Morgunblaðið - 22.09.1992, Síða 55

Morgunblaðið - 22.09.1992, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SBPTEMBER 1992 55 „Engin gleði“ Meistaratitill færist milli manna vegna mistaka Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sigurvegarar torfærunnar, Sigþór Halldórsson og Ragnar Skúla- son, fögnuðu sigri eftir keppni og Magnús Bergsson (l.t.v.) meist- aratitli, en hann varð að sjá á eftir titilnafnbótinni daginn eftir. „ÞAÐ ER engin gleði að taka við titlinum við svona aðstæður en ég fékk ekki leiðréttingu minna mála fyrr en eftir þessa keppniog þetta setur leiðinlegan svip á íslandsmótið," sagði Stef- án Sigurðsson, íslandsmeistari í flokki sérútbúinna jeppa, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Eft- ir torfærumót í Jósepsdal um helgina var Magnús Bergsson talinn meistari og fagnað sem slíkum. I gær tók Landssamband íslenskra akstursíþróttamanna kæru í keppninni til greina og gerði einnig athugasemd við birtingu úrslita í keppninni á undan. Það breytti úrslitunum þannig að Stefán varð meistari en Magnús sat eftir með sárt ennið. Fyrir keppnina um helgina töldu menn að Magnús væri einu stigi á undan Stefáni með 47 stig, en fjög- ur mót af fimm á árinu telja til endanlegrar stigagjafar, þannig að keppendur fella út lélegasta árang- urinn. Þegar Stefán féll úr leik töldu menn víst að Magnús yrði meistari og fímmta sætið sem hann var sagður í eftir keppni tryggði honum titilinn. En einn keppandi, Þórir Schiöth lagði fram kæru á stigagjöf til sín. „Mér voru gefin röng refsistig í einni þraut, sem átti að vera búið að leiðrétta í tölvu- kerfí keppnisstjómar fyrir birtingu úrslita, en það láðist að gera það fullkomlega þannig að þegar ég kom á verðlaunaafhendingu var ég sagður í níunda sæti, en átti að vera í því fjórða. Ég brást ekki vel við því, fannst vegið að mér og ekki í fyrsta skipti á árinu, sem ég hefði getað kvartað yfír stiga- gjöf. Ég hafði bara setið á mér til þessa," sagði Þórir. Hann fékk leið- réttingu sinna mála á sérstökum LÍA-fundi daginn eftir keppni. Sú leiðrétting olli því að Magnús fékk færri stig en ella og á sama tfma var tilkynnt að keppnisstjóm í keppni í Grindavík hefði borið sig ranglega að við birtingu úrslita nokkmm vikum áður, þannig að keppendur litu tvenn mismunandi úrslit augum á stuttum tíma. Sam- kvæmt reglum giltu fyrstu úrslitin sem birt vom og þar sem engin kæra hefði borist og þetta þýddi að Stefán fékk þijú stig í viðbót við það sem áður hafði verið talið. Þetta færði hann upp fyrir Magnús og einnig Sigþór Halldórsson, sem báðir hlutu 47 stig til meistara. „Urslitin vora ranglega reiknuð í báðum þessum mótum, í því fyrra vora sekúndur í tímabraut vitlaust lagðar saman og í því seinna gerð mistök við innfærslu stiga í tölvu. Úrslitin vora síðan ekki birt sam- kvæmt reglum og þetta ætti að kenna bæði keppendum og skipu- leggjendum móta að rýna betur í reglurnar. Fyrst era birt heildarúr- slit og þá má líða klukkustund fýr- ir kæra, eftir það er hægt að birta lokaúrslit berist engin kæra. Það er á ábyrgð keppenda að fylgjast með þessum málum, en alltof fáir kynna sér reglumar og keppnis- stjómin í Grindavík gerði slæm mistök, tilkynnti mismunandi úrslit til mismunandi aðila,“ sagði Ólafur Guðmundsson formaður LÍA. Keppendumir sem börðust um titilinn áf kappi, Stefán, Sigþór, Gísli Jónsson og Magnús, vora sammála um að þetta væri leiðinda- mál í lok spennandi móts. - GR Ekkert gefíð eftir í baráttu um meistaratitil. Gísli G. Jónsson veltí en slapp með skrekkinn. Flestír töldu Stefán úr leik þegar framhjól hrundi undan og hann féll úr keppni. Á endanum varð hann meistari. UR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK 18.-21. sept. 1992 Tilkynnt var um 43 umferðaró- höpp til lögreglunnar um helgina. Þar af var um slys á fólki að ræða í 9 tilvikum og granur er um ölvun við akstur í tveimur tilvikum. Mið- að við fyrirliggjandi upplýsingar er raunhæft að áætla að á tímabil- inu hafi tæplega eitt hundrað um- ferðaróhöpp orðið í umferðinni á starfssvæði lögreglunnar í Reykja- vík. Meðaltjón í umferðaróhöppum er reiknað á u.þ.b. 400.000 svo beinan kostnað vegna þeirra um helgina má áætla á u.þ.b. fjöratíu milljónir króna. Nokkur slysanna urðu þegar ökumenn veltu bílum sínum í beygjum eða eftir annars konar ógætilegt aksturslag. Á sunnudagskvöld var t.d. bif- hjóli ekið austur Tryggvagötu og aftan á kyrrstæða leigubifreið, sem hafði verið stöðvuð við Bæjarins bestu. Höggið var svo mikð að bif- reiðin kastaðist áfram og aftan á aðra, sem stöðvuð hafði verið þar fyrir framan. Ökumennimir sátu í bifreiðum sínum og vora að bragða á pylsum sínum þegar óhappið varð. Flytja þurfti ökumann bif- hjólsins á slysadeild, en hann hlaut minniháttar meiðsli. Um helgina var tilkynnt um 29 innbrot og þjófnaði. í mörgum til- vikum var farið inn í bíla og úr þeim stolið lauslegum verðmætum. Það verður því aldrei of brýnt fyrir fólki að skilja ekki eftir slík verð- mæti í bflum sínum. Betra er að tæma bílinn sjálfur áður en þjófur- inn gerir það. Fleiri en 50 ökumenn voru kærð- ir fyrir ýmis umferðarlagabrot, flestir fyrir að nota ekki öryggis- belti eða hafa ekki ökuljósin tendr- uð. Þá vora og allmargir kærðir fyrir að virða ekki rautt ljós við gatnamót og stöðvunarskyldu og 9 ökumenn, aðrir en þeir tveir sem lentu í umferðaróhöppum, era granaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis við akstur. Líkamsmeiðingar vora nokkra fleiri en um meðalhelgi, eða 10 talsins. Af framansögðu má ráða að talsvert annríki hefur verið á slysadeildinni um helgina, því þangað þurfti að flytja flesta þá er meiðsl hlutu. Margir þeirra vora undir áhrifum áfengis. Svo virðist sem allmargt fólk kunni ekki að umgangast áfengið sem skyldi. Aðfaranótt laugardags vora þrír menn handteknir á veitingastað í miðborginni, granaðir um fíkni- efnaneyslu. í fóram þeirra fundust nokkrir hassmolar. Neyðarsímanúmer lögreglu og slökkviliðs „datt út“ og urðu óvirk í u.þ.b. 35 mínútur snemma á laug- ardagsmorgun. Það var þó hægt að ná sambandi við lögreglu í neyð- arsímann 0112. Á laugardag var tilkynnt um mikinn reyk frá íbúð við Skipholt. Þegar slökkvilið og lögreglan mættu á staðinn kom í ljós að kjúklingur hafði gleymst í potti á heitri eldavélarplötu og lagði reyk um og frá íbúðinni, en enginn var eldurinn. Eftir að íbúðin hafði verið reyklosuð kom í Ijós að kjúkl- ingurinn var ekki skemmdari sn svo að íbúarnir gátu sest að snæð- ingi og etið hann með góðri lyst. Á laugardag var sagt frá veikri önd við Tjarnarendann. Reynt var að hafa upp á andalækni, en án árangurs. Vora lögreglumenn þá sendir í viijunina, en öndin lét sig hverfa í millitíðinni. Hún hefur ekki talið sig geta beðið andartak. Á sunnudag var tilkynnt um umferðaróhapp á Vesturlandsvegi á Kjalamesi. Þar hafði hestakerra með tveimur hestum í losnað vegna lélegrar festingar á dráttarbeisli og öryggiskeðjur slitnuðu. Við það rann kerran vinstra megin fram með dráttarbifreiðinni og valt síðan út fyrir veg. Hestamir hlutu ein- hver meiðsli. Síðdegis á sunnudag var tilkynnt um að maður hefði fallið ofan af þaki húss í Hlíðunum. Maðurinn hafði verið að háþrýstiþvo kvisti á þaki hússins þegar honum skrikaði fótur á mikið hallandi og flughálu þakinu og féll fram af kantinum. Hann var með „öryggislínu" bundna um mittið með einfaldri lykkju og slaki var á línunni. Þegar meðurinn átti eftir u.þ.b. 10 sm niður í steinsteyptar kjallaratröpp- ur tók „öryggislínan" fallið af hon- um. Maðurinn hafði þá fallið um 7,5 metra niður. Hann var fluttur á slysadeildina með sjúkrabifreið, en meiðsli hans munu hafa orðið ótrúlega lítil. Á sunnudagskvöld þurfti að af- lífa hest eftir að hann hafði orðið fyrir bfl á Vesturlandsvegi á Kjarl- amesi. Hesturinn hafði verið á lausagöngu ásamt nokkram öðram við veginn þegar hann varð fyrir lítilli rútu. Hún var óökufær eftir óhappið. Þó svo að mikið sé um umferð- aróhöpp og aksturslag sumra öku- manna miður æskilegt mega hinir ekki láta það fara í taugamar á sér. Það gerði hins vegar ökumað- urinn, sem beygt var fyrir á gatna- mótum í borginni um helgina. Hon- um tókst með naumindum að koma í veg fyrir árekstur, stöðva bílinn sinn og stökkva út, ná að grípa í stýri hins og sveigja það til hliðar. Þetta tókst honum á næstum þvi ljóshraða að sögn, þannig að öku- maðurinn, sem var að beygja inn á gatnamótin sá aldrei til hins öku- mannsins fyrr en bifreið hans hafði stöðvast á ljósastaur við gatnamót- in. Hraðfarinn lét sig síðan hverfa af vettvangi. Af strikinu að dæma er talið að bifreið hans hafi verið rauðleit. VANNÞIN FJÖLSKVLDA? Heildarvinningsupphæðin: 108.737.642 kr. Röðin: 121-1X1-121-XXXX 13 réttir: 5 raðir á 5.871.830 - kr. 12 réttir: 180 raðir á 102.690 - kr. 11 réttir: 2.399 raðir á 8.150 - kr. 10 réttir: 21.127 raðir á 1.910 - kr. Þaö var ungur maöur sem keypti sér 540 kr. opinn seöil á laugardaginn í Foldaskála f Grafarvogi. Hann var meö þrettán rétta, 7 tólfur, 18 ellefur og 20 tíur. Hann fær því 6.8 mllljónlr í vinning. 1X2 - ef þú spilar tii aö vinna. —tyrir þíg og þina fjölskytdu!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.