Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992
Klukkan er að ganga 8. Hve
lengi á ég að bíða eftir
kvöldmatnum?
Áster...
1-10
... að leiðast í allra augsýn.
TM Rog. U.S Pat Otf—all rights reserved
• 1992 Los Angeles Times Syndicate
Stöðin? Ég náði þrjótnum
áðan.
HÖGNI HREKKVÍSI
// HAMW ER AB BCÓÐA N'ScWI HUNDIÆL
ÍCO/V1INK1 I HVERF-IP. "
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Af landbúnaðarumræðu krata
Frá Gunnlaugi Júlíussyni:
ÉG RAKST nýlega á tvær greinar
um landbúnað í Alþýðublaðinu um
landbúnaðarmál, sem mig langar til
að gera aðeins að umtalsefni. Eg hef
þó valið þann kostinn að senda grein-
ina í blað þar sem von er á að ein-
hver lesi hana, í stað þess að senda
grein í Alþýðublaðið. Það geri ég
meðal annars vegna þess að þegar
ég spurði hvað blaðið kostaði á blað-
sölustaðnum þá vissi afgreiðslumað-
urinn það ekki, því það keypti það
aldrei nokkur maður að hans sögn,
og gaf hann mér það síðan.
Afstaða sænskra bænda
gagnvart EB?
Þorlákur Helgason slær upp í fyr-
irsögn þeirri spurningu’hvort bændur
fari innan tíðar á spenann hjá Evr-
ópubandalaginu, líkt og starfsbræður
þeirra í Svíþjóð ætla að gera. Hann
virðist hafa áttað sig á því að land-
búnaður sé styrktur gífurlega innna
EB og er það veruleg framför miðað
við þann málflutning sem hefur
gengið eins og rauður þráður í gegn-
um allt hjá of mörgum skoðana-
bræðrum hans að íslenskur landbún-
aður sé hinn eini í okkar heimshluta
sem njóti opinberra styrkja.
Vegna þess að hann minnist sér-
staklega á sænska bændur þá er það
athyglisvert að rifja upp í þessu sam-
bandi hvers vegna þeir studdu að-
ildarumsókn að EB í upphafi. Sænsk-
ir kratar höfðu þá um nokkurt skeið
fylgt þeirri stefnu sinni eftir að fella
niður opinbera styrki til landbúnað-
arins, bæði niðurgreiðslur á innan-
landsmarkaði og útflutningsbætur.
Einnig höfðu þeir í gegnum sam-
keppnislögin gert afurðastöðvum erf-
iðara að starfa saman (líklega það
sama og á að gera hérlendis) og að
síðustu höfðu þeir uppi áform um
að afnema að mestu þær innflutn-
ingstakmarkanir á búförum sem
höfðu gilt. Á þennan hátt hefði
sænsk búvara, sem hefði notið lág-
marksstyrkja frá hinu opinbera, lent
í beinni samkeppni við stórkostlega
niðurgreidda búvöru frá Evrópu-
bandalaginu, eins og Þorlákur bendir
réttilega á. Því var það nauðvöm
sænskra bænda að styðja aðildar-
umsókn að EB til að öðlast mögu-
leika á að njóta viðlíka styrkjakerfis
og þeir bændur nutu sem þeir hefðu
lent í beinni samkeppni við. Af
tvennu illu töldu þeir EB skárri kost
en samskiptin við Mats Hellström,
hinn sósíaldemókratíska landbúnað-
arráðherra, eins og þau höfðu verið.
íslenskir bændur og GATT
Nú skal ég engu spá um fram-
vindu sögunnar, en ekki skyldi mað-
ur útiloka þann möguleika að það
yrði nauðvöm bændaforystunnar
hérlendis að styðja aðildarumsókn
að EB, ef það yrði eina bjargráðið í
baráttu við misvitra stefiiu stjóm-
valda í málefnum landbúnaðarins.
Slíkar hugsanir skjóta til dæmis upp
kollinum þegár maður Ies málflutn-
ing eins og kemur fram í seinni land-
búnaðargrein Alþýðublaðsins 1. sept-
ember, daginn sem ein mestu kafla-
skil verða í ytra umhverfi landbúnað-
arins á seinni ámm. Sama dag og
nýr búvörusamningur tekur gildi,
samningur milli ríkisvaldsins og
bænda sem felur í sér afnám útflutn-
ingsbóta og felli niður þá opinbem
ábyrgð sem hefur borið kostnaðinn
af umtalsverðri framleiðslu umfram
innanlandsþarfir á liðnum ámm, þá
fullyrðir einn af framámönnum Ál-
þýðublaðsins að bændur neiti því
ætíð að horfast í aug við framþróun
nútímans. Því til stuðnings nefnir
hann fundahöld þau sem áttu sér
stað víðsvegar um land á sl. vetri
út af GATT-samningunum og kallar
þau „gerræðisleg mótmæli". Hvað
þau varðar sérstaklega þá hefur ver-
ið reynt að prenta það inn hjá þjóð-
inni að íslenskir bændur hafi staðið
einir á báti í GATT-umræðunni á sl.
vetri og andstaða þeirra gagnvart
fyrirliggjandi samningsdrögum hafi
mótast af útúrbomhætti og óraun-
særri íhaldssemi. Það er í sjálfu sér
eðlilegt, þegar tekið er mið af þeirri
útreið sem formaður Alþýðuflokksins
fékk á bændafundum um GATT-mál-
in á sl. vetri og hvemig hann hellti
úr sér yfir Stéttasambandið og
starfsmenn þess í vanmáttugri reiði
vegna þess, að reynt sé að gera af-
stöðu landbúnaðarins gagnvart
GATT-samningunum tortryggilega
af hálfu skutilssveina hans.
Höfundinum til fróðleiks get ég
skýrt frá því að það sem kom í veg
fyrir að gengið yrði frá GATT-samn-
ingunum á sl. vetri var andstaða
Evrópubandalagsins varðandi land-
búnaðarþáttinn. Vemleg andstaða
er einnigvið samningsdrögin í mörg-
um öðram löndum, t.d. í svo ólíkum
löndum sem Noregi og Japan. í
Kanada var til dæmis í febrúar hald-
inn stærsti mótmælafundur bænda
sem haldinn hefur verið þar í landi
fyrr og síðar út af GATT-samningun-
um. Því er allt tal um dæmafáa aftur-
haldssemi íslenskra bænda og sér-
stöðu samtaka þeirra í þessu sam-
bandi út í hött.
EES-samningarnir
Þegar greinarhöfundur slær því
fram að tekið hafi verið ítrasta tillit
til sjónarmiða foiystumanna bænda í
EES-samningunum, þá er álíka mikið
að marka þær fullyrðingar eins ýmis-
legt annað sem sagt hefur verið af
hálfu forystumanna flokks hans um
þessi mál. Má í því sambandi minna
á það að í samningunum em endur-
skoðunarákvæði um viðskipti með
búvömr, sem eiga að fara fram á
tveggja ára fresti og skal fyrstu endur-
skoðun lokið innan rúmlega árs. Skal
endurskoðunin leiða til aukins fijáls-
ræðis í verslun með búvömr innan
EES-svæðisins. Þetta er víst kallað
að samningurinn nái ekki til landbún-
aðarmála. Einnig má minna á að allar
fullyrðingar utanríkisráðherra um að
hægt sé að girða fyrir kaup útlendinga
á jörðum, landi og hlunnindum hér-
Iendis hafa reynst hjóm eitt þegar til
kastanna kemur, eins og forystumenn
bænda töldu sig reyndar vita áður.
Ákvæði og orðalag varðandi töku verð-
jöfnunargjalds af innfluttum búvömm
em öll mjög óljós og verður endanleg-
ur frágangur texta í samningnum um
það efni að flokkast undir handvömm.
Af „Hriflueðli“
Talandi um „Hriflueðli“ í sam-
bandi við afstöðu Stéttarsambands
bænda varðandi EES-samningana,
þá veit ég ekki betur en Hriflu-Jónas
hafi lagt gjörva hönd á plóginn þeg-
ar Alþýðuflokkurinn var stofnaður á
sínum tíma. Hann var bæði fmm-
kvöðull að stofnun flokksins og skrif-
aði stefnuskrá hans. Því verki skilaði
hann með sæmd eins og svo mörgu
öðm. Það kom hins vegar fyrir að
hann þótti ekki vera nógu yfirvegað-
ur í skrifum sínum og því flýgur mér
í hug eftir lestur fyrmefndra greina
að „fé sé jafnan fóstra líkt“.
GUNNLAUGUR JÚLÍUSSON
hagfræðingur Stéttarsambands
bænda,
Bændahöllinni Hagatorgi, Reykjavík
Víkveiji skrifar
Forsetar Frakklands í tíð fimmta
lýðveldisins hafa gjaman notað
þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að
styrkja og efla pólitíska stöðu sína.
Þetta gerði De Gaulle, sem stofnaði
fimmta lýðveldið, hvað eftir annað.
Þegar hann tapaði slíkri atkvæða-
greiðslu um heldur lítilvægt mál,
sagði hann af sér umsvifalaust.
Pólitísk staða Mitterands, Frakk-
landsforseta, hefur verið erfið á ann-
að ár. í erlendum blöðum er fullyrt,
að hann hafi snemma á þessu ári
ákveðið að efna til þjóðaratkvæða-
greiðslu um eitthvert málefni til þess
að styrkja stöðu sína og Maastricht
hafi orðið fyrir valinu.
Þótt Mitterand hafi unnið þá at-
kvæðagreiðslu naumlega fer tæpast
á milli mála, að evrópskir stjórn-
málamenn verða að horfast í augu
við nei Dana og hér um bil helmings
frönsku þjóðarinnar. Allt tal um evr-
ópska hraðlest, sem stefni óstöðv-
andi til sameinaðrar Evrópu er út í
bláinn eftir þjóðaratkvæði í tveimur
aðildarríkjum EB.
Fleira hefur orðið til að hægja á
þeirri hraðlest að undanfömu
en atkvæðagreiðslan í Frakklandi.
Gjaldeyrismál Evrópuríkjanna em í
upplausn. Bretar hafa sagt skilið við
evrópska myntsamstarfið í bili
a.m.k. í umræðum um þetta mál í
Bretlandi síðustu daga hefur sú
skoðun vecið nokkuð almenn, að
evrópska myntsamstarfið hafi að
vísu orðið til þess að hægja á verð-
bólgunni í þátttökuríkjunum, en eft-
ir sameiningu Þýzkalands hafi það
jafnframt leitt til þess, að kostnaðin-
um af sameiningu Þýzkalands hafi
að hluta til verið velt yfir á aðrar
Evrópuþjóðir.
Þetta kerfi hafi orðið til þess að
ýta undir samdrátt og kreppu og
atvinnuleysi í öðmm löndum eins og
t.d. Bretlandi. Thatcher var litinn
hornauga fyrir að vera treg til þátt-
töku í evrópska myntsamstarfinu,
en atburðir síðustu daga og vikna
em taldir réttlæta áfstöðu hennar
og tregðu. Allt er þetta umhugsunar-
efni fyrir þá hér á íslandi, sem hafa
viljað flýta sér í samskiptum við
Evrópuríkin og hvöttu m.a. til þátt-
töku í evrópska myntsamstarfinu
fyrir nokkrum misserum.
XXX
á er ljóst, að hefðbundnar
áhyggjur af styrk Þýzkalands
eru byrjaðar að skjóta upp kollinum
víða í Evrópu. í Kaupmannahafnar-
bréfi Sigrúnar Davíðsdóttur hér í
blaðinu í fyrradag sagði m.a.:„Þjóð-
verjahatur er nokkuð sterkt orð en
hins vegar kom mörgum Dönum á
óvart, hvernig andúð á Þjóðverjum
blossaði upp fyrir þjóðaratkvæða-
greiðsluna 2. júní. En þó Danir hafi
sagt nei við öflugra Evrópubanda-
lagi em þeir að sjálfsögðu ekki laus-
ir við áhrif hins volduga nágranna
sins og í dönskum blöðum má reglu-
lega lesa greinar um áhrif þýzkrar
gjaldeyris- og fjármálastefnu á fjár-
hag herra Petersens."