Morgunblaðið - 22.09.1992, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.09.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992 17 Gamall draugxtr eftirÞráin Bertelsson Undir yfírumsjón fjármálaráð- herra eru samin fjárlög ár hvert, áhrifamikil ritsmíð þar sem drama- tískar andstæður takast á, annars vegar útgjöld og hins vegar tekjur. Eins og öðrum sem vinna skap- andi störf eru fjármálaráðherrum mislagðar hendur og stundum er andinn alls ekki yfir þeim. Þetta þekkja rithöfundar afskaplega vel og leita þess vegna oft til glöggra aðila með hálfunnin verk og biðja um ráðleggingar til að forða verk- unum frá því að innihalda hortitti eða ambögur og skammast sín ekki fyrir að fara að góðra manna ráðum og lagfæra verkin áður en þau koma fyrir almennings sjónir. Fjárlög næsta árs eru nú í vinnslu og hafa ekki enn hlotið blessun útgefenda, það er Alþingis, en margir hafa áhyggjur af því að með þessari ritsmíð standi til að vekja upp gamlan draug sem allir héldu að kveðinn hefði verið niður fyrir tveimur árum við almennan fögnuð og enga eftirsjá. Hér er um að ræða bókaskatt sem ætlað er að færa svosem 150 milljónir króna i ríkissjóð svo að meiningin er góð hjá fjármálaráð- herranum sem er í verulegum vand- ræðum með hallann á ríkissjóði. En góð meining gerir enga stoð. Bókaskatturinn leysir engan vanda en þess í stað teflir hann í tvísýnu atvinnu íjölmargra bókagerðar- manna, stefnir fyrirtækjum í gjald- þrot, og vegur að bókmenntunum sjálfum. Er með öðrum orðum van- hugsaður frá grunni: I fyrsta lagi er miðað við að bók- sala og bókaútgáfa haldist óbreytt þrátt fyrir bókaskattinn. Sú viðmið- un er röng því að auðvitað fara einhveijir bókaútgefendur á haus- inn við þetta, bókum fækkar og bóksala dregst saman. Það þýðir að upphæðin sem bókaskatturinn á að færa ríkissjóði muni aldrei ná 150 milljónum og auk þess fara lækkandi frá ári til árs. í öðru lagi er líklegt að atvinnu- leysi bókagerðarmanna (sem nú er um 4%) hæki til mikilla muna þeg- ar þeir útgefendur sem eftir lifa flytja til útlanda megnið af fram- leiðslu sinni, þannig að þeir einu sem verulega munu græða á bóka- skattinum íslenska verða bókagerð- armenn í Belgíu og Hollandi og Hongkong og jafnvel Singapore. í þriðja lagi verður hlutskipti rit- höfunda enn erfiðara en áður þegar bókagerð hefur að mestu flust úr landi eða verið aflögð. (En um rit- höfunda og bókaskattinn munu verða í framtíðinni skrifaðar marg- ar greinar ef ekki verður horfið frá þessari vitleysu á næstu dögum). í fjórða lagi er það ótrúlega mis- ráðið að leika það hættuspil að hafa bókmenntir þjóðarinnar að veði þegar um er að ræða að afla upphæðar á borð við 150 milljónir króna. Ekki veit ég hvort íslensk menn- ing hefur verið metin til ijár en á þeim tímum sem við nú lifum finnst mér það samt heldur trúlegt. Ég veit reydnar ekki hvaða tölur eru nefndar í sambandi við verðmæti menningar heillar þjóðar, en hitt veit ég að 150 milljónir eru hlægi- leg upphæð þegar ársvelta ríkis- sjóðs er annars vegar. Niðurstöðu- tölur síðasta árs voru eitthundrað og níu milljarðar fimmhundruð sjö- tíu og fjórar milljónir og sjöhundruð þúsund krónur og af þeirri upphæð eru hundrað og fimmtíu milljónir aðeins 0,13%. Þráinn Bertelsson. „Eins og öðrum sem vinna skapandi störf eru fjármálaráðherrum mislagðar hendur og stundum er andinn alls ekki yfirþeim." Það er ekki búmannlegt að taka þá áhættu að grafa undan bóka- gerð sem er einn af hornsteinum íslenskrar menningar til að auka tekjur ríkissjóðs um rúmlega 0,1%. Ekki búmannlegt og raunar óveij- andi. Allir vita að íslensk tung á í vök að veijast um þessar mundir. Er- lendir fjölmiðlar, útvarpsstöðvar, sjónvarpsstöðvar og kvikmyndir eiga allt að því óhindraðan aðgang að þessu litla málsvæði og nú er mjög um það rætt að ryðja öllum hindrunum úr vegi og ganga enn lengra, jafnvel alla leið inn í Evrópu- bandalagið. Það eru ekki nemá tvö ár síðan Alþingi samþykkti að reyna að styðja íslenska menningu með því að hlífa bókmenntum við skattlagn- ingu. Sú samþykkt Alþingis átti sér langan aðdraganda. í tuttugu ár höfðu menn barist fyrir þessu rétt- lætismáli. Síðan hefur svo sannar- lega ekkert gerst sem bendir til þess að staða tungu og bókmennta sé orðin óþarflega traust. Sjálfsagt er þetta delluhugmynd um aldrei átti að spyijast út og verður dregin til baka áður en alvar- leg umræða hefst um hana. En þegar íslensk menning er annars vegar er aldrei of varlega farið: Ef það kemur á daginn að fjár- málaráðherrann hafi skort svo mjög andagift og hugarflug við samningu tekjuöflunarliðar fjárlagafrum- varpsins að hann telji það þjóðþrifa- mál að skattleggja bækur þá verða allir þeir sem unna íslenskri menn- ingu, bókmenntum og íslenskri tungu að taka höndum saman um að koma vitinu fyrir hann. Jafnvel þótt maðurinn hafi meiri áhuggjur af fjárlagagatinu heldur en menningu og tungu sem hefur orðið lífseig þrátt fyrir eyrnafíkjur frá landsfeðrum gegnum tíðina hlýtur hann að skilja að það er vondur bissniss að leggja framtíð bókagerðar á íslandi að veði til þess að auka tekjur ríkissjóðs um 0,1%. Mergurinn málsins er nefnilega sá að það er heilög skýlda ríkis- stjórna að sjá til þess að íslensk tunga og bókmenntir geti lifað og jafnvel dafnað. Að bregðast þeirri skyldu er ófyrirgefanlegt. Höfundur er formaður Rithöfundasambands íslands. svo vel... ' ESPRF.SSÖ nu.250 g Skútuvogi 10a - sími 686700 TILBOÐ Flúrlampar 1 x 36 w verð: 1.295.- RAFSÓL IK Skipholti 33 S.35600 SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA SAMEINAR KOSTINA TAKTU SKYN SAMLEGA ÁKVÖRÐUN í FJÁRMÁLUM. Við bjóðum einstaklingum og fyrirtækjum alhliða fjármálaþjónustu eins og hún gerist best og hraðvirkust á okkar dögum. Jafnframt kostum við kapps um að halda hinu persónulega og hlýlega andrúmslofti sem hefur auðkennt sparisjóðina alla tíð. • innlánsreikningar • sparisjóðsbréf • viðskiptaþjónusta innan- og utanlands • greiðslukortaþjónusta • almenn gjaldeyrisþjónusta • fjármálaráðgjöf • lán til lengri eða skemmri tíma n SPARISJOÐURINN SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Borgartúni 18, Síðumúla 1, Rofabæ 39

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.