Morgunblaðið - 22.09.1992, Page 15

Morgunblaðið - 22.09.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992 15 Við líkjumst hvort öðru ... Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Bókmenntahátíð 1992. Norræna húsið. Rithöfundakynning: Katar- ina Frostenson, Christoph Ransmayr, Roy Jacobsen og Gyrð- ir Elíasson. Við Ukjumst hvort öðru hét fyrsta ljóðið sem sænska skáldkonan Kat- arina Frostenson (1953) las upp ( Norræna húsinu á föstudagskvöld. Salurinn var þéttsetinn og leikræn og skýr rödd skáldkonunnar náði strax athygli áheyrenda; hljómfallið í ætt við tónlist og stuðlasetning áberandi. „Við líkjumst hvort öðru, það er næstum enginn munur ... það er þannig nótt að enginn sef- ur.“ Þannig hljómaði bútur úr ljóðinu í þýðingu Heimis Pálssonar. Ljóða- gerð Katarinu virðist ekki bundin þröngu sviði: í einu ljóðinu voru til- vísanir til þjóðsagna en í öðru var fjallað um sjúka og einangraða ein- staklinga. Katarina Frostenson er vel mennt- uð; lagði stund á bókmennta-, kvik- mynda- og leikhúsfræði við Stokk- hólmsháskóla og hefur lengi búið í Paris. Hún hefur stundað þýðingar en vakti fyrst verulega athygli fyrir ljóðabækur sínar: Rena land (1980), Den andra (1982), Samtalet (1987) og Joner (1991). Christoph Ransmayr (1954) er eflaust mörgum kunnur. Upphaflega vakti hann athygli fyrir skáldlegar blaðagreinar. Seinna kom að því að hann varð að velja milli blaða- mennsku og þess að helga sig rit- störfum. Hann virðist vinna skipu- lega að skrifum sínum, skiptir tím- anum reglubundið milli ákveðinna athafna. Tvær skáldsögur hafa komið út eftir Ransmayr: Die Schrecken des Eises und der Finsternis og Die letzte Welt sem hefur í íslenskri þýðingu Kristjáns Árnasonar hlotið heitið Hinsti heimur. Sú skáldsaga fékk frábærar viðtökur í Þýska- landi, hefur enda lengi vermt sæti söluhæstra bóka þar. T.a.m. var hún svo árum skipti á metsölulista þýska vikuritsins Der Spiegel. Hinsti heimur er saga sem gerist ekki í neinum ákveðnum tíma. Hún er uppfull af goðsögum og bókmenn- talegum tilvísunum. Hér segir frá dvergmenninu París sem dreymir um að verða hár maður þegar hann sýnir kvikmyndir við strönd Svarta- hafs á tímum Ágústusar keisara! Eftir að Ransmayr hafði lítillega kynnt bókina og lesið úr henni las Kristján Árnason þar sem segir þeg- ar Thereifur kemur af hafi, sæll og þreyttur eftir góða veiðiför til þess eins að finna son sinn barnungan liðið lík. Hér spinnur Ransmayr út frá fomgrísku sögninni um Thereif sem nauðgaði mágkonu sinni. Eigin- kona hans, Protna, hefndi með því að drepa son þeirra hjóna. Roy Jacobsen (1954) hreif salinn með sér í hlátursstemmningu þegar hann las kafla úr sögu sinni Seier- herrene sem fjallar um mannlífið í 7. bekk í norskum skólum. Seierherr- ene er seinasta og metnaðarfyllsta verk Jacobsens til þessa, vel yfir 600 bls. að lengd og hefur hlotið frá- bæra dóma. Verkið er eins konar ættarsaga, fjallar um líf þriggja kynslóða í Noregi, frá þriðja áratug- inum til okkar daga. Norskt samfé- lag hefur gengið gegnum miklar umbreytingar á liðnum áratugum (reyndar svipað og það íslenska) og því kjörið í jafnbreiða samfélagslýs- ingu og hér er á ferðinni. Seierherr- ene hefur selst í nálægt 100.000 eintökum í Noregi sem eru auðvitað fádæma góðar móttökur. Framan af ritferli sínum skrifaði Jacobsen knappar skáldsögur, eins og Tommy (1985), Det nye vannet (1987), Virgo (1988) og smásagna- safnið Det kan komme noen (1989). Kristján Jóhann Jónsson las bút úr einni sögunni úr smásagnasafninu sem fjallaði um mann sem bjó af- skekkt, með fjöll á þijár hliðar og haf á eina. Á veturna hrundi gijótið úr hlíðum fjallsins og aðeins spum- ing hvenær það hitti hús hans og hann sjálfan í höfuðið — og á sumr- in komu gestir í heimsókn til að líta augum þennan furðulega mann sem bauð náttúruöflunum byrginn. Kaflinn, sem Kristján las, var kald- hæðnislegur. Án þess að endursegja einfaldan söguþráðinn má fullyrða að Jacobsen sýndi hér bæði hrana- lega og ísmeygilega hlið. Seinasti höfundur kvöldsins og um leið seinasti höfundur upplestrar- kvölda bókmenntahátíðarinnar var Gyrðir Elíasson (1961). Gyrðir vatt sér strax í að lesa ljóð án þess að kynna þau sérstaklega. Gyrðir var Katarina Frostenson yngsta skáldið sem kom fram þetta kvöld en eigi að síður sá sem skilað hefur flestum titlum til lesenda. Nú hafa komið út 11 bækur eftir hann, sjö ljóðabækur, tvær skáldsögur og tvö smásagnasöfn — og von á nýrri ljóðabók nú í haust. Ljóðin sem hann las gáfu vel til kynna eiginleika skáldsins og sér- stöðu; yfir þeim hæglætisblær, tíma- leysi, kyrrð og birta, sem stundum Christoph Ransmayr minnir á yfirlýstar ljósmyndir. Heiti ljóðanna gjaman stutt og kristalla vel meginefnið: Blinda, Dauðinn í húsinu og Marslok íKópavogi. Ilmur er gjarnan nálægur í ljóðum Gyrðis og hér, sem oftar áður, rauk hann af úr kaffibollum: „í hveiju einasta húsi... er verið að hella upp á kaffi . . . er þáð ilmandi" (Síðasta kaffi- ljóðið). r i i i i i i i i i i i i i i i i i í fÝeewoM'í O F L O N D O N PONTUNARUNA 91-653900 VERÐLÆKKUN! Vegna gengisfalls pundsins lækkum við vöruverð í listanum. Vinsamlega notið eftirfarandi verðtöflu: Frá vinstri eru Guðmundur Emilsson, tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins, Tómas Tómasson, starfsmaður tónlistardeildar Ríkisútvarpsins, er sáu um skipulag og framkvæmd keppninnar, og Bryndís Halla Gylfa- dóttir sellóleikari og sigurvegari keppninnar um Tónvakann, Tónlist- arverðlaun Ríkisútvarpsins. Tónvakinn Bryndís Halla Gylfa- dóttir sigraði BRYNDÍS Halla Gylfadóttir sellóleikari sigraði í keppninni um Tónvak- ann, Tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins 1992. Hún tekur við verðlaun- um á sérstökum hátíðartónleikum í Háskólabíói 26. nóvember nk. og leikur við það tækifæri einleik á selló í Sellókonsert í h-moll opus 104 eftir Antonín Dvorák með Sinfóníuh(jómsveit íslands. Útvarpsstjóri, Heimir Steinsson, afhendir verðlaunin á tónleikunum, en verðlauna- upphæðin er 250 þúsund krónur, auk þess sem gerðar verðar útvarps- hljóðritanir með leik Bryndísar HöIIu árið 1993. Wm ■ ■ l I z I IB' ’ > íh I;;;; . Bryndís Halla er 27 ára gömul. Hún hóf nám í sellóleik hjá Gunnari Kvaran hér heima en sótti síðan framhaldsnám til Bandaríkjanna í New England tónlistarháskólanum í Boston og síðar einkatíma í Amst- erdam. Haustið 1990 var hún leið- andi sellóleikari Sinfóníuhljómsveit- ar íslands og gegnir hún þeirri stöðu í dag. Dómnefnd keppninnar valdi hana einum rómi en dómnefndina skipuðu, auk Guðmundar Emilssonar, tónlist- arstjóra Ríkisútvarpsins, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, Björn Th. Ámason, skólastjóri og formaður Félags íslenskra hljómlist- armanna, Gunnar Kvaran sellóleik- ari, John A. Speight, söngvari og formaður Tónskáldafélags íslands, Rut Magnússon, söngkennari og framkvæmdastjóri Tónlistarfélags- ins, og Sigursveinn K. Magnússon, skólastjóri og formaður stjómar Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Alls tóku 44 tónlistarmenn þátt í keppninni, 23 léku eða sungu í hljóð- veri Ríkisútvarpsins og af þeim voru 8 valdir til að koma fram í beinni útsendingu á Sumartónleikum Ríkis- útvarpsins sem haldnir voru á fimmtudagskvöldum í ágúst. Bryn- dís Halla Gylfadóttir var valin úr þessum hópi 8 flytjenda sígildrar tónlistar en hún lék á útvarpstónleik- um 27. ágúst sl. og með henni Stein- unn Birna Ragnarsdóttir píanóleik- ari. I I I I I I I I I I I I L PUND KRÖNUR PUND KRÓNUR PUND KRÖNUR 3,25 448 24,99 3.442 60,00 8.265 4,25 585 25,99 3.580 61,99 8.539 4,50 620 26,99 3.718 62,99 8.677 4,97 687 27,99 3.856 64,99 8.952 5,50 758 28,99 3.993 65,00 8.954 5,99 825 lllllil 29,99 4.131 65,99 9.090 6,50 895 30.99 4.269 67,99 9.366 6,99 963 31,99 4.407 <kV.<v<3i 69,99 9.641 7,50 1.033 32,99 4.544 lUii! 72,99 10.054 7,99 1.101 33,99 4,682 tiisifc 74,99 10.330 8,50 1.171 34,99 4,820 : 75,00 10.331 8,75 1.205 35,00 4,821 " V' ^d§| - 79,99 11.019 8,99 1.238 35,99 4,958 80,00 11.020 9,50 1.309 ' j | 36.99 5.095 84,99 11.707 9,99 1.376 37,99 5.233 85,00 11.709 10,50 1.446 38,00 5.235 86,99 11.983 10,99 1.514 kd 'K! 38,99 5.371 89,99 12.396 11,50 1.584 39,95 5.503 92,99 12.809 11,99 1.652 39,99 5.509 94,99 13.085 12,50 1.722 40,00 5.510 99,00 13.637 12,99 1.789 ' j 41,99 5.784 99,99 13.774 13,50 1.860 42,99 5.922 107,99 14.876 13,99 1.927 44,99 6.197 109,99 15.151 14,50 1.997 45,00 6.199 110,00 15.153 14,99 2.065 1 45,99 6.335 116,99 16.115 15,50 2.135 46,99 6.473 119,99 16.529 15,99 2.203 . t 47,00 6.474 120,00 16.530 16,50 X273 i 47,99 6.611 129,99 17.906 16,99 2.340 49,95 6.881 139,99 19.284 17,50 2.411 - .! 49,99 6.886 149,99 20.661 17,99 2.478 50,00 6.888 159,99 22.039 18,50 2.548 51,00 7.025 169,99 23.416 18,99 2.616 51,99 7.162 <' llllÍl 173,99 23.967 19,50 2.686 52,99 7.299 179,99 24.794 19,99 2.754 53,00 7.301 189,99 26.171 20,99 2.891 53,99 7.437 199,99 27.549 21,50 2.962 54,99 7.575 209,99 28.926 21,99 3.029 55,00 7.576 219,99 30.304 22,99 3.167 58,99 7.713 229,99 31.681 23,50 3.237 56,99 7.850 245,00 33.749 23,99 3.305 57,99 7.988 474.99 65.430 24,50 3.375 59,99 9.264 T I I I I I I I I I I I I I I I I ' ' '' Samsvarandi verðlækkun er fyrir alla aukalista. Verð gildir út gildistíma listans með almennum fyrirvara um meiriháttar gengisbreytingar. Klippið út auglýsinguna og límið yfir verðtöflu innan á baksíðu vörulistans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.