Morgunblaðið - 22.09.1992, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Hvert nú, Evrópa?
TkTiðurstaða þjóðaratkvæða-
IX greiðslunnar í Frakklandi um
Maastricht-sáttmálann nú um helg-
ina markaði tímamót í sögu Evrópu-
bandalagsins. Frakkar samþykktu
sáttmálann sem felur í sér pólitískan
og efnahagslegan samruna hinna
tóif ríkja EB. Meðal helstu mark-
miða hans er að ríkin taki upp með
sér santeiginlega utanríkis- og vam-
armálastefnu og að fyrir aldamót
verði tekin upp ein sameiginleg
mynt í aðildarríkjunum, að því til-
skildu að einstök ríki uppfylli ákveð-
in skilyrði um peningalegan og efna-
hagslegan stöðugleika. Eitt óopin-
berra markmiða þeirra ríkja sem
að sáttmálanum standa, að Bret-
landi undanskildu, var að stefna að
myndun eins alríkis, eins konar
Bandaríkja Evrópu.
Ákvörðunin um þjóðaratkvæða-
greiðsluna var tekin af Fran?ois
Mitterrand Frakklandsforseta í kjöl-
far þess að Danir höfnuðu sáttmál-
anum í þjóðaratkvæðagreiðslu þar
í landi í byrjun júní. Sú afstaða
Dana kom leiðtogum EB-ríkjanna
gjörsamlega í opna skjöldu enda
hafði helst verið búist við einhverj-
um vandkvæðum með staðfestingu
sáttmálans í Bretlandi. Frakkar
hafa löngum verið taldir Evrópu-
sinnaðastir íbúa Evrópubandalags-
ins og fyrir Mitterrand vakti ekki
síst að fá þrumandi ,já“ til að kaf-
færa þær efasemdir um sáttmálann
sem farið var að bera á í kjölfar
höfnunar Dana.
Efasemdimar fóru hins vegar
vaxandi í Frakklandi og öðmm ríkj-
um EB, ekki bara um markmið
sjálfs Maastricht-sáttmálans, heldur
um hraða Evrópusamranans í heild
sinni. Þessar efasemdir hafa komið
í ljós í fjölmörgum skoðanakönnun-
um og kannski gleggst í þeirri upp-
lausn sem ríkt hefur á peningamörk-
uðum síðustu tvær vikur. Leiðtogar
Evrópu virtust hafa gengið einu
skrefí of langt, aðeins of hratt. Þró-
unin var komin fram úr því sem
umbjóðandi þeirra, almenningur,
var reiðubúinn að sætta sig við.
Skýjaborgir þær sem byggðar höfðu
verið við ána Maas í Hollandi í des-
ember í fyrra vöktu upp ótta meðal
fólks um að ekki væri bara verið
að afnema gjaldmiðla þeirra heldur
stefna þjóðareinkennum, tungu og
menningu í hættu.
Danir höfnuðu Maastricht með
mjög litlum meirihluta. Frakkar
samþykktu sáttmálann með örlítið
meiri mun. Einungis 51,05% kjós-
enda greiddu honum atkvæði sitt.
Vissulega má færa fyrir því rök að
margir þeirra frönsku kjósenda sem
greiddu atkvæði gegn Maastricht
hafi í raun verið að láta í ljós
óánægju með Mitterrand Frakk-
landsforseta og stjóm Sósíalista-
flokksins. Eftir stendur hins vegar
að eldmóðurinn sem nauðsynlegur
eiftil að gjörbylta skipulagi álfunn-
ar, líkt og sáttmálinn stefndi að,
virðist ekki enn vera fyrir hendi.
Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna
spáðu því margir að ef sáttmálinn
yrði felldur í Frakklandi myndi það
þýða ekki einungis endalok sáttmál-
ans heldur einnig stefna samvinnu
Evrópubandalagsríkjanna í heild
sinni í hættu. Þó að menn geti haft
mismunandi skoðanir á uppbygg-
ingu bandalagsins og ýmsum mark-
miðum þess er það óumdeilanleg
staðreynd að Evrópubandalagið hef-
ur átt ríkan þátt í að setja niður
þær deilur sem sundraðu Evrópu
um margra alda skeið og tryggja
þar frið. Hin nána pólitíska og við-
skiptalega samvinna sem tekist hef-
ur með Þjóðverjum og Frökkum
eftir stríð er táknræn fyrir hið
breytta andrúmsloft sem ríkir í Evr-
ópu. Vopnaviðskipti ríkja í vestur-
hluta Evrópu virðast nú óhugsandi.
Afturhvarf til óstöðugleika fyrri
tíma, þar sem voldugustu ríki Evr-
ópu tækju upp stefnu eiginhags-
muna á ný, hefði verið varhugavert
skref aftur á bak.
Leiðtogar Evrópubandalagsríkj-
anna verða hins vegar að líta í eig-
in barm og hugsanlega hægja eitt-
hvað á þeirri samranaþróun sem nú
á sér stað. Helmingur hinna Evrópu-
sinnuðu Frakka var ekki reiðubúinn
að taka þetta skref og hlutfallið er
hugsanlega jafnhátt ef ekki hærra
í öðram aðildarríkjum EB. Það væri
jafnáhættusamt að fylgja stefnu
sem almenningur er andvígur og
að leysa upp það samstarf sem þeg-
ar er fyrir hendi. Leiðtogarnir þurfa
ekki síst að staldra við þá staðreynd
að þetta er í fyrsta skipti í sögu
bandalagsins sem andstöðu gætir
innan einhvers hinna sex ríkja sem
upphaflega mynduðu EB og myndað
hafa kjama bandalagsins síðan.
Aðrar meiri háttar ákvarðanir, s.s.
innri markaðurinn og Einingarsátt-
máli Evrópu, hafa ekki orðið deilu-
efni.
í kjölfar niðurstöðunnar í Frakk-
landi hefur verið ákveðið að boða
til neyðarfundar leiðtoga Evrópu-
bandalagsríkjanna í Bretlandi í
næsta mánuði. Helmút Kohl, kansl-
ari Þýskalands, sem hvað harðast
hefur barist fyrir markmiðum
Maastricht-sáttmálans, segir nauð-
synlegt að ræða þar um mistök sem
hugsanlega hafi verið gerð og leið-
rétta þau. Til að draga úr andstöðu
í aðildarríkjunum beri að styrkja
áhrif hinna ólíku landsvæða innan
bandalagsins og draga úr miðstýr-
ingu frá Brussel.
Líkleg niðurstaða leiðtogafundar-
ins í Bretíandi er að viðaukum verði
bætt við sáttmálann sem geri ein-
stökum ríkjum kleift að laga sig
mismunandi hratt að samranaferl-
inu og hugsanlega standa utan við
einstaka þætti þess. Þetta gæti leyst
„danska vandamálið" innan banda-
lagsins og sefjað þá andstöðu sem
er við Maastricht í Bretlandi.
Skilaboð evrópsks almennings til
stjórnmálaleiðtoga sinna, sem krist-
ölluðust í frönsku þjóðaratkvæða-
greiðslunni, er að hægja verði á
byggingu skýjaborganna. Bygg-
ingaleyfi leiðtoganna var ekki aftur-
kallað en ýmsar athugasemdir gerð-
ar við skipuiagið. Skýjaborgir þurfa
ekki síst að vera úr járnbentri stein-
steypu ef þær eiga að þola jarðrask-
ið. Á það höfum við verið minnt á
síðustu misserum, bæði í Júgóslavíu
og rússneska heimsveldinu. En í
þessum löndum var byggingarefnið
slæmt — og pólitískar alkalí-
skemmdir allsráðandi.
ÞJOÐARATKVÆÐAGREIÐSLAN UM MAAS
I I
BELGIA
Neðri deild þingsins samþykkti
samninginn 17. júlí. Búist við
að efri deiidin samþykki
hann í október. Ekki :
þjóðaratkvæðagreiðsla
ÞÝSKALAND
Gert er ráð fyrir að þingið stað-
festi samninginn 25. nóvember.
Ekki þjóðaratkvæðagreiðsla
ITALIA
Efri deild þingsins sa' þykkti
samninginn 17. september.
Neðri deildin á eftir að
afgreiða hann. Ekki
þjóðaratkvæðagreiðsla #
LUXEMBORG
Samningurinn staðfestur 2. júlí.
Ekki þjóðaratkvæðagreiðsla
BRETLAND
Þingið á að greiða atkvæði um
samninginn í haust. Ekki þjóðar-
atkvæðagreiðsla
DANMORK
Samningnum hafnað í þjóðar-
atkvæðagreiðslu 2. júní. Búist
er við að stjórnin birti tillögur um
stöðu Dana í EB í september
★ ^ ★
★ SEX ★
EB RÍKI HAFA
★ STAÐFEST ★
. MAASTRICHT
★ ★
★ ★ ★
I I
FRAKKLAND
Þingið samþykkti stjórnarskrár-
breytingar 23. júní. Samningur-
inn samþykktur i þjóðar-
atkvæðagreiðslu
ásunnudag
GRIKKLAND
Samningurinn samþykktur á
þinginu 1. ágúst. Engin
þjóðaratkvæða-
greiðsla
IRLAND
Meirihluti hlynntur samþykki
samningsins í þjóðaratkvæða-
greiðslu 19. júní.
Búíst við samþykki
þingsins síðar á árinu
uni i AMn " onoTIÍríA, "M1
Neðri deild þingsins á að afgreiða samninginn í október og síðan efri deildin. Ekki þjóðar- atkvæðagreiðsla Búist er við að þingið samþykki samninginn. Ekki þjóðar- atkvæðagreiðsla
SÞANN
Gert er ráð fyrir að þingið greiði
atkvæði um samninginn í
október eða nóvember. Ekki
þjóðaratkvæðagreiðsla
REUTER
Sljómmálamenn innan
EB varpa öndinni léttar
Brussel.. Reuter.
FLESTIR stjórnmálaleiðtogar Evrópu sögðu í gær að það hefði verið
mikill léttir að Frakkar samþykktu Maastricht-sáttmálann í þjóðarat-
kvæðagreiðslu á sunnudag þó með naumum meirihluta hafi verið. Bret-
ar fara nú með forystuna innan Evrópubandalagsins (EB) og hafa þeir
boðað til sérstaks neyðarfundar leiðtoga EB-ríkjanna í október til að
ræða um hvort einhverju beri að breyta varðandi Evrópuþróunina í ljósi
þeirra miklu efasemda sem greinilega gætir meðal almennings í Evr-
ópu. Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar EB, sagði hins vegar
í gær að það sem þyrfti að gera væri að hraða þróuninni í átt að póli-
tískum samruna ríkjanna og sameiginlegri mynt í stað þess að hægja á
henni.
Willy Claes, utanríkisráðherra
Belgíu, tók undir orð Delors og sagði
EB ekki þurfa á neinu „önduriarhléi"
að halda. Samrunaferlið væri kapp-
hlaup við tímann og bandalagið mætti
engan tíma missa. Karel van Miert,
fulltrúi Belga í framkvæmdastjórn
EB, sagði að skaðinn væri þegar skeð-
ur þrátt fyrir að Frakkar hefðu sam-
þykkt sáttmálann. Sá óstöðugleiki
sem komið hefði upp á yfirborðið í
frönsku kosningabaráttuni gæti hugs-
anlega splundrað bandalaginu.
Guilano Amato, forsætisráðherra
Italíu, sagðist hafa varpað öndinni
léttar er úrslitin voru ljós. „Fjöratíu
ára starf hefði farið í súginn [ef sam-
komulagið hefði verið fe!lt],“ sagði
Amato. Ruud Lubbers, forsætisráð-
herra Hollands, sagði meirihlutann
sáttmálanum í vil vera fullnægjandi.
„Það sem skiptir máli eru úrslitin en
ekki hversu naumt var á mununum,“
sagði Lubbers.
Uffe Ellemann Jensen, utanríkis-
ráðherra Danmerkur, sagði á blaða-
mannafundi á sunnudagskvöld að
hann fagnaði niðurstöðunum í Frakk-
landi. Danir höfnuðu samkomulaginu
í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní. Elle-
mann lagði áherslu á að í framtíðinni
væri þó nauðsynlegt að taka meira
tillit til sjónarmiða almennings og
„grasrótarinnar“. Styrkjayrði lýðræði
innan bandalagsins, opna það frekar
og minnka skrifræði.
Ursula Seiler-Albring, ráðherra í
þýsku ríkisstjórninni, sagðist hafa
áhyggjur af því að Bretar hefðu
ákveðið að fresta því að staðfesta
samkomulagið þar til búið væri að
leysa það vandamál sem hefði mynd-
ast með höfnun Dana á sáttmálanum.
„Maður ætti að spyrja John Major
[forsætisráðherra Bretlands] hversu
alvarlega hann tekur formennsku sína
innan EB,“ sagði hún í útvarpsviðtali.
Stuðningsmenn jafnt sem and-
stæðingar Maastrícht fagna sigri
París. Frá Þorfinni Ómarssyni, fréttaritara Morgunbiaðsins.
FLESTIR helstu stjórnmálamenn Frakklands reyna að eigna sér sigurinn
í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Maastricht-samkomulagið á sunnudag.
Litlu munaði að satnkomulagið yrði fellt, en 51,05% sögðu já og 48,95%
sögðu nei. Um 70% þátttaka var í kosningunum, sem er I meðallagi hér
í Frakklandi. Fjölmiðlar eru sammála um að svar þjóðarinnar við sam-
komulaginu sé ,já, en ...“ og að stjórnmálamenn verði að líta á það sem
ábendingu um óánægju á ýmsum sviðum. Fyrstu viðbrögð Pierre Bé-
régovoy forsætisráðherra voru að rikisstjórnin muni framvegis hlusta
betur á óskir þjóðarinnar. Hann sagði að niðurstaðan væri Evrópu í hag
og sigur fyrir Frakkland.
Það' kemur ekki á óvart að hvorir
tveggju forystumenn með og gegn
samkomulaginu líta á niðurstöður at-
kvæðagreiðslunnar sem sigur. Ef for-
setinn er undanskilinn lýstu allir helstu
stjómmálamenn landsins yfír sigri í
kjölfar atkvæðagreiðslunnar. „Með
niðuretöðu sem þessa er ljóst að eng-
inn sigraði og enginn tapaði. En
franska þjóðin hefur upplifað einn
stærsta dag í sögu landsins,“ sagði
Mitterand í ávarpi til þjóðarinnar.
Aðrir sósíalistar lýstu yfir sigri um
leið og fyrstu tölur bárast á sunnu-
dagskvöld. Mörgum þótti það heldur
djarft hjá Laurent Fabius, formanni
flokksins, að lýsa yfir sigri fyrir Mit-
terrand forseta aðeins þremur mínút-
um eftir að kjörstöðum var lokað.
„Niðurstaðan er sigur fyrir forsetann
og fyrir lýðræðið í landinu. Evrópa
sigraði," sagði Fabius.
Það sama gerðu Jacques Chirac og
Valéry Giscard d’Estaing, formenn
tveggja stærstu stjórnarandstöðu-
flokkanna, RPR og UDF. Þeir börðust
báðir fyrir því að samkomulagið yrði
samþykkt, enda þótt mjög skiptar
skoðanir væra um það innan flokka
þeirra. Chirac Ieggur mikla áherslu á
að hægrimenn sameinist á ný gegn
ríkisstjóminni. „Maastricht-sam-
komulagið er ekki endanleg lausn fyr-
ir Evrópu. Þetta er aðeins bytjunar-
reitur. Atkvæðagreiðslan hefur verið
erfið fyrir okkur, en nú verðum við
að snúa bökuni saman gegn sósíalist-
um, sem hafa verið alltof lengi við
stjórn. Kosningabaráttan fyrir þing-
kosningarnar næsta vor er hafin,"
sagði Chirac. Hann tilkynnti jafnframt
að flokksmenn RPR væru boðaðir á
skyndifund á morgun og þar hyggst
Chirac fara fram á traust flokksmanna
sem áframhaldandi formaður.
Charles Pasqua, formaður þing-
flokks RPR í efri deild þingsins, segir
að þótt þeir hafi verið andstæðingar
í þessari orrustu sé engin ástæða til
þess að Chirac segi af sér for-
mennsku. „Chirac verður endurkjörinn
þar sem enginn býður sig fram gegn
honum,“ sagði Pasqua. Hann og aðrir
andstæðingar samkomulagsins telja
að sigur hafi unnist, enda þótt niður-
staðan hafi orðið gegn vilja þeirra.
Pasqua segir að með atkvæðagreiðsl-
unni hafí kviknað vonarneisti, sem
ekki muni slokkna. „Annar hver
Frakki hlustaði á rödd okkar og
greiddi atkvæði gegn samkomulaginu
til að mótmæla uppbyggingu Evrópu,
sem stríðir gegn lýðræði,“ sagði
Pasqua. Flokksbróðir hans og föru-
nautur í baráttunni ge^n samkomu-
laginu, Philippe Séguin, segir að bar-
áttunni sé alls ekki lokið. „Það verður
ekki aftur snúið, hvorki gegn samein-
ingu Evrópu né fyrir lýðræði hér í
Frakklandi,“ sagði Séguin.
Jean-Marie Le Pen, formaður Þjóð-
arfylkingarinnar, telur að Frakkland
hafi tapað orrustu en ekki stríði.
4-