Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992 Minning Dr. Óttar P. Hall- dórsson prófessor starf, sem stóð fram til hinztu stundar. Við störfuðum báðir að lík- um hugðarefnum og áttum skap saman. Mér er til dæmis minnis- stætt er við fórum tveir saman í leiðangur til Búkarest í Rúmeníu til að kynna okkur tjón, sem hafði orðið á húsum og öðrum mannvirkj- um eftir mikinn jarðskjálfta þar 1977. Við lentum þar í ýmsum ævintýrum og nánast mannraunum, sem urðu til þess, að vináttubönd okkar urðu óijúfanleg. Óttar var hugljúfi okkar allra og vinsæll meðal nemenda í Verk- fræðideild háskólans. Prúðmannleg framkoma og virðing fyrir öðrum einkenndi þennan góða dreng. Hann var einstaklega ljúfur og raungóður, og var gott að leita til hans og fá góð ráð og aðstoð hvort sem um faglegt efni var að ræða eða persónuleg vandamál. Óttar var góður kennari og fijór vísindamað- ur, en eftir hann liggur mikil vinna og brautryðjendastarf á sviði hönn- unar byggingarmannvirlqa. Hann tók til dæmis virkan þátt í þeirri vinnu sem miðaði að því að innleiða nútímaaðferðir við hönnun burðar- virkja húsbygginga hérlendis og átti frumkvæði að gerð ýmissa byggingarstaðla, sem brýn nauðsyn var orðin að taka upp í byggingar- iðnaði á íslandi. Óttar var þannig frumkvöðull þess, að farið var að hanna byggingar á íslandi fyrir vind- og snjóálag og jarðskjálftaá- lag á kerfísbundinn hátt. Við minntumst ekki síður skemmtilegs félaga, sem gat verið hrókur alls fagnaðar. Það lifnaði ávallt yfir kaffistofunni í Verk- fræði- og raunvísindahúsinu, þegar Óttar kom þar inn. Fáir voru eins miklir höfðingjar heim að sækja eins og þau hjónin óttar og Nína, sem nutu þess að taka á móti gest- um. Þau voru ófá skiptin, sem hann settist við flygilinn í stofunni heima, sem við hin gátum því miður lítið notað, og fylltist þá húsið af dásam- legri tónlist, öllum viðstöddum til óblandinnar ánægju, en Óttar var einn af þeim fáu útvöldu, sem hafa tónlistina meðfædda í fíngrunum. Óttar var menningarlega sinnaður og alger andstæða við ímynd hins þurra og þrönga fræðimanns, sem aðeins veit um sína fræðigrein. Hann fylgdist af lífí og sál með því sem var að gerast í þjóðfélaginu og sneri gjarnan samræðunum frá hinum faglegu umræðum, sem oft vilja einkenna verkfræðinga sem aðra rauvísindamenn, yfir í bók- menntir og listir og það, sem var efst á baugi hveiju sinni. Með Óttari er burtgenginn góður vinur og félagi, sem við berum mikla virðingu fyrir. Af karl- mennsku sinnti hann skyldustörfum sínum fram til síðustu stundar þrátt fyrir þá miklu vanheilsu, sem hann átti við að stríða. Aldrei kvartaði hann eða kveinkaði sér undan vinnu svo lengi sem hann var fær um að sinna henni. Ég held í raun, að við vinnufélagar hans höfum þess vegna ekki almennilega gert okkur grein fyrir þeim erfíðleikum, sem Ottar þurfti að leggja á sig um árabil til að geta sinnt störfum sín- um við deildina. Við komum til með að sakna sárlega góðs félaga, sem var tekinn frá okkur allt of snemma. Með þessum fátæklegu orðum lang- ar mig að lokum til að senda Nínu og bömunum innilegar samúðar- kveðjur. Júlíus Sólnes, prófessor. Vinur og skólabróðir Óttar P. Halldórsson er látinn eftir löng og ströng veikindi. Það er undarlegt, hvað dauðinn kemur okkur jafnan í opna skjöldu jafnvel þótt segja megi, að baráttan væri orðin vonlítil síðustu mánuð- ina. En við í vinahópnum vorum orðin vön því, að Óttar rifí sig upp úr þeim áföllum, sem fylgdu heilsu- leysi hans, vön því að hann gengi á viljaþrekinu eftir því sem líkams- þrekið þvarr. Þess vegna sitjum vð eftir hnípin nú, þegar dómnum verður ekki hnekkt. Næstum hálfa ævina þjáðist Ótt- ar af langvarandi nýrnabilun og síðustu fimmtán árin voru nýrun óstarfhæf. Lengi áttuðum við okkur ekki á, hversu alvarlega veikur hann var, því að það var ekki vérið að kvart yfír neinu. Þvert á móti voru þau Óttar og Nina jafnan manna glöðust, umhugað um að gleðja aðra og láta öðmm líða vel. Þau voru manna duglegust við að halda hópnum saman og óteljandi nutum við gestrisni þeirra og rausn- ar. Nú fáum við ekki frarnar tæki- færi til þess að ræða við Óttar um alla heima og geima, hlusta á hann leika verk eftir tónsnillinga allt frá Bach til Scijabins eða safnast kringum hann á gleðistundum, þeg- ar hann lék eftir eyranu undir nán- ast hvað sem okkur datt í hug að syngja. Hvers vegna fékk ekki Óttar að lifa lengur og njóta betri heilsu? Þessi ljúfí drengur, sem við hefðum viljað fá að hafa meðal okkar alla daga, hann sem hafði svo margt að lifa fyrir; fagurkeri með fjölmörg áhugamál, ábyrgðarmikið starf og síðast en ekki síst Ninu og bömin, sem honum þótti svo vænt um. Við kveðjum Óttar vin okkar með innilegri sorg og söknuði. Við eigum erfítt með að sætta okkur við að missa hann, en erum þakklát fyrir að hafa átt hann að öll þessi ár. Vale amice. Kristín Bjarnadóttir. Þótt Óttar hafí horfíð eftir löng og erfið veikindi og því kannski ekki komið með öllu á óvart, að endalok væru nærri, þá er tómlegt og sárt að sjá á bak æskuvini á miðjum aldri. Það var sárt að sjá leiftrandi lífsfjör víkja fyrir lamandi þreytu sjúkdómsins og sorglegt að vita hann hverfa snemma frá ástríkri fjölskyldu. Seinast þegar ég heimsótti Óttar, sagði hann mér frá atviki úr ferm- ingarveislu sinni. Þá höfðu orðið miklar breytingar á högum hans, faðir hans dáinn fyrir aldur fram og móðir hans að taka sig upp með bamahópinn til að flytjast frá ísafírði til Reykjavíkur. Séra Sigurð- ur kom í veisluna og spurði Óttar hvort hann væri þó ekki bjartsýnn og sáttur við lífíð þrátt fyrir allt. Jú, sagði Óttar, en það er eitt sem mér þykir ákaflega leiðinlegt, og það er hvað ég er lítill. Óttar var ári yngri en við hin fermingarsystk- in hans, af því að hann fékk að fylgja Bergljótu systur sinni, og var þá ekki hár í lofti. Séra Sigurður var maður mikill á velli og huggaði Óttar með því að hjá sér hefði þessu verið öfugt farið. Hann hefði þjáðst af því að vera ævinlega alltof stór. En svo bætti hann við: Hafðu ekki áhyggjur af þessu, Óttar minn, þetta lagast. Og svo sannarlega lagaðist það, og Óttar þurfti aldrei að kvíða því að verða lítill. í huggun okkar sem vorum vinir hans, á hann svo stórt rúm, að það verður aldrei fyllt á ný. Óttar fæddist á ísafírði 19. júlí 1937, og voru foreldrar hans Liv Ellingsen og Halldór Halldórsson bankastjóri Útvegsbankans þar. Óttar tók stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1956 og hélt þá til Munchen að nema efnaverk- fræði. Hann hvarf frá því námi og fór til Madison, Wisconsin, að læra byggingaverkfræði og lauk þar doktorsprófí í burðarþolsfræði 1966. Hann hóf þá störf hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins, var það yfirverkfræðingur og síðar að- stoðarforstjóri, uns hann var skipað- ur prófessor við Háskóla íslands 1975. Því starfí gegndi hann til dauðadags. í júlí 1961 kvæntist Óttar Nínu Gísladóttur og eiga þau tvö uppkomin böm, Gísla Sigurbjörn og Helgu Liv. Þótt formleg menntun Óttars sýnist öll á sviðið framkvæmda og tækni, þá var hann enginn tækni- dýrkandi, síður en svo. Hornstein sannrar menntunar fékk hann líkt og fleiri jafnaldrar hans í Tónlistar- skólanum á ísafírði (þar sem faðir hans var mikill frumkvöðull) hjá þeim margfróða fræðara Ragnari H. Ragnar, sem líka kenndi „organ- slátt lífsins" og takmarkaði leiðsögn einungis við ómælisvíddir alheims- ins. Tónlistin átti löngum hug Ótt- ars og hjarta, og tónlistin er ærið fjarskyld tækninni; þar ræður ekki rökhyggja, heldur sú dýpt skynjunar sem kafar inn- úr merkingu orða og hugsunar á vit hinnar upprunalegu fegurðar, þar sem lífsvitundin sjálf fæðist. Mér er ógleymanlegt hvemig við þræddum saman tónleikasali í Munchen. Þá áttum við engar plötur og engin hljómflutningstæki, en við nutum þess að stúdentar fengu ókeypis á tónleika þegar ekki var uppselt, og við náðum að hlýða á marga bestu hljóðfæraleikara í Evr- ópu á þeim tíma. Að því má lengi búa. Allir sem þekktu Óttar muna lífs- forvitni hans og undirfurðulega kímnigáfu. Eitt sinn á leið okkar til Munchen fórum við um London til að skoða þá miklu borg og vorum að í nokkra daga frá morgni til kvölds. Við komum í National Gall- ery of Art og skoðuðum meðal ann- ars sali sem skreyttir vom myndum Tumers. Þar slangur af fólki, og allt í einu steig Óttar tvö skref aft- ur á bak og mælti stundarhátt við mig: Do you really think this has been done by one of the natives! Þá gekk til okkar aldinn herramaður með vandlætingarsvip og sagði: Young friends, this is one of Turn- er’s masterpieces. Hann hafði trú- lega aldrei heyrt Breta kallaða na- tives. Þannig var Óttar tæknimenntað- ur húmanisti, í bestu merkingu þess orðs, fjöllesinn, frumlegur í hugsun, leiftrandi af mildri gleði sem jafnan smitaði út frá sér. Og þegar ég minnist Óttars nú á sorgarstundu, þá er mér gleði hans efst í huga og þakklæti fyrir allar þær ánægju- stundir sem hann veitti mér og öðr- um vinum, nú um langt skeið þegar við hittumst reglulega til að spila saman brids skemmtilega illa, af því að í raun vorum við alltaf að láta hugann reika um refilstigu orðaleikja og hugdettna í notalegri hvíld frá amstri daganna. Og nú stöndum við eftir og horf- um á eftir vini okkar, harmi slegin, og höfum fátt annað en fátækleg orð sem i raun segja ekkert, því að við missi góðs vinar tæmist hugur okkar líkt og hann neiti að trúa því sem hefur gerst. Við Bera vottum Nínu og börnum þeirra, systkinum Óttars og öðru venslafólki dýpstu samúð okkar, og biðjum góðan Guð að styrkja þau. Og ég kveð vin minn með orðum Konráðs til Jónasar: Gott er þér, vinur, Guðs í dýrð að vakna, þig gladdi lönpm himininn að sjá. Víst er oss þungt að sjá á bak og sakna samvista þinna, en oss skal huggun Ijá: vér eigum líka úr lífsins svefni að rakna. Njörður P. Njarðvík. Það grípur mann tómleikatilfinn- ing og söknuður nú, þegar Óttar Halldórson hefur verið kallaður á brott. Um nokkurt skeið hafði verið ljóst hvert stefndi, en áfallið er það sama, missirinn jafn mikill. Við krakkarnir úr Blikanesinu þekktum Óttar frá okkar fyrstu tíð. Hann og Nína voru meðal kærustu vina foreldra okkar og nú, þegar komið er að kveðjustund, rifjast allar samverustundirnar upp. Okk- ur hefur alltaf fundist Nína og Ótt- ar vera hluti af fjölskyldunni, þótt ekki sé um fjölskyldubönd að ræða. Samskiptin við þau og bömin þeirra hafa verið eins og nánir ættingjar ættu í hlut, aldrei borið þar skugga á. Óttar var einstakur maður. Ró- legur, hlýr og öfgalaus, með hárfín- an húmor, sem aldrei var á kostnað annarra. Það var unun að hlýða á frásagnir hans, sem jafnan voru gæddar lífi og fléttað inn í skopleg- um hliðum. Öttar hafði næmt tón- eyra og gladdi gjarnan vini með píanóleik sínum, en það var nokkuð sama hvaða óskalög var beðið um, allt gat hann spilað. Sagt er að manninn megi dæma af því hvemig hann umgengst börn. Óttar hafði einstakt lag á börnum, umgekkst þau sem jafningja. Við vitum að honum var mikils virði að fá tækifæri til að vera viðstaddur, er yngsta barnabarnið, nafni hans, var skírt nú í sumar. Þau voru nokkur skiptin er fjöl- skyldurnar vörðu sumarleyftim saman. Sérstaklega er okkur minn- isstætt ferðalag um Vestfírði og nokkurra daga dvöl í sumarhúsi í Arnardal við ísafjarðardjúp. Þar áttum við saman ógleymanlega daga. Við systkinin erum þakklát fyrir samverastundimar. Kveðjustundin kom alltof fljótt, en minningin um yndislegan mann lifir og veitir yl. Elsku Nína, Gísli og Helga Liv. Megi Guð^ styrkja ykkur í sorginni. Óli, Budda og Hansa. í frændgarði vaxa vináttutré. Hlúi maður að þeim dafna þau vel og bera ríkulegan ávöxt. Ég kynntist Ottari Pétri Halldórs- syni fyrst, þegar við urðum bekkjar- félagar í öðram bekk Gagnfræða- skóla Vesturbæjar við Hringbraut árið 1950. Upp frá því voru lífsferl- ar okkar tengdir á hinn furðuleg- asta hátt, þó að stundum skildi nokkuð á milli. Við voram jafnaldrar, hann rúm- lega þremur mánuðum yngri, í hópi ókunnugra. Hann nýkominn frá ísafírði, ég beint úr barnaskóla. Ekki varð það þó til þess, að við byndumst sérstökum böndum á þeim tíma, við bjuggum í sitt hvor- um bæjarhlutanum. Þó kom fljót- lega í ljós, að við voram frændur, tengdir í þriðja og ijórða ættlið. Frændsemin var samt ekki ræktuð sérstaklega á þeim tíma. Tré hafði verið plantað, það skaut rótum og dafnaði vel, en hlaut enga sérstaka aðhlúun. Við liðum saman í gegnum árin sem bekkjarfélagar, — lands- próf, stærðfræðideild Menntaskól- ans í Reykjavík, og skyndilega, vor- ið 1956 var komið að stúdentsprófi. Stúdentspróf er áfangi, sem markar enn mjög sterk tímamót hjá þeim sem því ljúka. Stúdentspróf okkar varð tilefni til þess, að Ferða- félagið Gustur var stofnað. Félagar voru §órir, Jón Kristinsson, Jakob Þórir Möller, Óttar og ég. Við gerð- umst þjóðræknir og lögðum upp í tíu daga stúdentsferð um ísland á bil föður míns. Þá fyrst kynntist ég Óttari í reynd, og þá fyrst mynd- uðust þau sterku bönd, sem tengdu okkar alla tíð síðan. Við hlúðum báðir að trénu og það bar ávöxt. Á síðasta degi stúdentsferðarinn- -y 1 ■ caRÁssxei mn iLÁGRÝT I .LIPARIT GABBRÓ.MARIMARI G R A N f T I.HELGAS0N HF STEINSMHMA SKEMMUVEGI 48 KÓPAVOGI SÍMI: 91 76677 ar, þegar við ókum frá Akureyri til Reykjavíkur, sagði óttar upp úr eins manns hljóði: „Strákar, vitið þið, ég er svo góð sál.“ Þetta vora orð að sönnu og sýna, að ef til vill þekkti hann sjálfan sig betur en nokkur annar. Óttar var einstakt ljúfmenni, sérkennilegur húmoristi, hæfileika- ríkur tónlistarannandi og gestrisinn úr hófí. Maður naut þess að vera í nálægð hans. Gustarmenn tvístruðust haustið 1956. Ég hélt til Bandaríkjanna til að læra byggingarverkfræði. Óttar hafði velt ýmsu fyrir sér varðandi framhaldsnám og starfsferil, þar .á meðal að leggja stund í hljómsveit- arstjórnun, en efnishyggjan hafði samt yfírtökin og hann hélt til Munchen til að læra efnafræði. Ekki reyndist húp þó nægilega áhugaverð, þegar á hólminn var komið, og eftir tvo vetur þar var hann skyndilega kominn til Madi- son, Wisconsin, til að leggja stund á byggingarverkfræði. Við voram því komnir aftur í næsta nágrenni hvor við annan, eins og vegalengdir gerast þar vestra. Óttar kvæntist Nínu Kristínu Gísladóttur árið 1961. Við höfðum öll hist sem bekkjarfélagar 1950 og verið bekkjarfélagar síðan, alla leið til stúdentsprófs, þó að Nína tæki máladeild menntaskólans. Við Nína erum þremenningar, en þau óttar voru tengd í þriðja og fjórða ættlið. í þeim hjónum mættust nauðalíkir persónuleikar og efldu þau hvort annað og bættu. Var nú létt verk að rækta frændgarð, enda blómstr- aði hann vel. Áhugasvið okkar Óttars í bygg- ingarverkfræðinni reyndust þau sömu, burðarþolsfræði og stein- steypa. Við höfðum hvor í sínu lagi kínverskan prófessor sem mesta áhrifavald á námstímanum, hann Wang og ég Chu. Að einu leyti lagði hann sig þá nær fræðunum en ég, hann átti til að lesa Filonenko- Borodish sér til svefns, meðan ég las reyfara. Nám hans gekk hratt fyrir sig og áður en varði stóð hann einn sólríkan sumardag árið 1966 á íþróttaleikvangi skóla síns og var sæmdur doktorsnafnbót í bygging- arverkfræði. Eftir skamma viðdvöl við verk- fræðistörf í Detroit hélt Óttar heim- leiðis vegna veikinda móður sinnar og gerðist starfsmaður Rannsókn- arstofnunar byggingariðnaðarins. Þar lá vegur hans til metorða, hann varð staðgengill fostjóra, yfírverk- fræðingur og aðstoðarforstjóri. Sjálfur var ég áfram við nám í Bandaríkjunum og lauk þar doktors- prófí mínu. í leyfum hélt ég ætíð til íslands og naut þess þá sérstak- lega að koma í heimsókn til þeirra hjóna og barna þeirra, ekki síst ef fleiri Gustarfélagar voru staddir á landinu. Bömin era búin sérkennum þeirra hjóna, eru einstaklega lífsglöð og hugljúf. Mig minnir það vera vorið 1967, að Óttar skrifaði mér og sagðist hafa farið í útilegu með fjölskyld- unni. Það minnisstæðasta við ferð- ina fannst honum þá, að það hafði verið svo kalt eina nóttina, að „hann hafði orðið að brjóta grýlukertin úr nösum bamanna“ að morgni. Síðar taldi hann þennan viðburð hafa orð- ið upphafið að þeim veikindum, sem nú hafa dregið hann til bana, langt fyrir aldur fram. Um svipað leyti komst Óttar eitt sinn svo að orði, að hann óskaði sér ekki annars í lífinu en að eiga góða konu, gott píanó og fallegan garð. Hann átti allt þrennt, en honum hafði láðst að óska sér góðrar heilsu. Óttar var skipaður prófessor í byggingarverkfræði við verkfræði- deild Háskóla íslands hinn 1. ágúst 1975. Fjórum mánuðum síðar kom ég einnig til kennslu í byggingar- verkfræði við Háskóla íslands, fyrst sem dósent, síðar sem prófessor. Hann var alla tíð einn vinsælasti kennari í byggingarverkfræði, skýr í framsetningu og réttlátur í próf- dæmingu. Hann var lengst af full- trúi byggingarverkfræðinnan í stjórn Verkfræðistofnunar og naut þess trausts að vera kjörinn stjórn- arformaður og forstöðumaður henn- ar um langt árabil. Hausttíð vináttunnar dró nú að. Ég kvæntist skömmu eftir að ég fluttist heim til íslands og hvarf þá í faðm eigin fíölskyldu, hafði minni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.