Morgunblaðið - 26.08.1992, Síða 24

Morgunblaðið - 26.08.1992, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992 Otrúlegnr tvískinnungnr og pólitísk hentistefna — segir Björn Bjarnason um málafylgju og sinnaskipti Framsóknar og Alþýðubandalags í EES-umræðum BJÖRN Bjarnason (S-Rv), formaður utanrikismálanefndar, eygir litla von um að samstaða geti tekist um samþykkt þess þýðingarmikla máls sem samningurinn um EES sé. Ræður stjórnarandstæðinga við framhald fyrstu umræðu í gær staðfesta svartsýni Björns Bjarnason- ar. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra mælti á fimmtudaginn síðustu viku fyrir frumvarpi til staðfestingar á samningnum um evrópskt efnahagssvæði, EES. Fyrstu umræðu var fram haldið síð- astliðinn mánudag en var frestað um miðaftan samkvæmt samkomu- lagi þingflokkanna. Þá var Ingbjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) í ræðu- stóli. Varð hún að gera hlé á sinni ræðu en í gær var málið á dagskrá og hún hún tók upp þráðinn þar sem frá var horfið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kvað ekki undan því vikist að svara eða veijast nokkrum þeim atlögum og skeytasendingum sem fram komu í ræðu Jóns Baldvins Hanni- balssonar síðastliðinn fímmtudag. T.d. hefði ráðherra mjög mistúlkað hennar orð í íjölmiðlum í sumar um lögfræðiálit fjórmenninganefndar. Ekki einu sinni vitnað rétt til þeirra, e.t.v. sökum greiðvikni við Alþýðu- blaðið. En sínu minna þótti henni til um þau rök utanríkisráðherrans fyrir því að hafna þjóðaratkvæða- greiðslu um EES-samninginn að „slíkt valdaafsal þingsins væri hvorki sjálfsagt né eðlilegt" og að ráðherrann vildi ekki „stuðla að því að umbylta því stjómskipunarfyrir- komulagi sem var ákveðið í stjórn- arskrá árið 1944 og hefur ríkt góð sátt um allan lýðveldistímann". Ingibjörg Sólrún hafnaði því einnig að sjálfgefið væri að slík þjóðarat- kvæðagreiðsla myndi fara eftir fiokkspólitískum línum. Ræðumanni var næst að halda að þingmenn allra flokka vissu harla lítið um afstöðu umbjóðenda sinna til samningsins um EES. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir líkti EES-samningnum við „babúsku“, þ.e.a.s. hola trédúkku sem geymir aðra trédúkku sem geymir enn aðra o.s.frv. Með EES-samningnum kæmu bókanir og viðaukar og í þessum gerðum væri vísað til gerða, tilskipana EB. Og dómar EB- dóm- stólsins sem myndu ekki bara verða lögskýringargögn heldur gætu menn sótt rétt sinn á grundvelli þeirra. Ingbjörgu Sólrúnu þótti sem sam- ingamenn hefðu ofið flókinn vef og rakti nokkrar greinar í samningi og bókunum með millitilvísunum, t.d. varðandi dómsvaldið. Greinar 105 og 111. Bókanir EB vegna þeirra, bókun 35, bókun um fordæmisgildi EFTA-dómstóIs, grein 3 í samningi um EFTA-dómstól og 3. grein í frumvarpi. Það væri staðreynd að EB-dómstóllinn réði för þótt tína mætti til með góðum vilja einhver formleg rök fyrir því að dómsvald væri e.t.v. ekki framselt og hið sama mætti segja um löggjafarvaldið. Ingibjörg Sólrún vísaði m.a. til for- gangs EES-reglna. Benti hún á að í bókun 35 stæði m.a: „Vegna til- vika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmda og annarra settra laga skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum. í lokaorðum sínum varaði ræðu- maður við landlægri oftrú á „patent- lausnir" á okkar vandamálum. „Við getum sem hægast klúðrað öllum okkar málum hvort sem við erum innan eða utan EES eða EB. Aðild að EES eða EB er ekki upphaf alls, ekki rök í öllum málum, leysir ekki allt.“ Til óheilla Páll Pétursson (F-Nv), formaður þingflokks Framsóknarmanna, fór í nokkru máli um stjómarskrárþátt þessa máls. Rakti hann og reifaði álit Guðmundar Alfreðssonar þjóð- réttarfræðings og einnig álit Bjöms Þ. Guðmundssonar prófessors og taldi þær hinar merkustu. Minna þótti Páli Péturssyni til um jákvætt álit svonefndrar fjórmenninga- nefndar. Hann bar þó engar brigður á ágæti og lögvísi þessara manna en taldi þá suma tengast þessum málatilbúnaði og ennfremur sjálf- stæðisstefnunni ótæpilega. Gunnar G. Schram hefði verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Þór Vil- hjálmsson, „kunnan sjálfstæðis- mann, hæstaréttardómara og mik- inn Evrópusinna". Páll Pétursson vildi ekki veija öllum sínum ræðutíma í stjómskipu- legan þátt þessa máls, enda myndi væntanlega veitast til þess tækifæri á næsta fundi. Þegar fmmvarp um breytingu á stjómskipunarlögum kemur til umræðu. Páll kvaðst hafa reynt að nálgast efnisþætti EES- málsins með opnum huga og reynt að varast bæði óraunhæfa bjartsýni og einnig fordóma. En nú var ræðu- maður heldur kominn á þá skoðun að utanríkisráðherrann hefði m.a. ávirðinga: „Yfirdrifíð stórlega þær hagsbætur sem í samningnum fel- ast, en ýmist þagað vandlega yfír annmörkum samningsins og í einu tilfelli a.m.k. sagt beinlínis rangt frá. Þar á ég við langhalamálið." Páll taldi hinn ófullgerða samning um sjávarútvegsmál geta dregið langan slóða á eftir sér. „Við eram ekki búin að bíta úr nálinni með fískflota EB á íslandsmiðum." Páll fór í gegnum fleiri svið við- skipta og þjóðlífs sem EES-samn- ingurinn mun hafa áhrif á. Mátti glöggt ráða að honum þótti flest er hann tilgreindi heldur óæskilegt þótt einhveijum væri fagnaðarefni: „Vinnuveitendur fagna margir aðild að EES enda vænta þeir sér ódýr- ara vinnuafls að utan. Mér er ráð- gáta hvemig forysta margra verka- lýðssamtaka hefur tekið á þessu máli. Margir forystumenn stéttarfé- laga era ótrúlega jákvæðir. Þeir virðast loka augunum fyrir því að við erum að gerast aðilar að efna- hagssvæði þar sem fast atvinnuleysi er um 10%. Með svipuðu lögmáli og vatnið rennur undan brekkunni hlýtur atvinnuleysi hér að aukast til stórra muna. Innstreymi erlends vinnuafls hlýtur að taka atvinnu frá íslendingum." En það mátti heyra eða leiða lík- ur að því að áhrif EES á opinber útboð væra um sumt hættuleg. „Skylt verður að efna til opinberra útboða á svæðinu í meiriháttar vöra- kaup og stærri verksamninga." Ræðumaður taldi að: „Veralegur kostnaður mun hljótast af því að verða að bjóða út á erlendum mark- aði og kostnaður eykst við gerð útboðsgagna. Þá þarf að koma á fót opinberri stofnun sem annast öll ■samskipti hvað varðar upplýsingar og opinber útboð á Evrópumarkaði á kostnað sveitarfélaganna, a.m.k. að hluta til.“ En Páll vildi að menn hugleiddu áhrifin á hag einstakra sveitarfélaga: „íhaldið í Reykjavík getur þá t.d. ekki gaukað hagstæð- um verkefnum eða gróðavænlegum viðskiptum að gæðingum sínum lengur.“ Páll Pétursson dró enga dul á að Framsóknarmenn hefðu upphaflega studd hugmyndina um myndun EES að ákveðnum ströngum fyrirvörum en: „Samningur sá sem hér liggur fyrir er allt annar en við vonuðumst eftir að yrði gerður. Fyrirvarar okk- ar era ýmist útvatnaðir eða horfnir með öllu. Núverandi ríkisstjóm hef- ur haldið mjög klaufalega á hags- munum íslands við þessa samninga: gerð og hafí hún skömm fyrir.“ í sínum lokaorðum ítrekar ræðumað- ur ásakanir sínar í garð utanríkis- ráðherra um að ýkja stórlega ávinn- ing íslendinga af samningnum. „Einhver ávinningur kann að verða fyrir sumar greinar sjávarútvegs en það kann að verða dýra verði keypt annars staðar í þjóðfélaginu. Með samningi þessum opnast tækifæri og bætt aðstaða fyrir þá sem ætla að flytja búferlum til meginlandsins en tvímælalaust er hann til óheilla fyrir marga þá sem eftir sitja og ætla að halda áfram að vera íslend- ingar. Undrast sinnaskipti Björn Bjarnason (S-Rv) til- greindi nokkrar ástæður fyrir því að samþykkja það lagafrumvarp sem nú væri rætt. Þessi samningur væri í samræmi við þá stefnu sem ríkistjórnir íslands hefðu fylgt allt frá því um miðjan níunda áratug- inn. Með samningnum næðist fram mikilvæg viðurkenning á sérstöðu íslands sérstaklega hvað varðaði sjávarútvegsmál. Sá árangur hefði náðst með samstöðu með öðram EFTA-löndum. „Það yrði fráleitt að ijúfa samstöðu með EFTA-ríkjunum nú og stofna að nýju til óvissu í samskiptum okkar við EB með til- mælum um tvíhliða viðræður." Björn taldi að með þessari samn- ingsgjörð væri ekki gengið inn á valdsvið íslenskra stjórnvalda, á þann veg að bryti í bága við stjóm- arskrána. Hér væri stofnað til samn- ings um milliríkjaviðskipti og sett ákvæði um hvernig tekið skyldi á álitaefnum. Nýtt réttarsvið yrði til og jafnframt stofnanir til að gæta öryggis á því. Þetta öryggisatriði væri einkum mikilvægt fyrir smærri þjóðir. „Það era vísvitandi rang- færslur eða ótrúlegt þekkingarleysi að halda því fram að í þessum samn- ingi felist eitthvert allsherjarafsal á íslensku sjálfstæði," sagði Björn Bjarnason. Síðar í sinni ræðu benti Björn einnig á að ágreiningur um aðferðir við að túlka stjórnarskrár- ákvæði hefði löngum verið meðal lögfræðinga. Hann vísaði til þess að fjórar lögfræðilegar álitsgerðir hefðu verið lagðar á borð þing- manna. Alls sjö lögfræðingar hefðu samið þessar álitsgerðir. Fimm þeirra teldu ekki vera um stjómar- skrárbrot að ræða. Einn, Bjöm Þ. Guðmundsson, væri í vafa og vildi því breyta stjómarskránni. Og einn, Guðmundur Alfreðsson, lögfræðing- ur hjá Sameinuðu þjóðunum, teldi að samþykkt EES-samningsins bryti í bága við stjómarskrána. Björn sagði að það væri pólitík en ekki lögfræði sem réði því hve stjómarandstaðan legði mikla áherslu á stjórnarskrárþátt þessa máls. Bimi þótti ræður fulltrúa stjórn- arandstöðunnar ekki gefa miklar vonir um að víðtæk samstaða tæk- ist á Alþingi um þetta mikilvæga mál. Samtök um kvennalista hefðu allt frá upphafí verið andvig þátt- töku í EES. Hitt hlyti að vekja undr- un að formenn Alþýðubandalags og Framsóknarflokks flyttu nú ræður um EES-samninginn á þann veg sem skilja mætti, að þeir hefðu aldrei lagt þessu máli í einlægni lið Morgunblaðið/Kristinn sitt eða brotið það til mergjar. Þess- ir tveir menn hafi verið forsætisráð- herra og f|ármálaráðherra í þeirri ríkisstjórn sem lagði granninn að samningsgerðinni og mótaði megin- stefnuna í henni allt þar til í apríl 1991. Björn taldi að „þegar fram líða stundir verði kollsteypa þessara tveggja flokksformanna í þessu mikilvæga máli talin til marks um ótrúlegan tvískinnung og pólitíska hentistefnu". í sinni ræðu benti Björn Bjarna- son á að utanríkisráðherra ríkis- stjómar Steingríms Hermannssonar hefði í sinni skýrslu um stöðu EES- málsins vorið 1991 m.a. sagt: „Telja verður að þær stofnanir sem varða valdsvið sameiginlegra stofnana á evrópska efnahagssvæðinu falli inn- an ramma sijórnarskrárinnar eins og hún hefur verið túlkuð fram að þessu.“ Það væri fráleitt að ætla að ráðherram í ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar hafi ekki öll- um verið kunnugt um efasemdir um stjómarskrárþátt málsins. Björn benti einnig á að Hjörleifur Gutt- ormsson hefði svo snemma sem vorið 1990 verið með varnaðarorð um þessi atriði. Þingmenn notuðu rétt til and- svara. Einkum og sér í lagi var deilt um samráð Jóns Baldvins Hannibalssonar við samráðherra sína í tíð fyrri ríkisstjómar og um skýrslugerð hans í mars 1991. Svavar Gestsson (Ab-Rv) fyrram menntamálaráðherra og Olafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) fyrram fjármálaráðherra sögðu að utanrík- isráðherrann hefði verið með áætl- anir um hvernig falla mætti frá fyr- irvöram, en það erindi hefði ekki fengist afgreitt og utanríkisráðherr- ann hefði heldur ekki fengið umboð að ganga endanlega frá samningn- um. Alþýðubandalagið og Fram- sóknarflokkurinn bæru enga póli- tíska ábyrð á þeirri lendingu eða gjörningi sem EES-samningurinn nú væri. Björn Bjarnason vildi fá upplýst hvemig að þessari skýrslu- gerð utanríkisráðherra hefði verið staðið. Ólafur Ragnar sagði að skýrsla utanríkisráðherrans hefði verið skýrsla Jóns Baldvins sjálfs, hún hefði aldrei verið afgreidd af hálfu ríkisstjómarinnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra greindi frá því að í fundargerð ríkisstjórnar- innar kæmi fram að skýrsla þessi hefði verið rædd í ríkisstjórn og það bókað að hún hefði verið rædd ýtar- lega. Ólafi Ragnari Grímssyni var fagnaðarefni að þessi mál yrðu öll upplýst. Hve langar umræður hefðu átt sér stað, hvenær bókað, og við- horf hans og annarra kæmu fram. Hann vildi að fundargerðir ríkis- stjórnarinnar allt frá desember 1990 til dagsins í dag yrðu lagðar fram. 5% og 15 milljarðar Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn) vildi benda á í þessari um- ræðu að gagrýnin á meint valda- framsal hefði beinst ekki hvað síst að eftirlitsstofnun og dómstóli EFTA. Þeim stofnunum sem væri ætlað að sjá um að farið væri eftir samkomulagi milli þjóða um við- skiptareglur, þær sem um hefði ver- ið samið. Alþjóðlegar reglur eða al- þjóðalögsögu. Séríslenskar reglur og það sem varðaði íslensk lög færi fyrir íslenska dómstóla. Markmið samkeppnisreglna væri að ná til fjöl- þjóðafyrirtækja á markaði. Þær næðu ekki til fyrirtækja nema mark- aðshlutdeild fyrirtækis á svæðinu væri yfir 5% og velta þess 15 millj- arðar. Sá möguleiki væri eingöngu fræðilegur en vart raunveralegur að íslensk fyrirtæki gætu náð slíkri markaðshlutdeild eða veltu. Ræðumaður gagnrýndi það við- horf að segja sem svo: „Við vitum hvað við höfum en ekki nægilega vel hvað við fáum. Þess vegna skul- um við hafa vaðið fyrir neðan okkur og segja bara nei.“ Þetta væri ekki svona einfalt. Við vissum ekki hvað við myndum fá eða hvaða stöðu við myndum verða í ef við höfnuðum þessum samningi. Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al) gagnrýndi samninginn harðlega og ítrekaði þá gagmýni sem hann hef- ur haldið uppi gegn þessum samn- ingi og þeirri hugmyndafræði sem hann telur að EES byggist á. „Eig- um við að undirrita trúaijátningu hins óhefta markaðar?" Stórfyrir- tæki og auðhringar riðu sitt net æ fastar. Hjörleifur rakti í nokkru máli ýmsa þræði í því margslungna neti sem EES væri. Hann varaði íslendinga við því að flækast þar í. Þeim yrði ekki undankomu auðið og yrðu dregnir á land í Brassel. I lok sinnar ræðu gerði Hjörleifur nokkra liðskönnun eða úttekt á fylgi við EES-saminginn. Hann hvatti Framsóknarmenn til að gera loks upp sinn hug og sýna dug í and- stöðu við EES. Þegar stjórnarand- staðan legði saman sín atkvæði, þá væru þau 27. Og hann taldi víst að í stjórnarliðinu fyndist nægjanlegur efniviður gagnrýni og óánægju til að fella samninginn, Laust eftir kl. 19 frestaði forseti Alþingis, Salome Þorkelsdóttir, þessari 1. umræðu en þá voru 10 þingmenn á mælendaskrá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.