Morgunblaðið - 22.09.1992, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992
Alls staðar var orðið
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
RITHÖFUNDAR er lásu upp úr
verkum sínum voru: Andrés
Indriðason, Ármann Kr. Einars-
son, Einar Már Guðmundsson,
Guðlaug Richter, Guðmundur
Ólafsson, Guðrún Helgadóttir,
Iðunn Steinsdóttir, Jenna Jens-
dóttir, Magnea frá Kleifum,
Kristín Steinsdóttir, Sigrún Eld-
járn, Vilborg Dagbjartsdóttir,
Þórarinn Eldjárn og auk þess
þær Ann-Cath Vestly og Gunilla
Bergström.
Síðasti dagur Bókmenntahátíð-
arinnar 1992 var helgaður bömum.
Bókmenntir þeirra sem alltaf höfðu
verið settar skör lægra en aðrar
greinar urðu allt í einu öðrum teg-
undum bókmennta mikilvægari. Og
í Norræna húsið bókstaflega
streymdu börnin, sum með áhuga-
sömum foreldrum, önnur með vin-
um eða ein sín liðs.
Allt umhverfí hafði verið útbúið
til þess að taka sem best á móti
hinum ungu gestum, gleðja augu
þeirra, skerpa eyra þeirra og ljá
ímyndunarafli þeirra byr. En undir-
rót þessa alls, rauði þráðurinn, var
orðið, sagan, bókmenntirnar.
Myndskreytingar á veggjum eftir
Sigrúnu Eldjárn og fleiri. Teikni-
stofa í bókasafni, þar sem börn
gátu hvílt sig í hléum frá upplestri
höfunda og málað og teiknað úr
sögunum, sem þau höfðu við sagn-
aranda Vilborgar Dagbjartsdóttur
skálds, og undir handleiðslu Sigrún-
ar Guðmundsdóttur og Önnu Þóru
Karlsdóttur myndlistarkennara,
sem hengdi síðan margar mynd-
anna upp. Margir höfðu náð því að
skapa sögupersónour. Börnin lejt-
uðu síðan á mið fleiri upplestra.
Leikarar komu og sýndu brot úr
Emil í Kattholti (Bessi o.fl.) við
mikinn fögnuð bamanna. Lítil
lúðrasveit lék og eldhressir trúðar
voru til aðstoðar. Ekki síst við að
kynna upplestur og höfunda, sem
bæði lásu upp í stóra salnum og
fundarherbergi. Hlutverk trúðanna
voru mjög skemmtileg. Það kom á
daginn að annar þeirra hefur unnið
mikið fyrir börn og er að gefa út
fyrstu bók sína fyrir börn, Gunnar
Helgason.
Reyndar hófst dagskráin kl. 10
með því að sýndar voru kvikmyndir
eftir sögum Gunillu Bergström og
Jón Þórarinsson tónskáld
________Tónlist____________
Jón Ásgeirsson
Tónskáldafélag íslands og ís-
lenska hljómsveitin stóðu fyrir
tónleikum í Listasafni Siguijóns
Ólafssonar sl. sunnudag og til-
efnið var 75 ára afmæli Jóns
Þórarinssonar tónskálds. Nærri
hálf öld er liðin síðan Jón hóf
kennsku við Tónlistarskólann í
Reykjavík og á þeim tíma hefur
fjöldi tónlistarmanna lært hjá
honum. Hann hefur samtímis
haft hönd í bagga varðandi ótal
mál, er til heilla hafa horft um
viðgang tónlist í landinu og skilað
drjúgum starfsdegi sem kór-
stjóri, framkvæmdastjóri Sinfó-
níuhljómsveitar Íslands, for-
stöðumaður LSD hjá sjónvarpinu
og nú síðast með vinnu sinni að
Tónlistarsögu íslands.
Þegar komið er að verklokum,
að loknum löngum starfsdegi, er
gott að eiga sér skjól, hlés við
storma daglífsins og finna fyrir
sjálfan sig í þeirra samhljóman,
sem er utan og ofan við jarðbund-
in gildi. Með tónverkum sínum
hefur Jón Þórarinsson, umfram
allt annað sem hann hefur feng-
ist við, gefið af sjálfum sér óbrot-
leg verðmæti í sönglögum eins
og Fuglinn í fjörunni, Vögguljóð
á Hörpu, Jeg fandt í morges og
Jeg elsker dig. Elín Ósk Oskars-
dóttir og Þóra Fríða Sæmunds-
dóttir fluttu öll lögin með giæsi-
brag, þó sérstaklega væri ný-
næmi í að heyra túlkun Elínar á
Jón Þórarinsson tónskáld.
tveimur seinni lögunum.
I sönglögum sínum flestum
hefur Jón Þórarinsson fetað þá
slóð fram, er forverar hans mörk-
uðu. Samhliða því flutti hann
okkur, sem heima sátum, nýja
strauma utan úr heimi og er í
raun frumkvöðúll í gerð nútíma-
tónlistar hér á landi. Þau verk
sem marka þessi tímamót eru
lagaflokkurinn Of Love and De-
ath, fyrir einsöng og hljómsveit,
sónata fyrir klarinett og píanó
og kórverkið Sólarljóð, sem því
miður hefur sjaldan verið flutt,
auk sérkennilegra barnalaga,
sem á seinni árum hafa verið
sungin, bæði af börnum og full-
orðnum. I þessum verkum er
fólgin mikil kunnátta, sem Jón
hefur miðlað nemendum sínum
óspart og um leið að vera þeim
óvæginn gagnrýnandi stutt
dyggilega við þar sem styðja
þurfti.
Lokaverk tónleikanna var són-
ata fyrir klarinett og píanó, sem
flutt var af Sigurði I. Snorrasyni
og Önnu Guðnýju Guðmunds-
dóttur. Flutningur þeirra var
mjög góður en sérlega þó í hæga
þættinum, sem er einkar ljúf tón-
list. Undirritaður man vel, þegar
þetta verk var fyrst flutt og sér-
staklega hversu þeim hlustend-
um, sem vanir voru klassísku
meisturunum, þótti þessi tónlist
ómstríð og erfið til hlustunar.
Nú hefur svo skipast, að þessi
klarinett sónata er með því þýð-
asta sem gefur að heyra nú til
dags. Þetta sýnir hversu líðandi
tíminn breytir mörgu og að núið
er vígt hverfulleikanum en um
leið, að það sem vel er gert held-
ur stöðu sinni. Þess vegna er
rétt að staldra við, rétt sem
snöggvast og huga að því sem
menn hafa lagt með sér í þá sam-
eign, sem gjarnan er nefnd
menning og þar á Jón Þórarins-
son tónskáld ýmislegt sem
glampar á og komandi kynslóðir
munu telja sér til eignar. Þjóðin
gefur Jóni Þórarinssyni það í af-
mælisgjöf, að muna hann og
syngja söngva hans.
Ann-Cath. Vestly Gunilla Bergström
Ann-Cath. Vestly. Fyrst var hinn
frægi Einar Áskell og síðan kom
kvikmyndin Átta börn og amma
þeirra í skóginum. Á þessum sýn-
ingum var sá annmarki að þótt
börnin þekktu sögurnar vel, áttu
þau bágt með að sitja svo lengi
kyrr, þar sem hvorki íslenskur texti
né tal fylgdi myndunum. En það
virtist gera yfirbragð annarra dag-
skrárliða svo auðvelt að börnin
máttu hreyfa sig að vild, og það
gerðu þau hljóðlát og ljúf.
Höfuðefni dagskrár, upplestur
rithöfunda, byijaði nokkru eftir
hádegi. Ann-Cath. Vestly reið þar
á vaðið með upplestri úr hinni vel
þekktu sögu sinni Óli Alexander.
Einar Kárason rithöfundur las inn
í milli mjög áheyrilega íslensku
þýðinguna. Sami háttur var hafður
á er Gunilla Bergström las um Ein-
ar Áskel, sem frægur er meðal
yngstu barnanna.
Sumir íslensku rithöfundarnir
lásu upp úr áður útkomnum bókum
sínum eins og Andrés Indriðason,
Guðmundur Ólafsson og Iðunn
Steinsdóttir. Sögur þeirra eru vel
kunnar ungum lesendum og (og
þeim eldri líka) og upplesturinn
staðfesti hve vinsælir og ágætir
þessir höfundar eru. Töfrar meitl-
aðra en fjörlegra frásagna settu
svip sinn á upplestur rithöfundanna
Guðlaugar Richter, Guðrúnar
Helgadóttur, Kristínar Steinsdótt-
ur, Magneu frá Kleifum og Ár-
manns Kr. Einarssonar sem öll lásu
úr væntanlegum bókum sínum. Þar
var að finna ævintýri og raunveru-
leika hversdagsins sem stundum
blandaðist geysivel saman eins og
hjá Kristínu Steinsdóttur og
Magneu frá Kleifum, sem las lítið
ævintýri.
Þórarinn Eldjárn hélt sér við ljóð-
ið og las bæði ugp úr hinni bráðsnið-
ugu bók sinni Óðfluga og væntan-
legri bók sem ekki virðist eftirbátur
hinnar.
Einar Már Guðmundsson las úr
sinni fyrstu bamabók, sem er vænt-
anleg fyrir jólin. Hann hefur alltaf
verið nálægt börnum í sögum sínum
og er því enginn nýgræðingur í því
að tjá sig með næmum skilningi á
barnasálinni.
Sigrún Eldjárn lás upp úr bók,
sem hún var beðin um að skrifa
fyrir Rauða krossinn. Nefnir Sigrún
hana Sól skín á kmkka. Hún fjallar
um samskipti svartra og hvítra
bama í Afríku. Höfundur skrifar
sögunar á jákvæðum anda og lýsir
daglegum samskiptum barnanna.
Sjálf myndskreytir hún söguna og
héngu margar myndirnar uppi í
Norræna húsinu. Enda námu ungir
hlustendur þar staðar og mátti
heyra þá segja sínar eigin sögur
út frá myndunum. Það er frá því
sagt hér, að það snerti að sjá og
heyra hve djúpt góðar myndir höfða
til fijórra hugsana barnsins um leið
og það kynnist sögutexta. Og hve
áríðandi það er að um vönduð verk
sé að ræða eins og í þessu tilfelli.
Það hlýtur að vera elstu barna-
og unglingabókahöfundum einlægt
gleðiefni ef eftirkomendur þeirra í
ritlistinni halda jafnvel á penna sín-
um og þeir yngri gerðu er þarna
lásu úr verkum sínum.
Ekki er hægt að ímynda sér ann-
að en aðstandendur Bókmenntahá-
tíðarinnar hafi fundið anda hlýju
og þakklætis er sveif um húsakynni
Norræna hússins á laugardaginn.
Kannski var það sá andi sem einnig
setti svip sinn á stórmyndarlega
kveðjuveislu kvöldsins, er Bók-
menntahátiðin 1992 var úti. Hér
ber mörgum að þakka þótt efst í
huga verði Lars-Áke Engblom,
Heimir Pálsson, Örnólfur Thorsson
og starfsfólk Norræna hússins. Við
hefðum sannarlega viljað sjá fleiri
af okkar ágætustu skáldum á bók-
menntahátíðinni. En hún var lyfti-
stöng fýrir íslenskar bókmenntir og
samstarf við aðrar þjóðir og tókst
eins og best verður á kosið. Við
verðum að sjá og viðurkenna það.
Nýr auglýsingadálkur, Skólar/námskeið, verður framvegis í
þriðjudagsblaði Morgunblaðsins. Þar er hægt að sjá á einum
stað hin ýmsu námskeið sem boðið er upp á þessa dagana.
Sjá bls. 37.
Þeim sem hafa áhuga á að auglýsa í þessum dálkum er bent á
auglýsingadeildina í síma 691111, símbréf 691110. 1
fMwgutiÞIafeife