Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 11
af fullorðinni dóttur Farrow í lok ára okkar saman og, eins sársauka- fullt og það gæti verið, verðskulda ég ekki, og þaðan af síður börnin, hefnd af þessu tagi.“ Farrow hefur ekki rætt við fréttamenn og engar yfirlýsingar gefið frá sér. Hins vegar hefur ýmsum hennar nánustu verið laus tungan. Áður er getið þáttar móður hennar í að vekja máls á ástarsam- bandi Allens og Farrow Previn. Maria Roaeh, trúnaðarvinur Farrow og guðmóðir eins barnanna, sagði við fjölmiðla að Farrow hefði kom- ist á snoðir um ástarsamband All- ens og Farrow Previn í vetur. í einu götublaða New York var fullyrt að Farow hefði fundið myndir, teknar í íbúð Allens á austurhlið Manhatt- an, af dóttur sinni nakinni. Roach, sem kvaðst leysa frá skjóðunni með leyfi Farrow, sagði að fjölskyldan hefði verið í upplausn vegna þessa og verið undir hand- leiðslu sálfræðings svo mánuðum skipti. Lark Previn, sem er nítján ára, sagði dagblaðinu New York Post að móðir sín hefði haldið fjölskyldu- fund þegar hún hefði komist að sambandi Allens og Farrow Previn / og sagt elsku dóttur sinni að gera upp á milli sín og leikstjórans. „Hún bað hana um að vera áfram með fjölskyldunni," sagði Lark. „Soon- Yi kaus Allen og mamma og bömin hafa varla heyrt frá henni síðan. Roach las bréf, sem hún hafði fengið frá Farrow. „Greinilegt er að skynsemi mín hefur verið brengl- uð og ég hef eytt rúmlega tólf árum með manni, sem átti eftir að eyði- leggja mig og spilla dóttur minni, leiða hana út í að svíkja móður sína og hennar sannfæringu, sem leiddi til siðferðilegs gjaldþrots hennar og skildi samband okkar eftir í mol- um,“ skrfaði Farrow. „Ekki get ég ímyndað mér að hægt sé að glata barni og elskhuga á grimmilegri hátt.“ Margar mynda Allens fjalla um flókin sambönd karls og konu. Allen leikur 42 ára gamlan rithöfund, sem lendir í ástarsambandi við 17 ára skólastúlku, í myndinni „Manhatt- an“. í sinni nýjustu mynd, „Eigin- menn og eiginkonur", sem verður frumsýnd í september, leikur Allen háskólakennara, sem fellur fyrir nemanda. I „Hönnu og systrum hennar" er Allen flæktur í ástarþrí- hyrning með systrum. Ekki að furða að fréttamenn hafa nánast undan- tekningarlaust beitt því stílbragði að segja hneykslið sem soðið upp úr Woody Allen-mynd og velta síðan vöngum yfir því hvenær „Skuggar og þoka“ hafi spillt „Jónsmessunæt- urdraumi" Miu og Woodys á „Man- hattan", hvort „Ónnur kona“ hafi snúið „Innviðum" sambands þeirra í spurningu um „Ást og dauða“, eða hvort hinir íbjúgu „Bananar" hafi kveikt áhugann á „Öllu sem þú vilt fá að vita um kynlíf, en þorðir ekki að spyija um“. Andstæða fyrirmyndar fjölskyldunnar Allen og Farrow voru bæði tví- fráskilin þegar þau bundu saman trúss sitt. Farrow, sem nú er 47 ára, giftist Frank Sinatra þegar hún var 21 árs og hann fimmtugur. Eftir að þau skildu kom Farrow upp á milli hjónanna Andre og Dory Previn. Skilnaðurinn lék Dory Prev- in ilia og skrifaði hún lag, sem nefn- ist „Varist ungar stúlkur". Farrow var ævintýragjörn og viðkvæm og ferill hennar í lægð. Allen, sem nú er 57 ára, var barnlaus, vinnusjúk mannafæla, sem varð skelfingu lostin um leið og komið var út fyrir miðhluta Manhattan. Þau vildu ekki búa sam- an, en voru jafnframt hænd hvort að öðru. Þau voru andstæða þeirrar fjölskylduímyndar, sem Dan Quayle varaforseti hamrar á í tíma og ótíma og repúblikanar settu í önd- vegi á flokksþingi sínu í síðustu viku, en fyrirkomulag þeirra virtist ganga upp. Nú er það allt breytt. Woody Állen-hneykslið gefur árás- um Quayles á siðspillingu fijáls- lyndra fjölmiðla og fyrirfólksins í Hollywood byr undir báða vængi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 11 Nú þarf Quayle ekki lengur að vitna til sögupersóna í sjónvarpsþáttum og snupra handritshöfunda fyrir það ábyrgðarleysi að gera Murphy Brown að einstæðri móður til að veita hneykslan sinni útrás. Hann getur tekið dæmi af holdi og blóði þegar hann sýnir fram á að fjölmiðl- arnir og Hollywood séu að grafa undan siðgæðisvitund Bandaríkj- anna. Quayle og skoðanabræður hans eru þeirrar hyggju að bíófólk- ið í Hollywood hugsi öðru vísi en sannir Bandaríkjamenn og vanda- mál Allens koma eins og kölluð. Nú spyrja menn hvort Allen muni halda velli. Charlie Chaplin var flæmdur frá Bandaríkjunum vegna kvennamála, en undir bjó það að hann var vinstrisinnaður og þótti grunsamlegt að hann vildi ekki taka bandarískan ríkisborgararétt. Allen hefur alltaf verið sjálfstæð- ur kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur gert ódýrar myndir og farið sínu fram. Hann á sér dygga aðdá- endur í norðausturhorni Bandaríkj- anna og á vesturströndinni, en ann- ars staðar staldra myndir hans stutt við. Hann á sér miklu harðari aðdá- endakjarna í Evrópu og hefur alltaf verið vinsælli í París í Frakklandi en í París í Texas. Því gæti farið svo að öll umfjöll- unin muni leiða til aukinnar aðsókn- ar á hans næstu mynd, sem mun bera nafnið „Eiginmenn og eigin- konur". Og hann hyggst ótrauður hefja tökur á þar næstu mynd, sem ber vinnuheitið „Morðgáta í Man- hattan" og hermt er að Diane Keat- on muni taka ,að sér það hlutverk sem upphaflega var ætlað Farrow. Þótt hneykslið kunni að kitla for- vitni margra um myndir Allens er fjöldinn allur fullur reiði og virðist það sérstaklega eiga við um konur. Litið er á Allen sem heimilisspilli, barnakarl, vögguræningja, félags- legt viðrini og öfugugga. Sérstak- lega fer fyrir bijóstið á fólki að ástarsamband Allens skuli vera við konu, sem hann átti þátt í að ala upp frá tíu ára aldri. Ástæðan fyrir þessu gæti verið sú að konur hafa yfirleitt verið heilsteyptari persónu- leikar en karlar í myndum Allens, að hann hefur gert heiðarlegri til- raun til að fara í saumana á nútíma- konunni en aðrir leikstjórar og nú kemur í ljós að ekki bjó sá skilning- ur að baki, sem ætlað var. Einnig gæti vakið reiði að Allen hefur opinberlega viðurkennt ást, sem lagt er nánast algilt bann við í samfélagi manna, þótt ekki sé beinlínis ólögleg. Patricia Papernow sálfræðingur, sagði í viðtali við dagblaðið Boston Globe að fram- ferði Allens jaðraði við sifjaspell. „í flestum fjölskyldum er stjúpinn í foreldrahlutverki,“ sagði Pap- ernow. „Hann er fullorðinn karl- maður, sem lætur fara eftir reglum heimilisins — og á ekki að vera kynferðislegur." Hugvísindamaðurinn og þjóðfé- lagsgagnrýnirinn Camille Paglia kom Allen til varnar í viðtali við sama blað á þeirri forsendu að kon- ur hefðu reynt að nota hinn „tilfinn- inganæma Woody“ sem fýrirmynd nýaldarmannsins og þær hefðu átt að vita betur. Einnig verður að líta til þess hversu óvænt þetta er. Eins og kanadíski kvikmyndagagnrýnand- inn Elizabeth Aird orðaði það, þá „myndi maður búast við svona nokkru frá [frægu fólki] á borð við Demi Moore og Bruce Willis. Woody Allen og Mia Farrow? Þetta er svo út í hött að það er fáránlegt." Allen og Farrow kunna að vera í kvikmyndaiðnaðinum, en þau hafa haldið sig jafn fjarri Hollywood og þeim hefur verið unnt,' til dæmis með því að búa í New York, fremur en Los Angeles. Þegar Allen fékk Óskarsverðlaunin kaus hann fremur að fara á krána þar sem hann spil- ar alltaf á mánudögum á klarinett- ið sitt en að taka á móti þeim. Nú verður Allen settur í mulningsvél- ina, sem matreiðir slúðrið um fræga fólkið fyrir almenning og lætur sölu ganga fyrir sannleikanum. Næsti þáttur verður á þriðjudag þegar krafa Allens um umráðarétt yfir börnum hans og Farrow verður tek- in fyrir dómstóla. KAUPMANNAHAFNARBRÉF Steinar fyrir brauð af skólaborðinu BERTEL Haarder, kennslu- málaráðherra Dana, boðaði ný- lega endurskoðun grunnskóla- kerfisins og því fylgir nokkur þytur meðal stjórnmálamanna, sem láta sig skólamálin varða. En andstætt því sem var á árum áður þegar allar skólaumbætur voru hitamál mánuðum saman, þá er málið enn sem komið er lítið rætt manna á meðal. En Haarder og flokkur hans geta ekki breytt neinu upp á sitt ein- dæmi, því sem kunnugt er situr minnihlutastjórn að völdum. Hún þarf því að makka við hina fiokk- ana og málþófið sem því fylgir getur verið ærið. Og svo er það þannig með Dani að þeim virðist oft á tíðum líða sárilla yfir að vera ósammála og þeir leggja á sig ótæpilegt erfiði til þess að ná fram einhveiju sem að minnsta kosti líkist samkomu- lagi. Þessi samkomulagsárátta er líklega arfurinn frá bænda- samfélaginu, þar sem skipti máli að vera samtaka og vinna sam- an, andstætt fiskimannaþjóðfé- laginu, þar sem hver getur róið fyrir sig og það skiptir kannski ekki öllu hvort er róið í dag eða á morgun. Fiskurinn er þarna samt. En nóg um þetta ... svona kenningar jaðra víst við aula- fræði. Haarder kemur úr Vinstriflokknum, sem er andlega skyldur Framsóknarflokknum. Hann er bændaflokkur að upp- lagi, þó fækkun í þeirri stétt hafi komið skriði á kjósendahóp- inn og nú er hann íhaldssamari en Ihaldsflokkurinn. Auk þess á flokkurinn sér andlega upp- sprettu í lýðháskólahreyfingunni, alþýðuhreyfingu er átti sér það takmark að uppfræða almenning á innblásinn hátt án hjálpar há- skólamanna sem þættust eiga alla menningu. Skáldið Grundt- vig varð hreyfingunni mikill afl- vaki og ljóð hans og kvæði ann- arra ættjarðarskálda hafa löng- um verið í miklum metum í þess- um hópi, að ógleymdum íslend- ingasögum og eddukvæðum. Aldraður framsóknarleiðtogi sagði mér eitt sinn að sér hefði þótt skondið að mæta á flokks- fund vinstrimanna, sem kyijuðu samtaka nokkur ættjarðarlög úr söngbókinni sinni í fundarbyrjun, áður en vikið var að alvöru líð- andi stundar. Haarder hefur sjálfur kennt við lýðháskóla og aldrei dregið fjöður yfir að hann sækti hugmyndir í þann hóp. Skoðanir hans eru ekki allar mjög vinsælar meðal forsvarsmanna kennara og oft hefur slegið í brýnu milli ráðherrans og þeirra. Jafnaðarmenn, sósíaldemó- kratar, bræðraflokkur Alþýðu- flokksins, sækir einnig hugmynd- ir sínar að hluta til lýðháskóla- hreyfingarinnar. Flokkurinn hef- ur verið helsti kerfissmiður danska þjóðfélagsins á þessari öld og mótað skólakerfið jafnt og annað. I hópi kennara hefur hann löngum átt dygga stuðn- ingsmenn. Fram eftir öldinni lögðu jafnaðarmenn og vinstrimenn mikla áherslu á gildi menntunar í baráttu lágstéttanna fyrir áukn- um áhrifum. í krafti menntunar átti alþýðan að komast til áhrifa í samfélaginu. Undanfarna tvo áratugi hefur stefnan verið sú að félagslegum jöfnuði yrði best náð með því að þroska mannlega eiginleika í stað vitsmunalegra. Lögð hefur verið áhersla á að þroska samveruhæfileika barn- anna, þannig að þau læri að vera saman og vera sammála um hlut- ina á félagslegan skynsemdar- hátt og svo er lögð áhersla á tján- ingarhæfíleika, en minni áhersla er lögð á að þau hafí eitthvað að tjá sig um, með öðrum orðum læri eitthvað á bókina. Hin fé- lagslega aðlögun situr í höfuð- sæti, ekki menntunin í beinhörð- um skilningi þess orðs. Sumir segja reyndar að Dönum og Svíum hafi tekist í sátt og sam- lyndi það sem ekki tókst með ofbeldi og yfirgangi í Austur- Evrópu, en það er önnur saga. Sem liður í þessu þroskastarfi hafa próf og einkunnir verið af- lögð nema í tveimur síðustu bekkjunum, upp að því er aðeins vitnisburður án talna. Nú leggja jafnaðarmenn til að prófin verði með öllu aflögð og í stað þeirra komi verkefnavinna, gjarnan hópvinna sem verði metin án talna og undir þetta taka kenna- rasamtökin. Hér er Haarder ósammála, vill halda í prófin. En Miðjukrataflokkurinn, Centrum- Demokraterne, stendur undir nafni og hefur komið með mál- amiðlunartillögu um að nemend- ur geti valið á milli þess að taka próf og leysa hópverkefni. Þekking mín af danska skóla- kerfinu er bundin við skólagöngu þeirra fjölskyldumeðlima sem eru á skólaskyldualdri. Táningurinn í fjölskyldunni segir bækurnar almennt vera 90% myndir og af- ganginn myndatexta. Mikið af efninu er ljósritað. Dönskubæk- urnar eru gjarnan hefti með stuttum textum og svo verkefn- um, sem oftast beinast að einum eða fáum efnum með félagslegri skírskotun. Þær eru fámálar eða þöglar um tilvist manna eins og Ludvigs Holbergs, H.C. Anders- ens og Sörens Kirkegaards. Eitt af því sem 'Haarder leggur áherslu á er að gerður verði listi yfir helstu bókmenntir Dana, sem nemendum verði skylt að lesa, þar á meðal heilar bækur, ekki aðeins brot og brotabrot. Skyndi- könnun við eldhúsborðið leiddi í ljós að táningurinn í fjölskyldunni hefur lauslega yfírsýn yfir mann- kynssöguna, en telur að hann hafi aflað hennar utan skólans frekar en í honum. Sögukennslan er í molum í fyllsta skilningi. Það er sumsé ekki um neina heildar- yfirferð að ræða, hvorki í sögu Dana né mannkynsins, aðeins mola héðan og þaðan og alls ekki í neinni tímaröð. Jöfnuðurinn í skólakerfinu átti að jafna aðstöðu nemenda og vinna gegn félagslegu misrétti. Með því að hafa faglegu kröfum- ar nógu litlar en leggja áherslu á það sem allir hafa eiga allir að standa jafnt að vígi. Hugsjón- in er fögur og ásetningurinn góð- ur, en vegurinn til helvítis er einnig varðaður góðum ásetningi og fögrum fyrirheitum. Það er nefnilega líf eftir skólalífið og þar blasir annað við en í vermi- reit skólans. í þjóðfélagi með tíu prósent atvinnuleysi gildir að vera snöggur að tileinka sér hlut- ina, læra, kunna og sýna frum- kvæði. Þegar nemendur streyma út úr grunnskólanum með létta lærdómsbagga hefur hluti þeirra stuðning heiman að. Frá foreldr- um sem af veikum mætti hafa reynt að halda að þeim bókum, sem ekki sjást í skólanum og reynt að innblása börnunum metnað í kerfi, sem álítur metnað af hinu illa. Hinn hlutinn hefur engan stuðning heiman og lítinn skilning á að menntun skipti máli. Það skyldi þó ekki vera að kerfið sem átti að jafna aðstöð- una hafi svikið þá sem standa höllum fæti í samfélaginu og gefið þeim steina í nestið í stað- inn fyrir brauð. Og hvað vilja þolendurnir, börnin? Þau virðast sjaldan spurð, en í vor fór sjónvarpið í heimsókn í dæmigerðan danskan skólaeinn dæmigerðan danskan skóladag í dæmigerðum efsta bekk grunnskólans. í dönskutím- anum • var stafsetningaræfing, sem fólst í því að kennarinn las upp texta. Fyrir framan sig höfðu nemendur fjölritað blað sem léttu orðin úr textanum voru prentuð á, en á milli þeirra voru eyður fyrir erfiðu orðin, sem þau áttu að skrifa upp á eigin spýtur. Þetta var gert til að þau gætu einbeitt sér að erfiðu orðunum. I eðlisfræði fékk ein stelpan að fara heim, því hénni leiddist hvort sem var og kennarinn sá þá enga ástæðu til að þvinga hana til að láta sér leiðast. Ein af trúarsetn- ingum núverandi skólastefnu er einmitt að börnunum megi ekki leiðast, skólinn á að vera fjör, en ég er ekki viss um að nemend- um leiðist jafnmikið að læra og þeim leiðist að hangsa. Einn skólaleiður og einn skóla- glaður nemandi voru spurðir hvað þeim þætti um próf. Báðir voru sammála um að það væri betra að hafa próf, því þau hertu á nemendum og gerðu skólastarf- ið meira spennandi. Forsvars- menn kennarasamtakanna virð- ast ekki hafa hlustað eftir þess- um röddum nemenda sinna, því nýlega endurtóku þeir margt- uggða kreddu sína að próf ættu að vera útlæg úr skólakerfinu. Daginn eftir sjónvarpsheimsókn- ina fór ég í bíó. Við hliðina á mér sátu nokkrir strákar á menntaskólaaldri og ræddu hana. Þeir máttu vart vatni halda af hlátri yfír hve aulalegur skóla- bragurinn hafði verið. Og með sanni má segja að þetta hafi ver- ið fyndið, en mitt skopskyn er bara ekki eins ungæðislegt og þeirra, svo mér var fremur grátur en hlátur í hug. En það verður forvitnilegt að sjá hvað Haarder verður að gleypa eftir flokkasam- bræðslu skólapólitíkusanna. Sigrún Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.