Morgunblaðið - 22.09.1992, Síða 56
Yfirtaka Landsbank-
ans á eignum SÍS
Lítil þyrla missti afi í 900 feta hæð suður af Nesjavallavirkiun
Morgunblaöio/lngvar
Unmð að vettvangsrannsókn á slysstað í gærkvöldi. Þyrlan er mikið skemmd en ekki talin ónýt.
Tveir sluppu úr brotlendingu
LÍTIL þriggja sæta þyrla af gerðinni Hug-
hes-269C brotlenti rétt við Nesjavallaveg
skammt suður af Nesjavallavirlgun um
kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Tveir menn
voru um borð, flugmaður og farþegi, og
sluppu báðir ómeiddir úr þessu óhappi.
Flugmaðurinn, Rúnar Sigurbjartarson, hafði
tekið þyrluna TF-HHO, á leigu frá Þyrluþjón-
ustunni hf. um hálftíma áður en óhappið varð
til útsýnisflugs með vini sínum. Voru þeir á
leið aftur til Reykjavikur er þyrlan missti snögg-
lega afl í um 900 feta hæð. Stýrði Rúnar þyrl-
unni til nauðlendingar og tókst með ágætum
nema í lendingunni sjálfri er þyrlan lagðist á
hliðina.
Skúli Jón Sigurðarson framkvæmdastjóri
flugslysarannsóknanefndar Flugmálastjórnar
sagði ljóst að drepist hefði á hreyflinum af ein-
hveijum orsökum. Flytja átti flakið til Reykja-
víkur í nótt og sagði Skúli Jón að rannsókn í
dag myndi einkum beinast að hreyfli þyrlunn-
ar. „Þyrlan er töluvert skemmd eftir þetta
óhapp, en ég myndi ekki telja hana ónýta,“
sagði Skúli Jón.
Rúnar vildi ekkert tjá sig um óhappið í gær-
kvöldi en farþeginn, Höður Guðlaugsson, sagði
að hann gerði sér ekki fyllilega grein fyrir því
sem gerðist. „Við vorum á flugi í sól og ágætis
veðri þegar þyrlan hrapaði allt í einu til jarð-
ar,“ sagði Höður. „Lendingin var ekki mjög
harkaleg en þyrlan lagðist á hliðina og við kom-
um okkur út úr henni. Ég veit ekki hvað gerð-
ist, þetta kom allt svo snögglega til.“
Atlantsál og iðnaðarráðherra ákveða að kanna fjármöffnun álversbyggingar
Athugað hvort hægt er að
brydda upp á nýjum leiðum
Á NÆSTU tveimur mánuðum
verður á nýjan leik farið yfir
möguleika á fjármögnun fyrir-
hugaðs álvers Átlantsáls á Keilis-
nesi. Þetta var meðal þess sem
kom út úr fundi Jóns Sigurðssonar
iðnaðarráðherra og Jóhannesar
Nordals formanns álviðræðu-
nefndar með Bond Evans forstjóra
Alumax sem er eitt þriggja fyrir-
tækja sem standa að Alumax-verk-
efninu. Iðnaðarráðherra sagði eft-
ir fundinn í gærkvöldi að fulltrúar
íslensku viðræðunefndarinnar og
Atlantsáls myndu hittast fljótlega
aftur, væntanlega í nóvemer, til
að fara yfir niálin. Þá yrði rætt
um fjármögnun framkvæmdanna
og hvort rétt væri að bera málið
á nýjan leik upp til ákvörðunar.
Jón Sigurðsson og Jóhannes Nor-
dal eru staddir í Washington á árs-
fundum Alþjóðabankans og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins. Þeir áttu fund
með Bond Evans í gær til að ræða
stöðu Atlantsálsverkefnisins. „Það
er enn á ný staðfest að þeir eru afar
áhugasamir um að ráðast í þessar
framkvæmdir svo skjótt sem aðstæð-
ur leyfa. Þeir telja að enn sé ekki
nægur vilji ti! að lána í svona stórt
verkefni og að kjör á framkvæmda-
lánum séu ekki nægilega hagstæð.
Það hefur verið rætt um að leita ein-
hverra nýrra leiða í fjármögnun,"
sagði Jón. Hann sagði að íslendingar
vildu láta kanna hvort hægt væri að
brydda upp á einhveiju nýju í fjár-
mögnun svo hægt væri að flýta fram-
kvæmdunum. „Okkur kom saman
um á þessum fundi að litið yrði að
nýju á fjármögnun framkvæmdanna
í framhaldi þess að þegar hefur náðst
samkomulag um nær öll samnings-
atriði önnur en þau sem tengjast
tímasetningum um upphaf fram-
kvæmda og framleiðslu og fjárhæðir
sem tengjast því,“ sagði iðnaðarráð-
herra.
Jón sagði að fulltrúum Atlantsáls
hefði verið skýrt frá því að fulltrúar
frá Kaiser Aluminium væru væntan-
legir til íslands til könnunarviðræðna
um hugsanlega fjárfestingu á ís-
landi. Iðnaðarráðherra hefur boðið
þeim til viðræðna 19.-21. október.
Engináhrif
á viðskipti
við önnur
fyrirtæki
- segir bankastjóri
Hambros Bank
BANKASTJÓRI Hambros
Bank í London segir að viðræð-
ur standi yfir við Landsbanka
íslands um skuldir Sambands
íslenskra samvinnufélaga í
kjölfar ákvörðunar Lands-
bankans um að yfirtaka eignir
Sambandsins. Landsbankinn
hefur sent erlendum lánar-
drottnum Sambandsins bréf
þar sem því er lýst yfir að
skuldir Sambandsins við þá
verði greiddar.
Sambandið skuldar erlendum
bönkum um 1.290 milljónir króna.
Eru stærstu lánardrottnarnir
Hambros Bank og Scandinavian
Bank. Tom Boyce, bankastjóri
Hambros Bank, sagði í samtali við
Morgunblaðið að bankinn ætti í
viðræðum við Landsbankann um
hvernig hægt væri að leysa þetta
mál. „Augljóslega hefur Lands-
bankinn mjög þýðingarmikið hlut-
verk í þessu máli,“ sagði Boyce.
Hann staðfesti að Hambros-
banki hefði fengið bréflega yfirlýs-
ingu frá Landsbankanum um að
séð yrði til þess að skuldir Sam-
bandsins yrðu greiddar.
Þegar Boyce var spurður hvort
bankinn liti á þessa yfirlýsingu
sem jafngildi ríkisábyrgðar svar-
aði hann að hún væri stuðningsyf-
irlýsing (letter of support) frá
Landsbanka íslands.
Þegar hann var spurður hvort
þetta mál kynni að hafa áhrif á
viðskipti annarra íslenskra fyrir-
tækja við Hambrosbankann svar-
aði hann að svo væri ekki. „Vegna
þess að við eigum stuðning Lands-
bankans vísan erum við rólegir þar
sem við teljum Landsbankann
mjög þýðingarmikinn banka á ís-
landi. Við teljum þetta vera af-
markað mál og einmitt nú erum
við að ganga frá láni til annars
íslensks fyrirtækis svo þetta hefur
engin áhrif á afstöðu okkar að svo
stöddu,“ sagði Tom Boyce banka-
stjóri Hambrosbanka.
Þoka og dimmviðri skall á í innanverðum Faxaflóa í gærkvöldi
TuUugii trillur í hafvillum
UM TVEIR tugir smábáta lentu í hafvillum
og vandræðum á Faxaflóa í gærkvöldi vegna
þoku og dimmviðris. Tveir strönduðu en
náðust á flot aftur. Nokkrir bátar voru úti
í gærkvöldi að beiðni Tilkynningaskyldunn-
ar til að miða bátana út og lóðsa til hafnar.
Komu björgunarskipin til hafnar með
nokkra báta hvert. Tvær flugvélar á leið til
Keflavíkur urðu frá að hverfa vegna dimm-
viðris.
Svarta þoka og dimmviðri var á innanverðum
Faxaflóa í gærkvöldi. Á áttunda tímanum byij-
uðu smábátaeigendur að leita aðstoðar Tilkynn-
ingaskyldunnar. Voru þeir misjafnlega illa
staddir. Sumir voru í algerri hafvillu, vissu ekk-
ert hvar þeir voru staddir eða hvert þeir ættu
að stefna. Tilkynningaskyldan bað trillukarlana
að halda kyrru fyrir þangað til hjálp bærist og
fékk björgunarbát Slysavamafélags Islands,
Henry A. Hálfdanarson, til að fara til aðstoðar,
einnig Aðalbjörgu RE og nokkra smærri báta.
Miðuðu þeir bátana út og létu þá fylgja sér.
Aðalbjörg kom til að mynda með heilmikla
strollu á eftir sér til hafnar seint í gærkvöldi.
Einn af þeim bátum sem fengu aðstoð hafði
bilað norður af Garðskaga og var sjómaðurinn
að róa til lands þegar aðstoð barst.
Tilkynningaskyldan kallaði út björgunarsveit-
ina á Akranesi til að aðstoða bát sem þar var
í vandræðum. Þá þurfti að senda bát til aðstoð-
ar smábát sem bilað hafði á Breiðafirði.
Samkvæmt upplýsingum starfsmanns Til-
kynningaskyldunnar eru margir smábátanna illa
útbúnir og alls ekki undir það búnir að lenda í
svona veðri. Sumir hafa ekki einu sinni rek-
akkeri.