Morgunblaðið - 22.09.1992, Side 1

Morgunblaðið - 22.09.1992, Side 1
64 SIÐUR B 215. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Niðurskurður á sænska velferðarkerfinu Ottast að aðgerð- irnar verði vatn á myllu öfgaflokka Stokkhólmi. Reuter. LEIÐTOGAR sænsku stjórnmálaflokkanna kynntu á sunnudag víðtækan og varanlegan niðurskurð á sænska velferðarkerfinu. Tekur hann meðal annars til eftirlauna, sjúkra- og slysabóta og húsnæðismála og nýjar álögur verða meðal annars í formi hærri skatta á tóbak og eldsneyti. Eiga þessar aðgerðir að taka gildi um áramótin og er vonast til, að þær geri gengisfellingu sænsku krónunnar óþarfa. Nokkur ótti er við, að ráðstafanirnar geti orðið vatn á myllu öfgaflokka til vinstri og hægri. „Mér þykir þetta leitt, “ sagði Ingvar Carlsson, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar og jafnaðarmanna, þegar hann skýrði frá ráðstöfun- unum ásamt Carli Bildt forsætis- ráðherra. „En efnahagserfiðleikar sænsku þjóðarinnar eru þeir mestu í marga áratugi.“ Frammi fyrir þessum erfíðleik- um ákváðu ríkisstjórn borgara- flokkanna og jafnaðarmenn að leggja ágreiningsmálin til hliðar en róttækasta ráðstöfunin, sem á að spara sænska ríkinu um 450 milljarða ÍSK árlega, er áætlun um að taka sjúkra- og slysabætur út úr opinbera tryggingakerfmu og láta vinnuveitendur og verka- lýðsfélögin sjá um þau mál algjör- lega. Sumir jafnaðarmenn eiga erfitt með að kyngja því, að flokkurinn skuli hafa samvinnu við borgara- flokkana, sjálfan erkióvininn, um niðurskurð á velferðarkerfmu. „Samningurinn er algjört hneyksli. Ingvar Carlsson hefur svikið verkalýðinn," sagði Gösta Brodin, leiðtogi flokksins í Astorp í Suður-Svíþjóð. Þótt talað sé um samstöðu sænsku stjórnmálaflokkanna um aðgerðirnar eru flokkarnir yst til vinstri og hægri, kommúnistar og Nýtt lýðræði, undanskildir og ótt- ast sumir, að ráðstafanirnar verði til að auka þeim fylgi. Sjá „Sjálfvirkni í velferðar- kerfinu...“ á bls. 26. Reuter Urslitum þjóðaratkvæðisins fagnað Stuðningsmenn Maastricht-sáttmálans fagna við Sigurbogann í París í fyrrinótt eftir að ljóst var að meirihluti franskra kjósenda hafði greitt honum atkvæði sitt. Mjótt var á munum því einungis 51,05% voru fylgjandi sáttmálanum. Efasemdir um markmið Maastricht-sáttmálans meðal þýskra stjórnmálamanna Kohl segir mistök hafa átt sér stað við samruna Evrópu Bonn, Lundúnum. The Daily Telegraph. ÞÝSKIR stjórnmálaleiðtogar létu í fyrsta skipti í yós efasemdir um framtíð Maastricht-sáttmálans í gær eftir að hann var naumlega samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu í Frakklandi á sunnudag. Ein- ungis 51,05% Frakka greiddu sáttmálanum atkvæði sitt. Bretar, sem nú fara með forystuna innan EB, hafa ákveðið að kalla leiðtoga ríkja Evrópubandalagsins (EB) saman til sérstaks neyðarfundar vegna hinnar miklu andstöðu sem komið. hefur fram við sáttmálann og sagði Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, að sá fundur yrði liklega haldinn 16. október. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, sagði í gær að „mistök“ hefðu Keuter Fischer vill tefla við Kasparov Bobby Fischer sagði á fréttamannafundi í gær að hann hefði hug4 að tefla við Garrí Kasparov, heimsmeistara í skák. Fischer bætti því þó við að það væri skilyrði fyrir því að hann tefldi við Kasparov að rússnesk stjórnvöld greiddu það sem þau skulduðu honum. Sagðist Fischer eiga inni höfundarlaun frá því að bók eftir hann var gefin út í Sovétríkjunum. „Þegar skuldin hefur verið greidd þá geta hafist við- ræður um einvígi við Kasparov," sagði Fischer. Fischer vann 11. skák- ina í einvíginu við Borís Spasskí með glæsibrag á sunnudag. Sjá frétt á bls. 39. átt sér stað við samruna Evrópu en þetta er í fyrsta sinn sem hann lætur slík ummæli frá sér fara. Sagði kanslarinn nauðsynlegt að leiðrétta mistökin, en hann til- greindi ekki nánar hver þau hefðu verið. Otto Lambsdorff greifi, for- maður Fijálslynda demókrata- flokksins, sem einnig á aðild að þýsku stjórninni, hafði uppi efa- semdir um að markmið Maastricht- sáttmálans um peningalegan sam- runa EB-ríkjanna og einn sameig- inlegan gjaldmiðil myndi ná fram að ganga. „Það verður að endur- skoða þá sjálfvirkni sem gert er ráð fyrir á leiðinni í átt að Evrópska myntbandalaginu. Mikilvægast er þó að málið verði einnig lagt aftur fyrir þingið áður en við skuldbind- um okkur til frekari þátttöku í myntbandálaginu," sagði Lambs- dorff. Björn Engholm, formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sem verið hefur dyggur stuðningsmaður Maastricht, sló á svipaða strengi og sagði að langt væri í land með að sá stöðugleiki, sem nauðsynlegur væri fyrir myntbandalag, væri til staðar. Því kæmi ekki til greina að Þjóðveijar tækju sjálfkrafa þátt í lokastigi slíks bandalags. Mun skynsamlegra væri að leggja málið fyrir þing aðildarríkjanna þegar fram liðu stundir og þau myndu þá meta hvort rétti tíminn væri kominn til að stofna sameiginlegan seðla- banka og gjaldmiðil. Volker Ruhe, varnarmálaráð- herra og af mörgum talinn líklegur arftaki Kohls í embætti kanslara, lét einnig í ljós efasemdir um sam- eiginlegan gjaldmiðil í gær. Skoðanakannanir í Þýskalandi benda til að einungis 39% stuðn- ingsmanna CDU, flokks Kohls, séu hlynnt Maastricht og 52% stuðn- ingsmanna jafnaðarmanna. John Major, forsætisráðherra Bretlands,- hefur ákveðið að Bretar muni ekki he§ ast handa við að stað- festa Maastricht fyrr en ljóst verður hvert bandalagið ætli að halda í framtíðinni. Vill Major að leiðtogar EB ræði þau mál á neyðarfundi í næsta mánuði. Hart er nú tekist á í bresku ríkis- stjórninni um hvenær Bretar eigi að ganga í Gengissamstarf Evrópu (ERM) á ný en þeir drógu sig úr því í síðustu viku og gáfu pundið fijálst á gjaldeyrismörkuðum. Evrópusinn- aðir ráðherrar vilja að það verði gert á fyrri hluta næsta árs en margir aðrir ráðherrar telja réttast að standa utan samstarfsins, þar sem þeir telja að gengissamstarfið jafnt sem Maastricht sé úr sögunni. Sjá nánar á miðopnu. Ætla að útkljá deil- una um líf á Mars Lundúnunn Thc Daily Tclegraph. BANDARÍSKU geimfari verður skotið á loft áleiðis til Mars í vikunni og er því ætlað að svara í eitt skipti fyrir öll spurning- unni hvort þróuð siðmenning hafi einhvern tíma verið á plánet- unni. Geimfarið nefnist Mars Observ- er, er kassalaga og á stærð við stórt skrifborð. Ferðin til Mars tekur ellefu mánuði en geimfarið á síðan að vera á braut umhverf- is plánetuna í þijú ár og taka myndir sem verða nógu skýrar til að hlutir á stærð við menn sjáist greinilega. Að ferðinni lokinni hafa vísindamenn kannað Mars rækilegar en nokkra aðra plánetu, að jörðinni undanskilinni. Vísindamenn segja að rann- sóknin eigi að útkljá deiluna um hvort þróuð siðmenning hafi ein- hvern tíma verið á Mars. Geimfar- ið Viking, sem sent var til plánet- unnar árið 1976, tók myndir af fyrirbæri sem líktist mannsandliti og er Mars Observer meðal ann- ars ætlað að skera úr um hvort einhveijar verur hafi búið það til eða hvort hér sé aðeins um kletta að ræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.