Morgunblaðið - 22.09.1992, Page 54
54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992
★ flcROPRINT
TIME nECORDER CD.
Stimpilklukkur fyrir
nútíð og framtíð
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 -105 Reykjavík
Slmar 624631 / 624699
GJOF
Hvítar - svartar - brúnar.
Verð kr. 9.975,- stgr.
Elnar Farestvett&Co.hf.
Borgartúni 28, sími 622901.
■ /:/:/:/:/:/.:/:/
Loðfóðraðir
kuldaskór barna
nýkomnir
Teg.1420
NAB-leður
kr. 3.500
Litur: Rauður/blár. Staerðir: 22-28.
Teg: 101
NAB-
leður
kr. 3.500
Litur: Dökkblár m/grænu og rauðu,
rauður m/svörtu. Stærðir: 28-35.
Teg: 20
CHRIS
Kr. 3.990
Litur: Fjólublár/blár. Stærðir: 28-34.
Teg: RUNNER
kr. 2.990,-
Litur: Svartur m/rauðu, bláu eða
grænu. Snjóheldir m/ríflás.
Stærðir: 25-39.
SKÓSALAIU,
Laugavegi 1,
gegnt Skólavörðustíg,
sími 16584. Póstsendum.
Þórunn E. Sveinsdóttir og Tómas Jónsson sögðust hlakka til að Morgunbiaðíð/Anna G. óiafsdðttír
koma aftur að ári. Oft er mikill hamagangur í almenningnum.
Stóðsmölun og réttir í Skrapatungu
Ólýsanleg tilfinning að finna
jörðina titra undan stóðinu
- segirTómas
Jónsson gangna-
maður úr Reykjavík
SENNILEGA hefur Skrapa-
tungurétt aldrei verið jafn fjöl-
menn og í stóðréttum um síð-
ustu helgi. Varlega áætlað má
giska á að um 300 manns, stór-
ir og smáir, hafi tekið þátt í
réttarstörfunum eða einfald-
lega notið veðurblíðunnar við
réttina. Að sögn Valdimars
Guðmannssonar, gangnafor-
ingja, var þó eitthvað færra af
hrossum smalað af fjalli en í
fyrra. Slógu menn á að um 700
hross hefðu verið í réttinni.
Fyrstu gagnamennimir lögðu
í’ann á sjötta tímanum á laugar-
dagsmorguninn. Ekki var þó að
sjá að af þeim væri dregið þegar
þeir mættu hópi gagnamanna,
sem boðið hafði verið að taka
þátt í göngunum, við Vesturá á
Laxárdal um hádegisbil. Þeir
slógu á létta strengi og einhveijir
tóku lagið áður en haldið var
áfram að Kirkjuskarði þar sem
áð var á leið til réttarinnar.
Meðal gestkomandi gangna-
manna um helgina voru hjónin
Þórunn E. Sveinsdóttir og Tómas
Jónsson. Þau tóku líka þátt í
göngunum fyrir ári síðan en það
var í fyrsta sinn sem almenningi
var sérstaklega boðið að vera
Lagið tekið á Laxárdal.
með. Þegar forvitnast var um
ástæðu þess að þau hefðu lagt
land undir fót í fyrra sagði Tómas
að þau hefði lesið auglýsingu um
göngumar í blöðunum og fundist
bráðsniðugt að taka þátt í stóð-
rekstri. „Við urðum svo sannar-
lega ekki fyrir vonbrigðum og
vorum fljót að skrá okkur aftur,“
sagði hann og bætti við að það
væri ólýsanlegt tilfinning að finna
jörðina titra undan stóðinu. „Svo
er það hneggið, lyktin og alit hitt.
Skemmtilegt samferðarfólk spillir
ekki og Laxárdalurinn ekki held-
ur. Hann er svo fallegur," sagði
Tómas.
Þómnn var sama sinnis og
Tómas. „Skratti gaman,“ sagði
hún þegar spurst var fyrir um
göngumar. „Lyktin, veðrið,
mannfólkið og berin. Þetta eru
fyrstu berin sem ég sé. Húnvetn-
ingar eru líka svo skemmtilegt
fólk, gestrisnir og gaman að hlæja
með þeim,“ sagði hún. Aðspurð
sögðust hjónin ekki eiga hesta en
læðast í þá hvar sem þau gætu.
Valdimar Guðmannsson,
gangnaforingi, sagði að vel hefði
gengið að smala þegar spjallað
var við hann í réttinni á sunnudag-
inn. Hann sagði að sennilega
hefðu um 700 hross komið af fjalli
en það er eitthvað færra en í fyrra
því einhver voru þegar komin nið-
ur. Flest vom hross talin frá Enni
og var talað um að fjöldi þeirra
náigaðist 200 ef folöld væm talin
með. Fleira fé var í réttinni en
oft áður því veður hamlaði gagna-
mönnum í fyrri smölun.
Fjölmenni var í réttunum enda
blíðskaparveður. Lögðu margir
leið sína í nýreistan skála með
snyrtiaðstöðu og veitingasölu og
var yfirleitt fullt í veitingasalinum
þar sem menn gátu keypt ýmis
konar kræsingar. Lúgan var vin-
sælli hjá yngri kynslóðinni enda
var hægt að fá þar nammi og gos.
Grænfriðungar
Krafa um að klórefna-
mengun verði stöðvuð
GRÆNFRIÐUNGAR krefjast þess að þegar í stað verði samþykkt
áætlun um að í áföngum verði hætt að losa hvers konar lífræn klór-
efnasambönd út í umhverfið. Grænfriðungar hafa gefið út skýrslu
um afleiðingar klórefnamengunar á lifriki jarðar og tengist útkoma
hennar fundi umhverfisráðherra 14 ríkja við norðaustur Atlantshaf,
þar á meðal íslands, og Evrópubandalagsins, sem haldinn er í París
í þessari viku. Þar verður undirritaður nýr alþjóðlegur samningur
um verndun sjávar í norðaustur Atlantshafi og gengið frá yfirlýs-
ingu og framkvæmdaáætlun um frekari aðgerðir og samvinnu um
varnir gegn sjávarmengun.
I skýrslu Grænfriðunga kemur
fram að lífræn klórefnasambönd
séu losuð út í náttúruna í miklu
magni og notkun þeirra haldi áfram
að aukast. Með lífrænum klórefna-
samböndum er átt við sambland
klórs og kolefnis sem eru í mörgum
tilfellum úrgangsefni sem falla til
við ýmsan iðnað. Flest eru þessi
efnasambönd eitruð, þrávirk og eru
lengi að brotna niður í náttúrunni
og hlaðast því upp og berast gegn-
um lífkeðjuna með fæðu. Um það
bil 11 þúsund tegundir eru þekktar
en kunnasti eiturefnaflokkurinn eru
svokölluð PCB-efni.
Lífræn klórefnasambönd finnast
um alla jörð, en samkvæmt skýrslu
Grænfriðunga er talið er að mesta
magn PCB sé í norðaustur Atlants-
hafi. Það hefur fundist í miklu
magni í hvítabjörnum á heim-
skautasvæðum Noregs, sérstaklega
í Spitsbergen og benda rannsóknir
til að þetta komi verulega niður á
viðkomu þeirra. Einnig hefur PCB
fundist í hvítabjörnum í Kanada og
Alaska.
í skýrslu Grænfriðunga kemur
fram að þessi eiturefni hafi veruleg
áhrif á menn og skepnur. Þau hafi
sannanlega leitt til vansköpunar,
ófrjósemi, haft áhrif á ónæmiskerfi
bæði manna og dýra og valdið
bijóstakrabbameini í konum svo
nokkuð sé nefnt. Þá er talið að eit-
urefnin séu orsök þess að dýrateg-
undir hafi horfið af ákveðnum
svæðum. Einnig valdi þau dauða
mikils fjölda sjávarspendýra um
Hvítabirnir á Spitsbergen hafa
orðið fyrir verulegri PCB-meng-
un. A myndinni sést norskur vís-
indamaður festa senditæki á
hvítabirnu en það er liður í að
kanna viðkomu hvítabjarnanna.
allan heim. Eru nefnd dæmi um
fækkun háhyminga í Kyrrahafi,
sela í Eystrasalti, otra í Evrópu og
fálkategunda í Bretlandi.
Á síðasta ári greindist mikið
magn af klórkolefnasamböndum og
kopar í æðarfugli í Bolungarvík.
Var magnið langt fyrir ofan það
sem er að jafnaði í æðarfugli frá
Svalbarða. Talið var að eitrið hefði
komið í fuglana úr lægri sjávardýr-
um, skeldýrum og kröbbum.