Morgunblaðið - 22.09.1992, Side 39

Morgunblaðið - 22.09.1992, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992 <?9 Námskeið í listþjálfun NAMSKEIÐ í skapandi listþjálfun fyrir börn, unglinga og full- orðna verður haldið á haustönn 1992 í Kvöldskóla Kópavogs. Á námskeiðunum er ýmislegt búið til. Unnið er með liti, málningu, leir, gifs o.fl. Listsköpun er frjáls og þurfa þátttakendur ekki að hafa „tæknilega færni“ í listum. Spjallað er um listsköpunina og hugsanir tengdar henni. Sálarrannsóknafélagið Yetrarstarfið að hefjast 74. STARFSÁR Sálarrannsókna- félagsins er að hefjast. Opnunar- timi skrifstofu félagsins að Garðastræti 8, Reykjavík, verður framvegis kl. 9-17 virka daga. Á vegum félagsins í vetur munu starfa Þórunn Maggý Guðmunds- dóttir og Anna Herskind. Einnig starfar Zena Davis dagana 5.-16. október nk. Þórunn Maggý verður með einka- tíma þijá daga vikunnar og skyggnilýsingafund einu sinni í mánuði. Anna Herskind verður með þriggja kvölda námskeið í slökun og hugleiðslu. Zena Davis verður með einkatíma og eitt helgarnám- skeið dagana 9.-12. október, einnig maskyggnilýsingafund að Sogavegi 69, Reykjavík, 8. október kl. 20.30. Einungis skuldlausir félagar hafa forgang í einkatíma og á námskeið- in. Ymislegt annað verður á döfinni hjá félaginu í vetur og verður það auglýst síðar. Dagskrá mun vænt- anlega liggja frammi á skrifstofu félagsins. (Úr fréttatilkynningu.) AB mjólk og jógúrt. Einnig með sykri, sultu og hunangi, eða blandað ferskum og þurrkuðum ávöxtum. Wíitk Wheai BmhfmMmal ffmmmuR mmuNvemua Mmi Smmlóite! Lim (Fréttatilkynning) Unnur Ottarsdóttir listþjálfi Markmið námskeiðanna er að hjálpa þátttakendum að virkja sköpunargáfu sína, hafa gaman af að skapa og gefa þeim mögu- leika á að tjá með orðum hugsan- ir og tilfinningar tengdar listsköp- uninni. Hámarksfjöldi þátttakenda í hverjum hópi er aðeins sex. Lögð er áhersla á að mynda vinsamlegt andrúmsloft, þar sem hver ein- staklingur fær hvatningu og at- hygli. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Unnur Óttarsdóttir sem er list- Fyrirlestur um félags- legt öryggi barna þjálfí (Art Therapist) og kennari að mennt. Unnur hefur unnið að meðferð og á námskeiðum fyrir börn, unglinga og fullorðna í list- þjálfun. Skráning á námskeiðin í skap- andi listþjálfun fer fram í Kvöld- skóla Kópavogs alla virka daga kl. 18-21. Unnur heldur einnig framhalds- námskeið 'í listþjálfun fyrir börn, unglinga og fullorðna. Framhalds- námskeiðin eru ætluð fyrir þá sem hafa áður verið í listþjálfun á nám- skeiðum eða í meðferð. Einnig eru framhaldsnámskeiðin ætluð fyrir einstaklinga sem hafa áður verið í meðferð og/eða sjálfsvinnu og hafa áhuga á listinni sem tjáning- ar- og meðferðarformi. Markmið framhaldsnámskeiðanna er að þátttakendur fái tækifæri til að vinna með og tjá tilfínningar sínar með listinni. Ónnur markmið á framhaldsnámskeiðunum eru þau sömu og í skapandi listþjálfun. Innritun og upplýsingar um framhaldsnámskeiðin eru hjá Unni Óttarsdóttur listþjálfa alla virka daga kl. 9-10. FYRIRLESTUR um félagslegt ör- yggi barna verður á vegum Forel- drasamtakanna miðvikudaginn 23. september. Fyrirlesturinn verður haldinn í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, og hefst klukkan 20.30. í fréttatilkynningu frá Foreldra- samtökunum segir: „Fyrirlesari er Hugó L. Þórisson sálfræðingur. Að undanförnu hefur verið gert nokkurt átak í að vekja athygli á hárri slysat- íðni íslenskra barna og vekja fólk til aukinnar meðvitundar um hætturnar sem leynast í umhverfinu. Andlegi þátturinn er öllu erfíðari viðfangs en sá líkamlegi og ekki eins sjáanlegur, en engu að síður mikilvægur. Bömin okkar búa mörg við félagslegt óör- yggi og bera niðurstöður úr nýrri könnun um lyklaböm þess glöggt vitni. í fyrirlestri sínum mun Hugó L. Þórisson sálfræðingur fræða for- eldra og annað áhugafólk um uppeld- ismál um félagslegt öryggi í lífí ís- lenskra barna innan veggja heimilis- ins og í skólanum.“ Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. ------» » 4------ Orgeltónleikar í Selfosskirkju NÆSTU tónleikar í þeirri röð orgeltónleika sem nú eru haldnir hvern þriðjudag í Selfosskirkju verða í dag, þriðjudaginn 22. september, kl. 20.30. Við orgelið er Guðmundur H. Guðjónsson, organisti í Landakirkju í Vest- mannaeyjum. Á efnisskránni eru orgelverk eft- ir J.S. Bach, Samuel Scheidt, Edw- ard Kendall, William Herschel og L. Boellmann. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Hugó L. Þórisson Fyrirlest- ur um dans PRÓFESSOR Egil Bakka heldur fyrirlestur um dans í Norræna húsinu í dag, þriðjudag, kl. 17.30. Prófessor Bakke er staddur hér í tvo daga í boði samtaka áhugafólks um almenna dansþátttöku íslendinga sem heita Komið og dansið. Bakke er prófessor í dansi við háskólann í Þrándheimi og hefur hann verið fagráðgjafi hjá „Rádet for folkemusikk og folkedans" frá árinu 1973. Fyrirlestur Bakkes verður í máli og myndum og nefnist hann „Dan- forskning og dansearbeid hand i hand“ og „Om arbeidet med folke- dans og samværsdans i Norge“. Þessar stöllur, Hanna Andrésdóttir og Ósk Auðunsdóttir, héldu hluta- veltu til styrktar „Hjálpum þeim“-söfnun Rauða krossins. Þær söfn- uðu 4.120 kr. Hér eru á ferð vaskir sveinar sem söfnuðu 1.600 kr. til styrktar móður telpnanna í Tyrklandi. Þeir heita Ólafur H. Ólafsson, Gísli H. Olafsson, Þórir Sigþórsson og Páll Þór Vilhjálmsson. TREFJARIKT ORKURÍKT FITUSNAUTT HOLLT... Macintosh fyrir byrjendur Grunnatriði Macintosh, Works-ritvinnsla, gagnasöfnun, teikning, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiði fyrir byijendur. J*\ hk-92101 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • stofnuö 1. mars 1986 © ÖRKIN 1012 -10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.