Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1992 VEGGFÓÐUR Allt hægt ef viljinner fyrir hendi Jóhann Sigmarsson eða Jonni, eins og vinir hans kalla hann, er einn aðstandenda kvikmyndarinnar „Veggfóður" sem sýnd er þessa dagana í kvikmyndahúsum borgarinnar. Hann segir að viðtökur áhbrfenda á frumsýningu kvikmyndarinnar, hafi komið sér mjög á óvart og að frumsýningin hafi verið stærsta stund lífs sín. Jóhann er ekki menntaður í kvikmyndagerð, en hefur fengist litillega við myndlist. Fólk í fréttum spjallaði stuttlega við Jóhann á dögunum, og grennslaði meðal annars fyrir um uppvaxtarár hans. „Ég man fyrst efir mér þriggja ára gömlum að mála tómar vínflöskur heima í Laugamesinu, blandaði þá saman mörgum litum og sullaði mikið. Átján ára gamall flutti ég að heiman og bjó í tvo mánuði í gömlum Dodge Omni, hallaði bara sætunum aftur og hafði það gott. Maður var ósköp trylltur á unglingsárunum. “ Jóhann kveðst hafa búið við fijálsræði í æsku sinni og vill reyna að viðhalda því frelsi. Hann fór að vinna við kvikmyndagerð eftir grunnskóla, aðstoðaði t.d. við tökur og klippingar hjá kvikmyndafyrirtækinu' Plús film, ásamt því að sinna hugðarefnum sínum í skemmtanalífinu og málaði einnig töluvert. „Eg hætti hjá Plús film og Sveinn M. Sveinsson, einn forráðarmanna fyrirtækisins, hvatti mig til að skrifa. Geirfinnsmálið hafði djúp áhrif á mig, og mig langaði til að skrifa kvikmyndahandrit um þetta fræga sakamál. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Handritshöfundurinn Jóhann Sigmarsson situr hér við nokkur málverka sinna. Síðar missti ég áhugann, því of mörgum spurningum varðandi það er ósvarað. En ég hófst þegar handa um að skrifa annað handrit, og það varð með tíð og tíma að handriti „Veggfóðurs“. Eftir að hafa farið í ferðalag um Evrópu ásamt vini mínum og samstarfsmanni Júlíusi Kemp, hafði ég hug á að komast í listaskóla í Brussel, en leist ekki á aðstæður og dreif mig heim á klakann aftur. Heim kominn sat ég á kaffihúsum miðbæjarins um veturinn, og skrifaði og málaði þess á milli, ásamt því að vinna alla þá íhlaupavinnu sem gafst.“ Jóhanns er tuttugu og þriggja ára gamall, og segist hafa mikla trú á kynslóðinni sem hann tilheyrir vegna þeirrar grósku og sjálfstrausts sem einkennir hana.„Ungt fólk er að stofna til eigin listahátíða, semjatónlist, skrifa og gera bíómyndir. Ungt fólk er uppreisnargjarnt á vissan hátt, en þessi kynslóð er komin til að vera.“ Hann telur kvikmyndina „Veggfóður", en hann skrifar handritið ásamt Júlíusi Kemp leikstjóra, heyra til þessara tilhneiginga og segir að hún sé hálfgerð uppreisn gegn eldri kvikmyndagerð í Iandinu. „Þegar við fórum út í gerð „Veggfóðurs“ áttum við næga trú en litla peninga. Trúin á myndina og fólkið sem aðstoðaði okkur gerði þetta mögulegt. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, ásamt þolinmæði og dirfsku. Maður á að gera það sem maður vill gera, og vera trúr eigin sannfæringu. Þó kröfurnar séu miklar, hef ég reynt að temja mér þessar einföldu lífsreglur. Það er núið sem gildir og maður skapar framtíðina sjálfur." OÞRIF Sóðalegasta húsmóðir í heimi Bandaríska húsmóðirin Gertrude Berger lítur út eins og umrenning- ur og lyktar eins og svín. Hún er einn af mestu og verstu sóðum Bandarikjanna og er þó miklu til jafnað. Gertrude hefur ekki komið nálægt þrifum á heimili sínu í 30 ár og það sem verra er, hún hefur heldur ekki þrifið sig allan þennan tima. Þrátt fyrir þetta er Gertrude gift, þó ekki hamingjusamlega. Astæða þess að Gertrude hefur ekki handleikið vatn og sápu í 30 ár er að hennar sögn níska eiginmannsins, Richards, sem er vel metinn læknir. Þau hjónin búa í stærðar húsi í fínu hverfi í Wic- hita í Bandaríkjunum og eiga fjögur börn. Gertrude fannst því engin ofrausn að eiginmaðurinn réði húshjálp svo að húsmóðirin gæti um frjálst höfuð strokið í stað þess að standa daginn út og inn í bleyjuþvotti og matseld. Richard þótti kona sín hins vegar ekki of góð til að annast heim- ilið og neitaði. Niðurstaðan var sú að Gertrude fór í verkfall og hætti að þrífa sig og heimili sitt. „Svona hefur ástandið nú verið í þijá áratugi og svona verður það þar til ég fæ húshjálp,“ seg- ir Gertrude sem nú er 55 ára. Gertrude viðurkennir að útlit sitt sé ekki upp á marga físka og að lyktin sé ekki til að hrópa húrra fyr- ir. Þrátt fyrir það bregst hún ævin- lega hin versta við þegar meðlimir gefa í skyn að ef til vill helst til langt. Þar bömum og eiginmanni hugnast ekki sóðaskapurinn, hefur fjölskyldan reynt að halda heimilinu hreinu eftir fremsta megni en eiginmaðurinn hefur hreint ekki hug á að gefa eftir í deilu þeirra hjóna. Telur hann að það væri hið sama og að verðlauna konu sína fyrir að vera svo einstak- lega ósamvinnuþýð. „Konan mín vinnur ekki úti. Hún hefur rúman tíma til að taka til í húsinu. Vilji hún líta út eins og róni, er það hennar mál. Það skaðar aðeins hana sjálfa."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.