Morgunblaðið - 22.09.1992, Page 18

Morgunblaðið - 22.09.1992, Page 18
18_____________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992_ Burt með starfsemina! eftir Emil Ragnarsson Inngangnr Mikil umskipti urðu í starfsemi Tæknideildar Fiskifélags íslands og Fiskveiðasjóðs íslands (TFF) í júlí sl., nánar tiltekið 22. júlí. Þann dag lauk innan veggja Fiskifélagsins þeim þætti í starfsemi deildarinnar, sem hefur verið þýðingarmestur að mati starfsmanna. Jafnframt urðu þau tímamót, að þar með lauk ára- tuga sögu Fiskifélagsins á vett- vangi verklegra og hagnýtra rann- sókna og fræðslu á tæknisviði, sem skilar sér beint út í atvinnulífið. Þess í stað verður pappírsstarfsem- in ráðandi. Ef til vill góð umskipti að mati sumra. Áður en lengra er haldið, og til að lesandinn nái þræð- inum, þá er hér átt við rannsóknir og mælingar TFF um borð í físki- skipum. Greinarhöfundur hefur fram til þessa látið við sitja að skrifa fag- lega um tæknileg málefni á sjávar- útvegssviðinu, og þá einkum um það svið er snertir fískiskip og tengda þætti. Það er því ef til vill orðið tímabært, ekki síst í ljósi fyrr- greindra umskipta, að fara aðeins út fyrir tæknilega sviðið, og láta skoðun sína opinskátt í ljós á opin- berum vettvangi á því hvernig ráða- menn standa að málum. Tæknideild vakti athygli „Versins á þeim tíma- mótum, sem deildin stóð frammi fyrir, og þeirri starfsemi sem nú víkur til hliðar, áðumefndan dag, og fékk blaðamann Morgunblaðsins í heimsókn. Það urðu því talsverð vonbrigði þegar þessum þáttum voru engin skil gerð, og geta verið ýmsar ástæður fyrir því (sumarleyf- istími o.s.frv.). Þegar um það var spurt, bauðst hins vegar pláss í blaðinu fyrir greinarkom frá starfs- manni, og var það þegið. Starfsemi Tæknideildar Starfsemi deildarinnar hefur einkum verið skipt í þijú megin- svið, þ.e.: Á) Upplýsingamiðlun, ráðgjafar- störf og þjónusta við útveginn og ýmsa aðila. B) Rannsóknir og athuganir á fískiskipum, véla- og tækjabúnaði. C) Sérstök störf fyrir Fiskveiða- sjóð íslands. Það sem hér verður gert að umtalsefni er starfsemi undir lið B. Tæknideild hóf visst brautryðj- endastarf í sambandi við mælingar og rannsóknir á brennsluolíunotkun fískiskipa og setti fyrstu olíurennsl- ismælana með íjaraflestri um borð í íslensk fískiskip. Það eru hartnær tveir áratugir síðan undirbúningur að þessu starfí hófst. Mörg skref hafa verið stigin síðan, og má þar nefna frumkvæði sem íslenskir framleiðendur höfðu í fjöldafram- leiðslu á slíkum búnaði. Næsta mikilvæga skref hjá starfsmönnun deildarinnar var þátt- taka í samnorrænu orkusparnaðar- verkefni á vegum Nordforsk (1981 - 1984), en þá hófust mælingar deildarinnar á afli vélar til skrúfu og þar með eldsneytisnýtingu véla (eyðslustuðlum). í framhaldi af því hefur deildin smíðað stóran hluta af sínum mælitækjabúnaði í tækja- sal deildarinnar, auk prófunarbún- aðar til að fylgjast með mælitækja- búnaði, enda leggja starfsmenn metnað sinn í það að nákvæmni mælinga sé eins og hún gerist best hjá rannsóknastofnunum. Svo vikið sé að Nordforsk-verk- efninu, þá má það koma hér fram, að þótt starfsmenn deildarinnar hafí aðeins verið 45 á þeim tíma, og í samstarfi við stofnanir sem töldu jafnvel tugi manna, þá var TFF afkastamest á sviði mælinga um borð í fískiskipum. Ef ekki hefði komið til áhugi, framsýni og þolin- mæði íslenskra útvegs-, skips- stjómar- og vélstjómarmanna, hefði þátttaka deildarinnar vart verið svipur hjá sjón. Þriðja stigið í aflnýtni- og olíu- mælingum var tölvuvæðing mæl- „Það eru átta mánuðir síðan stjórn FI sam- þykkti þau skipti að afsala sér tækjasalnum gegn sambærilegri að- stöðu sem ráðuneytið útvegaði. Ennþá bólar ekkert á þeirri aðstöðu, og ekki að sjá að unnið hafi verið í því máli. Sá grunur læðist að grein- arhöfundi að það standi ekki til að útvega hana.“ inganna um borð í skipum. Með þeim búnaði, sem að öllu leyti er unnin af starfsmönnum, fæst sam- tíma skráning frá öllum nemum, varðveisla upplýsinga, tölulegar upplýsingar á skjá og prentara, meðaltalstölur og teiknun ferla að aflokinni mælingu. Unnið hefur verið að frekari þróun þessa búnað- ar, en sú vinna hefur nú stöðvast. Svo vikið sé að annars konar mælingum, þá hóf TFF undirbúning að titringsmælingum fyrir 23 árum, og er að byggja upp fæmi á því sviði. Titringur er vandamál í mörg- um skipum. Gerðar hafa verið mælingar í nokkrum skipum, og hefur þegar náðst ákveðinn árangur á þessu sviði, þótt enn sé langt í land. Mikilvægi tækjaaðstöðu Aflvaki starfsemi á þessu sviði er sú aðstaða, sem deildin hefur haft í húsakynnum Fiskifélagsins, svonefndur „tækjasalur, en sú að- staða hýsti m.a. vélfræðikennslu, sem Fiskifélagið stóð fyrir á sinni tíð, og margir þekkja. Þessi aðstaða er ekki lengur fyrir hendi, hún hef- ur verið af deildinni tekin og á að hýsa nokkra veiðieftirlitsmenn, sem skila af sér skýrslum eftir veiðiferð- ir og taka við nýjum skipunum, auk þess að vera kaffíkrókur Fiskistofu. Til hvers þarf aðstöðu, fara ekki mælingarnar fram um borð í skip- unum? Vissulega er svo. En eins og áður hefur komið fram, þá er stór hluti búnaðarins smíðaður hjá deildinni, og það þarf aðstöðu til slíks. Allt viðhald á mælitækjum fór þar fram, prófanir á tækjum fyrir og eftir mælingar, jafnvel prófanir á olíunemum frá öðrum framleið- endum, auk þess að vera geymslu- staður og „pökkunaraðstaða" fyrir og eftir mælingar. Þegar starfs- menn fara í viðamestu mælingarnar losar farangurinn 200 kg. og telur marga tugi eininga. Mismunandi er hvað þarf af búnaði í einstakar mælingaferðir. Þegar tækjasalurinn var yfírgef- inn var hafínn undirbúningur að því að koma upp prufubekk fyrir titringsnema fyrir áðurnefndar titr- ingsmælingar. Þá má nefna það hér að þeir skipta hundruðum þeir nem- ar, í skólum á sjávarútvegssviði, sem komið hafa í starfskynningar, og þar hefur tækjasalurinn gegnt veigamiklu hlutverki. Það er óhætt að segja, að starfs- menn TFF hafí sett hljóða, þegar þær fréttir spurðust út í janúarlok sl. að afloknum stjórnarfundi Fiski- félags íslands (FÍ), að aðstaðan skyldi af þeim tekin til að unnt væri að hýsa verðandi Fiskistofu. Á móti útvegaði sjávarútvegsráðu- neytið „sambærilega aðstöðu" í Skúlagötu 4 (Sjávarútvegshúsið), eins og stendur í fundargerð. Það verður að teljast nýtt form á hag- ræðingu að ijúfa tengsl milli ann- ars vegar skrifstofuaðstöðu tækni- manna og hins vegar tækja- /rann- sóknaaðstöðu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um slíkt óhagræði í þessu tilviki. Má í því sambandi nefna tímasóun starfsmanna í rölt milli húsa í tíma og ótíma, ekki bara eins starfsmanns heldur allt upp í fjögurra. Þar við bætist flutn- ingur á ýmsum gögnum og tækja- kosti milli húsa, undirbúningur í UM LOTNINGU OG FYRffiLITNINGU eftir Vilhjálm Bjarnason Eitt sinn fór ég í Listasafn ís- lands í leiðsögn Hrafnhildar Schram. Hún staldraði við mynd eftir Kjarval, „Reginstund", og út- skýrði táknmál myndarinnar. Það fór um mig undarleg tilfínning. Ég vissi ekki hvers eðlis tilfínningin var og get ekki lýst henni. En nú veit ég að tilfínningin heitir lotning. Flestar þjóðir láta sér annt um menningararf sinn og sýna það í verki. Eitt sinn heimsótti ég her- mannagrafreit í nágrenni við Cam- bridge.'Þá fann ég fyrir lotningu. Mér fannst mikið til koma á hvern hátt Bandaríkjamenn minnast þeirra, er fallið hafa fyrir frelsið. Á sama hátt finnst mér mikið til koma á hvem hátt hægt er að lesa bandaríska sögu í miðborg Was- hington-borgar. Á bökkum Po- tomac-ár stendur Listamiðstöð Kennedys forseta. Á svæðinu frá þinghúsinu til minnismerkis Linc- olns forseta standa opinberar bygg- ingar og minnismerki í röðum. Allt segir þetta sögu. Frægast þeirra er Hvíta húsið. Önnur mikilfengleg hús eru bygg- ing Hæstaréttar, Bókasafn þings- ins, Þjóðskjalasafnið, aðsetur Alrík- islögreglu og listasöfn, sem auð- jöfrar eins og Andrew Mellon og Joseph Hirshom gáfu bandarísku þjóðinni. Erfingjar Mellons gáfu síðan viðbót fyrir nútímalist. Bandaríkin eiga marga Sigurliða og Helgu, Kirby Green, konu hans Guðríði Stefánsdóttur og systkini hennar, Gunnar og Sesselíu. Þá má ekki gleyma söfnum Smithson- ian-stofnunarinnar. En fínn ég einhvern tíma fyrir lotningu þegar ég skynja söguna í íslenskum byggingum? Stundum fínn ég söguna streyma úr gömlum húsum, sem haldið er við, og þau hafa hlutverk en þegar ég hugleiði ástand nokkurra opinberra bygg- inga fyllist ég fyrirlitningu. Margar byggingar eru í niðumíðslu og illa famar af viðhaldsleysi. Og endur- nýtingarstefna opinberra bygginga er að ganga fram af tilfinningum mínum. Það virðist ekki mega byggja hús fyrir nokkra starfsemi en hins vegar er hægt að nota gamla hjalla í hvað sem er og bjarga misvitrum athafnamönnum úr klandri. í hvert skipti, sem til stendur að reisa byggingu fyrir opinbera starfsemi, rísa molbúar upp á aftur- lappirnar og æpa. Hatrömustu deil- ur í þessu landi hafa staðið um Seðlabanka og Ráðhús. Minna máli skiptir hvað menn gera inni í Seðlabanka og Ráðhúsi. Menntamálaráðherra segir að það séu lausir 200 þúsund fermetr- ar af skrifstofuhúsnæði í Reykja- vík. Og hann virðist ætla að nota eitthvað af þeim fermetrum fyrir stofnanir á vegum ráðuneytisins og nýtur til þess aðstoðar kommún- ista, sem gengið hefur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn án þess að skipta um skoðanir. Sá gegnir nú embætti þjóðminjavarðar. Þessum herrum hefur dottið það í hug, að rétt sé að flytja Þjóðminjasafnið úr húsi sínu við Hringbraut, í slát- urhús eða mjólkurstöð, sem er víst tillaga Borgfírðinga. Ætli þeim detti ekki næst í hug að flytja starf- semina í Miklagarð eða Borgar- kringlu. Vita þessir menn ekki að bygg- ing Þjóðminjasafnsins er minnis- merki um stofnun lýðveldis á sama hátt og Alþingishúsið er minnis- merki um þúsund ára byggð og Þjóðarbókhlaða verður minnis- merki um ellefu hundruð ára byggð í landinu? Það verður að gera þá kröfu til stjórnmálamanna og emb- ættismanna á þeirra vegum, að þeir beri virðingu fyrir því sem þjóðinni er helgast. Og í Þjóðminjasafninu vann dr. Kristján Eldjárn, einhver mikilvirk- asti menningarsagnfræðingur þessarar þjóðar, dijúgt æviverk ásamt margvíslegum embættis- skyldum. Blessuð sé minning hans. Það hefur farið hátt, að rétt sé að flytja Hæstarétt í Landsbóka- safnið þegar þjóðin tímir að klára nýja Þjóðarbókhlöðu. Ég vona að sú hugmynd hafí verið jörðuð, þó ekki væri nema af ástæðum, sem Þórarinn Eldjárn hefur bent mér á: Það þyrfti að afmá nöfn þeirra merkismanna, sem skráð eru á Safnahúsið en í ktað þeirra kæmu Vilþjálmur Bjarnason „ Vita þessir menn ekki að bygging Þjóðminja- safnsins er minnis- merki um stofnun lýð- veldis á sama hátt og Alþingishúsið er minn- ismerki um þúsund ára byggð og Þjóðarbók- hlaða verður minnis- merki um ellefu hundr- uð ára byggð í land- inu?“ að sjálfsögðu nöfn höfuðkrimma þjóðarinnar. Ég vona að dómsmálaráðherra ásælist Landsbókasafnið ekki frek- ar og að húsið verði musteri ís- lenskrar bókmenningar. Þjóðskjalasafn íslands er komið í aflóga mjólkurstöð. Alveg óskap- Emil Ragnarsson mælingaferðir á tveimur stöðum og áfram má telja. Þá er það á vissan hátt nýstárlegt fyrirkomulag að „vista“ eigin starfsemi annars stað- ar til að hýsa aðra starfsemi í eigin húsnæði, án þess að í því felist hagræðing fyrir viðkomandi stofn- un. Ekki verður það skilið á annan veg en þann, að þessi starfsemi megi missa sín, þegar jafnvel sum- ir stjórnarmenn FI hafa þá skoðun að þessi starfsemi geti farið í annað húsnæði. Þó kann það að vera að þeir skilji ekki hlutverk tækjaað- stöðunnar og álíti hana einvörðungu geymslu. Þáttur sjávarútvegsráðuneytisins Það eru átta mánuðir síðan stjóm FÍ samþykkti þau skipti að afsala sér tækjasalnum gegn sambærilegri aðstöðu sem ráðuneytið útvegaði. Ennþá bólar ekkert á þeirri að- stöðu, og ekki að sjá að unnið hafí verið f því máli. Sá gmnur læðist að greinarhöfundi að það standi ekki til að útvega hana. Vinnubrögð ráðuneytismanna eru furðuleg þar sem reynd var sú leið að láta millilið fá okkur (starfs- menn deildarinnar) til að flytja okk- ar hafurtask yfír í Skúlagötu 4, og bjóða upp á geymslupláss fyrir bún- að hér og þar, hægt væri að kom- ast í „skrúfstykki á eiphvetju af þeim fjölmörgu verkstæðum (rann- lega ljót bygging, sem hefur Iokið hlutverki sínu, og á að rífa eins og diskótekið við Fúlalæk, sem hét Klúbburinn, fékk að hverfa. Og svo ætlar Reykjavíkurborg að byggja listamiðstöð í aflóga kúabúi á Korpúlfsstöðum. Byggið heldur nýtt, sem þjónar tilgangi sínum. Listasafni íslands var ráðstafað í íshús eða diskótek til að bjarga Framsóknarflokknum. Að vísu tókst þolanlega við þá endurbygg- ingu. Og hvar eru höfuðstöðvar sam- vinnuhreyfíngarinnar? í endur- bættri skreiðarskemmu á Kirkju- sandi. Og hvar er Rannsóknarlögregla ríkisins (FBI)? í gamalli trésmiðju. Þá var í tísku hjá ríkinu að kaupa trésmiðjur. Og hvar er ríkisféhirðir? í kart- öflugeymslu. Og hvar eru skrifstofur forseta og forsætisráðherra? í tugthúsi. Og hvar hátíðlegur fundarstaður ríkisstjómarinnar? í bústað norsks hvalveiðimanns. Finnst mönnum virðing og reisn yfír þessum ráðstöfunum? Ekki mér. Veruleg hætta steðjar að Þjóð- minjasafni íslands. En það eru til tillögur, sem hægt er að fara eftir, til endurbóta á núverandi húsnæði safnsins. Þær tillögur minna dálítið á það sem best hefur verið gert í erlend- um húsaviðbótum. Minni ég á píra- mítann við Louvre í París og Áust- urbygginguna við Ríkislistasafnið í Washington. Alþingi og þjóðin verða að taka höndum saman og koma í veg fyr- ir slys, sem liggur.í loftinu. Höfundur er viðskipt&fræðingur ogáhugamaður um atvinnu- og menningarsögu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.