Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 EÐLISMUNUR STOFN- ANA EB, EFTA OG EES EÐLISMUNUR er á valdauppbyggingunni innan EB og EFTA. EB byggir á yfirþjóðlegu valdi og er Rómarsáttmálinn grundvallarlög bandalagsins, nokkurskonar stjórnarskrá, sem setur ramma um verk- efni þess. EB getur sett reglur sem hafa bein réttaráhrif í aðildarríkj- um bandalagsins. Reglugerðir og ákvarðanir EB eru þannig bindandi fyrir alla aðila í löndum bandalagsins, ríki, sveitafélög, einstaklinga, fyrirtæki, samtök, félög o.s.frv. Aðildarríkjunum er skylt að beita lög- um EB innanlands. Evrópska efnahagssvæðið er ólíkt í eðli sínu. EES- samningurinn er þjóðréttarsamningur. Sem slíkur bindur hann íslenska ríkið að þjóðarétti, en ekki einstaklinga eða fyrirtæki að landsrétti. EFTA-ríkin skuldbundu sig til að setja upp sjálfstæða eftirlits- stofnun og sérstakan EFTA- dómstól til að fara með eftirlit með EES-samningnum í aðildarríkjum EFTA á sambærilegan hátt og gert er innan Evrópubandalagsins. Bygg- ist eftirlitið á tveimur stoðum: Fram- kvæmdastjóm EB og dómstólar EB fara með eftirlit í aðildarríkjum Evr- ópubandalagsins en eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstóll hafa með höndum eftirlit í EFTA-ríkjunum. STOFNANIR EFTA ■■■■■ Þetta er valdamesta EES-RÁÐIÐ stofnun Evrópska efnahagssvæðisins. í því eiga sæti ráðherrar EFTA-landa ásamt með- limum EB-ráðsins og framkvæmda- stjórnar Evrópubandalagsins. Ráðið kemur saman ekki sjaldnar en tvisv- ar á ári. Verkefni þess eru að sjá um pólitíska stefnumótun EES- samningsins. Allar ákvarðanir sem teknar eru innan ráðsins verður að taka samhljóða. Þessi stofnun sér SAMEIGINLEGA um daglegan EES-NEFNDIN rekstur Evrópska efnahagssvæðisins. í henni sitja embættismenn frá EB og ríkjum EFTA. Hefur nefndin tvö megin hlut- verk. Annars vegar að taka formleg- ar ákvarðanir fyrir efnahagssvæðið og hins vegar að vera vettvangur skoðanaskipta. Allar ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar verður að taka samhljóða. ■■■■■■■■ Hlutverk hennar EFTIRLITS- er að hafa sjálf- STOFNUN EFTA stætt eftirlit með að EFTA-ríkin framfylgi samningn- um og að tryggja framkvæmd sam- keppnisreglna EES-samningsins. í eftirlitsstofnuninni sitja 7 aðilar skip- aðir af EFTA-ríkjunum. Þeir starfa sjálfstætt og er þeim ekki heimilt að taka við fyrirmælum frá einstök- um ríkjum vegna starfa sinna. Telji eftirlitsstofnunin að EFTA-ríki hafi brotið samningsskuldbindingar sínar getur hún höfðað mál á hendur því fyrir EFTA-dómstólnum. Á sama hátt fer framkvæmdastjóm EB með eftirlit með málum sem varða við- skipti á milli aðildarríkja EB. í dómnum sitja sjö EFTA- dómarar tilnefndir DÓMSTÓLLINN af EFTA-ríkjunum. Hann fjallar um ágreiningsmál EFTA-ríkjanna og mál sem varða eftirlit með fram- kvæmd EES-samningsins innan EFTA. Dómar hans beinast gegn ríkjum nema á sviði samkeppnis- reglna en þá beinast þeir að fyrir- tækjum og geta ákvarðanir dómsins verið aðfararhæfar, þ.e. hægt er t.d að innheimta sekt sem fyrirtæki í einu landi er dæmt til að greiða beint. STOFNANIR EB Ráðherraráð Evrópubandalagsins og framkvæmdastjómin fara sam- eiginlega með löggjafar- og fram- kvæmdavald. Þingið fer með eftirlits- vald og hefur einnig ákvörðunarvald. EB-dómstóllinn fer einn með dóms- valdið innan Evrópubandalagsins. ■■Þ Ríkisstjómir aðildarríkja EB RAÐIÐ útnefna hvert einn ráðherra til setu í ráðinu. Meginverkefni þess er að samræma efnahagsstefnu að- ildarríkjanna, ráðið hefur vald til að taka ákvarðanir sem hafa lagaáhrif og þ.a.l. bein réttaráhrif. Ráðið fer einnig með eftirlit og hefur afger- andi völd þegar bandalagið gerir samninga við önnur ríki. Ákvarðanir innan ráðsins eru teknar með einföld- um meirihluta þar sem hvert aðildar- ríki hefur aðeins eitt atkvæði. Þó eru umtalsverðar undantekningar á þeirri reglu í mörgum tilvikum þegar atkvæði stærri ríkja vega þyngra en hinna minni. FRAMKVÆMDA- STJÓRNIN Hún er skipuð 17 mönnum sem em út- nefndir af ríkis- stjómum EB-ríkja til fjögurra ára í senn. Þessi stofnun á að starfa alger- lega sjálfstætt og án íhlutunar ríkis- stjóma EB-ríkja. Hún gerir tillögur til Ráðherranefndarinnar, sem að öðram kosti getur yfirleitt ekki að- hafst frekar í viðkomandi máli. Nefndin er málsvari bandalagsins gagnvart öðram ríkjum, hefur m.a. eftirlit að reglum Rómarsáttmálans sé fylgt og getur skotið deilumálum til EB-dómstóIsins. ■■■■■ Hann dæmir í deiluefn- EB-DOM- um milli aðildarríkjanna STÓLLINN og milli einstaklinga og bandalagsins. Hann get- ur einnig gefið dómstólum í hvetju EB-ríki fyrirmæli um hvemig beri að túlka reglur bandalagsins. I dóm- stólnum sitja 13 dómarar sem era útnefndir af aðildarríkjum til sex ára í senn. Úrskurðarvald hans er æðra úrskurðarvaldi dómstóla einstakra EB-ríkja. Þingið hefur takmörk- EB-ÞINGID uð áhrif innan banda- lagsins þótt völd þess hafi vaxið á undanfömum áram. Þingmenn era samtals 518, kosnir með beinni kosn- ingu í aðildarríkjunum. Hlutdeild þingsins í lagasetningu innan banda- lagsins hefur aukist nokkuð, það hefur eftirlit með Framkvæmda- nefndinni, tekur þátt í afgreiðslu fjárlaga bandalagsins og getur haft framkvæði að málum á vissum svið- um. MAASTRICHT HEFUR EKKIÁHRIF Á EES LEIÐTOGAR hinna tólf ríkja Evrópubandalagsins komu í desember í fyrra saman í hollenska bænum Maastricht, sem liggur við ána Maas, og náðu þar samkomulagi sem felur í sér umfangsmestu viðbót sem gerð hefur verið við Rómarsátt- málann frá upphafi. Markmiðið með Maastricht- sáttmálanum, eða samn- ingnum um Evrópusam- bandið (European Union) eins og hann er einnig kallaður, er að gera hið efnahagslega og pólitíska samstarf aðildarríkj- anna mun nánara, án þess þó að taka skrefið til fulls og gera EB að einu ríkjasambandi með alríjdsstjórn líkt og t.d. Banda- ríkin. Mest munu áhrifín verða á sviði peningamála (einn gjaldmiðill) og utanríkis- og varnarmála (stefnt er að einni sameiginlegri stefnu bandalags- ríkjanna í þessum málaflokk- um). Þetta er á Evrópumállýsku kallað að „dýpka“ bandalagið. Fjölgun aðildarríkja er hins veg- ar kölluð „breikkun" á banda- laginu. Sú dýpkun sem felst í Ma- astricht hefur engin áhrif á samninginn um EES enda ein- ungis um innbyrðis breytingar hjá Evrópubandalaginu að ræða. Aftur á móti verða öll þau ríki sem nú sækja um aðild að EB að sækja um aðild að því breytta bandalagi sem stefnt er að með Maastricht. Þau sækja því í raun ekki um aðild að Evr- ópubandalaginu heldur hinu nýja Evrópusambandi (Europe- an Union) sem myndast þegar hinn efnahagslegi og pólitíski samruni EB verður orðinn að veruleika. Þetta er auðvitað allt háð því að Maastricht-sáttmálinn verði staðfestur í öllum aðildarríkjun- um. Honum hefur verið hafnað af Dönum í þjóðaratkvæða- greiðslu og í næsta mánuði munu Frakkar greiða um hann atkvæði. Samkvæmt Rómarsáttmálan- um ætti höfnun Dana að nægja til að samningurinn sé fallinn þar sem einróma samþykki allra aðildarríkja þarf til breytinga á stofnsáttmálanum. Fyrir liggja þó yfirlýsingar frá öllum lönd- um, einnig Danmörku, um að finna verði leið til að ná samt sem áður fram þeim markmiðum sem sett voru skömmu fyrir jól við ána Maas. EVRÓPA FRÁ A TIL Ö ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ Sjá frekar undir NATO. ■■ Common Agricultural Policy CAP eða CAP er heitið á hinni sam- eiginlegu landbúnaðarstefnu Evr- ópubandalagsins. CAP nýtur engra vinsælda, hvorki meðal framleiðenda né neytenda, og er sífellt til endur- skoðunar. Þess má geta að hlutfall niðurgreiðslna í landbúnaði innan EB er 38% en t.d. 27% í Bandaríkjun- um, 74% í Noregi, 72% í Finnlandi og 47% í Svíþjóð. Samningurinn um EES felur ekki í sér að tekin sé upp sameiginleg landbúnaðarstefna. Hann breytir því engu um landbún- aðarstefnu íslendinga. ■■■■■ Mjög frægt dómsmál CASSIS jnnan Evrópubanda- D£ DIJON Iags'ns- Cassis de Dijon er franskur líkjör sem Þjóðverjar héldu fram að væri of sterkur og vildu banna sölu á. Evr- ópudómstóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að slíkt væri í and- stöðu við Rómarsáttmálann. Þetta dómsmál er oft tekið sem dæmi um að einstaka ríki geti ekki stöðvað innflutning á vöram með því að gera kröfur eða setja reglur sem í raun eru tæknilegar viðskiptahindranir. ■■I Kola- og stálbandalagið var CECA stofnað í París árið 1951 að tillögu franska stjómmálamannsins Jean Monnet og varð það upphafíð að Evrópubandalaginu. Tillagan var sett fram af þáverandi utanríkisráð- herra Frakklands, Robert Schuman og stundum kölluð Schumanáætlun- in. Tilgangur CECA var að binda enda á langvinnar deilur Frakka og Þjóðveija og var í því skyni myndað bandalag til að samræma kola- og stáliðnað Evrópu. Átti með þessu að koma í veg fyrir endurvígvæðingu ríkjanna. Ríkin sem aðild áttu að CECA vora Frakkland, Vestur- Þýskaland, Belgía, Lúxemborg, Hol- land og Ítalía. Er í dag hluti af EB. ■■ Common Fishery Policy eða CFP CFP er heitið á hinni sameigin- legu sjávarútvegsstefnu Evrópu- bandalagsins. Heildarkvóta og skipt- ing kvóta milli landa er ákveðin af ráðherraráðinu en framkvæmd stefn- unnar (s.s. eftirlit) er í höndum aðild- arríkjanna. CFP nær einungis til veiða á Atlantshafí. Sjávarútvegs- stefnan hefur verið til endurskoðunar undanfarin ár en ólíklegt er að ný stefna taki gildi fyrir 2002. Hin nýja stéfna mun einnig taka til veiða á Miðjarðarhafinu. Portúgalar og Spánveijar fá einnig fulla aðild að CFP árið 2002. Þess má geta að 300 þúsund sjómenn starfa í ríkjum EB og 1,7 milljón manna til viðbótar hefur atvinnu af sjávarútvegi. ■■■■ Delors er ekki iimvatns- DELORS tefruHd líkt og 40% bre- ItfOim skra kvenna héldu fram '* * í nýlegri skoðanakönnun heldur forseti framkvæmdastjórnar EB síðan 1985. Var endurkjörinn til tveggja ára á ráðherrafundi banda- lagsins í Lissabon í júní. Delors er Frakki, fæddur 1925, og gegndi embætti fjármálaráðherra í ríkis- stjóm sósíalista á síðasta áratug. Fimm ára fjárlög EB era einnig kennd við hann og nefnast Delors 1 og Delors 2. Efnahagsbandalag EFNAHAGS- Evrópu var stofnað BANDALAGIÐ árið 1957 af hinum sex aðildarríkjum CECA. Efnahagsbandalagið ásamt CECA og EURATOM er grundvöll- urinn að Evrópubandalagi dagsins í dag eða EB. ^■European Currency Unit eða ECU ECU er reiknieining sem notuð er innan EB. Þó að til sé ECU-mynt er ECU einungis notuð við útreikn- inga á pappímum en ekki í viðskipt- um. Andvirði ECU er reiknað út samkvæmt sérstakri myntkörfu með öllum gjaldmiðlum EB-ríkjanna en ræðst að mestu af þýska markinu. Gengi ECU gagnvart íslensku krón- unni er um 75 ÍSK. ■■ European Environment Agency EEA eða EEA er sú stofnun EB sem fer með umhverfismál. Hlutverk hennar er að safna saman og vinna úr upplýsingum um umhverfismál sem síðan era lagðar til grandvallar ákvörðunum bandalagsins á þessu sviði. Til að forðast allan misskilning ber að benda á að EEA er einnig enska skammstöfunin yfir EES. ■■ European Monetary System eða EMS EMS er samheitið á öllu gjaldm- iðlasamstarfi EB sem hófst árið 1979. Tilgangurinn með EMS er fyrst og fremst að tryggja stöðug- Ieika gjaldmiðla bandalagsríkjanna innbyrðis. ■■ Economic and Monetary Union EMU eða EMU nefnist sá peninga- legi samrani sem Evrópubandalags- ríkin ákváðu að stefna að með Ma- astricht-sáttmálanum. Á íslensku: Efnahags- og myntbandalagið. Markmiðið er að taka upp einn sam- eiginlegan gjaldmiðil innan bandalagsins í síðasta lagi árið 1999. Bretar fengu einir undanþágu frá þessu markmiði í Maastricht. ■■ Exchange Rate Mechanism eða ERM ERM nefnist sú samræming gengisskráningar, sem á sér stað innan EMS. Markmiðið er að vera með fasta gengisskráningu sem samt býður upp á möguleika á leiðrétting- um ef svo ber við. Gilda þær reglur að ef gengisskráning gjaldmiðils breytist um meira en 2,25% miðað við aðra gjaldmiðla í myntkörfunni ber seðlabanka viðkomandi ríkis skylda til að kaupa eða selja mynt til að koma á jafnvægi á ný. Einstaka EB-ríki fá stundum víðari mörk innan ERM og eru Bretar og Spánveijar þannig með 6% þessa stundina. EVROPU- DÓMSTÓLLINN Dómstóll EB-ríkj- anna með aðsetur í Lúxemborg. Hann dæmir í deiluefnum milli aðildarríkjanna sem og milli einstaklinga og bandalags- ins. Evrópudómstóllinn getur einnig gefíð dómstólum í aðildarríkjunum fyrirmæli um hvernig túlka beri regl- ur bandalagsins. Er elsti pólitíski sam- EVROPU- starfsvettvangur Evr- RÁDIÐ ópuríkja, stofnað 1949. Tilgangur Evrópuráðs- ins, sem hefur aðsetur í Strassborg, er að veija lýðræði og mannréttindi og reyna að bæta lífsskilyrði Evr- ópubúa. Eftir fall kommúnismans eiga flest ríki Austur-Evrópu einnig aðild að Evrópuráðinu og eru aðildar- ríkin nú 27. ■■■■■ Var myndað samhliða EURAT0M Efnahagsbandalaginu árið 1957 í þeim tilgangi að vera grundvöllur friðsamlegar nýtingar kjarnorku. Er í dag hluti af EB. ■■■ Þegar talað er um „fjór- FJÓR- frelsið" er átt við hið frjálsa FRELSIÐ vöru, þjónustu, vinnu- afls og fjármagns sem kom- I í « I i c (; C c I í í í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.