Morgunblaðið - 22.09.1992, Page 24

Morgunblaðið - 22.09.1992, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992 24 Samningurinn við Osmo Vanska undirritaður. Nýr aðalhljómsveit- arstjóri Sinfómiuinar SAMNINGUR við nýjan aðalhljómsveitarsljóra Sinfóníuhljóm- sveitar íslands til tveggja ára var nýlega undirritaður við Osmo Vanská. Mun hann taka við starfi 1. september 1993. Osmo Vánská, sem hefur íu, Póllandi og Japan. sem stjómað S.í. nokkrum sinnum, sem er fæddur 1953 og er frá Finnlandi éins og fyrirrennari hans, Petri Sakari. Hann lauk prófi frá Sibeliusarakademíunni 1979 og vora aðalgreinar hans hljómsveitarstjórn og klarinettu- leikur. Síðan sótti hann lærdóm til hinna ýmsu hljómsveitar- stjóra, þ.á.m. Rafael Kubelik. Eftir að Vánská vann hina alþjóðlegu Besanon-keppni fyrir unga hljómsveitarstjóra hefur hann stjórnað helstu hljómsveit- um Norðurlanda svo og hljóm- sveitum í Frakklandi, Tékkó- slóvakíu, Spáni, Hollandi, Belg- Hann hefur verið aðalstjórn- andi sinfóníuhljómsveitarinnar í Lahti í Finnlandi síðan 1988. Einnig hefur Vánská stjórnað talsverðu af upptökum fyrir BlS-útgáfufyrirtækið og var upptaka hans ásamt með fiðlu- leikaranum Leonidas Kavakos af fiðlukonsert -Sibeliusar til- nefndur sem besti geisladiskur ársins 1991 hjá tímaritinu Gramaphone. • Að loknu þessu starfsári læt- ur Petri Sakari af störfum sem aðalhljómsveitarstjóri S.í. en því starfi hefur hann gegnt sl. 5 ár. (Úr fréttatilkynningu). Nýr samningur um vemdun sjávar í Norðaustur-Atlantshafi Ekkí á að nota höf- in sem ruslakistu - sagði Eiður Guðnason umhverfis- ráðherra á ráðherrafundi í París Á fundi ráðherra fjórtán landa við norðaustanvert Atlantshaf, sem nú stendur yfir í París, leggja íslendingar mikla áherslu á að hætt verði að losa þrávirk lífræn klórefnasambönd út í umhverfið og að ekki verði leyft að losa geislavirk úrgangsefni í sjó. Á ráðherrafundinum verður ritað undir Parísarsamninginn, nýjan al- þjóðlegan samning um verndun sjávar í Norðaustur-Atlantshafi og kemur hann í stað Óslóar- og París- arsamningsins frá 1970. Þeir samn- ingar fjölluðu um vamir gegn mengun sjávar frá skipum, flugvél- um og landstöðvum, þar á meðal olíuborpöllum. í ræðu sem Eiður Guðnason hélt á ráðherrafundinum í gær sagði hann að yfir Norðaustur-Atlants- hafinu vofðu enn svipaðar mengun- arhættur og voru fyrirsjáanlegar fyrir 20 árum. Með betri þekkingu og upplýsingum um skaðsemi margra úrgangsefna,' og vísbend- ingum um að sum þeirra ykjust stöðugt í vistkerfi hafsins, væri nauðsynlegt að Parísarfundurinn markaði tímamót í viðleitni við að eyða allri mengun af mannavöldum úr sjónum. „Það er ljóst að við verð- um að leggja höfuðáherslu á að draga úr, og síðar koma í veg fyr- ir, mengun frá landstöðvum og hvetja iðnaðarfyrirtæki til að finna tæknilegar lausnir í þeim tilgangi," sagði Eiður. Hann sagði að íslenska ríkis- stjórnin hefði þá bjargföstu skoðun, að ekki ætti að nota hafið sem ruslakistu fyrir neins konar úrgang. Texti nýja samningsins mætti þess- um kröfum, ef frá væri skilið óleyst deiluefni um losun geislavirks úr- gangs. Eiður sagði að íslenska ríkis- stjórnin gæti ekki sætt sig við að geislavirkur úrgangur væri settur í hafið undir nokkrum kringum- stæðum. Slíkan úrgang ætti að grafa á landi og eingöngu þannig að tryggt væri að hann mengaði ekki annað umhverfi. Fundinum í París lýkur í dag. Að Parísarsamningnum eiga aðild ísland, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Norður-írland, írland, Portúgal, Spánn, Svíþjóð, Þýskaland, Finn- land og Evrópubandalagið. Þá eru Tékkar, Svisslendingar, Kanada- menn, Bandaríkjamenn og Rússar áheyrnarfulltrúar á fundinum. Brýnt er að skera úr um hvort ýmsar rannsóknir í líftækni séu réttlætanlegar -seg’ir Arnór Hannibaisson SAMNORRÆN nefnd um siðfræði í líftækni og líftæknitilraunum hélt sinn fyrsta fund á íslandi á föstudag. Nefnd þessari var komið á laggimar af Norrænu ráðherra- nefndinni og er það hennar hlut- verk að móta tillögur um lagasetn- ingu á þessu sviði. Amór Hanni- balsson prófessor, sem sæti á í nefndinni af Islands hálfu, segir að ýmsar rannsóknir í Iíftækni séu komnar á það stig að skera verði úr um hvað sé réttlætanlegt og hvað ekki í þeim efnum. Hann nefnir sem dæmi rannsóknir þar sem erfðavísum í plöntum, dýmm og mönnum er breytt. Nefnd þessari var komið á fót í tengslum við samnorrænt verkefni í líftækni sem ná átti yfír tímabilið 1988 til 1992 og skipa hana tveir fulltrúar frá hveiju Norðurlandanna. í apríl í fyrra stóð nefndin að ráð- stefnu um siðfræðileg vandamál og áhættu þeim samfara í líftæknitil- raunum. í framhaldi af þeirri ráð- stefnu gaf nefndin út ritið Áhætta, líftækni og siðfræði. Arnór Hannibalsson segir að næsta stóra verkefni nefndarinnar verði ráðstefna í Finnlandi næsta vor þar sem fjallað verður um breytingar á erfðavísum í ýmsum örverum, bakteríum og veirum sem síðan er ætlunin að hleypa út i náttúruna. „Það eru mjög skiptar skoðanir um hvort þetta sé réttlætanlegt eða ekki. Sumir telja þetta vera í lagi en aðrir telja að banna ætti það,“ segir Arn- ór. „Þessi umræða innan Norðurland- anna er mjög í stíl við umræðu sem nú fer fram víða á alþjóðlegum vett- vangi eins og til dæmis innan Evr- ópubandalagsins." Verkefni fundar nefndarinnar í Reykjavík nú var m.a. að skipu- leggja ráðstefnuna næsta vor í Finn- Iandi. Bröste Sigrún Eðvaldsdóttir fær bjartsýnisverðlaun SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðlulelk- ari hlýtur Bjartsýnisverðlaun Bröstes í ár. Verðlaunin verða afhent Sigrúnu 8. október nk. Verðlaunaupphæðin hefur verið hækkuð úr 30.000 DKK í 35.000 DKK, eða um tæplega 350.000 íslenskar krónur. Sigrún Eðvaldsdóttir hóf nám við Tónlistarskóiann árið 1973 en hún lauk einleiksprófi sínu frá Curtis Institute of Music í Banda- ríkjunum. Sigrún hefur unnið til margra verðlauna á undanförnum árum í fiðluleik og ber þar hæst þriðju verðlaun í Síbeiíusar-keppn- inni í Helsinki 1991 og í júlí í ár vann Sigrún til annarra verðlauna í Carl Flesch keppninni í London. Bjartsýnisverðlaunum Bröstes var komiá á fót í tengslum við opinbera heimsókn Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta íslands, til Danmerkur árið 1981 og það er forseti íslands sem afhendir verð- launin hveiju sinni..Það er fyrir- Sigrún Eðvaldsdóttir. tækið P. Bröste A/S sem veitir verðlaunin þeim listamanni sem þykir hafa hvað bjartsýnustu lífs- sýnina hveiju sinni. Ný samtök - Rithöfund- ar gegn lestrarskatti Nefndin samankomin á fundi sínum. Hana skipa Else Marie Sejer Larsen og Nils Engelbrecht frá Danmörku, Arnór Hannibalsson og Jórunn Erla Eyfjörð frá íslandi, Göran Hermerén og Lars Rask frá Svíþjóð, Matti Sarvas og Paula Kokkonn frá Finnlandi og Julie Slgæraasen og Qystein Lie frá Noregi. STOFNUÐ hefur verið hreyfing- in Rithöfundar gegn lestrar- skatti og er tilefnið ráðagerðir stjórnvalda um „stóraukna skatt- heimtu af bókagerð á Islandi". Þingmenn Reykjavíkur vilja fund með borgarstjóra Tímabært að halda slíkan fund - segirMarkúsOm Antonsson borgarstjóri MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri segir að tímabært, sé orðið að halda fund borgarfulltrúa með þingmönnum Reykjavíkur. Hann hafi þegar sent Davíð Oddssyni bréf þessa efnis og reikni með að fá svar frá forsætisráðherra við bréfinu í dag, þriðjudag. Meðal þess sem ræða á eru álögur ríkisstjórnar á sveitarfélögin en Markús Örn segir að þær séu óviðunandi. Tveir af þingmönnum Reykja- víkur, þau Svavar Gestsson og Guðrún Helgadóttir, Alþýðu- bandalaginu, sendu Markúsi Erni nýlega bréf þar sem þau óskuðu eftir fundi með borgarstjóra og nánustu samstarfsmönnum hans hið fyrsta. Jafnframt var farið fram á að bréf þeirra og efni þess yrði kynnt borgarráði. í bréfinu kemur m.a. fram að það hafi tíðk- ast um langt árabil að 1. þingmað- ur Reykvíkinga hefði frumkvæði að því að kalla saman fund með þingmönnum og borgarstjórn en nú virtist ekki von á slíkum fundi. Markús Örn segir að fundur með þingmönnum hafi verið all- lengi á döfinni. Sigrún Magnús- dóttir borgarfulltrúi Framsóknar- flokks fór fram á slíkan fund sl. vor til að ræða atvinnuástandið. Markús segir að þá hafi hann tal- ið ástæðu til að bíða aðeins og sjá framvinduna og að þessi mál skýrðust af hálfu ríkisstjórnarinn- ar. „Þessi mál eru nú komin meir á hreint og þar að auki er Ijóst að Reykjavíkurborg er gert að taka á sig auknar álögur sem ljóst er að við getum ekki unað við. í ljósi þessa er orðið tímabært að halda þennan fund og því hef ég sent Davíð Oddssyni bréf þess efn- is,“ segir Markús Örn. I fréttatilkynningu frá rithöfund- unum sem Morgunblaðinu barst í gær segir: „Þessi skattheimta mun fyrirsjáanlega koma harðast niður á útgáfu íslenskra skáldrita, svo og allri útgáfu stórra og vandaðra verka sem ekki seljast nema á löng- um tíma. Hún mun skaða bæði prentlist og bókaútgáfu í landinu, og gera það mun örðugra en það nú er að rithöfundar dragi fram líf- ið með skrifum sínum. Þessi nýja skattheimta er hvað mest reiðarslag fyrir þá sök að árið 1989 sam- þykkti Alþingi einum rómi, sér til mesta sóma fyrir stórhug og fram- sýni, að fella niður virðisaukaskatt af íslenskum bókum. Rithöfundar gegn lestrarskatti heita á íslenskan almenning að beita sér eftir fremsta megni í því skyni að Alþingi forði sér frá því slysi að gera sjálft yfir- lýstan vilja sinn að engu.“ I Þeir sem undirrita tilkynninguna eru: Einar Már Guðmundsson, Ein- ar Kárason, Fríða Á. Sigurðardótt- ir, Guðbergur Bergsson, Gyrðir El- íasson, Sigurður Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir, Thor Vilhjálmsson, Þorsteinn frá Hamri og Þorsteinn Gylfason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.