Morgunblaðið - 22.09.1992, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992
41
___ ______
TTWOTTr Ármula 18, 108 Reykjavík
JL XV\_/jL^JL sími: 812300
BÓKA & BLAÐAUTGÁFA myndsendir: 812946
Jóhanna K. Odds-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 23. apríl 1929
Dáin 3. september 1992
„Jesú sagði við hana: Ég er upprisan og
lífið; sá sem trúir í mig, mun lifa, þótt
hann deyi og hver sá, sem lifir og trúir á
mig, hann skal aldrei að eilífu deyja."
í fáeinum orðum langar mig að
minnast dóttur minnar, Jóhönnu
Kristínu Oddsdóttur, er lést í Borg-
arspítalanum 3. september sl.
Drottinn gefur og Drottinn tekur.
Jóhanna var allt sitt líf glaðlynd
og kát. Trúuð var hún og kirkjan
henni kær. Hjálpsöm var hún, og
síðustu árin, var hún stoð mín og
stytta þrátt fyrir að hún gengi
ekki heil til skógar. Margar góðar
samverustundir áttum við, og er
ég þakklát fyrir þær. Ég þakka
góðum Guði fyrir að hafa átt dótt-
ur eins og Jóhönnu. Dróttinn blessi
hana.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andar friði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson.)
Guðbjörg Eiríksdóttir.
Hinn 10. september sl. var til
moldar borin tengdamóðir mín og
vinur, Jóhanna Kristín Oddsdóttir,
eða Jóa eins og hún ævinlega var
kölluð. Jóhanna fæddist í Reykja-
vík 23. apríl 1929. Foreldrar henn-
ar voru þau Guðbjörg Eiríksdóttir
og Oddur Tómasson, og varð þeim
Piwm flisar
> • 35* v
~ 1 / s í | 1*
\
X
Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44
fimm barna auðið. Jóhanna var
þeirra næstyngst.
Jóhanna var gift Einari Guð-
mundssyni og eignuðust þau þijú
böm, Guðmund, f. 1954, Reyni
Má, f. 1965 og Guðbjörgu Theres-
íu, f. 1962. Voru þau hjónin ákaf-
lega samrýmd, ástfangin og ham-
ingjsöm allt sitt hjónaband. Jó-
hanna hafði mikla gleði og ánægju
af að ferðast, og ferðuðust þau
hjónin mikið. Hún var glaðlynd að
eðlisfari og hafði mikla ánægju af
að vera innan um fólk. Ósjandan
hreifst fólk með, því lífsgleði og
lífskraftur geislaði af henni. Sárt
þykir mér að við skulum ekki eiga
eftir að heyra hlátur hennar meir
f þessu lífí. Jóhanna var ákaflega
dugleg kona og gaf sig alla í það
sem hún tók sér fyrir hendur.
Þau hjónin ráku Listvinahúsið
af miklum dugnaði og dvöldu óf-
áum stundum þar. Jóhanna var
gædd miklum sölumannshæfileik-
um og átti auðvelt með að tjá sig
við fólk af öllum þjóðernum. Fólk
kom því aftur og aftur til hennar,
ekki endilega til að versla, heldur
meira til að tala við hana og ræða
málin. Eignaðist hún marga vini í
gegnum starf sitt í Listvinahúsinu.
Fjölskyldan var Jóhönnu afar
kær og fengu hennar böm afar
gott og ástríkt uppeldi. Ef einhveij-
um leið illa eða mátti sín minna
var Jóhanna fyrst allra komin til
að hugga og styrkja. Ást og um-
hyggja hennar var mikil og nutu
börn hennar og eiginmaður þess í
ríkum mæli. Bið ég góðan Guð að
styrkja þau í þeirri miklu sorg.
Árið 1980 kynntist ég yndislegri
dóttur hennar, og varð þá stórkost-
leg breyting á lífí mínu. Hún og
hennar fjölskylda hafði mikil áhrif
á mig og þau hjónin Jóhanna og
Einar hafa verið mér einstök. Jó-
hönnu á ég mikið að þakka. Hún
kenndi mér margt og og alltaf gat
ég komið til hennar og rætt málin.
Ósjaldan studdi hún mig í því sem
ég var að gera og veitti mér þá
hjálp og stuðning sem þurfti.
Margar voru þær gleðistundir sem
við áttum saman, hvort sem það
var hér á landi eða erlendis og er
erfítt að átta sig á því að þær
verði ekki fleiri.
Litla dóttir okkar, Diljá Björg,
dýrkaði hana ömmu sína og því
miður fær hún ekki að njóta leng-
ur þeirrar ástar og kærleiks sem
hún alltaf fékk í ríkum mæli frá
ömmu Jóu.
Ég þakka elsku Jóu minni fyrir
þessi tólf frábæru ár sem ég fékk
að eiga hana sem vin og tengda-
móður, og allt sem hún kenndi
mér og gaf. Því mun ég alltaf búa
að. Minning hennar mun alltaf lifa
í hjörtum okkar og er það huggun
að vita, að hún er í góðum höndum
og henni líði nú vel.
Elsku Einar minn! Ég sendi þér
mínar dýpstu samúðarkveðjur og
bið góðan Guð að gefa þér styrk
í þinni miklu sorg. Öðrum ástvinum
bið ég Guðs blessunar í þeirri sorg.
Ég er ljós í heiminn komið,
til þess að hver,
sem á mig trúir,
sé ekki í myrkrinu.
(Jðh. 12.46.)
Sævar.
Ný gerö bamabílstóla
* Fyrir böm frá fæðingu
til 5 ára aldurs.
* Þægilegar 5 punkta fest-
ingar með axlapúðum.
* Stillanlegur.
* Stólnum má snúa með
bakið fram (->9kg.) eða
aftur (9-18kg.).
* Má hafa frístandandt.
* Vasi á hlið, fyrir leikföng
eða annað.
* Auðvelt að taka áklæðið
af og þvo það.
* Viðurkenndur.
* Verðkr. 10.998,-
naust
Borgartúnl 26
Síml: (91) 62 22 62
Mynds.:(91) 62 22 03
ISLENSK FYRIRTÆKI
I 9 9 3
STÆRRI ÞYNNRI HANDHÆGARI
MEIRI UPPLÝSINGAR
þörf fyrir þann innri styrk, sem
maður dregur af vinum sínum. Það
fórst fýrir áð vökva tréð sem skyldi.
Heilsu Óttars fór smátt og smátt
hrakandi. Hann vildi þó aldrei ræða
heilsufar sitt og lét sem ekkert
væri. Sýndi hann þar ótrúlegan
viljastyrk og æðruleysi. Sjálfur hef
ég aldrei getað svo mikið sem heim-
sótt sjúka, líklegast búinn einhveij-
um innri ótta við að svona gæti
verið fyrir manni sjálfum komið. Því
var það, að frændi minn var skyndi-
lega horfínn áður en maður áttaði
sig á þörfinni á skýla vináttutrénu
fyrir vetrinum langa.
Nú situr maður heima með ákveð-
ið tómarúm í hjarta. Tréð stendur
enn styrkt í garði sínum, en laufin
hafa fallið, hausthretið kom alltof
snemma.
Góða sál, sért þú Guði gefín.
Þorsteinn Helgason
deildarforseti verkfræðideild-
ar HÍ.
Óttar P. Halldórsson, prófessor
við byggingaverkfræðiskor, er fall-
inn frá. Óttar var einn þeirra manna
sem setti svip á skorina undanfarin
ár.
Óttar var kennari sem nemendur
báru mikla virðingu fyrir. Hann var
hæfur kennari, fór vel og rólega
yfír efnið, en komst þó hratt yfír,
vegna þess hve vel hann setti það
fram. Hann var ekki að æsa sig
yfir neinu, alltaf jafnrólegur og
glaðlyndur og sá broslegu hliðarnar
á ýmsu sem fyrir bar í kennslunni.
Óttar hafði gaman af að segja
frá atriðum og viðburðum tengdum
og ótengdum námsefninu, hann stóð
þá fyrir framan bekkinn og sagði
frá á sinn skemmtilega hátt og
brosti sínu góðlátlega brosi sem
vekur upg hlýjar minningar um
hann. Þó Óttar hefði ekki verið við
kennslu síðastliðið ár gleymdist
hann ekki, öðru hvoru rákust menn
á hann í skólanum þar sem hann
gekk hægt um og heilsaði á sinn
glaðlega máta þeim sem hann
þekkti og þeir voru margir.
En nú er Óttar horfínn á braut,
við fáum ekki lengur notið kennslu
hans, hlýlegs viðmóts eða annars
sem hann gaf af sér. Góðar minning-
ar um Óttar lifa áfram og brosið
hans gleymist seint. Ættingjum og
ástvinum sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur. Guð varðveiti Óttar og
blessi ástvini hans á þessum erfíðu
stundum og veiti þeim styrk.
Byggingaverkfræðinemar
við Háskóla íslands.
SJÁ BLS 40.
Föróunarfrœóingur kynnirDior haustlitina
á morgun, miövikudag, kl. 13-17.
Mosfells apótek