröld kemst ekki í hálf- kvisti við þetta að magni til. Þá er þáttur málmbræðslunnar ótal- inn. Frá henni er spúð sex millj- ónum tonna af brennisteinstvíildi (S02) út í andrúmsloftið. Þar er um að ræða eitraða Iofttegund sem er ein meginorsök súra regnsins. Höfundur varpar fram þeirri spurningu hvort lífríki jarðar þoli þessa mengun til frambúðar. Hann vill að gerðar verði raun- hæfar áætlanir um að draga úr námagreftri og málmvinnslu en leggja þeim mun meiri áherslu á endumýtingu þeirra málma sem þegar era fyrir hendi. Það sé hægt sé til þess vilji. Auðugu iðnríkin hafa þó varla sýnt nokkra tilburði í þá átt. Hins vegar hafa þau umbunað iðn- greininni með skattfríðindum og niðurgreiðslum. í Bandaríkjun- um hefur styrkur til greinarinnar numið fímm milljörðum dala síð- asta áratug. í stað þessara fríð- inda eigi að herða kröfur á þessi fyrirtæki að því er varðar um- hverfísþætti og krefíast aukinn- ar áherslu á endurvinnslu. Jafn- framt skuli framleiðslunni gert skylt að varan verði endingar- betri. Málmverðið á heimsmarkað- inum er óeðlilega lágt, en vera- Iegt verðfall varð um 1980. Hin auðugu iðnríki stunda nú aðal- lega námugröft og vinnslu í lönd- um vanþróuðu þjóðanna þar sem nægar birgðir era enn í jörð. Þar eru líka varla nokkrar kröfur um umhverfisvernd, sem kemur þeim vel. Þessar fátæku þjóðir sem eiga þessi verðmæti í jörð heima hjá sér bera þó lítið úr býtum. I Zambíu t.d. var kopar- útflutningur 86% af útflutnings- tekjum landsins árið 1980. Árið 1989 voru skuldir ríkisins 1,4 sinnum hærri en tekjur af þjóðar- framleiðslunni. Við þessa framleiðslu er aldrei tekinn með í reikninginn sá kostnaður sem til fellur vegna eyðingar skóga í nágrenni vinnslusvæðisins eða jarðveg- seyðingar, mengunar andrúms- loftsins eða mengunar í ám og vötnum né heldur lífskjaraskerð- ingar innfæddra sem voru svo ólánssamir að eiga búsetu á námasvæðinu. Iðnríkin hafa staðið illa að þessum málum í sínu heima- landi, segir höfundur, en það er þó ekkert samanborið við hvern- ig þau standa að verki hjá van- þróuðu þjóðunum. Þaðan kemur þó æ hærra hlutfall þeirra málma sem era nú á heimsmarkaðinum. Iðnríkin þurfa mest á þessum vamingi að halda. Því ber þeim að bæta öll umhverfisspjöll sem námavinnslan hefur valdið meðal fátæku þjóðanna. Nær sé að skattleggja þessa vinnslu en greiða hana niður. Tekjurnar sem af því fást á að nota til að bæta fyrir spjöllin. Herða verði kröfur um vinnsluaðferðir og taka upp nýjar, bæði við náma- gröft og málmbræðslu. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að breyta forsendum nýtingarinnar og sníða hagkerfí um víða veröld að þeim. Fullnýting og endur- vinnsla málma eigi að sitja í fyr- irrúmi svo málmvinnsla miðist aðeins að litlum hluta við ný- vinnslu. Nú örlar sem betur fer á við- 'leitni í þessa átt. í Þýskalandi er verið að vinna að nýrri lög- gjöf um að fyrirtæki skuli bera ábyrgð á framleiðslu sinni til enda „Iífdaga" hennar, og vaka yfír því að hún valdi ekki um- hverfisspjöllum. Þá er og víða í Evrópu farið að framleiða bif- reiðahluti með tilliti til endur- vinnslu. Það hljóta að vera spor í rétta átt en breytir ekki þeirri staðreynd að þessi mál verða að koma í dagsljósið. Þau eiga ekki að vera einkamál auðugra iðn- fyrirtækja frekar en önnur mál sem snerta lífríki jarðar. eftir Huldu Valtýsdóttur STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS Laugavegi 120, 105 Reykjavík Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1993 þurfa að berast Stofnlánadeild landbúnaðarins fyr- ir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar og veðbókarvottorð. Þá skal fylgja umsókn bú- rekstraráætlun til 5 ára og koma þarf fram hverjir væntanlegir fjármögnunarmöguleikar umsækjanda eru. Þeir, sem hyggjast sækja um lán til dráttarvéla- kaupa á árinu 1993, þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember nk. Allareldri umsóknirfalla úrgildi 15. septembernk. Það skal tekið fram, að það veitir engan forgang til lána þó framkvæmdir séu hafnar áður en lánsloforð frá deildinni liggur fyrir. Sérstök athygli er vakin á því, að Stofnlánadeild landbúnaðarins er óheimilt lögum samkvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum en opinberum sjóðum. Lántakendum er sérstaklega bent á að tryggja sér veðleyfi vegna væntanlegrar lántöku frá lífeyrissjóð- um öðrum en Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aðilum, sem eru með veð í viðkomandi jörð. Umsóknareyðublöð fást hjá Stofnlánadeild land- búnaðarins, útibúum Búnaðarbanka íslands og búnaðarsamböndum. STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/A??/'ab þyngja refsingar? RÉTTLÆTISKENND SEM LEWARUÓS í sumar réðist maður inn til konu á Akureyri og nauðgaði henni með svívirðilegum hætti. Áður hótaði hann að meiða böm henn- ar ef hún Iéti ekki að vilja hans. Þetta er mjög gróft afbrot og konan á ugglaust eftir að stríða við andlegar afleiðingar þess lengi. Ekki er síður hræðilegt að hugsa til þeirra misþyrminga sem böm sæta, oft og tíðum frá hendi sinna nánustu. Síðan umræða um kynferðislegt ofbeldi gegn böm- um opnaðist hafa dunið yfir frétt- ir af slíkum afbrotum. Þá ber að nefna hnífstungur og aðrar árás- ir á vamarlaust fólk, þar sem jafnvel em margir að verki gegn einum. Þegar allt þetta er haft í huga er erfítt að varast það að hefndarlöngun komi upp í hug- ann. Manni finnst það ekki nema maklegt að þeir sem valda sak- lausu fólki þvílíkum hörmungum sæti þungum refsingum. Almenningur í þessu landi undr- ast það oft hve harðsvíraðir misyndismenn fá létta dóma fyrir afbrot eins og þau sem hér vora að framan talin upp, meðan þeir sem stela og svíkja fá oftsinnis mun þyngri dóma. Þó vita það allir menn að eignir er hægt að bæta én andlegt og líkam- legt ofbeldi gleymist aldrei. Það grópast í u eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur huga fómarlambsins og veldur því ævilöngu hugarangri og ótta. Jer- emy Bentham setti fram þá kenn- ingu að refsilög bæri ekki að setja til þess að „menn fái réttláta refs- ingu afbrota sinna, heldur til þess að koma í veg fyrir þá hegðun sem við köllum afbrot." Hvort sem litið er til kenningar Benthams eða hinnar frumstæðu hefndarlöngun- ar sem grípur þá sem vitni verða að svívirðilegri hegðun þá sýnist mér að dómar fyrir ofbeldisafbrot séu ekki í neinu samræmi við svo hræðilegar misgjörðir gagnvart öðru fólki. Ef litið er á málið út frá hefndarlönguninni þá ættu dómar fyrir gróft ofbeldi að vera það þung- ir að misyndismennirnir fínni vera- lega fyrir þeim. Fái að þjást eins og fómarlömb þeirra. Sé hins vegar litið á málið frá hinum miskunn- sama og kannski skynsamlega sjón- arhóli Benthams þá eru þessir dóm- ar heldur ekki líklegir til þess að koma í veg fyrir afbrot. Eg hef heyrt að í sumum löndum sé sú leið farin að láta þá sem ekið hafa drakknir og valdið slysi hjúkra fórnarlömbum umferðar- slysa. Skóli reynslunnar er harður og kennir fólki mun betur en allar kennisetningar. Þurfi menn að hjúkra lömuðu fóiki sem slasast hefur fyrir tilverknað drukkinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.