Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.08.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. AGUST 1992 t OLK BAHDAL06 Ein EFMUGSSVEM Eftir Ómar Friðriksson og Steingnm Sigurgeirsson ALÞINGI kom saman til sumarþings nú í vikunní til að taka fyrir samninginn um Evrópskt efna- hagssvæði (EES) og fylgifrumvörp hans. EES-sainningurinn er einn umfangsmesti milliríkjasamning- ur sem Islendingar hafa gerst aðilar að og á aðild okkar að þessu stærsta sameiginlega viðskipta- svæði veraldar eftir að hafa verulegar breytingar í för með sér á næstu árum. Það er því mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvað felst í samningnum um EES og kannski ekki síst líka hvað felst ekki í honum. í stuttu niáii má segja að EES sé fyrst og fremst viðskiptasamningur sem tryggir frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og vinnuafls milli nítján ríkja. Þetta „fjórfrelsi" er grundvöllur samningsins. EES er hins vegar víðtækari en venjulegur fríverslunarsamningur. Öryggis- og gæða- eftirlit verðúr samræmt innan EES og einnig samkomulag um frfverslun með sjávarafurðir. EFTA var stofnað árið 1960 og íslendingar gerðust aðilar árið 1970. EFTA er ekki tollabandalag og aðildarríkin hafa ekki samræmt tolla sína gagnvart umheiminum. Til samanburðar má geta þess að samvinna fá ríki Fríverslúnarbandalágs Evrópu (EFTA) með samningnum rétt til þátttöku í ýmsum sam- starfsverkefnum Evrópubandalagsins (EB) svo sem á sviði rannsókna og þróunar, umhverf- ismála, menntámála og almannavarna. EES fel- ur hins vegar ekki í sér aðild að EB í neinu formi né heldur gangast EFTA-ríkin undir stjórnkerfi þess bandalags á einn né neinn hátt. að Éau tvö bandalög sem samningnum um hið evr- ópska, efnahagssvæði standa, Evrópubandalagið og Fríverslunarbandalag Evrópu, eru í eðli sínu mjög ólík, bæði hvað varðar uppbygg- ingu og markmið. EB, sem var stofnað 1957, er ríkjasamband tólf ríkja sem miðar að nánuni pólitískum og efnahags- legum samruna. Ríkin mynda með sér tollabandalag og hafa aflétt hömlum á viðskiptum með allar vörur, hvort sem er landbúnaðar- eða iðnaðarvörur, og þjónustu. EB-rikin hafa einnig samræmt tolla sína gagnvart öðrum ríkjum utan bandalagsins. Sameiginlegar stofnanír fara með löggjafar- og dómsvald á ákveðnum sviðum og með Maas- tricht-samkomulaginu er stefnt að er móti sex sameiginleg- um gjaldmiðli og sameigin- legri utanríkis- og varnar- stefnu. EFTA aftur á fríverslun arsamtök ríkja án nokk- urrar stofn- anabundinnar pólitískrar samvinnu, þó svo að ríkin eigi samráð sín á milli í ákveðnum fnálum. Frí- verslunin hefur fyrst og fremst náð til iðnaðar- vamings en 1990 náðist einnig Norðurland- anna hefur verið miklu nánari á póli- tíska sviðinu en samvinna EFTA-ríkj- anna. Þannig hefur um ára- tuga skeið ver- ið í gildi sam- eiginlegur vinnumarkað- ur, þ.e. frjálsir fólksflutning- ar, á Norður- löndunum. Is= lendingar hafa þannig notið sömu réttinda hvar sem er á Norðurlöndun- um og heima- menn, rétt eins og raunin er innan EB. Hugtakið „Evrópskt efnahags- SJAVARUTVEGSFYRIR- TÆKI í EIGU ÍSLENDINGA ÍSLANDI verður heimilt að beita áfram takmörkunum við eignarrétti erlendra aðila á sviði fiskveiða og fiskvinnslu. Þessi höft eiga þó ekki að koma í veg fyrir fjárfestingar er- lendra aðila eða ríkisborgara sem eru ekki með lögheimili á íslandi í félögum sem taka að- eins á óbeinan hátt þátt í fisk- veiðum eða fiskvinnslu. Innlend yfírvöld hafa einnig rétt til að skuldbinda fyrirtæki sem hafa að hluta eða öllu leyti verið keypt af erlendum aðilúm eða rík- isborgumm sém ekki eru með lög- heimili á íslandi til að losa sig við fjárfestingar í staid'semi á sviði fískvinnslu eða í fiskiskipum. EES-samningurinn kemur heldur ekki í veg fyrir að hægt sé að setja skorður á atvinnustarfsemi af ýmsum toga, t.d. með því að málakunnátta eða að aðrir eigin- leikar séu áskildir í tiltekinni starfsgrein og með vísan til alls- herjarreglu, almannaöryggis eða almannaheilbrigðis. ORYGGISRAÐSTAFANIR í stað fjölda fyrirvara um ýmis atriði sem EFTA-ríki vildu setja í EES-samninginn varð samkomu- lag um að þess í stað yrði eitt almennt öryggisákvæði, sem hvert EFTA-ríki getur beitt einhliða eða Framkvæmdastjóm EB ef á þyrfti að halda. Öryggisráðstöfunum má beita ef alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar koma upp, hvort sem er innan einstakra atvinnugreina eða á afmörkuðum landsvæðum. ísland gæti þannig gripið til þessá ráðs ef alvarleg röskun er fyrirsjá- anleg á vinnumarkaði vegna flutn- inga starfsfólks, röskun verður á fasteignamarkaði o.s.frv. Heimilt er að bera umfang slíkra aðgerða undir sérstakan gerðardóm sem dæmir um gildistíma aðgerðanna og er niðurstaða hans bindandi fyrir deiluaðila. EFTA, EB, EES ■ Evrópubandalagið (EB) er ríkjasamband 12 ríkja, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, írlands, Ítalíu, Spánar, Portúgál, Hollands, Belgíu, Lúxemborgar, Grikklands og Danmerkur, með sameiginlega viðskiptastefnu, sjávarútvegsstefnu, landbúnaðarstefnu og sattivinnu á sviði peninga-, félags- og utanríkismála. Stofnanir EB hafa yfírþjóð- leg völd. ■ Fríverslunarbandalag Evrópu (EFTA) er samtok sjö ríkja, ístánds, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Sviss, Liecthenstein og Austurríkis, sem gert hafa með sér samning um fríverslun með iðnaðaivörur, eihstak- ar landbúnaðarafurðir og frá 1990 einnig sjávarafúrðir. hau eiga stundum sarnráð um utanríkismál en móta yfirleitt ekki satneiginlega viðskiptastefnu gagnvart öðrum ríkjum. EESER... ■ Evröpska efnahagssvæðið (EES) er milliríkjasamningur milli EFTA-ríkjanna og EB um sameiginlegt markaðssvæði sem tryggir frelsi í vöru- og þjónustuviðskiptum, atvinnufrelsi og frjálsa flutninga fjármagns. ■ Ríkisstyrkir verða ekki leyfðir á EES. ■ EES-samningurinn bannar að skattar á innfluttar vörur séu hærri en á innlenda framleiðslu. ■ Landamæraeftirlit verður einfaldað á EES. ■ EES verður einn sameiginlegur útboðsmarkaður. ■ Þegnar EES-landa hafa rétt til að taka atvinnutilboðum hvar sem er innan svæðisins jn þess að glata áunnum réttindum sínum. ■ Heimilt verður að stofna fyrirtæki hvar sem er á EES. ■ Fjármagnsþjónusta verður gefín frjáls á EES. ■ Aðildarlöndum EES verður fijálst að taka á móti og senda út sjón- varpsefni hvert frá öðru. EES ER EKKI I Sameiginleg sjávarútvegsstefna EB gildir ekki á EES. I Sameiginleg landbúnaðarstefna EB gildir ekki á EES. I Markmið EB um samræmingu beinna og óbeinna skatta ekki á EES. I Sameiginleg mynt verður ekki tekin upp á EES. I Varnarsamsstarf EB-ríkja nær ekki til EES. gildir m-. svæði“ sá dagsins Ijós í fyrsta sinn í yfirlýsingu sem gefín var út í lok sameiginlegs ráðherrafundar EFTA og EB í Lúxemborg þann 9. apríl 1984. í þessari sk. „Lúx- emborgaryfirlýsingu" var lögð áhersla á að okki mætti láta stað- ar numið með þeim tvíhliða frí- verslunarsamningum sem EB og EFTA-ríkin hofðú gert með sér árið 1973 heldur yrði að efla sam- starf bandalaganna þannig að haigt væri að mynda sameiginlegt evrópskt efnahagssvæði sem tæki tií ríkja EB og EFTA. Það sem fyrir mönnum vakti var ekki síst að vera betur undir samkeppni frá Bandaríkjunum og Japan búnir en þau ríki eiga hvorí um sig gífur- lega fjölménna heimamarkaði. Þó að samstarf hafi verið aukið á ýmsum sviðum milli EFTA og EB í kjölfar Lúxemborgarfundar- ins er þó óhætt að segja að það hafi verið innan Evrópubandalags- ins sem hreyfíng komst á mál. Hugmyndin um „innri markað- inn“ komst á skrið með „Hvítu bókinni" árið 1985 og ákveðið var að bandalagið yrði loks það sem stefnt hafði verið að frá upphafi, einn sameiginlegur markaður, frá og með 1. janúar 1993. Það voru ekki síst hagkvæmnis- rök sem lágu að baki þessari ákvörðun enda talið að með til- komu ínnri markaðarins myndi landsframleiðsla aukast um 4,5%, verðlag lækka um 6,1% og 1,8 mílljón nýrra starfa bætast við í aðildarríkjum Evrópubandalags- m Jacques Tlelors, forseti fram- kvæmdastjórnar EB, hélt í janúar 1989, ræðu á Evrópuþinginu í Strassborg þar sem hann gaf í skyn að hann teldi æskilegt að ríki EFTA myndu einnig eiga að- ild að hinum fyrirhugaða innri markaði. Stuttu síðar, eða í mars- mánuði sama ár, komu forsætis- ráðherrar EFTA-ríkjanna saman til fundar í Osló þar sem þeir fögn- uðu þessu frumkvæði Delors og lýstu því yfir að þeir væru reiðu- búnir til viðræðna um aukið sam- starf við EB. Viðræður um myndun hins Evr- ópska efnahagssvæðis hófust í apríl 1989 og stóðu þær með hlé- um til febrúar 1992. Niðurstaðan varð að samkomulag tókst um að frelsi í vöru- og þjónustuviðskipt- um, fjármagns- og fólksflutning- um, myndi ríkja á EES-svæðinu að mestu leyti en þar búa um 375 milljónir manna. Þá er tekið upp samstarf á ýmsum öðrum sviðum, s.s. varðandi vísindi, umhverfis- mál, menntamál, ferðamál og al- mannavarnir. EES-samningurinn er því víðtækari en flestir venjuleg- ir fríverslunarsamningar en þó ekki nærri eins víðtækur og satn- starfið milli EB-ríkjanna. Sameig- inlegum stofnunum er þannig t.d. ekki falið að fara með Iöggjafar- vald heldur verður það áfram í höndum þjóðþinga EFTA-ríkjanna að öllu leyti. SJÁNÆSTU OPNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.